Morgunblaðið - 24.12.1993, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
Góðmennskan í
hörðum heimi
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
• 1 Þorsteinn Stefánsson: Heit-
) baugnrinn. 128 bls. Erla.
Reykjavík, 1993.
ft' -
Einu sinni trúði maður að til
væri nokkurs konar óskráður
gæðastaðall fyrir skáldverk, sem
og önnur listaverk; listina væri
nánast hægt að mæla líkt og hæð
fjalla og dýpt sjávar og úrskurðin-
um yrðu að lokum allir að lúta.
Auðvitað fer því víðs fjarri að svo
sé. Almennt mat á skáldverkum
er ekki einungis gæðum háð í bráð
og lengd heldur mörgu öðru. Rit-
höfundur dregur dám af tíma sín-
um og umhverfi og verður að hlýða
hvoru tveggja eigi hann að ná
eyrum samtímans, hvort sem hon-
um líkar betur eða verr. Sannindi
þessi koma í hugann við lestur
Heitbaugsins eftir Þorstein Stef-
ánsson. Ef bók sú hefði komið út
fyrir svo sem fimmtíu til sextíu
> árum hefði hún bæði vakið at-
hygli og vafalaust hlotið góðar
viðtökur. Heitbaugurinn hefur
nefnilega marga kosti góðrar
skáldsögu. Hér er á ferðinni vand-
að skáldverk þjálfaðs höfundar
sem byggir á traustum reynslu-
grunni. En hvort tveggja, stíll og
efni, vísar til löngu liðins tíma sem
er orðnn nútíma lesendum harla
fjarlægur. Höfundurinn, sem er
orðinn aldurhniginn og hefur verið
búsettur erlendis frá ungra aldri,
-hefur skilið mætavel lífsviðhorf og
hugsunarhátt jafnaldra sinna hér
heima þegar hann hvarf af landi
brott. En þá var svo margt öðru-
vísi en nú. Hlutkennd tákn eins
og trúlofunarhringur áttu sinn vísa
stað í skáldsögum á fyrstu áratug-
um aldarinnar. Kaupmannahöfn
var enn miðpúntur heimsins í vit-
und íslendinga. Þangað fóru þeir
sem vildu forframast og kallast
»sigldir«. Ungi maðurinn í Heit-
baugnum, sem heldur til Hafnar
í þeim vændum að fullnuma sig í
iðngrein sinni, er því manngerð
sem íslendingar bæði þekktu og
skildu á áratugum áður. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Andblærinn í Heitbaugnum á sér
takmarkaðar hliðstæður í nútím-
anum. Skáldsagan sem slík hefur
líka breyst, bæði að formi og efni.
Fátítt er að ungt fólk sitji lon og
don við bréfaskriftir og sendi vin-
um og ættingjum löng fréttabréf
eins og forðum. Lífshættirnir hafa
tekið stakkaskiptum með áranna
rás. Allt reiknast það í óhag þess-
ari skáldsögu Þorsteins.
En svo er vitanlega annað sem
aldrei breytist. Eðli mannsins er
hið sama. Frumþarfirnar eru hinar
sömu. Og vandinn að lifa lífinu
og halda eðlilegu sambandi við
annað fólk er í raun hinn sami.
Að því leytinu getur saga þessi
talist vera bæði mannleg og sönn,
og ef til vill líka sígild. Sá les-
andi, sem á annað borð sekkur sér
ofan í efnið, má sinnulaus vera
ef hún snertir ekki næman streng
í bijósti hans. Aðalsöguhetjan, iðn-
aðarmaðurinn ungi, er hjarta-
hreinn og sómakær einstaklingur
í hörðum heimi. »Hann var alltaf
svo lengi að athuga sinn gang.
Það var ekki fyrr en á eftir, að
hann vissi, hvað hann hefði átt
að segja.« Það ber eðli mannsins
ekki fagurt vitni að slíkir skuli
gjarnan verða fyrir barðinu á sér
verri og óprúttnari náungum sem
þá jafnframt nota sér góðmennsku
þeirra. En góðmennskan gildir
ekki, eins og skáldið kvað. Það eru
gömul og ný sannindi í heimi hér.
Enda dregur til þess að ungi mað-
urinn taki að átta sig á að ekki
séu allir viðhlæendur vinir. Hann
þroskast til varúðar í samskiptum
sínum við aðra. Er það allt á raun-
sönnum grunni reist.
Fleira má telja skáldsögu þess-
ari' til gildis. Lýsing höfundar á
daglegu lífi Kaupmannahafnarbúa
Unglingarnir
og landinn
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Gunnhildur Hrólfsdóttir:
Komdu að kyssa. ísafold, 1993.
Varla líður sá dagur að ekki séu
teknir bruggarar sem selja ungl-
ingum landa. I þessari sögu segir
jfcaðallega frá tveim táningsstelpum
sem langar að drýgja rýrar sumar-
tekjur og án þess að vita hvað þær
eru með flytja þær ólöglegt áfengi
frá framleiðanda til dreifi-aðila og
eru þannig flæktar í leiðindamál.
Sögupersónurnar eru Elín sem
eyðir sumrinu við að passa systur
sína Önnu Rósu, Bogga vinkona
hennar, en einnig kom við sögu
Helga Hrönn og Asa og strákarn-
ir Steini og Matti sem eru ungling-
ar í unglingavinnunni. Foreldrar
stelpnanna koma talsvert við sögu
og einnig Garðar, verkstjórinn í
unglingavinnunni.
Sögusviðið er Keflavík og í
fyrstu er sagan venjuleg lýsing á
saklausum atvikum unglinganna.
Farið er til Reykjavíkur í ferðalag
og söfn heimsótt, laumast er inn
í kjallarann til bakarans til að ná
sér í vínarbrauð og fjallganga á
Þorbjörn leiðir til þess að ungling-
unum tekst að bjarga Frakka úr
lífsháska. Auk þess kynnast þær
stöllur ástinni svona í framhjá-
hlaupi með pínulitlum kossum og
ofurlitlu keleríi en sá þáttur er
mjög víkjandi í sögunni. En sagan
á sér annan og alvarlegri undir-
tón. Tæpt er á áfengisneyslu föð-
urins sem kaupir ótæpilega áfengi
og getur þess vegna ekki staðið
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ástóum Moggans!
x'
Á háskaslóð
Þorsteinn Stefánsson
á fyrri hluta aldarinnar er afar
litrík og sýnt að þar er Þorsteinn
að upplifa það sem stendur honum
ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.
Þó Dalurinn hans yrði verð-
launasaga - enda kom hún út á
réttum tíma - hygg ég að þessi
sé ekki síðri ef nákvæmlega sami
mælikvarði væri á hana lagður.
En hún kom út áratugum síðar
erlendis og hér ekki fyrr en nú á
því herrans ári 1993, undir Iok
þessarar furðulegu aldar sem öllu
hefur bylt, jafnvel eigin byltingum.
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Undir seglum á háskólalóð.
Höfundur: Eyvindur P. Eiríks-
son. Myndir: Anna Cynthia
Leplar. Setning og umbrot:
EPE, Mál og menning. Prent-
verk: Prentsmiðjan Oddi hf.
Utgefandi: Mál og menning.
Vissulega er það draumur
margra að komast í snertingu við
náttúruna, komast af malbiki, -
komast úr steinkössum borga.
Suma dreymir um dal og fjall,
aðra ölduslóð.
Hér segir frá slíkum, feðgum
þrem, sem láta drauminn um sigl-
ingu rætast. Víst er báturinn stolt
föður drengjanna, en fám öðrum
þótti mikið til Blikans koma. Hann
bar jú segl, afllítinn vélrokk að
auki, en fátt annað, sem prýðir
hin stoltu fley. En þetta var skipið
hans Skabba, og hveijum sýnist
sinn gripur ekki fagur?
Þeir feðgar ætla að sigla um
skeijagarðinn sænska, og slík sigl-
ing er jú hættuslóð, ekki sízt kenn-
arablók og landkröbbum, Begga
og Gagga. Dularfull persóna er
leidd á sviðið, drengjunum mikill
skelfir, í hugum þeirra fulltrúi alls
hins illa. En hér sannast, sem oft
áður, að varlega skal dæma af
útliti einu. Kauði reynist virtur,
þýzkur, vísindamaður, sem berst
við mengunaröfl tæknigræðginn-
ar, neyðir fólk til að horfast í augu
við deyjandi haf, viðbjóð eyðilegg-
ingarinnar, - er sannur, heill, ljúf-
menni mikið.
Á glæsiskipinu Póseidon eru
aftur á móti „vísindamenn“ sem
reynast á mála hjá þeim er engu
eira, vegna ástar á eigin buddu.
En þar er og Tína, snotur stelpa,
sem fær hjarta Begga til að slá
hraðar.
Nú veður velgja söguhetjum
undir uggum, þær beijast við vind
og öldu, sigla djarft við sker og
klett. En allt fer vel að lokum.
Höfundur segir þessa sögu af mik-
illi gleði, miklum fróðleik, sem
hreinlega tefur hann við söguþráð-
inn. Vissulega er fræðandi að fara
um gamla söguslóð, hólar og sker;
kastalar, eiga sína rún, en sé hún
lengi rakin, dregur vind úr seglum.
Eða eins og hin snjalla persóna
Óvægin hreinskilni
Bókmenntir
Jón Stefánsson
Þú gefst aldrei upp, Sigga! Ævi-
saga Sigríðar Rósu Kristinsdóttur.
Elísabet Þorgeirsdóttir skráði.
Fróði 1993.
Þú gefst aldrei upp, Sigga!, er
ævisaga konu sem fæddist í torfbæ
en er í dag landsþekkt fyrir pistla
sína á Rás 2. Konan heitir Sigríður
Rósa Kristinsdóttir og varð sjötug
nú í sumar. Hún fæddist norður í
Fnjóskadal árið 1923, var fímmta í
Gunnhildur Hrólfsdóttir
við loforð sín og smátt og smátt
verður ljóst að saklaus iðja telpn-
anna til að vinna sér aukapening
er allt önnur en þær halda. Þær
verða að glíma við samvisku sína
o g peningarnir sem þær hafa feng-
ið fyrir vinnu sína gefa þeim ekki
eins mikla gleði og þær höfðu
vonað.
Gunnhildur Hrólfsdóttir er næm
að finna efnivið sem höfðar til
nútímans. í bókum sínum fjallar
hún um alls kyns vandamál sem
allir þekkja annaðhvort úr fréttum
eða af eigin raun. Helst vill brenna
við að ekki sé unnið eins vel úr
efninu og hugmyndimar gefa til-
efni til. Hugmyndirnar og þau mál
sem tæpt er á í sögunum eru yfir-
leitt mjög alvarleg og þess vegna
mjög verðug viðfangsefni í ungl-
ingabókum en úrvinnslan úr hug-
myndunum og lausnirnar eru helst
til auðveldar.
röð fimmtán systkina. Yngstu börnin
sváfu til fóta hjá foreldrunum. Allur
matur var nýttur. „Mamma nýtti
meira að segja lungu úr lömbum,"
segir Sigríður á einum stað. Það má
því með vissum rétti segja, að í ævi
hennar sjáum við sögu þjóðarinnar -
á þessari öld. Þetta er saga konu sem
fæðist í torfbæ og elst upp við að-
stæður 19. aldarinnar, en býr í dag
við tækni nútímans og rödd hennar
heyrist reglulega í útvarpstækjum
landsmanna.
Elísabet Þorgeirsdóttir skráir frá-
sögnina og virðist hún hafa náð góðu
sambandi við Sigríði. Sem er auðvit-
að ómetanlegur kostur. En ég leyfi
mér hins vegar að vera ósáttur við
aðferð Elísabetar. Sem skrásetjari
er hún einfaldlega alltof áberandi.
Hvað eftir annað er frásögn Sigríðar
rofín með athugasemdum á borð við:
„Ég horfi í kringum mig í hlýju eld-
húsinu hennar og reyni að skilja þau
umskipti sem Sigríður Rósa hefur
lifað.“ (bls. 43). „Á borðum voru
nokkrar tertur sem húsmóðirin hafði
skutlað saman kvöldið áður.“ (bls.
45). Sum innskot Elísabetar eru í
hæsta máta undarleg. Eins og þegar
hún segir að Sigríður sé „ótrúlega
lágvaxin", eða byijar níunda kaflann
með þessari lýsingu: „Skrifstofa Sig-
ríðar Rósu er þakin bókum, blöðum
og pappírum þannig að næstum er
farið að fljóta yfir í næsta herbergi
en það er allt í lagi eftir að börnin
fluttu að heiman." (bls. 50). Ævisög-
ur eru sannastar þegar skrásetjarinn
er ósýnilegur. Þá Iýsir viðmælandinn
sjálfum sér með eigin orðum og nálg-
ast lesandann milliliðalaust. Aðferð
Elísabetar er vel brúkleg í blaða- og
tímaritsviðtölum og þá er sjálfsagt
að hnýta aftan í setningarnar lýsing-
um á borð við: „segir hún með háðska
tóninum sem svo margir kannast við
úr útvarpinu". En bækur eiga það
til að lifa lengur en tímarit. Ég er
ekki viss um að það verði svo marg-
ir sem kannist við „háðska" tón Sig-
ríðar Rósu eftir til dæmis fimmtíu
ár. Með öðrum orðum, þá held ég
að Elísabet geri sér ekki grein fyrir
hversu gríðarlegur eðlismunur er á
tímaritsviðtölum og ævisögu.
Töluvert af útvarpspistlum Sigríð-
ar er birt í bókinni. Oftast eru þeir
notaðir til að hnykkja á einhverri
skoðun hennar og fer vel á því. En
stundum virkuðu þeir truflandi á
mig. Til dæmis þegar Sigríður er
búin að tala dágóða stund um æsku
sína og æskuheimilið og minnist þar
eitthvað á stéttaskiptingu. Þá er
Sigríður Rósa Kristinsdóttir
okkur skyndilega kippt inn í nútíðina
með einni setningu: „Svona kemur
afstaða Sigríðar Rósu til menntunnar
og stéttarskiptingar fram í pistli 5.
ágúst 1992“ — og svo er pistillinn
birtur en lesandinn situr eftir hálfr-
inglaður í fortíðinni.
Sigríður Rósa kann þá list að segja
frá og á það við hvort sem hún seg-
ir frá æsku sinni eða nýliðnum at-
burðum. Hún kann að koma fyrir sig
orði, er tannhvöss og því sjaldan logn
í kringum hana. Hún reiðir víða hátt
til höggs og þeir eru eflaust ófáir
sem þykir sárt að fá ekki að svara
fyrir sig. Og ég er ekki frá því að
Sigríður Rósa hafi stundum gleymt
þeim ógnarmikla sannleika sem Ein-
ar Benediktsson batt í eina ljóðlínu:
Aðgát skal höfð í nærveru sálar. En
miklu oftar er hreinskilni hennar
kostur en ekki ókostur. Mér er því,
þrátt fyrir allt, óhætt að láta út úr
mér. þvælda setningu á borð við;
þetta er ævisaga sem á erindi. Saga
konu sem hefur margt fram að færa,
saga konu sem hefur ekki bundið
bagga sína sömu hnútum og sam-
ferðamenn. Saga konu sem hefur
staðið í jafnréttisbaráttu allt sitt líf,
saga konu sem umhverfið hefur ár-
angurslaust reynt að kúga til hlýðni.
Og það er því við hæfi að enda þessa
umsögn með litlu dæmi sem sýnir
orðhittni hennar í þeirri baráttu. Sig-
ríður er rétt rúmlega tvítug, nokkrir
piltar reyna að fá hana til að drekka
vín, hún neitar og þeir segjast þá
ekkert skilja í henni „að vilja ekki
drekka eins og við strákamir. Þú sem
ert svo jafnréttissinnuð." Sigríður
Rósa svarar: „... mín jafnréttishug-
sjón beinist að því að hífa karlmenn
upp á mitt siðferðisstig í stað þess
að skríða niður til þeirra."