Morgunblaðið - 24.12.1993, Síða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
UJAIS6C-A ss/ CCCL-TUAÍLr
J 11-9
01992 Farcus Carloons/Dislribuled by Umversal Press Syndicale
„ Bg heJdq3 þii JttUr'aZ gleymcc
þtcsati Augmgnd uryi il-fr<?entsjQmpó-'
Ast er.
i-zs
.. . að fara saman með
borðbæn.
TM Reg. U.S P«t Off — ali rights reMrved
® 1994 Los Angetes Times Syndtcate
115!>
Þetta minnir mig á skemmti-
legt atvik, sem ég varð fyrir
á leiðinni hingað.
Allt í lagi! Farðu þá og
kauptu borðstofuborð á
morgun.
HÖGNI HREKKVÍSI
...LÓA^þRÖSTOR.SPÓUÖMO, 6/€S, KALkÚJN.
KJOklinöur. krAka , RJÚPA..."
JMwpmlifafrffe
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Hversu holl er mjólkin?
Frá Einari Steinþórssyni:
Nýlega voru opinberaðar fyrir
landslýð breytingar á verði nokkurra
mjólkurvara. í stuttu máli ganga
þessar breytingar út á það að „holl-
ari“ (eða minna skaðlegar) mjólkur-
vörur eins og t.d. undanrenna og
skyr voru hækkaðar mikið í verði og
„minna hollari" (eða meira skaðleg-
ar) mjólkurvörur eins og t.d. smjör
og nýmjólk voru lækkaðar í verði.
Þessar breytingar kölluðu á við-
brögð ýmissa aðila. Manneldisráð og
hjartaskurðlæknar mótmæltu þess-
um breytingum harðlega. Stefnan
hefur verið sú undanfarin ár að reyna
að draga úr fituneyslu landsmanna
og þar með reynt að fækka ýmsum
sjúkdómum sem eru í beinu sam-
hengi við neyslu fitu.
Hver er þá ástæðan fyrir því að
verði mjólkurvara er breytt þannig
að neyslunni er stýrt frekar á óholl-
ari mjólkurvörurnar en hinar minna
óhollari?
Það er eingöngu peningahags-
munir sem ráða ferðinni. Það eru það
miklir hagsmunir í húfí að alls ekki
má minnka mjólkurneysluna. Nú
hefur safnast upp myndarlegt fitu-
Qall sem þarf að losna við. þá eru
einfaldlega gerðar verðbreytingar á
milli vöruflokka og neyslunni stýrt í
fitumeiri vörur, þrátt fyrir mótmæli
margra sérfræðinga eins og hjarta-
skurðlækna.
Þá er ekkert hugsað um hollustuna
og að aukin fítuneysla eykur tíðni
hjarta- og æðasjúkdóma, heldur að-
eins um skammtíma peningahags-
muni. Og svo er fólki talið trú um
að mjólkin sé svo holl og nauðsynleg
að við getum ekki án hennar verið.
Við getum hæglega búist við því, ef
svo ólíklega fer með þessum verð-
breytingum að t.d. smjömeysla auk-
ist ekki á kostnað fítuminna viðbits,
að farið verði að auglýsa að smjör
sé bráðnauðsynlegt fyrir fólk og það
fái ekki einhver nauðsynleg vítamín
nema það borði svo og svo mikið af
smjöri á dag.
Læknar hafa skrifað í Morgun-
blaðið og bent á rannsóknir sem
gerðar hafa verið, sem benda á að
það sé ekkert sem sanni að mjólkin
sé holl fyrir fólk og það fái öll þessi
efni úr venjulegri fæðu og ennfremur
að mjólkin sé í besta falli hlutlaus
fæða og í versta falli hreinlega óholl.
Við eigum ekki að þurfa drekka
mjólk eins og pelabörn fram á grafar-
bakkann, eina dýrategundin í öllum
heiminum. Þar að auki mjólk sem
búið sé nánast að „framleiða" upp á
nýtt í mjólkurbúum og á því lítið
skylt við móðurmjólk sem er nauð-
synleg komabömum og kúamjólk
sem er nauðsynleg kálfum. Þessu til
stuðnings hefur verið bent á
fræðibækur og rannsóknir.
Aldrei hefur þessu verið svarað,
og hver er ástæðan fyrir því? Er það
ekki að hagsmunaaðilar treysta sér
ekki út í almennar uniræður um
hversu „holl og nauðsynleg" mjólkin
er fyrir fólk.
Einu viðbrögðin hafa verið að aug-
lýsa meira hversu holl mjólkin er.
„Segðu einhveija vitleysu nógu oft
og þá fer fólk að trúa því,“ er þeirra
mottó.
Persónulega hef ég þá trú að
mjólkin sé alls ekki eins nauðsynleg
Frá Sigríði Kristinsdóttur:
PRESTAR hafa nú fengið kaup-
hækkun í gegnum Kjaradóm og þar
með sagt sig úr lögum við stéttarfé-
lög. Við skulum vera minnug þess
að meðan félagar þeirra vom að
beijast í BHMR létu þeir í ljós vand-
lætingu á vinnubrögðum félaga sinna
en þeir beittu vopnum sem prestar
töldu ekki guði þóknanleg.
Kjaradómur er greinilega guði
þóknanlegur að mati presta enda
telja þeir að þeir séu búnir að beij-
ast fýrir launum sínum. Formaður
þeirra, sem hefur aðsetur í því helga
véi höfðingjanna í Reykholti, hefur
auðvitað fengið umbun launa sinna
eins og allir höfðingjar þessarar þjóð-
ar fyrr og síðar, og einni stétt er
umbunað af yfirvöldum þessa lands
en öðrum haldið niðri, eins og títt
var til foma.
Hinn 12. desember á lesendasíðu
Morgunblaðsins er hnýtt í formann
BSRB fyrir að hafa gert athugasemd
um launakjör presta en á sama tíma
hafí lögreglumenn fengið kauphækk-
og af er látið. Ef maður borðar sæmi-
lega fjölbreytta fæðu fást öll nauð-
synleg efni sem líkamanum er nauð-
synleg. Ég held að fólk ætti að skoða
þessi mál og mótmæla þessum hækk-
unum á óhollari og fitumeiri mjólkur-
vörunum og senda Fimmmanna-
nefndinni, Mjólkurdagsnefnd og
þessum hagsmunaaðilum sem hrein-
lega ráðskasfmeð heilsu landsmanna
eftir því hversu stórt smjörfallið er,
skýr skilaboð og minnka neyslu á
mjólkurvörum eins og hægt er.
Ég sakna þess að næringafræð-
ingar, læknar og aðrir sem vit hafa
á þessum málum skýri frá því hversu
holl mjólkin sé í raun og veru og
hvort nauðsynlegt sé fyrir fólk að
nota eins mikið af mjólkurvörum og
sífellt er verið að telja okkur trú um
í auglýsingum frá Mjólkurdagsnefnd
og fleiri aðilum.
EINAR STEINÞÓRSSON,
Borgarvegi 19,
Reykjavík.
un. Sálnahirðirinn á Grundarfirði
gerði samanburð miðað við menntun
og ábyrgð, eins og gjarnan er gert,
og þar kemur í ljós að presturinn
hefur 25 þúsund krónum hærri laun
en lögreglumaðurinn. Hið veraldiega
vald á íslandi hefur tekið þá ákvörð-
un að prestar séu mjög mikilvægir
fyrir almúga landsins og við afneitum
ekki þeim úrskurði, en gjarnan vildi
ég sjá að margir aðrir, sem annast
þá sem minnst mega sín, hefðu sömu
laun og prestar. T.d. hafa þeir sem
vinna á sambýlum fyrir fatlaða að
meðaltali um 57 þúsund krónur á
mánuði í dagvinnu. Ekki nenni ég
að munnhöggvast við prestinn um
vaktaálag og bakvaktir en þar er
farið eftir kjarasamningum eins og
ég vona að prestar viti um.
Vonast ég til að prestum fínnist
að þeir, sem vinna veraldleg störf,
séu verðir launa sinna og störf þeirra
guði þóknanleg.
SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR,
Grenimel 3f,
Reykjavík.
Um kjaramál
Víkveiji skrifar
Nú gengur í garð mesta hátíð
kristinna manna, jólahátíðin,
og um gervallan hinn vestræna heim
er minnst fæðingar frelsarans Jesú
Krists.
En hvers konar hátíð eru jólin?
Vitað er að jólahátíðin er miklu eldri
en kristnin. Jól voru t.d. forn hátíð
á Norðurlöndum og voru þau e.t.v
haldin nokkru síðar en nú, miðsvetr-
arblót. Um skýringu á þessu forna
norræna nafni, Jól“, er ekkert vitað
með vissu og hafa ýmsar tilgátur
verið uppi um tilurð þess og merk-f
ingu. Með kristninni urðu hins vegar
jólin aðalhátíð hennar og ákvörðunin
um að halda fæðinardag frelsarans,
25. desember, hátíðlegan breiddist
út í Suðurlöndum á 4. öld eftir Krist.
xxx
Igær var Þorláksmessa, sem haldin
er til minningar um Þorlák helga
Þórhallsson biskup í Skálholti, sem
kaþólska kirkjan tók í dýriingatölu
eftir lát hans, sem var einmitt 23.
desember 1193. Það eru því rétt 800
ár frá því að þessi dáði maður lézt.
Annars nægði ekki ein Þorláksmessa
nefnd hefur verið Þorláksmessa að
sumri og er 20. júlí. Sú messa var
lögleidd árið 1237 í minningu þess
að þann dag árið 1198 voru bein
Þorláks tekin upp í Skálholti. Þor-
láksmessa að sumri var fyrir siða-
skipti ein mesta hátíð ársins.
Þorláksmessa að vetri,,dánardæg-
ur Þorláks, var hins vegar lögleidd
38 árum fyrr eða árið 1199 og sex
árum eftir dauða hins helga manns.
Kaþólikkar á íslandi hafa haldið sér-
staka Þorlákshátíð nú um þessar
mundur vegna 800 ára ártíðar hans.
XXX
Sólstöður eða sólhvörf voru á
þriðjudag. Þau eru rétt eins og
Þorláksmessan tvisvar á ári. Stafar
það af möndulhalla jarðar og táknar
þá stund, þegar sól kemst lengst frá
miðbaug himins til norður eða suð-
urs. Fyrri sólstöður ársins eru á tíma-
bilinu 20. til 22. júní og er þá dagur
lengstur á norðurhveli, en stystur á
suðurhveli, en hinar síðari eru 20.
til 23. desember og er þá dagur styst-
ur á norðurhveli sem nú, en lengstur
á suðurhveli. Breytileiki dagsetning-
anna stafar fyrst og fremst af því
að almanaksárið er ekki nákvæmlega
ÉTO&ÉI
jafnlangt árstíðaárinu og samræm-
ingin við árstíðaárið fer fram í stökk-
um með hlaupárum. Nafnið sólstöður
mun vísa til þess að sólin stendur
kyrr, þ.e. hættir að lækka eða hækka
á lofti.
XXX
En hvað sem því líður, þá er jóla-
hátíðin að ganga í garð og það
gerir hún hinn 24. desember klukkan
18. Víkveiji sendir öllum lesendum
sínum beztu jólaóskir. Jólin eru hátíð
ljóssins og að fornu voru þau sjálf-
sagt hátíð þess að dag tók að lengja
á ný. En hátíð ljóssins fylgja kerti
og að fólk umgengst mikið opinn
eld. Því er aldrei nægilega brýnt fyr-
ir fólki að fara varlega með eldinn.
Víkveiji biður því lesendur sína að
fara gætilega um þessa miklu hátíð
og vera minnuga þess að lítill sak-
leysislegur logi getur orðið að skað-
ræðisbáli, sem getur haft örlagaríkar
afleiðingar. Að svo rituðu, óskar Vík-
veiji landsmönnum öllum ánægju-
legrar jólahátíðar og segir:
á ári og því eru þær tvær, þótt minna
fari í seinni tíð fyrir hinni fyrri, sem
* Éh 0t.il ’it Uiáii Í