Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 25

Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 25 i- RUTARBÓK 1:16-17 16 En Rut svaraði: „Reyndu ekki að telja mig á að yfírgefa þig og hverfa frá þér. Því að hvert sem þú ferð þangað fer ég, og hvar sem þú náttar þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. 17 Þar sem þú deyrð þar dey ég og þar vil ég verða grafin. Drottinn gjaldi mér, nú og framvegis, ef annað en dauðinn aðskilur okkur.“ Ný þýðing. 16 En Rut svaraði: „Leggðu eigi að mér um það að yfírgefa þig og hverfa aftur, en fara eigi með þér, því að hvert sem þú fer, þangað fer ég, og hvar sem þú náttar, þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. 17 Hvar sem þú deyr, þar dey ég, og þar vil ég vera grafin. hvað sem Drottinn lætur fram við mig koma, þá skal dauðinn einn aðskilja mig og þig.“ Þýðing 1912. FYRRI KONUNGABÓK 10:1-9 1 Drottningin af Saba heyrði það orð sem fór af Salómon og kom til þess að reyna hann með gátum. 2 Hún kom til Jerusalem ásamt miklu fylgdarliði og hafði úlfalda klyfjaða bals- ami, gulli og dýrindis steinum. Hún gekk fyrir Salómon og lagði fyrir hann allt sem henni lá á hjarta. 3 Salómon svaraði öllum spurningum hennar, ekkert var konungi hulið og aldrei varð honum svarafátt. 4 Þegar drottn- ingin af Saba hafði kynnst speki Salómons, séð húsið sem hann hafði byggt, 5 matinn á borði hans, sætaskipan hirðmanna, þjónustu skutilsveina hans og klæðnað, byrlara hans og brennifórnir sem hann færði í húsi Drottins, varð hún agndofa. Ný þýðing. 1 Þegar drottningin í Saba spurði orðstír Salóm- ons og orðróminn af hús- inu, sem Salómon hafði reisa látið nafni Drottins, kom hún til þess að reyna hann með gátum. 2 Hún kom til Jerúsalem með mjög miklu fóruneyti, með úlfalda klyfjaða kryddjurt- um og afar miklu gulli og gimsteinum. Og er hún kom til Salómons, bar hún upp fyrir honum allt sem henni bjó í brjósti. 3 En Salómon svaraði öllum spurningum hennar. Var enginn hlutur hulinn kon- ungi, er hann eigi gæti úr leyst fyrir hana. 4 Og er drottningin frá Saba sá alla speki Salómons og húsið, sem hann hafði reisa látið, 5 matinn á borði hans, bú- staði þjóna hans og frammistöðu skutilsveina hans og klæði þeirra, byrl- ara hans og brennifórn hans, þá er hann fram bar í húsi Drottins, þá varð hún frá sér numin Þýðing 1912. VANDASÖM ÞÝÐING Hópur sérfræð- inga er þýðendum til trausts og halds DR. GUÐRÚN Kvaran formaður þýðingarnefndar er málfræð- ingur og starfar við Orðabók Háskólans. Hún segist lengi hafa haft áhuga á málfari biblíuþýð- inga og samanburði þeirra í milli. Þess vegna er vinnan í þýðingarnefndinni draumaverk- efni. En hvað er svona merkilegt við málfar biblíuþýðinga? Biblíutextinn hefur haft tals- vert mikil áhrif á málþró- un,“ segir Guðrún. „Eg held að menn séu sammála um að ef elsta Biblían okkar, Guðbrandsbiblía, sem kom út 1584, hefði ekki verið þýdd á þessum tíma hefði farið líkt fyrir okkur og Norðmönnum. Við hefðum tapað tungunni. Fyrsta biblíuþýðingin átti mikinn þátt í því að íslensk tunga hélt velli á harðindatímum." Guðrún segir að í gegnum biblíuþýðingar megi lesa þróun tungunnar, í hverri nýrri þýðingu komi fram einkenni síns tíma. Þrátt fyrir það segir hún biblíu- hefðina hafa haldist alveg frá elstu tímum, jafnvel lengur en frá út- gáfu Guðbrandsbiblíu. Fyrir út- gáfu Guðbrands höfðu menn þýtt hluta Biblíunnar og birtust þeir í ýmsum ritum. Má þar nefna Hóm- ilíubókina, sem var endurútgefin á þessu ári og Stjórnarhandritið, en það er safn þýðinga og endursagna úr Gamla testamentinu sem varð- veist hafa í ritum frá 14. og 15. öld. „Þarna eru beinar tilvitnanir í Biblíuna, sem sumar hveijar eru næstum óbreyttar í dag,“ segir Guðrún. „Talið er að bæði Guð- brandur og Oddur Gottskálksson (þýðandi Nýja testamentisins 1540), hafi báðir stuðst við eldri þýðingar á hlutum Biblíunnar.“ í eðli sínu er málfar biblíuþýð- inga íhaldssamt og hefðin gengur eins og rauður þráður í gegnum allar þýðingarnar, að sögn Guðrún- ar. Sumar klausur eru því sem næst óbreyttar frá því fyrir daga Odds Gottskálkssonar. Bent hefur verið á að Oddur hafi að öllum lík- indum þekkt kærleikskafla fyrra Korintubréfs úr Jóns sögu bapt- ista, eða öðru riti sameiginlegu Jónssögu, því kaflinn er nær sam- hljóða í Nýja testamenti Odds. Enginn hefur treyst sér til að orða þann kafla betur enn þann dag í dag og er hann því sem næst óbreyttur í öllum biblíuþýðingum síðan. Margir leggja hönd að verkinu Gamla testamentið er nú þýtt beint úr hebresku. Hver þýðandi hefur valið sér málfarsráðunaut sem les þýðinguna yfir og gerir athugasemdir við hana. Þýðingin með athugasemdum málfarsráðu- nautar er síðan send þýðingar- nefnd sem hittist á vikulegum fundum. Nefndin fer vandlega yfir textann, ber saman við hebreska textann ef þurfa þykir og hugar að málfari. Einnig er þess gætt að biblíuhefðin rofni ekki og að bókin henti vel sem kirkjubiblía, þannig að hún sé vel fallin til upp- lesturs. Þegar nefndin hefur farið yfir verkið er það aftur sent þýðandan- um með breytingartillögum. Eftir að þýðandinn hefur farið yfir tillög- ur og athugasemdir kemur hann á fund með nefndinni og gerir grein fyrir því hvaða afstöðu hann tekur og færir rök fyrir henni. Loks er bókin send íslenskufræðingi, sem ekki hefur séð þýðinguna áður. Hann gerir athugasemdir við frá- gang og málfar og fer yfir greina- merkjasetningu. Það er því ekki ofsagt að nostrað sé við þýðinguna. „Já, ég get tekið undir að það sé vandað til þýðingarinnar," segir Guðrún. „Við byrjuðum á því sem ætla mátti að yrði okkur léttast. Bækurnar, sem nú komu út, eru ekki á meðal þeirra sem telja má viðkvæma texta og oftast er vitnað til,“ segir Guðrún. Eftir eru vanda- samar þýðingar á ritum sem mikið er vitnað til og lesendum þykir vænt um í núverandi mynd. Þýð- endur kunni að vilja fara nær frum- textanum en nú er gert og lesend- ur kunni margir ritningarhluta utanbókar og vilji ekki láta breyta þeim. Sagan sýnir áð mönnum stendur ekki á sama um hvemig Biblían er þýdd og til dæmis má nefna að þýðing sem kom út 1908, jafnan nefnd „heiðna Biblía", var innköll- uð og tekin úr sölu vegna mót- mæla. í þeirri útgáfu voru atriði sem menn gátu ekki sætt sig við, til dæmis var Jahve notað í stað Drottins og þekktum kafla úr Jesaja breytt úr fullyrðingu í spumarform. 6an*?!^9UV,L0^ 0 ...Jólaávextirnir, jólasælgætið, jólamaturinn ENGIHJALLA GLÆSIBÆ LAUGALÆK betri búðir, betra verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.