Morgunblaðið - 24.12.1993, Side 30
MORGÚílBLAÐIÐ ÚÖSTÚDAGÚR'24. DESEMBKK 1993
Skrifstofustjóri Tryggingaeftirlits um uppgjör örorkubóta vátryggingafélaga
Ýmislegt ót á vinnubrögð lög-
manna og félaganna að setja
Tryggingacftirlitið hefur ritað Lðgmannafélagi íslands bréf, þar
sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að lögmenn upplýsi skjólstæð-
inga sína, þ.e. tjónþola, um réttarstöðu þeirra þegar tjón er metið
vegna varanlegrar örorku. Að sögn Rúnars Guðmundssonar, skrif-
stofustjóra Tryggingaeftirlitsins, hefur eftirlitið kannað uppgjör
vátryggingafélaga með hliðsjón af svokölluðum verklagsreglum
vátryggingafélaga sem þau settu sér í nóvember árið 1991. Reglurn-
ar fela í sér að tjónþola er boðin ákveðin endanleg greiðsla frá
tryggingafélagi samkvæmt mati og er verulegur munur á þeirri
fjárhæð sem í boði er miðað við fyrri meðferð mála. Sagði Rúnar
að Trygginaeftirlitið hefði farið yfir uppgjör við tjónþola eftir að
reglurnar voru teknar upp og komist að þeirri niðurstöðu að þeim
hefði verið beitt óeðlilega oft. „Við höfðum ýmislegt út á vinnu-
brögð félaganna og lögmannanna að setja,“ sagði Rúnar.
Sagði Rúnar að ástæða hefði
verið til að ætla að liðveisla lög-
manna væri á stundum ekki sem
skyldi og mál oft afgreidd með
hraði. Könnunin hafí og sýnt að
uppgjör tjónþola og tryggingafé-
laga hafi of oft farið fram á grund-
velli verklagsreglna án þess að
fram kæmi bótakrafa. í bréfi
Tryggingaeftirlitsins til Lög-
mannafélagsins frá því í mars kem-
ur fram að í viðræðum fulltrúa
Tolkien hrífst
af Hringa-
dróttinssögu
CHRISTOPHER Tolkien, sonur
Tolkiens höfundar Hringadrótt-
inssögu, segir að sögn Þorsteins
Thorarensens, þýðanda og útgef-
anda, að islenska útgáfu sögunn-
ar sé fegurstu útgáfa sem hann
hafi séð.
Þorsteinn Thorarensen þýðir og
gefur út söguna og sagði hann að
Valerie Gardner fulltrúi Harper-
Collins, hefði sagt sér að Christop-
her, sem ekki væri vanur að láta
tilfinningar sínar í ljós hefði komist
við þegar hann sá íslensku útgáfu
sögunnar. Eftir að hafa skoðað
hana um stund hafí hann látið þá
skoðun í ljós að þetta væri fegursta
útgáfa Hringadróttinssögu sem
hann hefði séð. Christopher lét einn-
ig þau orð falla að sér þætti verst
að „gamli maðurinn" væri ekki á
lffi. Hann hefði orðið glaður að sjá
þessa bók þar sem íslenska hafi
verið honum hvað hugleiknust næst
á eftir ensku.
eftirlitsins og starfsmanna vá-
tryggingafélaga hafi komið í ljós
að þrátt fyrir afdráttarlaust orða-
lag verklagsreglnanna hafi þær
verið túlkaðar á mismunandi hátt
af vátryggingafélögunum. Gerði
Tryggingaeftirlitið athugasemd við
vinnubrögð þeirra með bréfi dag-
settu 15. mars sl. og fór fram á
breytt vinnubrögð.
Áhersla á réttarstöðu
Lögð var áhersla á mikilvægi
þess að lögmenn gættu þess vand-
lega að upplýsa tjónþola um réttar-
stöðu þeirra. Meðal annars með því
að leggja áherslu á að verið væri
að meta tjón vegna varanlegrar
örorku þegar til framtíðar væri lit-
ið. Fram kemur f bréfinu að at-
hygli vekji hve mörg mál séu af-
greidd þannig að þegar fengið sé
örorkumat og örorkutjónsútreikn-
ingur þá sendi viðkomandi lögmað-
ur bréf til vátryggingafélags ásamt
nefndum gögnum og óski eftir við-
ræðum um uppgjör.
Bent er á í bréfinu að sjá hefði
mátt mál þar sem ítarlegar kröfu-
gerðir lágu fyrir og einhverra millj-
óna króna krafist í bætur við 10%
varanlega örorku en að nokkrum
dögum síðar hafi verið samið um
500 þús. króna fullnaðar uppgjör.
Að sögn Rúnars eru fjöldi mála
fyrir dómstólum, hátt í 200 mál
eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
þar sem ágreiningur er um bótafj-
árhæð.
Gamla aðferðin
„Með gamla laginu þegar tjón-
þoli var metinn sem 15% öryrki,
svo dæmi sé tekið, voru upplýs-
ingar sendar til tryggingastærð-
fræðings sem reiknaði út miðað við
skattframtal hvert framtíðartekj-
utap hans væri,“ sagði Rúnar.
„Miðað við 15% örorku má fyllilega
nefna bótakröfu upp á 2 til 3 millj-
ónir. Á sama tíma eru þessar verk-
lagsreglur settar á og miðað við
15% örorku manns sem er 25 til
26 ára standa honum til boða 750
þús. Lögmaður getur þá valið um
tvo möguleika við að gera upp tjón-
ið. Annars vegar verklagsreglur
þar sem tryggingafélögin bjóða
sem fullnaðarbætur 750 þúsund
miðað við 15% örorku eða fara
gömlu leiðina og þá getur verið um
að ræða allt aðrar fjárhæðir. Þann-
ig stendur tjónþoli frammi fyrir því
að fá strax greiddar 500 til 750
þús. krónur eða að fara í mál við
tryggingafélagið í von um hærri
fjárhæð. Tjónþoli í pressu freistast
til að taka það sem er í boði en þá
er mikilvægt að lögmaðurinn sinni
sínu hlutverki og gæti hagsmuna
skjólstæðingsins og það er það sem
við erum að benda Lögmannafélag-
inu á.“
Vandaðri vinnubrögð
Bréf Tryggingafélagsins til Lög-
mannafélagsins er ritað í byijun
þessa árs og sagði Rúnar að við-
brögð Lögmannafélagsins hafí ver-
ið jákvæð og það ákveðið að birta
efni bréfsins í fréttabréfi félagsins
félagsmönnum til kynningar. Ekki
alls fyrir löngu var litið á þessi
mál að nýju hjá nokkrum trygg-
ingafélögum og kom þá í ljós vinnu-
brögðin eru vandaðri en áður. Til
dæmis er vísað til möguleika á
endurupptöku máls í uppgjörskvitt-
un og oftlega má sjá yfirlýsingu
frá tjónþolanum þess efnis að hann
hafi verið upplýstur um mismun
verklagsreglnanna og dómvenjur.
Útreiðar á hreindýri
GUÐRÚN Sigurðardóttir á Vaðbrekku í Jökuldal brá sér í „útreiðat-
úr“ á „hreindýri“ á dögunum. Ekki fylgir sögunni hvað hún komst
langt í huganum en uppstoppaði hausinn af hreindýrstarfinum er
ennþá á sínum' stað uppi á vegg í stofunni á Vaðbrekku.
Að eunia sér annarra verk
eftir Sighvat
Björgvinsson
í leiðara Morgunblaðsins í gær
er farið lofsamlegum orðum um þá
markvissu stefnu í átt til aukins
fijálsræðis í gjaldeyrismálum sem
fylgt hefur verið á undanförnum
árum. Mikilvægur áfangi í þeirri
þróun verður stiginn um næstkom-
andi áramót þegar ýmsar hömlur
falla úr gildi eða verða rýmkaðar
verulega. Lokaskrefið verður stigið
í árslok 1994 þegar síðustu höml-
umar falla úr gildi.
Sá maður sem öðrum fremur
hefur leitt þessa þróun er Jón Sig-
urðsson, fyrrverandi viðskiptaráð-
herra og núverandi seðlabanka-
stjóri. Undir hans leiðsögn voru
gerðar grundvallarbreytingar á
gjaldeyrisreglum árið 1990, lögfest
ný lög um gjaldeyrismál í nóvember
í fyrra og nýjar og enn fijálslegri
gjaldeyrisreglur settar á grundvelli
þeirra. Undir hans leiösögn hefur
verið vörðuð leiðin til afnáms síð-
ustu gjaldeyrishaftanna í lok næsta
ám. Það var ákvörðun Jóns árið
„Stefnan um aukið
frjálsræði í viðskipta-
málum hefur verið
mörkuð af Alþýðu-
flokknum umfram aðra
flokka. í þeim málum
hefur Alþýðuflokkur-
inn vísað veginn.“
1990 að ísland skyldi undirgangast
samþykkt Efnahagssamvinnu- og
framfarastofnunarinnar (OECD)
um afnám hafta á fjármagnsflutn-
ingpm milli landa, síðast allra aðild-
arríkja OECD, íjórum árum á eftir
Tyrkjum. Morgunblaðið fær sig hins
vegar ekki til að viðurkenna að
fullu þátt Jóns og Alþýðuflokksins
í þessari þróun heldur rekur upphaf
hennar til lagabreytinga árið 1983.
Lagabreytingin árið 1983 fólst í
því að hlutafélagsbönkum og spari-
sjóðum var gert kleift að versla
með erlendan gjaldeyri en áður var
ríkisviðskiptabönkunum það einum
Sighvatur Björgvinsson
heimilt. Og ekki var ætlunin að
stíga stór skref eins og fram kemur
í tilvitnun Morgunblaðsins í greinar-
gerð með fyrrgreindu frumvarpi frá
1983: „Fyrst um sinn verða vænt-
anleg leyfi við það miðuð að þessir
bankar sinni tvenns konar gjaldeyr-
isþjónustu, þ.e. opnun innlendra
gjaldeyrisreikninga og viðskiptum
við ferðamenn." Beri nú hver sem
vill þetta saman við þær breytingar
sem gerðar voru í tíð Jóns Sigurðs-
sonar sem viðskiptaráðherra: Höml-
ur á ferðamannagjaldeyri og náms-
mannagjaldeyri hafa verið felldar
niður, hömlur á fasteignakaupum
og fjárfestingu í atvinnurekstri er-
lendis hafa verið felldar niður,
hömlur á öllum verðbréfakaupum
erlendis heyra brátt sögunni til,
þunglamalegt leyfisveitingakerfi
erlendra lána hefur verið lagt niður
og frelsið innleitt og rýmkaðar hafa
ýerið heimildir til að eiga fé í erlend-
um bönkum.
Stefnan um aukið fijálsræði í
viðskiptamálum hefur verið mörkuð
af Alþýðuflokknum umfram aðra
flokka. í þeim málum hefur Alþýðu-
flokkurinn vísað veginn.
Höfundur er iðnaðar- og
viðskiptaráðhcrra.
Síldaraflinn
111 þús.tonn
TÆPLEGA 111 þúsund tonn
veiddust af síld á haustvertíð
er síldveiðum var hætt 20.
desember. Síldarkvótinn er
110.705 tonn og 9.793 tonn
óveidd.
Húnaröst RE var aflahæst á
vertíðinni með 9.036 tonn en
Þórshamar GK var í öðru sæti
með 7.390 tonn. Síldveiði var
treg undir lok vertíðarinnar, síld-
in stóð djúpt og um 11 tíma sigl-
ing var á miðin. Síldveiðar munu
hefjast á ný í byijun janúar ef
ekki verður af sjómannaverk-
falli.
Rauðakross-
húsið opið um
hátíðarnar
RAUÐAKROSSHÚSIÐ býður
börnum og unglingum upp á sól-
arhringsþjónustu allan ársins
hring. Þetta þýðir að neyðarat-
hvarfið og símaþjónustan eru
opin yfir hátíðarnar eins og áður.
í fréttatilkynningu frá Rauða-
krosshúsinu segir: „Þó að flestir
fari í spariskapið þá eru jólin ekki
endilega stund hamingju og gleði
hjá öllum. Því viljum við gaman að
allir viti af Rauðakrosshúsinu því
markmið okkar og tilgangur er
mannúðar- og hjálparstarf í þágu
barna og unglinga á íslandi."
Rauðakrosshúsið er við Tjarnar-
götu 35, 101 Reykjavík, sími 91-
622266, Grænt númer 996622.
----------» ♦ ♦----
Friðarljós seid
í Kirkjugörðum
SALA verður á Friðarljósum
Hjálparstofnunar kirkjunnar í
Kirkjugörðum Reykjavíkur og
kosta þau sem fyrr 350 kr. Frið-
arljósin eru framleidd á vernduð-
um vinnustöðum þ.e. hjá Heima-
ey í Vestmannaeyjum og Iðju-
lundi á Akureyri.
Sala Friðarljósanna í Kirkjugörð-
unum fer fram á aðfangadag kl. 9
til 17. Þau verða boðin í öllum görð-
um Kirkjugarðanna þ.e. í gamla
garðinum við Suðurgötu, í Fossvogi
og í Grafarvogi. Vilji menn kaupa
þau fyrr er hægt að fá þau í nokkr-
um stórmörkuðum og blómabúðum
í nokkrum hverfum á höfuðborgar-
svæðinu og víða úti á landi hefur
verið gengið í hús.
♦ ♦ ♦
Ræningjar
ófundnir
TVEIR piltar sem réðust að konu
um fimmtugt og rændu aleigu
hennar á Hverfisgötu um síðustu
helgi eru ófundnir.
Konan, sem er öryrki, var á gangi
á Hverfísgötu til móts við Regnbog-
ann þegar tveir piltar veittust að
henni svo hún féll í götuna og síðan
tóku þeir úr veski hennar seðla-
veski með 15 þúsund krónum og
gjafabréfí frá Mæðrastyrksnefnd.
Konan gat gefið allgreinargóða
lýsingu á piltunum en þeir voru
ófundnir í gær.