Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Níræður
Valdimar Kristinsson
bóndi, Núpi, Dýrafírði
Valdimar Kristinsson bóndi með
meiru á Núpi í Dýrafirði gerir það
ekki endasleppt. Hann verður ní-
ræður í dag, 4. janúar, og hefur
oft verið skrifað í blöð af minna
tilefni. Virðulegur öldungur, víst er
um það, en í hina röndina bráðung-
ur enn. Fullhugi, kempa, höfðingi,
allt þetta og miklu meira til.
Það vill svo til að undirritaður
er íjarri góðu gamni á þessum há-
tíðisdegi, á flugi einhvers staðar
yfir Atlantsálum, en honum verður
þó vonandi forlátin sú dirfska að
hylla höfðingjann á Núpi úr háloft-
unum.
Núpur er fornt höfuðból, staður
sem hæfir stórmennum. Og víst er
um það að þeir hafa setið staðinn
með reisn og rausn í hartnær heila
öld, Valdimar, Haukur bóðir hans
og faðir þeirra, Kristinn Guðlaugs-
son.
Það er ekki auðvelt fyrir Bónus-
og Hagkaupskynslóðir samtímans
að gera sér í hugarlund allt það
botnlausa erfiði og harðræði sem
það eitt að vaxa úr grasi og verða
að manni kostaði æsku íslands á
síðari hluta 19. aldar. En það var
von í lofti og merki frelsis og fram-
fara risu við sjónhring. Vonina átti
æska þessara óblíðu aldar svo sann-
arlega.
Kristinn Guðlaugsson fæddist á
Þröm (Þremi) í Garðsárdal í Eyja-
firði árið 1868, sonur hjónanna
þar, Guðnýjar Jónsdóttur frá Vet-
urliðastöðum í Fnjóskadal og Guð-
laugs Jóhannessonar frá Þröm.
Móður sína missti Kristinn fimmtán
vetra og föður sinn ljórum árum
síðar. En þessum unga pilti var sig-
urinn ætlaður. Árið 1892 útskrifað-
ist hann sem búfræðingur frá Hóla-
skóla og réðst síðan til kennslu og
búnaðarstarfa vestur í Dýrafjörð.
Og nú dró brátt til meiri tíðinda.
Árið 1894 kvæntist Kristinn unn-
ustu sinni, Rakel Jónasdóttur, og
tveim árum síðar festi hann kaup
á sjálfu höfuðbólinu Núpi af sáralitl-
um efnum, og þótti fullkomin fífl-
dirfska. En flest lánast þeim sem
hafa gæfuna að gistivini og það liðu
ekki ýkja mörg ár þar til Kristinn
hafði komið upp góðu búi á Núpi,
unnið allt traust sinna nýju sveit-
unga og þóttist því geta lagt að
séra Sigtryggi bróður sínum að
sækja um Dýrafjarðarþing. Saman
réðust þeir síðan í að stofna ung-
lingaskólann á Núpi árið 1906, Sig-
tryggur var skólastjórinn en Krist-
inn gaf land undir skólann og
ómælt liðsinni við hvaðeina. Og
brátt stafaði aftur ljóma af nafn-
inu „Núpur í Dýrafirði".
Þessi saga og önnur stórvirki
þeirra bræðra frá Þröm eru löngu
þjóðkunn og verða ekki tíunduð
frekar hér. Það kom síðar í hlut
Valdimars og Hauks bróður hans
að taka við búinu á Núpi og merki
föður síns sem vinir og velunnarar
skólastarfs í héraðinu. Nýir skóla-
stjórar komu og fóru en þeir Núps-
bændur voru á sínum stað að lið-
sinna öðrum, lána og gefa. En áður
gerðist mikil saga.
Rakel Jónasdóttir var Skagfirð-
ingur að uppruna, sonardóttir
Hólmfríðar stórráðu á Ásgeirs-
brekku og komih í móðurætt af
Jóni Péturssyni lækni í Viðvík og
Djákna-Gunnu. 0g það átti eftir
að koma á daginn að hin norð-
lenska blanda þeirra Rakelar og
Kristins þar vestra varð harla
kröftug.
Kristinn lét sér fæst fyrir bijósti
brenna en hann var þó fýrst og
fremst hugsjónamaður, mælskur
og átti hægt með að sannfæra
aðra með orðunum einum. Það á
hins vegar best við Valdimar að
láta verkin tala. Hann var víst
heldur óstýrilátur í æsku og jafn-
vel ófyrirleitinn á stundum, at-
hafnaþráin svo ólgandi að honum
héldu engin bönd, fór ungur að
fara með byssu að draga björg í
bú og varð síðar afbragðsgóð
grenjaskytta um áratuga skeið.
Nuddaði og nauðaði þangað til
foreldrarnir gáfust upp og
hleyptu honum til sjós níu ára
gömlum, að róa á opnum árabáti
frá Fjallaskaga. Eftir það varð
ekki aftur snúið um langt skeið.
Fjórtán vetra var pilturinn orðinn
háseti á seglskipi og vildi helst
hvergi vera nema á sjó. Þar voru
tækifærin fyrir dugandi menn og
þar gat öll þessi óskapa orka feng-
ið útrás. Og á sjónum var Valdi-
mar síðan meira og minna allar
götur til 1947, fór að róa á eigin
báti 1927, lauk síðan námi frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
1933, var eftir það skipstjóri á
vélskipum, farsæll og fiskinn svo
að af bar, stofnaði auk þess út-
gerðarfélagið Sæhrímni hf. á Þing-
eyri ásamt Eiríki Þorsteinssyni og
fleirum árið 1939 og var formaður
þess á meðan það starfaði, í rúman
áratug. Síðustu þrjú sumrin sem
Valdimar var til sjós var hann með
síldarbát frá Vestmannaeyjum og
þykist ég vita að hann hafi metið
mikils það óskoraða traust sem
skipsfélagar hans úr eyjunum báru
til hans, þrautreyndir sjómenn sem
áttu aðeins úrvalsskipstjórum að
venjast.
Eftir að Valdimar fór í land og
sneri sér alfarið að búskap á Núpi
tóku brátt að hlaðast á hann ótelj-
andi trúnaðarstörf í héraði, eins
og verið hafði um föður hans.
Hann gekkst fyrir og sá um ýms-
ar framkvæmdir í Mýrahreppi,
hann var í stjórn búnaðarfélags-
ins, formaður slysavarnafélagsins
og varaformaður sparisjóðsins,
hann var líka safnaðarfulltrúi og
formaður skólanefndar, hann sat
í sáttanefndinni og kjörstjórninni,
hann var formaður útgerðarfé-
lagsins Fáfnis á Þingeyri, sat í
kaupfélagsstjórninni í sextán ár
og var formaður hennar í rúman
áratug, og hann var óralengi í
hreppsnefnd og oddviti í tólf ár.
Og sitthvað fleira hafði Valdimar
tíma til að gera í annarra þágu sem
hér yrði of langt mál að rekja og
enda óþarfi, því að eins og vera ber
má fræðast frekar um þetta allt í
þar til gerðum uppsláttarritum. Öll-
um þessum störfum gegndi Valdi-
mar af röggsemi og trúmennsku
en þó hygg ég að honum hafi sjálf-
um þótt mest um það vert að fá
tækifæri til að stjórna uppbyggingu
stórútgerðar á vegum Fáfnis og
Kaupfélags Dýrfirðinga. Þar var
hann í essinu sínu, réttur kall í réttri
brú, og heiðraður í tvígang fýrir.
En hér verður að gera stans og
snúa við og það af ærnu tilefni.
Valdimar kvæntist ekki fyrr en árið
1941 en hann kvæntist líka af-
spyrnu vel,_heimasætu af nærliggj-
andi bæ, Áslaugu Sólbjörtu Jens-
dóttur frá Minna-Garði, dóttur Jens
Jónssonar bónda og kennara frá
Fjallaskaga í Dýrafirði og konu
hans Ástu Sóllilju Kristjánsdóttur
frá Neðri-Briðadal í Önundarfirði.
Margan happafenginn hefur Valdi-
mar hreppt um dagana en engan
sem kemst í hálfkvisti við Áslaugu.
Hún var ekki aðeins ung og bráðfal-
leg heldur líka harðdugleg, stórgáf-
uð og svo orðhög að það væri móðg-
un að kalla hana hagyrðing. Þótt
ég viti að Áslaugu muni mislíka það
stórlega ætla ég ekki að hlífast við
að kalla hlutina réttum nöfnum,
enda nýt ég þess að hún nær ekki
til mín í bili. Skáld er hún og það
meira að segja harla gott skáld.
Auk þess er hún flugmælsk og/
ræðusnillingur og þar á ofan ein-
hver mesti lestrarhestur sem ég hef
á ævi minni kynnst. Og hananú.
Þetta gat ekki farið öðruvísi en
vel. Börnin urðu níu og hvert öðru
mannvænlegra; Ásta kennari með
meiru, Gunnhildur hjúkrunarfor-
stjóri, Rakel hjúkrunarforstjóri,
Kristinn framkvæmdastjóri og fyrr-
verandi skólastjóri, Hólmfríður aug-
lýsingateiknari og myndlistarmað-
ur, Jensína íþróttakennari, Ólöf
Guðný arkitekt, Sigríður Jónína
húsmóðir og Viktoría viðskipta-
fræðingur og markaðsstjóri. Öll eru
þau systkini vörpuleg, listahög til
munns og handa og lífskúnstnerar.
Barnabörnin eru víst 24 um þessar
mundir og fyrstu barnabarnabörnin
farin að líta dagsins ljós. Já, hún
er frækinn flokkur og tápmikil þessi
Núpsfjölskylda og ævistarf þeirra
Núpshjóna ólítið og giftudijúgt.
Nú mætti þykja fullmælt en þó
er sagan ekki öll. Ef ég ætti að
velja eitthvert eitt orð um Valdimar
á Núpi veldi ég orðið karlmenni,
og ef orðin mættu vera örlítið fleiri
segði ég ímynd hinnar sönnu karl-
mennsku. Ekki hávaxinn en vörpu-
legur og hnarreistur, samsvarar sér
vel, glímukappi á yngri árum og
eitt sinn valinn í sérstakan flokk
til að sýna glímu í Þýskalandi, afla-
skipstjóri og snjöll skytta, eins og
áður er nefnt, einarður framfara-
og framkvæmdamaður, smiður á
járn og tré, söngmaður góður eins
og frændur hans margir. Áttræður
hljóp hann á eftir kindum eins og
unglingur, fór galvaskur á ijúpna-
skytterí, skellti sér á skak á Fjalari
og dró grimmt með mig dauðsjó-
veikan og liðónýtan í lúkarnum,
meira en helmingi yngri manninn.
Og þótt þau Áslaug hafi nú orðið
vetursetur í Reykjavík og hægar
um sig en áður er Valdimar enn
íjallbrattur, keyrir jeppa um allar
trissur, fer í æðarvarp á vorin og
fæst ekki til að hætta að heyja ofan
í rolluskjátur. En fyrst og fremst
er Valdimar þó karlmenni í lund
em fer ævinlega sínar eigin leiðir
og lætur engan segja sér fyrir verk-
um. Og svo merkilegt sem það má
virðast er þetta þó hvorki þijóska
né frekja, heldur hitt að Valdimar
er sjálfkjörinn foringi í hveiju verki,
maður sem aðrir fylgja átakalaust,
eins og af sjálfu sér. Engum manni
hef ég kynnst sem á jafngott með
að stjórna verki án þess þó að eftir
því sé tekið. Þegar ég var að baksa
við að hjálpa honum við smíðar niðri
í vélarhúsi á Núpi hér á árum áður
og gerði eitthvert béfað axarskaftið
kom aldrei fyrir að Valdi segði,
„nei, svona á ekki að gera þetta“.
En hann gat átt það til að segja:
„Við ættum kannski að reyna að
gerá þetta sisvona." Og maður sá
undireins að það var auðvitað
langbest.
Þessi áreynslulausa og ósjálfráða
stjórnkænska er áreiðanlega eitt
af því sem helst prýðir snjalla hers-
höfðingja með stórþjóðum. Það er
því að vonum að Valdimar hefur
aflað betur en flestir aðrir og ég
er sannfærður um að hefði hann
kært sig um það hefði hann getað
orðið stórauðugur maður, til þess
hefur hann allt að bera utan eitt,
gróðahyggjuna. En hana skortir
Valdimar með öllu og hefur því
kosið að vinna öðrum meira en sjálf-
um sér, sveitungum sínum og þar
með þjóðinni til happs. Ósínkara
fólk en þau Áslaugu hef ég ekki
enn fyrirhitt.
Nú og fyrr ekki er nógu mælt.
Héraðshöfðingi og höfuðkempa, til
hamingju með daginn!
Halldór Ármann Sigurðsson.
.
.
Hefst 15. jan.
FRÍSKANDI,
12 vikna námskeið
1x í viku á laugardögum
Frábær leikfimi fyrir börn, mikil
FJORUGT, hreyfing, skemmtilegar æfingar
ÞROSKANDI eróbikk, tröppuþrek, leikir o.fl.
OG SKEMMTILEGT
Engar raðir, engin samkeppni.
skfárang í slmunn:
689868 689842
fUM)
AGUSTU OG HRAFNS
SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 689868
5-7 ára
8-10 ára
Músikleikfimin
hefst fimmtudaginn 13. janúar
Góða alhliða hreyfing fyrir konur á öllum aldri,
sem miðar að bættu þoli, styrk og liðleika.
Byrjenda og framhaldstímar. Kennsla fer fram
í íþróttahúsi Melaskóla.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022 eftir
kl. 16.00 og allan daginn um helgar.