Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 17 Bruggið og peningagræðgin Hvað er til ráða? eftir Svein Björnsson Það er bruggað allsstaðar, í heimahúsum, bílskúrum og,verk- smiðjuhúsum. Hveijir drekka svo þennan óþvera. Æskan í landinu. Landinn er seldur á hveiju götu- horni með ótöldum gróða bruggar- anna. Enginn veit hverslags vín- andi þetta er. Gæti verið 30 — 40% eða allt upp í 90% að styrkleika eða hálfsoðinn gambri. Það vita ekki kaupendur, unglingarnir. Þetta er keypt á plastbrúsum þannig að innihaldið sést ekki. Lögreglan er alltaf að taka brugg- ara og gera upptæk bruggtæki og það sér ekki högg á vatni. Margir þessara bruggara hafa verið tekn- ir margsinnis á stuttum tíma og lögreglan stendur ráðþrota. Hve lengi á þetta að ganga svona? Þessir bruggarar fá litlar sem engar sektir, sama hversu oft þeir eru teknir og bruggtækin hrúgast upp hjá lögreglunni. Hvað eru yfirvöld að hugsa? Ætla þeir að bíða eftir að ungling- ar finnist dauðir í fönn, verði úti vegna drykkju á þessum óþverra? Mér finnst að þetta geti ekki geng- ið svona mikið lengur. Það þarf skjótar aðgerðir. Það á að banna smíði brugg- tækjanna og síðan að sekta dug- lega þá sem halda áfram að srníða bruggtækin og brugga. Þeir sem smíða bruggtækin eiga að fá háar fjársektir, allt að milljón eða meira. Einnig eiga að vera miklu hærri sektir fyrir að selja ungling- um og hveijum sem er óþverrann. Það verður að búa til ný lög. Svona getur þetta ekki gengið lengur. Það hafa verið sett á lög af minna tilefni, eða vandamáls. Það er eiginlega furðulegt að Al- bingi eða dómsmálaráðuneytið skuli ekki fyrir löngu hafa gengið í málið. Þessi vínmál eru í algjörri vit- leysu hér á landi. Óhemju verð á áfengi hjá ÁTVR og þangað kemst ekki inn fólk undir 20 ára, en 18 ANT SKRA OG' A st'aðinn í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Morgunblaðið/Emilía Sveinn Björnsson listmálari. „Það á að banna smíði bruggtækjanna og síð- an að sekta duglega þá sem smíða bruggtækin og brugga. Þeir sem smíða bruggtækin eiga að fá háar fjársektir, allt að milljón eða meira. Einnig eiga að vera miklu hærri sektir fyrir að selja ungling- um og hverjum sem er óþverrann.“ ára mega þeir fara inn á veitinga- hús en fá ekki afgreiðslu á víni. Allir sjá þessa vitleysu en ekkert er gert í málunum. Ef létt vín og bjór væri ódýrara í ÁTVR myndi þetta strax lagast. Ríkið á eigin- lega sök á drykkjusiðum þjóðar- innar. Á skemmtistöðum unglinga drekka þeir venjulega allt vín sem þeir hafa meðferðis, landa, eða eitthvað annað, og verða svo fljót- lega dauðadr.ukknir, þegar inn í skólann eða skemmtistaðina kem- ur. Þetta væri hægt að laga með því að selja á vægu verði bjór eða léttvín á þessum stöðum með tak- mörkunum fyrir hvern og einn og í eftirliti kennara eða eftirlits- manna frá skólunum, eða þeim stöðum þar sem unglingaskemmt- anir eru haldnar. Það er ekki hægt að komast hjá því að ein- hveijir unglingar drekki eitthvað, en ef það væri gert í hófi, þá væri það dálítið annað en þetta þamb áður en farið inn í dansleik- ina. Það kemur auðvitað að því að bjór verður seldur í öllum matvöru- búðum og einnig alls konar vín- föng. Það er ómögulegt að ríkið sé að græða á vínsölu. Fólk myndi líka kaupa minna af áfengi í einu, ef það fengist allsstaðar í verslun- um og sprúttsalar myndu alveg hverfa. Það á að leggja niður allar áfengissölur ríkisins sem allra fyrst, þá myndi vínmenning fljót- lega lagast hér á landi. Höfundur er rannsóknarlögreglumaður. Á Hótel Holti verður opnunartími um hátíðamar sem hér segir: Aðfangadagur 24. des. LOKAÐ Jóladagur 25. des. LOKAÐ Annar jóladagur 26. des. OPIÐ frá kl. 18.00 Gamlársdagur 31. des. LOKAÐ Nýársdagur l.jan. OPIÐ frá kl. 18.00 Hótel Holt óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári um leið og við þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári. I f 11 i 8 Sl L; WfalJbiJ CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, simi 91-25700 flpimsktúbbur Ingólfs og Ffzrðaskrifstofan príma & flfzimsklúbbur Ingólfs og f’prðaskrifstofön príma bjóða þig vplkominn að kanna ntjjar slóðir 6 ngfu éri: Karibahaflð og Paradísareyjan Dótninicana - skemmtisigling eða hvíldardvöl - vikulega allt árið. Fyrirvari 1 -3 mánuðir. - HÓpferð 25. febrúat'. Mið-Amerika -heillandi heimur Mavanna, Guatemala. El Salvador. Belize. fyrsta könnun íslensks hóps á þessum litríka parti heimsins, sem er einn hinn fegursti á jörðu með hitabeltisgróðri, tignarlegum fjöllum ogbláum vötnum. (páskar 1994 - 25. mars - 10. apríl) Kína að hætti keisaranna - á fegursta tíma ársins - maí. Töfrar Italíu - dýrgripir lista og menningar - 12. - 27. ágúst. Indónesía - fjölbreyttasta, litríkasta og fegursta land Austursins - september. Hnattreisan 26. október - 27. nóvember - endurtekin vegna fjölda áskorana. Kenva-Tanzania 9. - 25. nóvember. Hrífandi fögur lönd með stærstu villidýrahjarðir heimsins. Hver dagur spennandi ævintýri, og í lokin hvíldardvöl á lúxushóteli við Indlandshaf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.