Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 eftir Þórhall Hjartarson Barátta íslensks launafólks fyrir kjörum sínum hefur löngum verið í hávegum höfð. Barist var fyrir launahækkunum og öðrum réttind- um með kjafti og klóm og þegar litið er til baka var árangurinn oft ótrúlega góður. Að vísu hurfu margar þessar kjarabætur í miklu verðbólgubáli er þá ríkti en þrátt fyrir það var aukning kaupmáttar slík að annað eins þekktist varla. Þetta var sá tími þegar hvert stétt- arfélag fyrir sig barðist eins og það best gat fyrir sína félaga að miklu leyti óháð því hvernig öðrum stéttarfélögum gekk til. Nú síðustu ár hafa stéttarfélög- in hins vegar gefist upp á hefð- bundnum baráttuaðferðum sem þó þegar á heildina er litið skiluðu góðum árangri til launþeganna. Nú eru aðferðirnar aðrar. Hluti af stéttar- og verkalýðsfélögum hefur í gegnum heildarsamtök sín nýtt sér það að vera stærstu samtök launþega í landinu og knúið fram kjarasamninga sem gilda ekki ein- ungis fyrir þeirra umbjóðendur heldur alla aðra launþega í landinu líka. Þetta er náttúrlega algjör misnotkun á sterkri aðstöðu og er andstætt öllum þeim hugsjónum sem gilda í lýðræðisríkjum hins vestræna heims. í gegnum styrk sinn sem er óumdeilanlegur og með samkrulli við samtök vinnu- veitendur, sem taka svona samn- ingum fegins hendi, hefur tekist að mynda slíkan gífurþrýsting á stjórnvold að þau geta varla annað en látið undan nokkurn veginn öilu sem að þeim er beitt. Þá er ekki fitubrennslu ÁTTA VIKNA NÁMSKEIÐ Elísabet: Það er ekki langt síðan ég byrjaði í Hress en ég er strax búin að missa nokkur kíló. Sjálfstraustið hefur aukist og ég veit að ég á eftir að missa fleiri kíló. Það gladdi mig mest að geta aftur notað fótin sem ég hafði ekki passað í lengi. einungis verið að tala um þau at- riði er snúa að kjaramálum, heldur jafnvel efnahagsmálum og skatta- málum. Knúnar eru fram fáránlegar breytingar á skattkerfinu með miklu offorsi eins og virðisauka- skattslækkunin á matvælum ber vott um en á sama tíma er látið í léttu rúmi liggja þótt frestað sé framkvæmd tekjuskatts á fjár- magnstekjur. Þrýst er á bætt lífs- skilyrði og bætta afkomu heimila í landinu en þrátt fyrir að það eru þau sem skulda mest í þjóðfélaginu í dag, er unnið leynt og ljóst gegn vaxtalækkunum sem þó myndu skila sér fyrst og fremst til þeirra og þar af leiðandi til launþeganna. Er þetta ekki þvert á markmið og tilgang stéttarfélaganna? Jú, en nú skal athuga að styrkur stéttar- félaganna í 'dag liggur í lífeyris- sjóðum, sjúkrasjóðum, orlofssjóð- um og fleiri sjóðum sem eru stærstu fjármagnseigendur í þjóð- félaginu og það eru hagsmunir þessara sjóða að vextir séu -sem hæstir og tekjuskattur af Ijár- magnstekjum sé enginn. Að vísu eru þetta mikil skammtímasjónar- mið þvi með þessu er verið að veikja stöðu þeirra sem byggja upp þessa sjóði, nefnilega launþeg- anna. Háir vextir þýða versnandi afkomu launþega, slæma afkomu fyrirtækja, sem þýðir minni ný- sköpun og færri ný atvinnutæki- færi, sem aftur þýðir aukið at- vinnuleysi launþega. Enginn tekju- skattur af fjármagnsskatti þýðir hins vegar aukna skatta á aðra, þar á meðal launþega. Kaupmáttur almennings hefur minnkað síðustu árin, þessi sömu ár og svokallaðar þjóðarsáttir hafa ríkt, eða uppgjafasáttir eins og frekar mætti kalla þær. Samtök aunþega létu heildarsamtök sín •áða ferðinni í kjarabaráttu í stað )ess að beijast sjálf eins og áður. ?etta voru í raun alröng viðbrögð dð fyrirsjáanlegum þrengingum )g í raun uppgjöf í kjarabaráttunni )ar sem fyrirséð voru verkföll og iðrar aðgerðir sem litlu eða engu lefðu skilað. En það var og það )r önnur leið sem í raun gengur í pveröfuga átt, aðferð sem stuðlar að nýsköpun og virkni launþega í myndun eigin kjara. Þetta er svo- kölluð vinnustaðaleið eða svokall- aðir vinnustaðasamningar. Þá eru gerðir sérsamningar á hvetjum vinnustað sem launþegar taka þátt í sjálfir með aðstoð stéttarfélags. Þá gildir að launakjör ráðast af stöðu fyrirtækisins og engu öðru. Hagur launþegans er bætt staða fyrirtækisins og hann gerir sitt Þórhallur Hjartarson „Knúnar eru fram fár- ánlegar breytingar á skattkerfinu með miklu offorsi eins og virðis- aukaskattslækkunin á matvælum ber vott um en á sama tíma er látið í léttu rúmi liggja þótt frestað sé framkvæmd tekjuskatts á fjár- magnstekjur.“ besta til að slíkt náist og er þá umbunað fyrir. í dag eru launakjör ákveðin út frá fiskverði hér og þar, hjá öllum launþegum í land- inu, sem er í raun alveg fáránlegt og kemur í veg fyrir nánast alla nýsköpun í þjóðfélaginu. Stéttarfélag verkfræðinga hefur haft vinnustaðasamninga efst á stefnuskrá sinni síðustu ár og reynt að koma slíku kerfi á hjá sínum launþegum. En hér er rekist á vegg sem og í öðru sem hefur ekki komið frá ASÍ og VSÍ og svörin eru: „Nei, þetta má ekki, þjóðarsáttin leyfir ekki neitt svona, en mikið er þetta annars sniðugt.“ M.ö.o. þjóðarsáttin leyfir ekki ný- sköpun og þar af leiðandi leyfir hún ekki bætt kjör launþega. Þetta er því engin þjóðarsátt, þetta er uppgjöf andspænis erfiðleikatím- um. Höfundur er formaður Stéttíirfchigs verkfræðinga. Við bjóðum einnig upp á k | LOKAÁTAK | m Fitubrennsla ,11 Síðustu 5 kílóin t'U Styrkjandi og megrandi 8 vikna námskeið undir árangursríkri leiðsögn Æ Sigríðar Guðmundsdóttur LÍKAMSRÆKT OG LJÓS BÆJARHRAUNI 4/VIÐ KEFLAVlKURVEGINN/SlMI 65 22 12 Klassíski listdansskólinn hefur starfsemi sína mánudaginn 17. janúar. Kennsla verður bæði fyrir byrjendur (8 ára og eldri ) og þá sem lengra eru komnir. Kennari er Quðbjörg Skúladóttir, sem hefur að bakí langan feril erlendis sem klassískur listdansarí. Innritun hefst þriðjudaginn 4. janúar í síma 879030 og 879040 UPPGJÖF í FORMI ÞJÓÐARSÁTTAR KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN Álfabakka 14a - Slmar: 879030 -879040 NÝR VALKOSTUR í BALLETTNÁMI! Verð aðeins 8.900 kr. tveggja mánaða námskeið Morguntímar, dagtímar eða kvöldtímar 3-5 sinnum í viku. Barna- gæsla innifalin í verði Skráning í síma 65 2212. Rósa Björg Karlsdóttir (Didda) fþróttakennari HRESS GRIPTU TÆKIFÆRIÐ ■Lokaðurhópur Fitumæling i byrjun og lok námskeiðs Vigtun og mæling Matarlisti 2 STRAX % Persónuleg framfarabók Stuðningsviðtöl Grindabotnsæfingar Fræðsla og fyrirlestrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.