Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 37

Morgunblaðið - 24.12.1993, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 37 Aldrei hafa fleiri leit- að aðstoðar fyrir jól FLEST virðist benda til að aldrei hafi fleiri þurft að leita á náðir hvers kyns hjálparstofnana vegna skorts á ýmsum nauðþurftum yfir jólahátíðina og fyrir þessi jól. Erla Þórðardóttir, yfirfélagsráð- gjafi hjá Félgsmálastofnun, nefnir í þessu sambandi að bráðabirgða- tölur gefi til kynna 50% aukningu almennra erinda úr austurbæ Reykjavíkur milli ára. Jónas Þórisson, framkvæmdasljóri Hjálpar- stofnunar Kirkjunnar, segir að fjöldi beiðna um framlög úr matar- búri Hjálparstofnunar og Miðstöðvar fólks í atvinnuleit skipti hundr- uðum og aldrei hefur verið meiri ásókn í styrki Rauða kross Is- lands. Sama er að segja um aðstoð Mæðrastyrksnefndar. Fjölmargir dveljast í húsum Hjálpræðishersins yfir jólahátíðina. Morgunblaðið/Rax Margir fá matargjafir ARNÓR Þórðarson starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar hafði í nógu að snúast við að útbúa matarpakka til nauðstaddra. Erla Þórðardóttir sagði að þeir sem notið hefðu aðstoðar félags- málastofnunar í 3 mánuði eða leng- ur fengju sérstaka jólauppbót fyrir þessi jól. Miðað væri við að hver fullorðinn einstaklingur fengi 10.000 kr. og gæti upphæðin farið upp í 20.000 kr. fyrir einstaklinga með börn á framfæri. Ekki kvað Erla ljóst hversu margir fengju jólauppbót fyrir jólin. Hins vegar væri án efa mjög mikil aukning miðað við árið í fyrra. Hún nefndi því til stuðnings að bráða- birgðatölur gæfu til kynna að yfir 50% aukning hefði verið í erinda- fjölda úr austurbæ Reykjavíkur, Breiðholt undanskilið, milli ára. Á svæðinu búa á bilinu 40-45.000 manns og er um að ræða beiðnir vegna barnavemdar, húsnæðis og ýmis konar fyrirgreiðslu. Matarbúr Hjálparstofnun kirkjunnar hefur í samvinnu við Miðstöð fólks í at- vinnuleit rekið svokallað matarbúr og skiptir fjöldi beiðna um framlög úr matarbúrinu að sögn Jónasar Þórissonar einhveijum hundruðum fyrir þessi jól. Hann sagði að farið hefði verið að bera á skorti á kjöti í búrinu á Þorláksmessumorgun. Brugðust þá ýmsir aðilar skjótt við og má nefna að nautgripabændur lögðu til 50 kassa með 6 kg af sér- völdu nautakjöti í hverjum. Jónas sagði að í matarbúrinu væru gjafkort frá ýmsum stórversl- unum og sértilbúnir matarpakkar með ýmsum nauðþurftum. Matar- pakkarnir væru af þremur gerðum, fyrir einstaklinga, hjón og fjölskyld- ur. Hann sagði að sóknarprestar hefðu milligöngu um framlög úr matarbúrinu. Hins vegar sækti fólk pakkana sjálft. Meirhluti þessa hóps væri afar þakklátur og ætti erfitt með að taka við gjöfunum. Svo væru dæmi um aðra sem reyndu hvað þeir gætu að brynja sig gagn- vart raunveruleikanum og aðra sem ekki virtust taka nærri sér að taka við matföngunum. í samtalinu við Jónas kom fram að mikið af fólki sem misst hefði vinnuna væri að leita sér aðstoðar i fyrsta sinn fyrir þessi jól. Fimm hundruð fengið aðstoð Hjá Rauða krossi íslands fengust þær upplýsingar að aldrei hefði verið eins mikil ásókn í styrki og var fimm milljónum króna veitt til aðstoðar nauðstöddum einstakling- um fyrir jólin. Víða um land hefur aðstoðin verið veitt í samvinnu við sóknarpresta og Mæðrastyrks- nefndir viðkomandi byggðarlaga. I Reykjavík annaðist hins vegar aðal- skrifstofa RKÍ úthlutunina og hafði bækistöðvar í húsakynnum Ung- mennahreyfingar RKÍ við Þing- holtsstræti. Flestir sem þangað leit- uðu fengu gjafabréf, ávísun á vöru- úttekt í matvöruverslun Hagkaupa og Bónus. Uthlutunin í Reykjavík fór fram dagana 21. og 23. desember og höfðu hátt á fimmta hundrað skjól- stæðingar fengið aðstoð um miðjan dag á Þorláksmessu. Fyrir jólin í fyrra fengu 330 manns styrki frá RKÍ. Margir leita ásjár Mæðrastyrksnefndar „Hingað leituðu um 720 aðstoðar fyrir síðustu jól. Nú er komið langt fram yfir það,“ sagði Guðlaug Run- ólfsdóttir í Mæðrastyrksnefnd í gær. Hún sagði að aldrei hefðu jafn margir leitað ásjár nefndarinnar og mjög margir væru að leita eftir aðstoð í fyrsta sinn. Jafnframt nefndi hún að mjög margir skjól- stæðingar nefndarinnar væru at- vinnulausir. Mæðrastyrksnefnd úthlutar nýj- um og notuðum fatnaði, gjafabréf- um og matvælum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Guðlaug sagði að á tímabili hefði litið út fyrir að ekki yrði hægt að hjálpa öllum sem leit- uðu til nefndarinnar en með Guðs og góðra manna hjálp nú rétt fyrir jólin hefði verið hægt að búa svo um hnútana að hægt yrði að veita öllum umsækjendum einhveija að- stoð. Morgunblaðið/Kristinn Jólaumferð ÞUNG umferð var um helstu götur borgarinnar í gær og samfelld röð bíla um stofnbrautir eins og Kringlumýrarbraut og Miklubraut ekki síður en þrengri götur nær miðbænum. Lífleg- j ólaver slun „JÓLAVERSLUNIN gengur alveg ljómandi vel. Ég gæti meira að segja trúað að hún væri meiri en um síðustu jól,“ sagði Kolbrún Indriðadótt- ir verslunarstjóri í spilabúðinni Genus í Kringlunni á Þorláksmessu. Hún sagðist ekki merkja að fólk hefði minni fjárráð en venja væri fyrir jólin. Margrét Pálsdóttir, verslunarsljóri í leikfangaversluninni Liverpool á Laugavegi, sagðist hins vegar merkja að fólk ætti ekki eins mikla peninga og áður og jólagjafir væru að jafnaði ódýrari. Kolbrún sagði að stöðugur straumur fólks væri í Kringlunni og verslunarmenn önnum kafnir. Hún sagði að fólk virtist, hafa nóg af peningum handa á milli og ekki bæri á fátækt þó hún væri eflaust til inn á milli. Ódýrari gjafir Margrét sagði að verslun á Laugaveginum hefði verið lífleg, veðurguðirnir hefðu verið kaup- mönnum hliðhollir og þeir gætu ekki verið annað en ánægðir. Hún sagði að fólk hefði greinilega minni peninga en áður en keypt ekki færri gjafir. Hins vegar hefði þróunin verið sú á undanförnum árum að fólk keypti ódýrari jólagjafir og sú þróun héldi áfram nú. Morgúnblaðið/RAX Á LAUGAVEGINUM var maður við mann í gær. Örtröð JÓLAVERSLUNIN náði hámarki á þorláksmessu. Myndin var tekin í Bónus í gær. EFTIR því sem nær dró jólum fækkaði jóla- trjám á sölu- stöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.