Morgunblaðið - 24.12.1993, Qupperneq 70
70
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. DESEMBER 1993
J ólaskákþrautir
Skák
Margeir Pétursson
JÓLAHELGIN er stutt í ár
og því við hæfi að jólaskák-
þrautirnar séu ívið léttari en
venjulega. Dæmin eru valin
fyrst og fremst með það í
huga að lausnirnar séu
skondnar fremur en erfiðar.
í þetta sinn eiga þau því að
vera viðráðanleg fyrir alla
sem á annað borð kunna
skákreglurnar. Það eina sem
þarf er að gefa sér góðan
tíma og nálgast viðfangsefnið
með opnum huga, því í skák-
dæmum gilda oft ekki venju-
leg lögmál manntaflsins.
Fyrsta dæmið er léttast en
síðan þyngjast þau koll af
kolli.
Ekki má gleyma því að það
er líka þáttur í að leysa skák:
dæmi að fínna bestu vömina. í
fyrsta dæminu virðist jafntefli
blasa við, en hvítur nær snjallri
vendingu sem þvingar fram
hróksvinning eða mát. Með
drottningu gegn stökuni hrók
er staðan léttunnin.
Annað dæmið er eftir þekktan
rússneskan skákdæmahöfund,
Gleb Nikolajevitsj Zakhodíakin
(1912-1982). Hann þurfti ekki
mikinn efnivið til að búa til lag-
legar þrautir, naut sín best sem
„miniatur“ höfundur og hér er
ágætt dæmi þess.
Næstu tvö dæmi eru bæði
sögð hafa komið upp í tefldum
skákum og er ekk( ástæða til
að efast um það. í því þriðja
STÖÐUMYND I
hótar svartur 1. — Hxh6+ og
að vekja síðan upp drottningu
með skák. Samt nær hvítur að
vinna. í því fjórða virðist hvítur
STÖÐUMYND III
vera með gertapaða stöðu, því
svörtu peðin eiga stutt eftir til
að verða að nýrri drottningu og
kapphlaupið er tapað fyrir hvít.
Samt tekst honum að bjarga sér
í jafntefli.
Síðustu tvö dæmin eru bæði
eftir einn allra snjallasta skák-
dæmahöfund sögunnar, Leóníd
Kubbel frá Sánkti Pétursborg
(1891-1942). Hann var annar í
röð þriggja bræðra sem allir
STÖÐUMYND V
1. O. Stritchek 1967
Hvítur leikur og vinnur.
2. Zakhodiakin 1967
STÖÐUMYND II
Hvítur leikur og vinnur.
4. J.G. CampbelI-N.N.
STÖÐUMYND IV
Hvítur mátar í þriðja leik.
6. L. Kubbel 1905
STOÐUMYND VI
abcdtlgh
Hvítur leikur og vinnur.
3. Keminsky-N.N. 1903
a b c d • I 0 h
Hvítur leikur og heldur jafn-
tefli.
5. L. Kubbel 1923
a b c d • I g h
Hvítur mátar í fjórða leik.
fengust við gerð skákdæma.
Leóníd og yngri bróðir hans lét-
ust báðir í umsátrinu um Len-
íngrad, eins og heimaborg hans
var nefnd á valdatíma kommún-
ista. Hann var afar fjölhæfur
höfundur, samdi bæði tafllok og
mátþrautir, alls um 3.300 dæmi.\
í fimmta dæminu er auðvelt
að finna mát í fjórum leikjum,
en það er beðið um mát í þrem- ,
ur og lausnarleikurinn kemur
skemmtilega á óvart. Sjötta
dæmið birti Kubbel á unglings-
árum sínum, var aðeins 15 ára.
Það sést á snjallri lausninni að
snemma beygist krókurinn.
Heimildir: Björn Nielsen og Alfred
Christensen: Alt om Skak, Odense 1943,
í uppnámi, 2. árgangur 1902,
dr. Ingimar Jónsson: Alfræðibókin um
skák, A-Ö, Reykjavík 1988,
Ýmsir sovéskir höfundar: Shakh-
matnyi enzyklopedísjevskí slovarj,
Moskvu 1990,
G. Nadareishvili, J. Akobia: Mat
v’eljúdi, Tbilisi 1990.
Skákmót milli jóla og nýárs:
Að venju eru skákmót fyrir-
huguð á milli jóla og nýárs:
Taflfélag Reykjavíkur held-
ur jólahraðskákmót sitt dagana
27.-28. desember og hefst taflið
kl. 20 báða dagana í félagsheim-
ili TR að Faxafeni 12. Teflt verð-
ur í riðlum, 5 mínútna hraðskák-
ir. Fyrra kvöldið fara fram
undanrásir en seinna kvöldið
úrslit.
Skákfélag Akureyrar heldur
jólahraðskákmót sitt þriðjudag-
inn 28. desember kl. 20 i félags-
heimilinu, Þingvallastræti 18.
Taflfélag Kópavogs er með
jólahraðskákmót sunnudaginn
26. desember kl. 14 í félagsheim-
ilinu Hamraborg 5.
Gleðilegjól!
VILTU LITA BETUR UT?
Ráðleggingar frá sérfræðingum No7
Það sést alltaf ef þú færð ekki nægan svefn, sama hvað mikið
meik-up þú setur á þig. Rannsóknir gerðar í Ameríku sýna að
þeir, sem eru svefnlausir, líta mun verr út en aðrir, sem fá reglu-
legan 8-9 tíma svefn. Ef þú lítur illa út, þrátt fyrir nægan svefn,
getur það stafað af stressi. Gefðu þér tíma, þó ekki sé nema í
10 mínútur, til að slaka á og gera það sem þig langar til.
Ellimerki!
Hvort sem þú líður fyrir þreytu
eða stress eru áhrifin á andliti
þínu hin sömu. Húðfrumur
deyja hraðar og húðin verður
þurr og slæm. Fínar hrukkur
myndast í kringum munn og
augu. Olíumyndun getur aukist
og skapað bólur.
____ Fegrunarheilræði
Þarftu að hressa
upp á útlitið?- End-
_______ urbæta andlits-
snyrtínguna? - Not-
aðu þessar ráðleggingar og
hresstu þig upp!
Reyndu „hressingarmaska".
Boots No7 prótín maski bætir
jafnvel erfiðustu húðgerðir.
Ertu föl og ræfilsleg? Notaðu meik-up grunn áður en þú meikar þig.
Reyndu No7 Tranclucent make-up base, sem inniheldur örfína krist-
alla sem fela fínar lílnur og gefa unglegt útlit.
Rannsóknir sýna að húðin er undir miklu álagi að hausti, vetri og
snemma vors. Slæmt veðurfar, mikill hiti innan dyra og mengun
orsaka að ystu húðlögin þorna upp og líta illa út... No7 sérhannað
árstíðarkrem Seasonal Skin supplement, leysir þennan vanda. Það
læsir inni eigin næringu húðar; bætir og nærir húðina.
Að meika yfir illa útlítandi húð lætur hana einungis líta verr út. Leynd-
armálið er hvað og hvernig er farðað. Byrjið t.d. með Positive Action
næringarmeiki sem inniheldur A vítamín auk náttúrulegra næringar-
gjafa og bætir því strax áferð og útlit allra húðgerða. Setjið að lokum
No7 glært, pressað púður yfir til að fullkomna áferðina.
Vantar þig liti? Prófaðu No7 kinnalit og berðu hann á yfir meik en
undir púðrið til að fá matta, fína áferð. Þú getur líka sett örlítinn
kinnalit undir augnbrúnir og út með augum til að fríska upp.
Leggðu áherslu á augnbrúnir. Ekkert gefur fullkomnara útlit en fal-
lega mótaðar augnbrúnir. Burstið þær í fallegan boga, gamall tann-
bursti dugar. Dekkið hárin með gömlum maskara, No7 augnbrúnablý-
anti eða No7 möttu, brúnu augnskuggunum.
Ekki nota eyeliner. Hann lætur einungis þreytt augu líta verr út.
Notið frekar augnskugga og berið utan með efra augnloki til að
opna augun. Notið alltaf heita brúna lití ekki kalda gráa eða bláa.
Veljið No7 Redwood Rose eða Walnut Wip, möttu augnskuggana.
Varalitur gerir herslumuninn á þreyttu andliti. Smá litur á vörunum
dregur athyglina frá þreytulegu andliti. Veldu perlugljáandi liti sem
gefa fallega áferð. Veldu uppáhalds litinn þinn í hinu mikla úrvali
No7 varalita.
AUGLYSING
laþrautir
Brids
Guðm. Páll Arnarson
Lesandinn er í suður í öllum tilvik-
um. Þetta eru lykilspilin í löngum
sveitakeppnisleik og það veltur á
frammistöðunni hér hvemig leiknum
lyktar. Sjálft uppgjörið mun fara fram
í dagdálki blaðsins eftir jól.
(1) Norður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ Á2
VG865
♦ Á92
+ D1085
Suður
♦ K1083
V1092
♦ K43
+ ÁK2
Vestur Norður Austur Suður
— Pass Pass 1 lauf
Pass 1 hjarta Pass 1 grand *
Pass 2 grönd Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
* Með svo flata skiptingu er tæplega
ástæða til að nefna spaðann, enda viltu
ekki að makker breyti í tvö lauf.
Útspil vesturs er tígulátta.
Hver er áætlunin?
(2) Austur gefur; NS á hættu.
Vestur
♦ 754
VÁ6
♦ KG83
♦ DG92
Suður
♦ DG109
V 953
♦ D4
♦ ÁK74
Vestur Norður Austur Suður
— — 1 tígull Pass
2 tíglar * Pass 2 grönd Pass
3 grönd Pass Pass Pass
* Krafa.
Þú spilar út spaðadrottningu, sem
sagnhafi tekur á kóng heima og spilar
litlu laufi. Það er engin ástæða til að
dúkka, svo þú drepur á kónginn og
spilar spaðagosa. Sagnhafi á þann
slag á ásinn og spilar lauftíu.
Taktu við.
(3) Suður gefur; AV á hættu.
Suður
♦ KG4
V 72
n ♦ ÁK962
♦ Á83
><?
0
Gildir tii 15. janúar 1994
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 tígull
1 spaði Pass 1 grand Pass
2 grönd Pass 3 grönd Pass
Pass Pass
Hvert er útspilið?
(4) Vestur gefur, allir á hættu.
Norður
♦ K642
VÁD62
♦ KD7
♦ Á8
Suður
♦ ÁD5
VK93
♦ G98
♦ KD54
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 tígull Pass 3 grönd *
Pass 6 grönd Pass Pass
Pass
* 13-15 punktar.
Vestur spilar út spaðagosa, sem þú
tekur heima á ás og spilar tígli á kóng-
inn, sem heldur.
Hvemig viltu halda áfram?
(5) Norður gefur; NS á hættu..
Suður
♦ ÁD653
VK92
♦ 74
♦ G62
Vcstur Norður Austur Suður
— 1 hj^rta t'ass 1 spaði
Pass 2 þjörtu Pass ?
Hver er sögnin?
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sfmi 67 48 44