Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 13 * ■; ' ■ ' ■ ■ Morgunblaðið/Kristinn Við afhendingu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Jónas Kristjánsson, stjórnarformaður sjóðsins, og verðlaunahafarnir Ólafur Haukur Símonarson og Guðrún Helgadóttir. Guðrún og Olafur Haukur hlutu útvarpsverðlaunin VINNINGSNÚMER í Jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins ---- Dregið 24. desember 1993. - OPEL ASTRA GL: 108385 og 131154 OPEL CORSA GLS: 32214 og 39333 VINNINGAR Á KR. 100.000: Úttekt hjá BYKO, Heimilistækjum, fataverslun, ferðaskrifstofu eða húsgagnaverslun. 47 16893 .43473 66691 78251 92246 115141 134502 706 21596 44272 67832 80661 93716- 115714 139525 1274 26041 48692 68373 81034 95828 116665 139960 2288 26561 49702 69570 82319 95955 116749 140203 3231 27968 50006 70367 84955 98222 116828 140980 4683 28207 52989 70571 86283 98974 117547 141273 5066 28780 54145 71696 86436 99039 122548 141790 5995 29750 54242 71901 86904 103505 124723 143415 6364 35054 57128 72747 87051 107872 126945 146442 11048 35603 57436 73086 88083 111664 131024 148017 12595 36464 60737 73314 89737 112868 131041 149396 14623 37837 62054 74071 90175 112912 131758 151510 15765 38674 63755 74637 90425 113789 132004 152807 15961 42244 64087 75314 90740 114260 133091 153445 16656 42456 64750 76290 91536 114849 133313 153557 Handhafar vinningsmiða framvisi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhliö 8, sími 621414. Krabbameinsfélagiö þakkar landsmönnum veitlan stuöning. Krabbameinsfélagið Á GAMLÁRSDAG fór að venju fram úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins, að viðstöddum forseta Islands og fleiri gestum. Styrkinn hlutu tveir rithöfundar á þessu ári, Guðrún Helgadóttir og Ólafur Haukur Símonarson, og komu 400 þúsund krónur í hvors hlut. Jónas Kristjánsson, formaður sjóðsstjórnar, gerði grein fyrir úthlutuninni og sjóðnum, en þetta er í 20. sinn sem kemur í hans hlut að afhenda þennan styrk. í ræðu sinni sagði Jónas m.a. að árlega séu lögð til sjóðsins „rit- höfundalaun sem Ríkisútvarpinu ber að greiða höfundum, sam- kvæmt samningi, en höfundar finnast ekki að“, og útvarpið bætir við nokkru framlagi af rekstrarfé sínu. Dagskrá Ríkisútvarpsins hef- ur smám saman verið að aukast og margfaldast síðan þetta ákvæði var sett fyrir nær fjórum áratugum og sagði Jónas að hvað sem segja mætti um sumt af því efni sem nú dynur í eyrum gegnum útvarp- ið, þá hafi þessar löngu og marg- földu dagskrár haft það gott í för með sér að tekjur sjóðsins hafa smám saman verið að aukast, því einlægt fjölgar þeim höfundum sem eigi finnast þegar inna skal af höndum skyldar greiðslur fyrir útvarpsefni. Hin síðari ár hefur sjóðnum fénast svo vel að hægt hefur verið að veita tveimur höf- undum dágóða styrki. í stuttu samtali sagði Ólafur Haukur, sem mikið hefur fengist við leikritaskrif og er nú væntanleg 11. febrúar frumsýning á leikriti hans Gauragangi, að þörfin á leik- ritaskrifum hefði aukist mjög með vaxandi flutningi leiklistar. Til að mæta þörfinni fyrir íslensk leikrit þyrftu að koma fram árlega 12 ný leikrit. Og til þess þyrftu að vera að baki um 30 höfundar að starfi. Sjálfur kvaðst hann um þessar mundir vera önnum kafinn við að fylgjast með og vinna að Gauragangi í æfingu, en það.er leikrit með söngvum um ungt fólk í virku og nánara umhverfi. Næsta verkefni verður væntanlega skáld- saga sem hann hefur þegar lagt drög að. Guðrún Helgadóttir hefur skrif- að 15 sérlega góðar og vinsælar barnabækur, en svo undarlega sem það kann að hljóma þá hefur hún ekki áður hlotið viðurkenningu á íslandi, utan verðlauna Fræðs- luráðs Reykjavíkur á árinu 1974. Kvaðst hún því mjög glöð að hljóta nú þennan styrk úr höfundasjóði Ríkisútvarpsins. Erlendis hafa bækur hennar fallið í frjóan jarð- veg og hlaut hún í fyrra norrænu barnabókaverðlaunin. Hún hefur skrifað eitt leikrit, Óvitana, sem skrifað var eftir pöntun frá Þjóð- leikhúsinu og flutt 1979 og aftur 1988. En nú er ákveðið að Ovitam- Nýjar bækur Islenskar bókmenntir í enskum þýðingum NÝLEGA komu út í Bretlandi fyrstu tvær bækurnar í ritröð Greyhound Press útgáfufyrir- tækisins sem ber nafnið Butlers Wharf Editions og er helguð út- gáfu á íslenskum bókmenntum í enskri þýðingu. Hér er um að ræða bækur ljóð- skáldanna Lindu Vilhjálmsdóttur og Siguijóns B. Sigurðssonar, Sjón. Bókin með ljóðum Lindu er þýdd af Sigurði A. Magnússyni, en bók Sjón er þýdd af breska þýðandanum David McDuff, skáldinu sjálfu og Hilmari Erni Hilmarssyni. Á næstunni er væntanleg bók með ljóðum átta ljóðskálda og hefur Páll Valsson lektor í Svíþjóð valið Ijóðin og búið til prentunar, en þýð- endur eru ýmsir. Skáldin sem hér um ræðir eru Gyrðir Elíasson, Sig- fús Bjartmarsson, Kristín Ómars- dóttir, Einar Már Guðmundsson, Bragi Ólafsson, Elísabet Jökuls- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir og Sjón. Þá ráðgerir Greyhound Press útgáfu á íslenskum skáldsögum á næstu misserum, en það er fyrir- tæki Password Distribution sem sér um dreifingu í Evrópu. ir verði settir upp í Noregi og flutt- ir um næstu jól í Þrándheimi. ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR Til móts við framtíðina Opinn frœðslufundur um möguleika íslenskra matvœla á vistvœnum og lífrœnum mörkuðum Laugardaginn 8. janúar nk. gengst sérstakur starfshópur Bændasamtakanna, sem kannar markaðsmögu- leika íslenskra matvæla á forsendum hollustu, hreinleika og gæða, fyrir opnum fræðslufundi á Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Carl Haest, sérfræðingur í markaðssetningu lífrænna og vistvænna afurða í Evrópu, Ameríku og Asíu. Á fúndinum mun Carl Haest flytja fjögur stutt erindi og svara fyrirspumum á milh erinda. Dagskrá 08.45 Innritun. 09-15 Setning: Jón Helgason, formaður Búnaðarfélags íslands. Ávarp: Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra. 09.30 Vistvænn landbúnaður, krafa heilbrigðrar skynsemi - lífrænn landbúnaður frá félagslegu, menningarlegu, vistfræðilegu og efnahagslegu sjónarhomi. 10.30 Kaffihlé. 10.45 Þróun vistvæna og lífræna markaðarins úr sérhæfðum í almennan rnarkað - hvað er rétt og rangt um þennan hraðvaxandi markað. 12.15 Hádegisverður. 13.15 Skipulagning eftirlits og vottunar - uppbygging eftirlitskerfa, lagaleg atriði. 14.30 Kaffihlé. 15.00 Einstæðir möguleikar íslands - að skipuleggja vistvænan markað heima og heiman. 16.15 Lokaorð: Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda. Fundarstjórar: Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra og Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA. Carl Haest flytur erindin á ensku og verða þau þýdd jafhóðum fyrir þá sem vilja. Þátttökugjald er kr. 1.900, innifalið kaffi og hádegisverður. Skráning þátttöku er í síma 630300 til 7. janúar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.