Morgunblaðið - 24.12.1993, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
61
Þrungin
sál og til-
finningu
Hljómplötur
Sveinn Guðjónsson
Stefán Hilmarsson á að baki litríkan
feril í íslenskri dægurtónlist enda hef-
ur hann um árabil verið í hópi vinsæl-
ustu söngvara landsins. Fyrstu sóló-
plötu hans, sem ber heitið Líf, var því
beðið með talsverðri eftirvæntingu og
að mínu mati stendur hún fyllilega
undir þeim vonum sem við hana voru
bundnar. Á henni má fínna flest það
sem góða plötu má prýða þótt auðvit-
að sé hún ekki gallalaus fremur en
önnur mannanna verk. Styrkur plöt-
unnar felst í frábærum hljóðfæraleik
og söng auk þess sem efnistök og
úrvinnsla eru í háum gæðaflokki.
Veikleikinn er kannski fyrst og fremst
fólginn í því að Stefán skuli ekki hafa
notað tækifærið til að prófa eitthvað
nýtt, því að á plötunni er í rauninni
ekkert sem kemur á óvart.
Stefán hefur greinilega miklar
mætur á „soul“ og gospeltónlist ef
marka má tónsmíðar hans og útsetn-
ingar á þessari plötu. Hún er þrungin
sál og tilfinningu, bæði í tónum og
textum. Margt af því sem þarna heyr-
ist er með því besta sem gert hefur
verið á þessu sviði hérlendis og er
mér til efs að betri bakraddakór hafí
áður sungið á íslenskri plötu, en kór-
inn skipa þeir Magnús og Jóhann,
Erna Þórarinsdóttir, Ruth Reginalds
og Eyjólfur Kristjánsson. Kórinn skip-
ar veigamikið hlutverk í nokkrum lag-
anna þótt söngur Stefáns sé auðvitað
í öndvegi svo sem vera ber. En þótt
Stefán sé að sjálfsögðu í aðalhlutverki
á þessari plötu beinist athyglin nokkuð
að öðrum manni, sem þarna kemur
við sögu. Það er Friðrik Sturluson,
bassaleikari, sem semur með Stefáni
nokkur bestu lög plötunnar og sýnir
á köflum afburða góðan bassaleik.
Að því leyti er Líf einnig ákveðinn
sigur fyrir hann sem tónlistarmann.
Góður hljóðfæraleikur er eitt af
aðalsmerkjum þessarar plötu, eins og
áður segir, og eru þar margir valin-
kunnir tónlistarmenn kallaðir til. Auk
Friðriks Sturlusonar ber hæst Friðrik
Karlsson gítarleikara, sem .semur þrjú
lög með Stefáni og leikur á gítar í
þeim, og ennfremur má nefna framlag
gítarleikaranna Sigurðar Gröndal,
Stefáns Hjörleifssonar og Guðmundar
Jónssonar, en sá síðastnefndi á eitt
athyglisverðasta lagið á plötunni,
Skýjaborg. Þá get ég heldur ekki lát-
ið hjá líða að nefna framlag Jóns Ól-
afssonar, sem er höfundur titillagsins
Líf, sem mest hefur verið spilað allra
laga af þessari blötu og er áreiðanlega
í hópi hinna betri sem Jón hefur sam-
ið um dagana. Hann á einnig góða
spretti á Hammond-orgel og virðist
vera að ná góðum tökum á þessu
vandmeðfarna hljóðfæri. Hammond
er nefnilega ekkert venjulegt orgel,
það hefur sérstaka sál og ekki sama
hvernig með það er farið.
Besta lag plötunnar að mínu mati
er lagið Sál eftir Stefán Hilmarsson
og Friðrik Sturluson. Lagið sver sig
mjög í ætt við svarta „soul“-tónlist,
enda er textinn óður til blökkumanna-
tónlistar. Friðrik sýnir afburða góð
tilþrif á bassann í þessu lagi, svo sem
víðar á þessari plötu. Annað lag eftir
þá félaga, sem er í hópi hinna betri
og vinnur stöðugt á er Fljúgðu, fljúgðu
og ennfremur má nefna lagið Líttu
þér nær. Ymis fleiri atriði mætti tína
til, sem gefa plötunni gildi, til dæmis
skemmtilega „Jethro Tull-skotna“
flautusóló Einars Braga Bragasonar
í laginu Líf, trommuforritun Halldórs
Haukssonar í Eros og raunar í fleiri
lögum, en það er alltaf dálítil áhætta
að notast við slíka tölvutækni í stað
trommuleikara. Hér hefur það heppn-
ast vel í flestum laganna, en Ingólfur
'Sigurðsson annast trommuleik í
tveimur lögum og Matthías Hemstock
í einu. Af öðrum skrautfjöðrum plöt-
unnar má nefna ágætt hljómborðssóló
Örvars Atla Örvarssonar í Sál en hann
spilar einnig á Hammond í nokkrum
lögum.
í textunum er Stefán persónulegri
en áður og sjálfsagt sýnist sitt hverjum
um það. Eg tel þó að textamir skipti
ekki höfuðmáli í þessu verki, því það
er tónlistin sjálf, flutningurinn og til-
finningin sem skiptir sköpum. Þegar
upp er staðið getur Stefán Hilmarsson
verið stoltur með vel unnið verk. Bestu
lög plötunnar mættu þó fá meiri um-
fjöllun og spilun á öldum Ijósvakans
og þar með þá athygli sem þau vissu-
lega verðskulda.
I fremstu
• • X
roð
Magnús Þór Sigmundsson og Jó-
hann Helgason hafa um árabil verið í
framvarðasveit íslenskra dægurtón-
listarmanna. Styrkur þeirra hefur
einkum komið fram í góðum söng og
vönduðum tónsmíðum. Þeir hófu feril-
inn saman, undir lok bítlatímabilsins,
og voru þá eins konar „Simon og Garf-
unkel“ íslenskra poppara og á fyrstu
plötu þeirra mátti finna margar dýrar
perlur í þeim anda. Síðan störfuðu
þeir saman á Englandi með hljómsveit-
inni „Change" og gerðu ýmsa góða
hluti þótt ekki dygði það þeim til
heimsfræðgar. Leiðir skildu, en áfram
héldu þeir að semja lög og syngja inn
á plötur, ýmist einir eða í samstarfi
við aðra. Jóhann náði umtalsverðum
árangri í söngflokknum „Þú og ég“, í
samstarfi við Helgu Möller, og eftir
hann liggja nokkrar sólóplötur með
mörgum stórgóðum lögum, sem ef til
vill hafa ekki hlotið þá viðurkenningu
sem þau eiga skilið að mati undirrit-
aðs. Má þar nefna lagið I wanna be
with you af plötunni Astin, sem er lík-
lega eitt fallegasta og best flutta dæg-
urlag sem út hefur komið hér á landi
frá upphafi. Traustasti- minnisvarði
Magnúsar frá sólóferlinum er hins
vegar ísland er land þitt, sem hvert
einasta mannsbarn þekkir og mun
sjálfsagt verða sungið svo lengi sem
byggð helst í landinu. Nú eru þeir fé-
lagar komnir saman á ný og fagna
því sjálfsagt margir.
Á nýju plötunni þeirra Lífsmyndir
Magnúsar og Jóhanns er víða komið
við og þeir félagar sanna að hæfileik-
inn til að semja góð lög er enn til stað-
ar. Má þar nefna lög Jóhanns Enginn
tími, Stríð og friður og Lofnar blóm
og lög Magntisar Ást við fyrstu sýn,
Tommi, Jenni og við og Sú ást er heit
svo nokkur séu nefnd. En þessi plata
minnir okkur einnig á að þeim félögum
geta verið mislagðar hendur í þessum
efnum eins og öðrum listamönnum.
Þarna er til dæmis lagið Yaketty Yak
Smacketty Smack, sem var mun betra
í upprunalegri útgáfu „Change“, og á
þvi ekkert erindi á þessa plötu að mínu
mati. Ennfremur má benda á lagið
Æði, sem er í sjálfu sér ágætt Iag,
en mig minnir að hafa heyrt glettilega
líkt lag áður í flutningi Stuðmanna
undir nafninu „Bara ef það hentar
mér“. Hér er lagið sungið af Pétri
W. Kristjánssyni og Rúnari Júlíussyni
og í fljótu bragði er erfítt að koma
auga á hvaða erindi þeir eiga á þessa
plötu. Raunar gildir það sama um fleiri
gestasöngvara á plötunni, þá Pál Ósk-
ar Hjálmtýsson, Helga Bjömsson og
Pálma Gunnarsson. Allt eru þetta
ágætir söngvarar, hver á sínu sviði,
og þessar aðfinnslur ekki settar hér
fram þeim til háðungar. Staðreyndin
er hins vegar sú, að Magnús og Jó-
hann cru báðir enn í toppformi sem
söngvarar og best til þess fallnir að
flytja eigin tónsmíðar sjálfir. Því kem-
ur það dálítið flatt upp á mawi ad
þeir skuli leita til annarra söngvara í
þeim efnum og að mínu mati er það
ákveðinn veikleiki á þessari annars
stórgóðu plötu. Undantekning frá
þessu er þó framlag Stefáns Hilmars-
sonar, Bjöms Jömndar Friðbjörnsson-
ar, Sigríðar Beinteinsdóttur og Eyjólfs
Kristjánssonar í laginu Stríð ogfriður,
sem er vel heppnuð blanda, enda er
lagið dálítið í „hjálpum þeim“ anda og
við flutning slíkra tónsmíða tíðkast
gjarnan að að safna saman nokkrum
stórsöngvumm og ekki nema gott eitt
um það að segja.
Textamir í Lífsmyndum em í betri
kantinum eftir því sem gerist í ís-
lenskri dægurtónlist enda hafa þeir
Magnús og Jóhann margt að segja. Á
það jafnt við um hvort þeir em að fjalla
um ástina eða deila á stríðsrekstur og
neysluþjóðfélagið. Hljóðfæraleikur er
líka með miklum ágætum á þessari
plötu enda margir snjallir tónlistar-
menn sem þar koma við sögu.
Vonandi eru Lífsmyndir Magnúsar
ogJóhanns upphafíð að áframhaldandi
samstarfi þeirra félaga því sameinaðir
hafa þeir alla burði til að komast aftur
í fremstu röð. Ef sú verður raunin vil
ég bera fram þá frómu ósk, að næsta
plata verði „hreinræktuð“ þar sem
þeir annist sönginn að mestu sjálfir.
Kvöld-
vaka með
Gáttaþef
Ómar Ragnarsson lætur ekki deig-
an síga í útgáfustarfsemi fyrir þessi
jól, því auk bókar hefur hann skellt
sér í útgáfu á geisladiski, sem ber
heitið Ómar finnur Gáttaþef. Á plötu-
umslagi er frá því greint að leitar-
flokkar hafi verið gerðir út af örkinni
til að leita að Gáttaþef og hafí hann
fundist norðvestur af Hengli, heill á
húfi, og hafí síðan farið með leitar-
flokkunum á kvöldvöku þar sem disk-
urinn var tekin upp. Hugmyndin er
góð og Ómar vinnur ágætlega úr henni
að því undanskildu að Gáttaþefur
„týnist“ dálítið aftur þegar á kvöld-
vökuna er komið.
Þegar ég setti diskinn undir geisl-
ann hafði ég búið mig undir rífandi
jólasveinastemmningu á svipuðum
nótum og þegar Ómar hitti Gáttaþef
hérna um árið, en nú eru breyttir tímar
og tónlistarsmekkur manna orðinn
annar. Sannleikurinn er nefnilega sá
að innihald plötunnar kemur dálítið á
óvart. Þar er ekki að finna neina
„göngum við í kringum" eða „upp á
stól“ stemmningu heldur lög úr ýms-
um áttum, gömul og ný, gamla djass-
standarda í bland við nýja diskósmelli
og ljúfar ballöður eftir Ómar sjálfan
eða ýmsa þekkta snillinga úr heimi
dægurtónlistarinnar. Sjálfur á Ómar
þarna ein sex lög og sýnir að honum
er ekki fisjað saman sem lagasmiði
því mörg þeirra eru prýðileg og má
þar til dæmis nefna íslenska konan,
Elsku stúfur og Allir á hjólum á jól-
um, en í því síðastnefnda hefur gamli
rokkarinn greinilega komið upp í höf-
undi. Ómar semur nær alla texta á
plötunni og er þar á heimavelli sem
endranær.
Fyrsta innleggið á kvöldvökunni er
Jólasveinasyrpa og sjálfsagt á létt-
djössuð útsetning hennar eftir að f lra
fyrir brjóstið á einhveijum. Síðan
syngur Lilja Sóley Hauksdóttir,
þriggja ára, með Ómari afa sínum
lagið Á hverjum degi jólasveinn og
er það skemmtilega til fundið að fá
þá litlu með í slaginn. Sveinki kemur
svo fram á söngsviðið í þriðja laginu,
og aðrir sem fram koma i sönghlut-
verkum á plötunni eru krakkar úr
Kársnesskóla, söngflokkurinn Sveiflu-
hálsarnir, Guðrún Grétarsdóttir, 11
ára, sem syngur eitt lag við undirleik
föður síns, Grétars Örvarssonar, Pálmi
Gunnarsson, Björgvin Ploder og Hjóla-
sveinarnir (Sniglabandið) og svo
Helga Möller og Sigurður Johnny, sem
bregður sér í hlutverk Satchmo
frænda í laginu Með hátíðlegum blæ,
og er framlag hans það eftirminnileg-
asta á þessari plötu. Ýmsir valinkunn-
ir hljómlistarmenn annast undirleikinn
og er of langt mál að flokka þá hér
niður eftir lögum, en í því sambandi
er vísað á plötuumslag.
Hönnun á plötuumslagi er smekkleg
og þar er að finna allar nauðsynlegar
upplýsingar og texta: Allir sem hlut
eiga að máli við undirleik og söng,
útsetningar og úrvinnslu vinna ágætt
verk, þótt deila megi um efnistök á
plötunni, þar sem hætta er á að þau
höfði lítt til barna. Það má eiginlega
segja að þetta sé frekar jólasveina-
plata fyrir fullorðna.
Hallgrímskirkja
Guðsþjónusta
eldri borgara
ÁRIÐ 1993 er ár aldraðra
í Evrópu og sl. vor gaf Elli-
málanefnd Þjóðkirkjunnar
út sálmakver með stækk-
uðu letri ásamt mörgu
fleira sem gert var í tilefni
ársins. Þriðjudaginn 28.
desember kl. 14 efnir Elli-
málanefnd Þjóðkirkjunnar
til guðsþjónustu í Hall-
grímskirkju.
Dr. Sigurbjöm Einarsson
biskup prédikar, Bamakór
Grensáskirkju syngur undir
stjóm Margrétar Pálmadóttur,
almennur söngur. Sr. Guðlaug
Jólamessa
Kvenna-
kirkjunnar
JÓLAMESSA Kvennakirkj-
unnar verður í Breiðholts-
kirkju sunnudaginn 27. des-
ember kl. 20.30.
Sr. Auður Eir Vilhjálms-
dóttir, prédikar. Nína Björk
, Ámadóttir les ljóð og Laufey
Sigurðardóttir og Hólmfríður
Þóroddsdóttir leika saman á
fiðlu og óbó. Sönghópur
Kvennakirkjunnar leiðir jóla-
sönginn undir stjóm Sesselju
Guðmundsdóttur organista.
H. Ásgeirsdóttir og sr. Gylfi
Jónsson þjóna fyrir altari.
Kaffisopi í hliðarsal á eftir.
Eldri borgarar eru hvattir til
þátttöku í guðsþjónustunni
milli jóla og nýárs til að eiga
stund í húsi Guðs, segir í frétt
frá Ellimálanefnd Þjóðkirkj-
unnar.
öaftuuir öMuíu
C04tdA*tUÍH4tU*H-
£<zr4<æ£ó
_ V
Þökkum viðskiptin.
HORNID \
Hafnarstræli 15, sími 13340.
Opið sunnudag,
annan íjólum,
frá kl. 22
Sími689686.
STORDANSLEIKUR
ANNAN í JÓLUM 22-03
HLJÓMSVEITIN NÝDÖNSK
PÁLL
ÓSKAR
HJÁLMTÝSSON
MEÐ DISKÓTEK
í ÁSBYRGI
DANSTÓNLIST
í NORÐURSAL
ATH. OPIÐ
í ÖLLUM SÖLUM
VERÐKR. 1000
t1#m, ifelliAND