Morgunblaðið - 24.12.1993, Side 49

Morgunblaðið - 24.12.1993, Side 49
49 Eyvindur P. Eiríksson höfundar, Bergur spakmáli hefði orðað það: „Til hvers að fara í skólann, ef maður getur sofið heima?“ Höfundur er fyndinn, hef- ir góð tök á máli, en hefði mátt afmarka sviðið meir, og úr hefði orðið spennusaga. Hafi fyrir höf- undi vakað að gera fræðakver, þá hefir mjög vel til tekizt, því hann eys af leikni úr dönskum sagna- brunni. Myndir eru góðar, - piýða bók. Prentverk allt mjög vel unnið og frágangur allur útgáfunni til sóma. Lárus Hinriksson Nýjar bækur Skáldsaga eftir Lárus Himiksson Út er komin skáldsagan Gátu- þjólið eftir Lárus Hinriksson. Þetta er spennu- og ævintýra- saga sem gerist í heimi manna og álfa. í kynningu útgefanda segir: „Sigurpáll er 19 ára og býr með afa sínum á stóru kúabúi hans. En nú kemur vofa fortíðarinnar og heimtar uppgjör við gamla mann- inn. Líf gamla mannsins er að veði. Hann hafði með lífsvilja og krafti sínum sem ungur maður snúið á dauðaálögin. Nú þarf hann meira en kraftar hans megna.“ Útgefandi er Ís-Ey á Akur- eyri. Asprent prentaði. Bókin er 181 bls. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993 Þörf hugvekja Bókmenntir Erlendur Jónsson Framtíð jarðar 236 bls. Gunnar G. Schram tók saman. Alþjóða- málastofnun Háskóla íslands. 1993. Bók þessi ber undirtitilinn Leiðin frá Ríó. Hér er sem sé tekið saman á einum stað hið markverðasta sem fram kom á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þar í borg, en hún var sem kunnugt er haldin í júní í fyrra. Þar að auki eru umhverfismál rædd á breiðari grundvelli. Höfundur segir meðal annars í inngangi: í riti sem þessu er óhjákvæmilegt að stikla mjög á stóru þar sem efnið er afar víðfeðmt. Hefur sá kostur verið valinn að fjalla fyrst og fremst um hinn alþjóðlega þátt umhverfis- mála en geta ekki um íslenska stefnumótun nema að nokkru leyti. Væri það raunar efni í aðra bók.« Þótt ekki sé lögð áhersla á mál- efni sem varða okkur fslendinga sér- staklega, eru þeim gerð ítarleg skil, t.d. verndun hafsins og hugsanlegum gróðurhúsaáhrifum. Hið fyrrtalda er afar brýnt þar sem aðalatvinnuvegur íslendinga, sjávarútvegurinn, á allt sitt undir hreinleika sjávar. »Eitt kjamorkuslys á Norður-Atlantshafi gæti lagt sjávarútveg okkar í auðn um langan aldur,« segir höfundur. En þar er við ramman reip að draga. Bábilja sú, að lengi taki sjórinn við, reynist víða lífseig. Þar að auki líta skammsýnir menn svo á að hafið sé tilvalinn og ódýr felustaður fyrir úr- gang sem þeir telja sér í hag að losna við á auðveldan hátt. Um gróðurhúsaáhrifin gegnir öðm máli; þau varða okkur ekki meira en aðrar þjóðir heims. Þar að auki eru þau umdeildari en t.d. losun eit- urefna í sjó. Fyrir allnokkmm ámm töldu vísir menn að þau mundu valda hér 4 til 6 gráðu hita er fram í sækti. Kulsæknir fóru að hlakka til. Siðar komu svo aðrir spekingar sem stað- hæfðu að hitinn mundi ekki hækka heldur þvert á móti lækka um 4 til 6 gráður. Það mundi fortakslaust boða nýja ísöld á landi hér. Enn aðr- ir segja að gróðurhúsaáhrifin hafi þegar komið fram; ella hefði lofts- lagið kólnað hér mun meir en orðið er og skírskota þá til fyrri tíma loft- slagsbreytinga og lengdar hlýskeiða milli ísalda. ísland er sem kunnugt er landa næmast fyrir veðurfarssveiflum. Upp úr miðri 19. öld kólnaði hér mjög. A miðjum þriðjá tug þessarar aldar hlýnaði aftur, mikið og snögglega. Hvaða áhrif vom þar að verki? En við emm ekki ein í heiminum. Og í kaflanum Veðurfarsbreytingar segir svo: Gunnar G. Schram sRannsóknaniðurstöður hafa leitt í ljós svo óyggjandi er talið að breyt- ingar á veðurfari jarðar muni hafa víðtækar, og að sumu leyti, uggvæn- legar afleiðingar í för með sér.« Er þá meðal annars litið til landbúnaðar á ýmsum svæðum jarðar. Um mannfjölgun er fjallað í sér- stökum kafla. Mannfjölgunarvand- inn heitir hann. Þar segir að »á hveiju ári er mannfjölgunin um 90 milljónir manna sem jafngildir nær því allri japönsku þjóðinni. í dag em íbúar jarðar 5,3 milljarðar talsins.« Há tala það, og ef til vill ískyggi- leg. Sérstaklega ef haft er í huga að vandi þessi tók ekki að blasa við fyrr en á þessari öld en hefur síðan sótt hratt að. Og ekki bætir úr skák að fjölgunin er mest þar sem hún kemur verst niður. Sumir kunna að líta sv©. á að vandamál þetta snerti okkur íslendinga lítt. Og vissulega er langt þangað til offjölgun blasir við hér á , Fróni. Glöggir menn hafa talið að hér þyrftu að búa að minnsta kosti sex hundmð þúsund manns svo halda mætti uppi þjóðfélagi sambærilegu þeim sem gerast í nágrannalöndun- um. Má því segja að vandinn sé hér gagnstæður ef eitthvað er. Hitt er augljóst að mannfjölgunarvandinn tengist fyrrtöldum málum sem ráð- stefnan í Ríó fjallaði um. Milljarða mannfjölgun fylgir óhjákvæmilega hvort tveggja í senn: mengun lofur- og lagar og þar með hætta á gróð- urhúsaáhrifum, hjá því verður aldrei komist. Ennfremur eyðing skóga sem líka er talin til stórmála meðal um- hverfisvemdarmanna. Ekki skal látið hjá líða að geta um skemmtilega og fmmlega hugmynd sem höfundur varpar fram: »Hún er sú að landið allt verði lýst sérstakur þjóðgarður Evrópu og hljóti viður- kenningu umhverfissamtaka Evrópu sem slíkt.« Hvað Sem því líður þurfum við Islendingar að taka til hér heima hjá okkur ekki síður en aðrir. Framtíð jarðar er því þörf hugvekja sem á erindi til allra er áhuga hafa á~um- hverfismálum. étrákarnir eiga samt i st'dkasijU i/cincirx&um me6 Grýiu m 'ömmu sina ■ JJún sk/íur eJcki huoS þeim þykir vxnb um KAUTT kl/£&n þie (ALLS ekki Gryla, v'ill heist stelo- hömum og étö. fcui. iJóúasué/nunum. likorekki aS G/ýlau/ii eád börn- þeirge/z*r sc/mning uið hana. um dS hún boroi barcc oÞeJcic böm • Grylcu Seno/ir stórcu Si/drtcL jSlcikött- ir?n tit ctS ssekjcL sbr krzxtJca r Tö/'sL LæSist um ojj i/eU/róþekka kraktcu handa. Grýbu Jóötturinn oq iótcisueinam'r leikct QUícú oi Grcjtu OQceiÓa ' '' ccftur heim tít ó/n.. Jö/osueinarnir hennou bömunum oS að uerou göð. Bóm/ri Lo/cl þui að t/crtz. ENDlR.. f f --• tNl/IK.. roíasi/einornir komo. cl hi/erju ári og /yercu i/inátLu, Qiebc, söng oq )öðctr gjaf/'r, og ðeá/a. aó haic/cL þui ctfram-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.