Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 Þorsteinn Júlíusson, fv. skipsijóri, Nes- kaupstað - Minning Fæddur 22. júní 1905 Dáinn 25. desember 1993 Loks ert þú liðinn, land er nú tekið, höfninni náð bak við helsins flóð. - Höggvið er ijóður, hnigin er til jarðar sú eik, sem iengst og styrkast stóð. Táp var þitt eðli, trúr til góðs þinn vilji, stofnsettur varst þú á sterkri rót. Um þig og að þér öfl og straumar sóttu, sem brotsjór félli bjargs við fót. Orka þá entist aldur tveggja manna að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu til heiðurs í þinni byggð og þinni stétt. Höfðingi héraðs, hátt þín minning standi, ávaxtist hjá oss þitt ævistarf. Þjóðrækni, manndáð, þol og tryggð í raunum þitt dæmi gefi oss í arf. (Einar Ben.) Það var á jólanótt sem afí okkar lagðist til hinstu hvílu. Það er góð nótt til, að skilja við. Afí átti langa og farsæia jarðvist en hann varð 88 ára síðastliðið sum- ar. Hann var ákaflega ern, líkaminn var orðinn nokkuð þreyttur en hug- urinn var ávallt sá sami. Afí veiktist alvarlega í október er hann fékk blóðtappa í höfuðið og lamaðist vinstra megin. Hann fékk brátt mátt aftur og gat tjáð sig, með nokkrum erfíðleikum þó. Hann þekkti okkur öll og spurði um þá sem ekki voru staddir hjá honum hveiju sinni. Hann gaukaði meira að segja vísum að hjúkkunum þótt hann ætti erfítt með tal og skildist illa. Húmor- inn missti hann ekki og ekki heldur baráttuþrekið. Hann vildi gera meira en hann var fær um, hefja þjálfun líkamans strax og losa sig við hjóla- stólinn, að lifa svona væri ekkert líf og hann skiidi ekki hvernig fólk gæti lifað svona árum saman. Þetta lýsir honum afa vel, hann var maður athafna og þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur vann hann eins vel og honum var kostur. Á spítalanum dvaidist hann í mánuð en var síðan fluttur á hjúkrunardeild á Hrafnistu. Hann varð sífellt þrek- minni og missti áhuga á umhverfínu, þreyttur og búinn að ljúka sínu lífs- hlaupi. Kominn tími til að kveðja. Við fengum að hafa hann afa svo lengi og erum þakklátar fyrir það. Hlutur hans var að fá að ráða sér sjálfur og gera það sem hann lang- aði til á meðan honum entist kraftur og það var bara ansi lengi. Undir það síðasta fór afi minn út á meðal fólks eða hann ákvað það bara þegar að því kom. Á sjávarút- Vegssýninguna fór hann í haust, skoðaði mikið og sat lengi að spjalli við gamlan vin og útgerðarmann frá Neskaupstað. Hann var fyrst og fremst sjómaður og útgerðarmaður, það fundum við svo vel nú hin seinni ár. Hlutirnir sem hann hafði með sér á Hrafnistu voru, auk nauðsynlegra nútímaþæginda og Ijósmynda af fjöl- skyldunni, stórar innrammaðar myndir af bátunum hans og sjó- ferðabækumar. Öllu var haldið til haga og hrein unun að sjá hversu vel og vandlega hann gekk frá. Hlut- ir, bréf og gögn sem heyrðu saman, það var hægt að ganga að öllu í röð og regiu. Þorsteinn afi var fæddur á Sléttu í Mjóafírði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Júlíus Ásmundsson sjó- maður og Sigrún Pálsdóttir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, en auk afa voru það Arsæll, sem er elst- ur og lifír bróður sinn, nú á nítug- asta óg fyrsta aldursári, og Pálína Sigríður, en hún lést sex ára að aldri. Fjölskyldan bjó í Mjóafírði þar til hún fluttist til Norðfjarðar um 1920. Afi lauk barnaprófí í Mjóafirði. Hann hlaut formannsréttindi 1926, lauk prófum í mótorvélfræði 1929, siglingafræði 1933 og hlaut skip- stjóraréttindi á fískiskip 1937. Sum- arið 1923 tók afí við formennsku á vélbátnum Gauta sem var í eigu Gísla Kristjánsonar á Bjargi. Þeir stund- uðu sumar- og haustvertíð frá Norð- fírði en vetrarvertíð frá Homafirði. Árið 1926 hóf afí útgerð ásamt Ársæli bróður sínum og gerðu þeir út í félagi um 35 ára skeið. Fyrsti báturinn var trillubáturinn Björgvin sem þeir reru á á sumrin en hófu jafnframt að taka stærri báta á leigu og gera út á vetrarvertíðum frá Hornafírði. Árið 1932 keyptu bræð- urnir vélbátinn Hrólf Gautreksson, oftast nefndur Gauti. Gerðu þeir hann ’að mestu út á dragnótaveiðar og vom frumkvöðlar á Austfjörðum á því sviði. Enn stækkuðu þeir við sig árið 1937 með kaupum á vélbátn- um Biminum sem þeir áttu til ársins 1944 en þá var gert stutt hlé á út- gerðarsamstarfinu. Nýsköpunartog- arinn Goðanes var næsta skip bræðr- anna, en það keyptu þeir í félagi við fímm aðra árið 1947. Útgerðarfélag- ið Goðanes hf. var starfrækt til árs- ins 1952, en þá var skipið selt til Bæjarútgerðar Neskaupstaðar. Smíði Langanessins hófst í Drátt- arbrautinni hf. í Neskaupstað árið 1954 og lauk snemma árs 1956, afí átti stóran þátt í smíðinni. Báturinn var hinn fallegasti og gerðu bræð- umir út þennan bát til ársins 1959 eða þar til hann fórst í vertíðarróðri frá Vestmannaeyjum. Afi og Ársæll vom báðir afar hrifnir af Langanes- inu og var missir þess þeim þungt áfall. í Noregi sömdu þeir um smíði á 150 lesta stálbáti er lauk vorið 1960. Báturinn hlaut nafnið Stefán Ben. Útgerð bátsins gekk heldur erfiðlega og árið 1961 ákváðu þeir bræður að selja hann og setja endapunkt við langa og farsæla útgerðarsögu. Utgerðarferill þeirra bræðra end- urspeglar þær gífurlegu breytingar sem áttu sér stað í íslenskum sjáv- arútvegi. Sjómannsferill þeirra hófs á árabátum, útgerðarsamvinnan með trillukaupum, en síðan urðu bátamir f eigu þeirra sífellt stærri og hluti áttu þeir í togara um tíma. Þeir voru samhentir bræðurnir og ekki hægt að nefna annan án þess að minnast á hinn. Þeir kvæntust systmm, Ársæll Bjarneyju Stefáns- dóttur og afi Þórunni Elísabetu Stef- ánsdóttur. Þóra amma var frá Nes- kaupstað, dóttir hjónanna Vilhelmínu Ásmundardóttur og Stefáns Benjam- ínssonar sjómanns. Afi var seinni maður ömmu en hún giftist ung Haraldi Ólafssyni sem lést af slysför- um. Þeirra sonur er Halldór Haralds- son. Afí gekk honum í föðurstað, saman eignuðust þau tvö böm, Ársæl og Guðnýju. Halldór er kvæntur Helgu Björgúlfsdóttur, þau eiga þijú börn. Næstur er Ársæll, kvæntur Rögnu Ágústsdóttur, þau eiga fjórar dætur. Guðný er yngst, áður gift Ásgeiri Valdimarssyni og eiga þau þijár dætur. Núverandi sambýlis- maður hennar er Þorleifur Hávarðar- son. Bamabörnin em tíu og bama- barnabörnin em orðin fimmtán. Þorsteinn afi og Þóra amma hófu búskap á Brekku í Norðfirði, en síð- an byggði afí fallegt hús í Miðstræti sem stendur á móts við sundlaugina. Til Reykjavíkur fluttust þau eftir að útgerðarsamvinnunni lauk og áttu heimili í Stóragerði 20. Við eldri systurnar munum eftir áranum með ömmu og afa fyrir aust- an og sérstaklega eftir sundlauginni. Við munum eftir matarboðunum í Stóragerði þar sem amma lagaði matinn og bar fram, súpu, sykur- brúnaðar kartöflur og steik, afi sá um gosið, malt, appelsín og kók. Hann settist svo sjálfur við endann og hellti kóki í glasið sitt og bland- aði með vatni. Það eru þessar hversdagslegu minningar sem sitja eftir og ylja manni um hjartaræturnar. Margs er að minnast en erfítt að velja. Við munum ferðalögin með ömmu og afa á Moskovitz og Opel. Samveran í Hallormsstaðaskógi með Halldóri, Helgu og krökkunum, steikjandi sól og hiti og við illa sólbrenndar á eft- ir. Afi á bláu stuttbuxunum og kunni ekki of vel við þessa veðurblíðu. Missir afa var mikill þegar amma féll frá árið 1967. Hjónabandið var farsælt og þau hjónin samhent þótt verkaskipting á heimilinu væri skýr. Þau áttu faliegt heimili. Þegar þau fluttust suður hóf afí innheimtustörf hjá Skeljungi sem hann stundaði þar til hann hóf störf hjá foreldrum okk- ar í verslun þeirra í Árbæjarhverfi. Minningar frá þessum árum eigum við allar. Afi bjó áfram í Stóragerði, en var mikið heima í Hábæ. Hann fluttist á Hrafnistu árið 1989 og dvaldist svo aðra hveija helgi hjá hvoru barna sinna. Hann var sjaldn- ast aðgerðalaus, vildi sífellt vera að laga, bæta og dytta að hlutunum, enda mjög laghentur og vandvirkur. Allt sem afí tók sér fyrir hendur gerði hann eins vel og honum var kostur. Afi var mikill áhugamaður um íþróttir og hann fylgdist vel með bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hann fylgdist með Halla og Bubba og hin- um Þrótturanum í Neskaupstað. Hann hafði mikla ánægju af sjón- varpinu og mátti helst ekki missa af neinu. Hann var ákaflega bam- góður og líkaði illa barnagrátur. Hann gerði sér far um að ná sam- bandi við hvert einstakt barn. Hann var ákaflega ánægður með að fá barnabarn í afmælisgjöf á 85 ára afmælinu og hann varð mjög hrærð- ur og ánægður þegar sveinninn hlaut Þorsteinsnafnið. Afi var sannur jafnaðarmaður. Hann gekk ungur til liðs við Alþýðu- flokkinn og jafnaðarhugsjónina yf- irgaf hann aldrei. Það voru þó farnar að renna á hann tvær grímur nú síð- ast, með stofnun núverandi ríkis- stjórnar og vegna ýmissa mála sem hún afgreiddi, sem honum þótti and- stætt jafnaðarstefnunni. En afí var baráttumaður, fastur fyrir og fylginn sér. Sumir myndu kalla það þijósku en hann ætlaðist ekki-tii þess af öðrum sem hann krafðist af sjálfum sér. Hann afi lifði vel og lengi og við erum þakklátar fyrir samfylgdina og teljum okkur ríkar að hafa fengið að hafa afa svona lengi hjá okkur. Margs er að minnast og margs er að sakna. Við söknum þess einna 4. janúar byrjum við að smyrja handan við hæðina. Starfsfólk Gúmmívinnustofunnar Réttarhálsi 2 mun sjá um að gæla við vélar Árbæinga með smurolíum frá Shell. Gúmmívinnustofan er eitt stærsta og fullkomnasta dekkjaverkstæði landsins með mikla endurvinnslu á dekkjum. Hún kappkostar að veita víðtæka þjónustu fyrir bíleigendur. \ 200/0 afe/átturá ""fe6rurm",9u V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.