Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Um hugleiðingar Erlu
eftir Ragnar Inga
Aðalsteinsson
Maðurinn er alltaf að leita. Frá
því að bamið fálmar í fyrsta sinn
með vörunum eftir nærandi brjóstinu
og þar til gamlinginn tekur síðustu
andköfin er líf mannsins stöðug leit,
ein endalaus kynnisför um jörðina
til að leita svölunar á þrám sínum.
Við leitum líkamlegrar slökunar af
ýmsu tæi, við reynum á margvíslegan
hátt að skapa okkur öryggiskennd
og slökkva óttann sem fylgir okkur
eins og skugginn á ferð okkar, við
sækjumst ákaft eftir ást og virðingu
samferðamannanna og flest okkar
hafa auk þess meðfædda þrá til að
skapa eitthvað á eigin spýtur, yrkja
lífinu einhvem óð eins og til að þakka
skaparanum fyrir þann lífsanda sem
hann blés í vit okkar í upphafi vega.
Sambýli mannanna á jörðinni er
undirlagt af þessari leit.
Sölukerfí okkar, peningakerfíð,
samgöngumar, heilbrigðiskerfíð,
framleiðslan, uppfmningamar, bæk-
umar, plötumar, auglýsingamar,
iðnaðurinn, lögreglan, herinn og
stnðið, allt kemur þetta af því að
maðurinn er í stöðugri leit til að
slökkva eitthvað sem ólgar innra með
honum.
Hér á Vesturlöndum höfum við
kosið að gera jólin að mestu söluhá-
tíð ársins. Þá auglýsa þeir sem eru
að selja leitandi fólki eitthvað til að
svala þrám sínum. Þá kemur mikill
fjörkippur í verslunina, framleiðend-
umir losna við lagerana, neytendurn-
ir eignast fullt af hlutum sem þeir
áttu ekki áður og kaupmennimir
hagnast á því að hafa milligöngu um
viðskiptin.
Og allt er þetta sjálfsagt gott og
blessað úr því að við viljum hafa
þetta' svona. Gallinn er bara sá að
stundum hef ég á tilfínningunni að
það séu ekki alltaf bestu hlutimir
sem mest eru auglýstir og neytand-
inn fái því örlítið skekkta mynd af
því hvað sé til og þó einkum og sérí
lagi hvað sé honum fyrir bestu.
Ég hef til dæmis fundið einn hlut
sem ég veit ekki til að sé nokkurs
staðar auglýstur en hefur engu að
síður orðið mér kærari en flest annað
„Gallinn er bara sá að
stundum hef ég á til-
finningunni að það séu
ekki alltaf bestu hlut-
irnir sem mest eru aug-
lýstir og neytandinn fái
því örlítið skekkta
mynd af því hvað sé til
og þó einkum og sér í
lagi hvað sé honum fyr-
ir bestu.“
af því sem ég hef getað keypt. Það
eru spólumar hennar Erlu Stefáns-
dóttur.
Þær em fjórar og heita Hugleið-
ingarErlu 1-4. Undirtitlar em Siök-
un jarðlíkama, temjum tiifmnmgar,
Vekjum hugann og Styrkjum hug-
ann. Á spólunum má heyra til þessar-
ar skyggnu konu þar sem hún leið-
beinir við að slaka á og kyrra hug-
ann, hlý og gefandi röddin leiðir hlu-
standann burt frá áreitum þessarar
ókyrrn efnisveraldar.
Tvær þær fyrstu em tengdar á
þann hátt að þær byggja á sama
efninu, Erla leiðir þann sem hlustar
Ragnar Ingi Aðalsteinsson
með sér í ferð burt frá líkamanum
yfir í nýjan heim þar sem hugleiðslan
felst svo í því að byggja musteri til
að hugleiða í. Musterið er byggt í
fjómm áföngum, einn á hvorri hlið
hvorrar spólu. Eftir að hlýða á báðar
spólumar er húsið fullbúið.
Á hinum tveimur em leiðbeiningar
um það hvernig eigi að slaka á efnis-
líkamanum og kyrra hugann og til-
fínningalífið.
Oft hefur þvf verið haldið fram
bæði í gamni og alvöru að maðurinn
sé það sem hann hugsar og segir.
Athuganir vísindamanna benda til
að margt sé til í þessu. Sumir sál-
fræðingar (t.d. Albert Ellis) hafa
haldið því fram að afstaða manna
til lífsins fari að miklu leyti eftir því
hvað þeir segi sjálfum sér, eða hvers
konar hugsanir þeir tengi daglegum
viðburðum. Nú er víða (t.d. í félags-
sálfræðinni) verið að kanna áhrif
hugsana á líkamiegt og andlegt
heilsufar og bendir margt til að
tengslin þama á milli séu miklu
meiri en áður hafði verið haldið.
Samkvæmt þessu skiptir máli hvað
við hugsum og segjum. Ferð með
Erlu Stefánsdóttur um heim sem
maður skapar sjálfur sjálfum sér til
heilla er því ekki einhver einskisverð
ímyndun heldur fullkominn raun-
veruleiki sem orkar á líf okkar,
heilsufar og hamingju.
Tónlistin sem leikin er undir og á
milli talþáttanna er eftir Hilmar Om
Hilmarsson. Hún er yndisleg, minnir
á sjávamið eða kliðandi læk upp til
fjalla.
En ég kann ekki að ritdæma tón-
list. Ég ætla heldur ekki að ritdæma
þetta verk Erlu að öðru leyti. Til
þess skortir mig faglega kunnáttu.
Með þessum greinarstúf vil ég aðeins
þakka þessari góðu konu fyrir henn-
ar verk. Og mér fyndist ósanngjamt
þegar ég hef fundið slíkar perlur að
segja ekki frá því öðrum sem kynnu
að vera að leita svipaðra hluta og ég.
Höfundur er rithöfundur.
LOTT®
Aðaltölur:
2 4 12,
Vinn
ngstölur
miðvikudaginn:j 22. des. 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ A HVERN VINNING
n68,6 1 34.839.000,-
ETS 5 af 6 EÆ+bónus 0 436.566,-
5 af 6 4 85.754,-
H 4af6 292 1.868,-
ra 3 af 6 Cfl+bónus 1.094 214,-
Vinninnur fúrtil: PanmerkuF
31 38 40
BÓNUSTÖLUR
2?)(§)(g)
Heildampphæð þessa viku:
36.398.154,-
álsl.: 1.559.154,-
LUKKULINA 99 10 00 • TEXTAVARP 451
BtRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVJLLUR
PHIUPS
Litasjónvarp með 14"skjá
Helga K Martinsdóttir,
Löngumýri 22a, 210 Gbee., s: 656124
PHIUPS
Örbylgjuofn
Anna Kristjánsdóttir,
Birkigrund30, 200 Kópav., s: 43759
PHIUPS
Ferðaútvarp meðgeislaspilara
Sigrún Pálsdóttir,
Safamýri 34, 108 Rvík., s: 32928
Ó. Johnson dr Kaaber óskarykkur gleðilegra jóla
ogþakkarykkur þátttökuna í bakstursleiknum.
MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá Magnúsi Hreggviðs-
syni stjórnarforrnanni Fróða í tilefni yfirlýsingar Lúðvíks Geirssonar
formanns Blaðamannafélags íslands, sem birt var í blaðinu í gær og
telur Magnús nauðsynlegt að gera eftirfarandi athugasemdir:
„Formaðurinn segir fróðlegt að
vita hvort starfsmönnum Fróða hafi
verið gefíð tækifæri á að ákveða
launahækkun sér til handa. Því er
til að svara að svo hefur verið. Það
launakerfi sem fyrirtækið starfar
eftir hefur verið unnið í samráði við
starfsmenn og þeir hafa átt fram-
kvæðið að breytingum á því kerfi sem
m.a. hefur leitt til launahækkana.
Varðandi 8% lækkun til þeirra sem
selja Fróða efni til birtingar væri
vert fyrir formanninn gera saman-
burð á því sem Fróði greiðir eftir
Geiáladiákadtandur
TEG:
FLAGGE
mikið úrval
ö&mfifi kúíýöqH
Suehirlanddbraut 5V
Bláa bú.iinu v/Faxafen
riírni 682866
lækkunina við það sem aðrir aðilar
sem kaupa slíkt efni greiða. Formað-
urinn kæmist þá væntanlega að því
að sá samanburður yrði greinarhöf-
undum hagstæður.
Hugleiðingar formannsins um
vinnuréttindi starfsmanna Fróða hf.
sýna að hann hefur ekki kynnt sér
þau mál mikið og kýs hann nú að
blanda öðra fyrirtæki inn í þá um:
ræðu. Hvort einhveijir félagar í BÍ
eða aðrir tapa Qármunum í viðskipt-
um við önnur fyrirtæki er ekki og
getur ekki verið Fróða viðkomandi.
Aðalatriðið hjá Fróða er að búa í
sátt við viðskiptaaðila sína, hvort sem
þeir eru félagar í BÍ eða aðrir og
reyna að standa í skilum með skuld-
bindingar sínar.
Af síðustu málsgrein í yfírlýsingu
formannsins má marka að hann hafí
ekki lesið svar Fróða við ályktun
stjórnar Blaðamannafélagsins gaum-
gæfílega. í því var ekki sagt að BÍ
hefði „á engan hátt barist gegn upp-
töku virðisaukaskatts á blöð og bæk-
ur“, heldur að æskilegt hefði verið
að félagið hefði veitt meiri og kröft-
ugri aðstoð en það gerði. Formanni
Blaðamannafélags Islands virðist
líka ókunnugt um það að stjórnarfor-
maður Fróða gerði það sem í hans
valdi stóð að efla samstöðu gegn
lestrarskattinum. Um það hafa
margir vitneskju þótt þáð virðist
hafa farið fram hjá formanni BÍ. Þá
er vert að upplýsa formanninn um
það að þótt Fróði hafi valið þann
kosta að auglýsa bækur sínar í sjón-
varpi mun fyrirtækið ekki eyða meira
í auglýsingar en aðrir útgefendur
gera. Bókaskatturinn kemur ekki
minna við Fróða en aðra, en einstak-
lega góðar viðtökur við útgáfubókum
fyrirtækisins munu auðvelda því að
standa við skuldbindingar sínar bæði
gagnvart starfsmönnum og öðrum.
Það er mér óljúft. að vera að munn-
höggvast við formann Blaðamanna-
félags íslands og er ekki gert nema
vegna þess að hann fer ekki með
rétt mál í greinargerð sinni og álykt-
unum. Því vonast ég til að óskir um
gleðileg jól geti orðið mín síðustu orð
í þessu máli.
Magnús Hreggviðsson.
Fyrirtæki okkar verður lokað
mánudaginn 27. desember,
vegna júlaleyfis
starfsmanna.
eieðileglól!
B R Æ Ð U R N X R
E§9 ORMSSONHF
Lágmúla 8. Slmi 38820
Athugasemd Fróða við ^
yfirlýsingu formanns BI