Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Viðræðum
frestað
VIÐRÆÐUR ísraela og Palest-
ínumanna í Ósló og Versölum
um framkvæmd friðarsamkomu-
lags frá í september lauk ekki í
gær og verður fram haldið eftir
jól. Talsmaður PLO sagði árang-
ur hafa náðst.
Hafna afsögn
Bossis
FORYSTA Norðursambandsins
á Ítalíu hafnaði í gær afsögn
Umbertos Bossis flokksleiðtoga
sem bauðst til að víkja þar sem
nafn hans hefur verið nefnt í
tengslum við spillingarmál.
Mestur vöxtur
í Bretlandi
HAGVÖXTUR verður mestur í
Bretlandi af Evrópulöndum á
þessu ári og sagði John Major
forsætisráðherra að framundan
væri langt tímabil stöðugs hag-
vaxtar og lágrar verðbólgu.
Ríkissjóður í
ógöngum
SVISSNESKA fjármálaráðu-
neytið sagði í gær að halli á fjár-
lögum ríkisins árið 1993 yrði
átta milljarðar franka, jafnvirði
390 milljarða króna. Sagði í til-
kynningu ráðuneytisins að ríkis-
sjóður hefði ratað í miklar
ógöngur.
Laun vagn-
sljóra lækka
BlLSTJÓRAR strætisvagna í
Kaupmannahöfn hafa samþykkt
að stytta vinnuvikuna sem þýðir
að 80 af 500 vagnstjórar, sem
myndu ella missa vinnuna við
einkavæðingu fyrirtækisins,
halda starfí. Vinna bílstjórar
þijár vikur og verða í fríi þá
Qórðu og fá þá sem nemur 80%
af atvinnuleysisbótum. Lækkar
kaup þeirra um 400 danskar
krónur á mánuði.
Michael Jackson heldur fram sakleysi sínu í sjónvarpi
Sag’ðnr eiga aftur-
kvæmt sem söngvarí
Los Angeles. Reuter, The Daily Telegraph.
LÖGFRÆÐINGAR popp-
stjörnunnar Michaels Jack-
sons sögðu í gær að honum
hefði tekist sérlega vel upp í
sjónvarpsávarpi sem hann
flutti á miðvikudag. Þeir
spáðu því að hann myndi eiga
afturkvæmt sem söngvari.
Jackson las fjögurra mínútna
yfirlýsingu í beinni sjónvarpsút-
sendingu um gervihnött frá bú-
garði hans í suðurhluta Kaliforníu.
Þetta er í fyrsta sinn sem hann
tjáir sig opinberlega um ásakanir
þess efnis að hann hafi misnotað
13 ára dreng kynferðislega.
Jackson sagði að lögreglan
hefði skoðað og ljósmyndað nakinn
líkama hans, meðal annars kyn-
færin. Hann lýsti skoðuninni sem
„mest auðmýkjandi þrekraun
ævinnar" og kvað ásakanirnar á
hendur sér „algjöran tilbúning".
Jackson sagði að lögreglan
hefði verið að leita að mislitun,
blettum, útbrotum eða öðrum
merkjum um litaraftssjúkdóm sem
hann er haldinn. Hermt er að
drengurinn hafi lýst merkjum um
sjúkdóminn á kynfærum Jacksons
og öðrum líkamshlutum.
„í leitarheimildinni sagði að ég
hefði engan rétt til að hafna rann-
sókninni eða Ijósmynduninni og
ef ég væri ekki samvinnufús yrði
það notað gegn mér sem vísbend-
ingu um sekt,“ sagði Jackson.
Lögfræðingur poppstjörnunnar
sagði leitina „svívirðilega" og
kvaðst óttast að ljósmyndirnar
yrðu seldar fjölmiðlum.
Jackson sagði fjölmiðlana „ótrú-
Iega hræðilega“ og sakaði þá um
að hafa velt sér upp úr ásökunum
VELSLEÐAR
Skoðaðu mesta úrval landsins í sýningarsal okkar
eða hringdu og við veitum þér allar upplýsingar
Ski-doo Formula Mach 1 '93, 2513 km 780.000,-
Ski-doo Formula Plus '93 0 km 690.000,-
Ski-doo Formula Plus XTC '92 5000 km 585.000,-
Ski-doo Formula Mach 1 M10'92 0 km Tilboö
Ski-doo Formula Mach 1 '91 4700 km 550.000,-
Ski-doo Formula MX '91 2000 km 450.000,-
Ski-doo Formula MX LT '88 13.000 km 280.000,-
Ski-doo Safari LE '93 0 km 490.000,-
Ski-doo Escapade '89 4000 km 300.000,-
Ski-doo Scout '90 - Tilboð
Ski-doo Scout '90 - Tilboö
Ski-doo Safari GLX '91 2400 km 420.000,-
Ski-doo Blizzard '82 - 120.000,-
A.C. Wild Cat 700 '92 1700 mil. 630.000,-
A.C. Wild Cat 650 '90 2600 mil. 430.000,-
A.C. Wild Cat 650 '88 3500 mil. 280.000,-
A.C. El Tigre EXT '89 5100 mil. 330.000,-
Polaris SP 500 '91 2000 mil. 480.000,-
Polaris 650 '91 3500 míl. 580.000,-
Polaris Indy Trail '91 950 mil. 430.000,-
Polaris Long írack '87 2000 mil. 195.000,-
Yamaha Exciter '90 - 460.000,-
Yamaha Exciter '91 1852 km 520.000,-
Yamaha Phazer '92 1750 km 510.000,-
Yamaha SRV '86 8000 km 270.000,-
QÍSU . IÓNSSON HF
. Reuter
Jackson ber af sér kynferðisglæp
MICHAEL Jackson flytur yfirlýsingu sína í beinni sjónvarpsútsend-
ingu frá búgarði sínum, Neverland Valley, þar sem hann bar af sér
ásakanir um kynferðislega misnotkun á 13 ára dreng.
drengsins, sem enginn fótur væri
fyrir.
Hann kvaðst aðeins sekur um
að hafa reynt að gleðja böm út
um allan heim og „njóta í gegnum
þau þeirrar bernsku sem ég varð
af“. „Ég er líka sekur um að hafa
trúað því sem Jesús sagði um
börnin: „Leyfið börnunum að
koma til mín og bannið þeim það
ekki, því þeirra er himnaríki.“ Ég
lít alls ekki á mig sem guð, en ég
reyni að vera guði líkur í hjarta
mínu.“
Breskar tvíburasyst-
ur vekja athygli
2}/i mörk
við fæðingu
London. The Daily Telegraph.
EFTIR nokkrar vikur fær
Emma Hughes að yfirgefa
fæðingarspítalann í
Glasgow þar sem hún
fæddist í byrjun septem-
ber en tvíburasystir henn-
ar, Amy, verður að dvelja
þar eitthvað lengur. Syst-
urnar eru einhver minnstu
börn sem fæðst hafa og
haldið lífi, voru aðeins um
2 Vz mörk við fæðingu.
Systurnar, sem fæddust
hálfum þriðja mánuði fyrir
tímann, verða undir læknis-
hendi næstu tvö árin og ekki
er enn hægt að fullyrða að
þær nái eðlilegum þroska.
Læknarnir, sem hafa notað
mörg þúsund vinnustundir í
að leysa öll þau vandamál sem
komið hafa upp, eru þó von-
góðir um árangur. Þeir hafa
orðið að kljást við margs kon-
ar sýkingar og krónískan
lungnasjúkdóm sem stafar af
því að lungun voru lítt þroskuð
þegar systurnar komu í heim-
inn.
Reynt hefur verið að líkja
eins vel eftir aðstæðum í móð-
urkviði og kleift er en þrátt
fyrir alla tækni nútímans er
ekkert sem getur miðlað súr-
efni og næringu jafn vel og
naflastrengurinn. Annar vandi
er hitastigið. Líkami barnanna
var búinn undir að starfa við
Iíkamshita en læknar og
hjúkrunarfólk gátu ekki starf-
að með eðlilegum hætti í 37,4
gráðu hita.
BOdshöfði 14
112 Reykjavík
Jólasteikin verkar eins
og fíkniefni á heilann
Lundúnum. The Daily Telegraph.
ÞAÐ er flókin efnastarfsemi
í heilanum sem ræður því
hvort menn blða í ofvæni eft-
ir jólasteikinni eða hafa
áhyggjur af ofáti og fleiri
aukakílóum.
Viðteknu viðhorfin eru þau að
hungurtilfinning manna ráðist
einkum af skynfærunum; menn
fá vatn í munninn þegar þeir sjá
gimilegar ijúpur bomar á borð,
fínna ilminn og gæða sér á fyrsta
bitanum. Matarlystin ræðst þó
fyrst og fremst af því hvernig
heilinn túlkar skilaboð frá
maganum og hormónum í blóðinu
til að laga matarvenjurnar að
næringarþörf líkamans. Sarah
Leibowitz, prófessor við Rocke-
feller-háskóla í New York, hefur
fundið vísbendingar um að
mannslíkaminn hafí margvísleg-
ar matarlanganir, sem ráðist af
næringarþörf hans.
Næringarefnin í jólasteikinni
verka sem fíkniefni á heilann,
samkvæmt Leibowitz. Menn hafa
lengi gert sér grein fyrir að óskýr
greinarmunur er á matvælum og
fíkniefnum, eins og sjá má af
dýrum sem em fíkin í að sleikja
steinefnalög og þunguðum kon-
um sem verða sólgnar í furðulega
blöndu af matvælum til að
tryggja að ófædd börnin fái
nægjanlega næringu.
Leibowitz kynnti nýlega niður-
stöður rannsóknar sem sýna að
tvö efni, taugapeptíð Y og galan-
ín, verka á sérstök svæði heilans
til að örva löngunina í fítu ann-
ars vegar og kolvetni hins vegar.
Þegar Leibowitz og starfs-
bræður hennar komu þessum
efnum í heila rottna jók taugap-
eptíð Y löngun þeirra í kolvetni
og galanín olli ofneyslu fitu. Flest
bendir til þess að efnafræðilegir
eiginleikar mannsheilans séu
svipaðir að þessu leyti, þar sem
magn þessara efna er óeðlilega
mikið í þeim mönnum sem hneigj-
ast til ofáts.
Þegar magn þessara efna í
heilanum var aukið olli það þrál-
átu ofáti, meiri fituneyslu og
aukinni þyngd. „Því meira sem
við borðum af fitu því meira vilj-
um við,“ sagði Iæibowitz. Vís-
indamennirnir komust einnig að
þeirri niðurstöðu að of lítið af
fitu eða kolvetni í fæðunni leiði
til mikillar löngunar í þessi efni
til að bæta skortinn upp.
Hin ýmsu næringarefni full-
nægja einnig lönguninni mismik-
ið - auðveldara er að borða of
mikið af fitu eins og í ijómaís
en af kolvetni í kartöflum, og
menn eiga miklu hægara með að
borða of mikið af kolvetni en
prótíni.
Leibowitz segir að lyf sem
draga úr starfsémi taugapeptíðs
Y og galaníns í heilanum geti
minnkað matarlystina. Henni
hefur einnig tekist að hafa áhrif
á lystina með því að breyta gena-
starfseminni í heilanum.
Nokkur lyljafyrirtæki keppast
nú við að þróa lyf sem breyta
áhrifum þessara efna og gæti sú
vinna leitt til Iyfja sem draga úr
lystinni og koma í veg fyrir ofát.
■ I