Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Gjaldskrá vegna orku frá Landsvirkjun hækkar um 3%
Fimm milljarða halla-
rekstur á þremur árum
4,1 MILLJARÐS kr. halli varð á rekstri Landsvirkjunar á þessu ári og
í fyrra og áætlað er að rekstrarhallinn verði 800 milljónir á næsta
ári. Það stefnir því í að verða um fimm milljarða halli á rekstri Lands-
virlqunar á þremur árum. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjun-
ar segir að Landsvirkjun lækki skuldir um 1,4 milljarð á þessu og
næsta ári. Raforkuverð frá Landsvirkjun hækkar um 3% um áramótin
en Halldór segir að sú hækkun dugi skammt til að rétta af
hallareksturinn.
„Verðhækkuninni er mjög stillt í
hóf og höfð var hliðsjón af erfiðleik-
um í efnahagslífi þjóðarinnar um
þessar mundir. Hins vegar var óhjá-
kvæmilegt að láta koma til einhverr-
ar hækkunar," sagði Halidór.
Rafmagnsverð Landsvirkjunar
hefur lækkað um 42% að raungildi
síðan 1984 án þess að rafmagnssalan
hafí aukist jafn mikið og orkuspár
gerðu ráð fyrir. Það hefur leitt til
mun minni tekna -en ella og fleiri
ástæður eru taldar fyrir neikvæðri
afkomu Landsvirkjunar, ekki síst
gengisfelling krónunnar í júní sl. Þá
hafí þátttaka Landsvirkjunar í að
forða íslenska jámblendifélaginu frá
rekstrarstöðvun lagst á sveif með
öðrum óhagstæðum áhrifum á
rekstrarafkomuna.
Skuldir lækka um 1,4 milljarða
„Ef við fáum að búa við stöðugt
verðlag og gengi jafnar þetta sig
hægt og bítandi. Það er reiknað með
að hallinn fari úr tveimur milljörðum
í ár niður í 800 milljónir á næsta ári
þegar búið er að taka tillit til gjald-
skrárhækkunarinnar og miðað við
að þijú prósent verðbólga verði á
árinu og stöðugt gengi. Gjaldskrár-
hækkunin gerir því lítið annað en
að vega upp á móti áætlaðri verð-
bólgu á árinu 1994. Rafmagnssalan
eykst síðaiufrá ári til árs og með
því tekjumar og hallinn lækkar sem
því nemur. Þá hefur verðið til ísal
verið í lágmarki og ef álverð í heimin-
um hækkar leiðir það til hærra raf-
magnsverðs til ísals því það er tengt
heimsmarkaðsverði á áli. Komi til
uppsveiflu í efnahagslífínu þannig
að atvinnurekstur nái sér á strik
eykst eftirspurn og rafmagnssala.
Það eru því ýmis ytri skilyrði nú sem
eru óhagstæð en gætu þróast okkur
í hag,“ sagði Halldór.
Hann sagði að þrátt fyrir erfíða
rekstrarstöðu væri greiðslustaða
Landsvirkjunar það hagstæð að
skuldimar lækkuðu um 650 milljónir
á þessu ári. Ráðgert væri að þær
lækkuðu enn um 750 milljónir á
næsta ári en þetta em að mestu leyti
erlendar skuldir.
VEÐURHORFUR í DAG, 24. DESEMBER
YFIRLIT: Fyrir suðaustan land er allvíðáttumikið lægðarsvæði, en á
sunnanverðu Grænlandshafi hefur myndast smálægð sem mun vaxa
og þokast norðaustur.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR LAUGARDAG, jóladag: Suðlæg átt, gola eða kaldi og þykknar
upp um sunnanvert landið en víðast léttskýjað norðanlands. Frost 2-12
stig.
HORFUR A SUNNUDAG, annan jóladag: Allhvöss suðaustanátt og frem-
ur hlýtt. Rigning eða slydda víða um land, einkum þó um sunnan- og
vestanvert landið. Hiti víða 0-5 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Suðlæg átt, víða kaldi eða stinningskaldi og
fremur hlýtt. Þurrt um norðanvert landið en rigning eða slydda í öðrum
landshlutum.
Nýír veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600.
o & •ö Q Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyik,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig..
r r r * / * * * * • * 10° Hitastig
r r r r r * r r * r * * * * * V V V v Súld I
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka '
"1
FÆRÐA VEGUM:
(Kl.17.30fgær)
Víða um land er snjókoma og skafrenningur og slæmt ferðaveður. Fært
er til Suðurnesja, um Hellisheiði og Þrengsli en Mosfellsheiði er ófær.
Fært er fyrir Hvalfjörð i Borgarnes og um Snæfellsnes í Dali og þaðan
til Reykhóla en ófært er um Klettsháls, en fært frá Brjánslæk um Patreks-
fjörð til Bíldudals. Verið er að moka heiðar á norðanverðum Vestfjörðum
og þá verður leiðin milll ísafjarðar og Reykjavíkur um Hólmavík fær upp
úr hádegi. Fært er orðiö um Holtavörðuheiði og til Akureyrar. A IMorður-
landi eru vegir vfðast færir þrátt fyrir skafrenning. Á Norðausturlandi
er ófært um Víkurskarð og einnig er ófært til Grenivíkur en að öðru
leyti eru vegir þar víðast færir. Á Austurlandi eru vegir víðast færir og
fært er um Möðrudalsöræfi en þungfært um Mývatnsöræfi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni iínu 99-6315. Vegagerftin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +6 skýjað Reykjavík +4 léttskýjað
Bergen 0 snjóél
Helsinki 0 skýjað
Kaupmannahöfr 3 léttskýjað
Narssarssuaq 2 slydduél
Nuuk 4-6 snjókoma
Ósló +5 alskýjað
Stokkhólmur 0 snjókoma
Þórshöfn +1 léttskýjað
Algarve 17 helðskfrt
Amsterdam 4 þrumuveöur
Barcelona 10 heiðskíft
Berlín 4 skýjað
Chlcago *8 léttskýjað
Feneyjar vantar
Frankfurt 5 skýjað
Glasgow 4 rigning
Hamborg 3 hálfskýjað
London 6 skýjað
LosAngeles 9 heiðskirt
Lúxemborg 3 skýjað
Madrid 4 léttskýjað
Malaga 15 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Montreal +18 léttskýjað
NewYork 2 alskýjað
Orlando 6 rigning
ParÍ8 6 skýjað
Madelra 16 Iétt8kýjað
Röm 16 skýjað
Vin 10 léttskýjað
Washington 2 úrk. í grennd
Wlnnipeg +21 léttskýjað
Bensín (92) 31. des.’93
Kr. 64,50 hver lítri
Alagning,
dreifmg, i,6%
rekstur Flutnings-
bensínstöðva jöfnunargjald
Innkaupsverð
Bensín (92) 1. jan.’94
hver irtrí
dreifing,
rekstur
bensínstöðva
Innkaupsverð
1,5%
Flutnings-
jöfnunargjald
2% hækkun bensín-
verðs um áramótin
UM 2% hækkun verður á bensínverði vegna 5% hækkunar á sér-
stöku bensíngjaldi sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að taki gildi frá
og með áramótum í því skyni að standa straum af auknum vegafram-
kvæmdum vegna slæms atvinnuástands en miðað við forsendur fjár-
laga mun hækkunin skila 285 miiyónum króna í ríkissjóð.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tekjustofnar til vegagerðar.
auka vegaframkvæmdir á næsta
ári um 250-300 milljónir króna til
að bæta úr lágu atvinnustigi og í
fréttatilkynningu frá fjármálaráðu-
neyti segir að þungaskattur og sér-
stakt bensíngjald séu markaðir
Hækkun bensíngjaldsins hækkar
verð blýlauss bensfns um 1,39 krón-
ur á lítra að meðtöldum vsk. en
hækkun á öðru bensíni nemur 1,48
krónum á lítra að meðtöldum vsk.
Rússnesku ámar
heilla veiðimenn
MIKLAR breytingar hafa orðið varðandi erlenda menn sem hingað
koma til laxveiða. Bandaríski markaðurinn hefur „hrunið" eins og einn
sölumaður veiðileyfa komst að orði, Bretar, Spánveijar, Þjóðveijar og
Fransmenn hafa borið uppi erlenda markaðinn, en þeir leita einnig í
vaxandi mæli í þær lendur sem Bandaríkjamennirnir hafa snúið sér
til, þ.e.a.s. til Rússlands. Á síðasta sumri veiddu 7.000 Bandaríkjamenn
í ánni Ponoi á Kólaskaga sem er líklega þekktasta laxveiðiá Rúss-
lands. „í samanburði eru þetta örfáir menn sem hingað koma og það
þarf að gerast eitthvað mikið ef bændur og leigutakar ætla að ná
þessum mönnum til baka,“ sagði Árni Baldursson einn sölumaður veiði-
leyfa i samtali við Morgunblaðið.
Ámi var til skamms tíma með
Laxá í Kjós á leigu og sagði hann
enn fremur að fyrir 10 til 15 árum
hefðu margir útlendingar veitb í þeirri
á svo dæmi væri tekið. Það hefðu nær
eingöngu verið Bandaríkjamenn.
Hann hefði selt fleiri eriendum veiði-
mönnum leyfí í ána síðasta sumar en
nokkru sinni fyrr, en aðeins örfáir
þeirra hefðu verið Bandaríkjamenn.
Og það væri æ erfiðara að fá veiði-
menn af öðru þjóðemi til að koma
og veiða því nýr og spennandi kostur
væri í boði, þ.e.a.s. ámar á Kóla-
skaga. „Nú dugir ekki lengur það sem
einu sinni nægði, að sitja og bíða
eftir að síminn hringdi. Nú verður að
fara út og kynna vöruna, prenta
glæsilega bæklinga og stunda sölu-
mennsku. Og það verður að ná verð-
inu enn frekar niður. Þetta eru menn
sem eiga nógu mikla peninga til þess
að lækkanir upp á tíu prósent eða svo
skipta engu máli. En þeir borga ekki
hvað sem er og þrátt fyrir verðlækk-
anir að undanfömu segja þeir nei
hver af öðrum. Ameríkanamir fá svo
mikið út úr Rússlandsveiðunum að
það eina sem gæti snúið dæminu við
væri að ofstækismaðurinn Shírínovskí
næði meiri áhrifum og kæmi einhvers
konar köldu stríði af stað. Ég er ekki
að grínast. Ef eitthvað gerist í þessum
efnum og við verðum aftur samkeppn-
ishæfír þá verður líf og fjör hér á ný.
En ég er hræddur um að það tæki
a.m.k. áratug að vinna aftur upp það
sem við höfum misst,“ segir Arni.
Ámi er nú með diýgstan hluta
veiðidaga á neðsta svæði Langár á
Mýmm á leigu og einnig ýmis tímabil
í öðrum ám og má nefna í því sam-
bandi Laxá í Dölum. Ýmsar aðrar
hræringar hafa verið í útleigumálum.
T.d. hafa Svisslendingar þeir sem
hafa haft Haukadalsá á leigu seinni
árin fært út kvíamar og leigt Orm-
arsá á Sléttu.
Tauga- og geðlæknir um Zhírínovskí
Aðferðir skyldari
sefjun en dáleiðslu
AÐFERÐIR Vladímirs Zhírínovskís við að ná til kjósenda eru skyldari
sefjun en dáleiðslu segir Jakob Jónasson tauga- og geðlæknir. Ekki
sé hægt að tala um beina dáleiðslu, frekar „hypnótíska skírskotun" til
undirvitundarinnar með orðum og látbragði.
Jakob segir að við dáleiðslu sé fólk
sett í mjög djúpa slökun og talað inn
í hálfgert leiðsluástand þannig að það
taki bara eftir því sem dáleiðandinn
segir. Hins vegar sé sumum einstakl-
ingum mjög lagið að hafa sefjandi
áhrif á fólk, þeir nái til tilfínninga
þess og undirvitundar og snúi því
þannig á sveif með sér. Hann segir
slíkt látbragð felast í orðum, athöfn-
um og vissum sannfæringarkrafti, á
nógu ísmeygilegan hátt til þess að
fólk taki ekki eftir því. „Hægt er að
reka áróður rólega eða með bægsla-
gangi en rólega ieiðin er áhrifameiri.
Það er hægt að sefja fólk með þessum
hætti en það krefst mikils undirbún-
ings og mikilla klókinda. Ég býst við
að Zhírínovskí hafi skírskotað til þjóð-
emistilfinningar sem er mjög sterk
tilfinning hjá flestum, sérstaklega þar
sem ástandið er jafn bágborið og í
Rússlandi. Það er erfítt að draga
mörkin milli dáleiðslu og sefjunar en
framferði hans á þó meira skylt við
það síðamefnda," segir Jakob loks.