Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
45
Jól á slökkvistöðinni
ENGEST JÓL
ÁN ÚTKALLA
Ekki gengnr að skilja slökkvistöðina eftir ómannaða yfir jólahátíð-
irnar, því þó þetta séu gieðidagar hjá vel flestum, þá er eldhættan
sjaldan meiri. Varla nema þá næstu helgi á eftir, á gamlárskvöld
og nýársnótt. Alls eru 17 slökkviliðsmenn á hátíðarvaktinni, tveir
manna símann, tveir sjúkraflutninga, fjórir halda til í Árbæjarstöð-
inni og hinir eru til taks á bílana. Bergsveinn Alfonsson varðstjóri
hefur verið innanbúðar í slökkviliðinu í yfir 20 ár og „hefur ekki
tölu“ á þeim skiptum sem hann hefur verið vakt yfir jólin. Að
þessu sinni er hann á kvöldvakt alla jóladagana. Um áramótin
verður hann síðan á vakt bæði á gamlársdag og nýársdag. „Manni
finnst þetta hitta ansi oft á, en við vitum hvað bíður okkar, við
völdum okkur þetta starf sjálfir og því ekki við hæfi að kvarta.
Hvað fjölskyldurnar varðar þá er reynt að aðlaga jólahaldið vakt-
inni,“ segir Bergsveinn í samtali við Morgunblaðið.
Bergsveinn segir að hann sé svo
gamall í hettunni að börn sín séu
uppkomin, en í gegnum árin hafi
það oft verið erfitt að fara frá
þeim til vinnu á þessum helgu dög-
um. Hann sjái það í dag hjá yngri
félögum sínum að þetta sé ekki
sársaukalaust, en endurtekur, að
menn hafi valið sér þetta starf.
Hins vegar eru vaktaskipti klukkan
7.30 sem gerir mönnum kleift að
flýta eða fresta aðeins kvöldverðin-
um. Slökkviliðsmennirnir hafa það
töluvert jólalegt, húsakynnin eru
skreytt og þeir hafa aðgang að
útvarpi og sjónvarpi sem senda út
mikið jólaefni. Þá er veglegt jóla-
hlaðborð í húsinu sem menn hafa
aðgang að. En því miður er það
sjaldnast svo að þessir menn geti
setið yfir sjónvarpinu og hlaðborð-
inu án truflunar. Þetta eru þjóðfé-
lagsþegnar sérstaklega þjálfaðir til
að kljást við einn válegasta gest-
inn, eldinn og Bergsveinn segir að
það líði ekki jól án útkalla. „Einu
sinni var klukkan vart orðin sex
er fyrsta útkallið kom. Við vorum
að koma inn úr dyrunum í okkar
fínustu einkennisfötum er bjallan
klingdi. Yfirleitt hefur ekkert ægi-
legt borið við á þessum dögum,
en ég man þó eftir einu atviki er
heilt hús brann með öllu innbúi á
aðfangadag. Fjölskyldan hafði
brugðið sér í bæinn til að gera síð-
ustu útréttingamar og kom heim
að rjúkandi rústum. Því miður þá
hangir þetta alltaf yfír okkur, þess
vegna erum við með átak í gangi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmunda Þorleifsdóttir sjúkra-
liði hefur bæði upplifað erfiðar
og rólegar jólavaktir á spitalan-
um.
þá borðuðum við jólamatinn.
Það gerist gjarnan yfir hátíðir
að fólk komi alvarlega veikt inn.
Hjartasjúklingar borða þá stund-
um hangikjötið sitt og sterka mat-
inn og fara ekki vel út úr því.
Ég hef líka upplifað mjög rólegt
aðfangadagskvöld á spítalanum og
hef þá notið þess með sjúklingun-
um. Þeir fá sínar heimsóknir og
Morgunblaðið/Þorkell
Bergsveinn Alfonsson
sem hefur það markmið að koma
reykskynjurum inn á öll heimili.
Það nægir að benda á reynslu fjöl-
skyldunnar á Húsavík í vikunni.
Þar var það reykskynjari sem vakti
heimilisföðurinn og fólkið bjargað-
ist naumlega út úr húsinu sem
varð alelda á skömmum tíma. Við
erum sem sé að selja reykskynjara
í Kringlunni og mér dettur ekki í
hug betri jólagjöf sem fjölskyldan
getur gefíð sjálfri sér.
jólagjafír og maður reynir að deila
tímanum með þeim. Ég hef nú
ekki orðið vör við að þeir séu neitt
mjög daprir þótt þeir komist ekki
heim, það er eins og að allir séu
undir einhverjum öðrum áhrifum á
þessu kvöldi. Maður nær yfírleitt
mjög vel til fólksins og manni líður
vel ef ekkert alvarlegt kemur upp
á. Mér finnst mjög gaman að vinna
á jólum, það er bara fjölskyldan
sem togar í mann.
Síðast þegar ég var á vakt vor-
um við bara hjónin heima og þá
var eiginmanninum boðið í mat til
tengdaforeldra sonar okkar, en þar
áður sá hann um matinn ásamt
elsta syni okkar.
Við starfsfólkið reynum að gera
allt mjög jólalegt og huggulegt,
fáum matinn upp og leggjum á
borð fyrir okkur. Ég man að ég
kveið því mjög fyrst að vera að
vinna á jólunum, en það kom mér
á óvart hversu skemmtilegt og
gefandi það vár. Ég næstum
gleymdi fólkinu heima! Og ekki nóg
með það, ég gleymdi sjálfri mér
líka, sjúklingarnir áttu hug minn
allan. Ef maður er jákvæður og
gefandi, fær maður það allt til
baka.
Ég á örugglega eftir að standa
aftur jólavakt og vil gjarnan gera
það. Mér finnst líka sjálfsagt að
fólk skipti því á milli sín að vinna
á aðfangadagskvöld."
skipta ?
nýárs bjóðum við
stórglæsilegu
ENSKU orðabók
JVERÐI, kr. 7.980
aðrar, nýjar bækur.
erð er kr. 10.980, svo
heilar 3.000 krónur!
ÍSAFOLDAR, AUSTURS
20 dagana milli jóla og nýárs -
*
^ískum landsmönnum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Opnunartími yfir hátíbamar: Abfangadagur opið frá kl. 11-15.
Jóladagur lokab. 2. í jólum opið frá kl. 16-02.
R
<t>
• o
\=\ 5«*
m9 oH
w Q Q.
DOMINO'S
PIZZA 4'» &
ÖWI6G
\
SIMI 8*12345
GRENSASVEGI 11 • HOFÐABAKKA 1
Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa
HLUTABREF
í íslenska hlutabréfasjóðnum hf.
Heildarnafnverö nýs hlutafjár: Kr. 200.000.000,-.
Sölugengi á útgáfudegi: 1,15.
Fyrsti söludagur: 22. desember 1993.
Umsjón meö útboöi: Landsbréf hf.
Útboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi
hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf.
í útibúum Landsbanka íslands um allt land.
ÍSLENSKI
HLUTABRÉFASJÓÐURINN H F.
■
LANDSBRÉF HF,
Landsbankinn stendur með okkur
Suöurlandsbraut 24, 108 Reyk|avík, simi 91-679200, fax 91-678598
Löggilt veröbréfalyrirtæki. Aftili að Verðbréfaþingi islands.
I n
\detsölublað á hverjum degi!