Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994 37 Aldamótabíllinn ólík- ur nútímabifreiðinni London. Daily Telegraph. KOMIN er út í Bretlandi 340 síðna skýrsla um niðurstöður rann- sóknarstofu bresku bifreiðaverksmiðjanna á því hvaða kröfur neytendur geri til aldamótabílsins og hvernig bifreiðaframleiðend- ur muni hugsanlega bregðast við. Líklegt þykir að þrennt ráði ferð- inni við hönnun og smíði aldamóta- bílsins: Hörð samkeppni framleið- enda og þrýstingur á að lækka fram- leiðslukostnað; væntingar neytenda um öryggi bifreiðar og farþega og umhverfisþættir. Afurðin verður mun háþróaðri, flóknari og líklega dýrari bifreið en áður hefur þekkst. Bifreiðin verður að lögun mun rennilegri til að draga úr loftmót- stöðu. Auk meðalvagns verða fram- leiðendur að mæta eftirspurn í þeim flokki ökuskírteinishafa sem fjölgar mest, þ.e. konum og fullorðnum og bjóða upp á minni bíla til aksturs í stórborgum svo og bíla fyrir lágvax- ið fólk. Krafturinn höfðar lítið til kvenna Konur vilja fremur þægindi og fínleika og góða aksturseiginieika en mikinn kraft og hraða. Einnig að auðveldara verði að setja barna- stóla í bíla en nú er. Fullorðnir þurfa betri lýsingu og greinilegri mæla og tæki í mælaborði, aukna rafstýringu og greiðari leið inn og út úr bílnum. Byggingarefni aldamótabifreið- arinnar verða án efa léttari til þess að auka nýtingu eldsneytis. Á1 kem- ur þar helst til greina þar sem það vegur minna en stál og ryðgar ekki en er dýrara. Plastgluggar og plast- skermar fyrir höfuðljósum í stað glers munu sömuleiðis spara þyngd en hvort tveggja er þegar í notkun í Japan. Stuðarar lækka, verða ávalari og húðaðir með höggdeyfandi kvoðu til þess að draga úr hættu á meiðslum á gangandi vegfarendum. Fjöl- þáttavírar sem unnið geta mörg verk samtímis munu einfalda rafkerfi og ,. lækka framleiðslukostnað. Virk hljóðdeyfing Rannsóknarstofnunin segir að hávaði innan bíls og utan geti haft afgerandi áhrif. En aukin notkun hljóðdeyfandi efna mun auka á þyngd bílsins og gera hann dýrari. Leggur stofnunin til að í staðinn verði notuð „virk hljóðdeyfing", þ. e. Ijölda hátalara verði komið fyrir í bílnum til þess að framleiða hljóð er eyða hljómmögnun vélar, boddís og akbrautar. Mikið hefur verið rætt um að setja í fólksbifreiðar virkan fjöðrunar- og höggdeyfibúnað á borð við það sem er að finna í formúlu-1 kappaksturs- bílum. I honum eru hvorki gormar né höggdeyfar, heldur nema skynj- arar hreyfingar bílsins, s.s. beygjur, halla o.s.frv., og koma skilaboðum til stjórnbúnaðar sem stillir ætíð á þá legu bílsins á fjöðrunargrindinni sem hentar aðstæðum best. Leysi- geislar fremst á bílnum gætu numið holur á veginum svo búnaðurinn gæti brugðist strax við þeim. Fulltrúar BMW-verksmiðjanna segja að virkur fjöðrunarbúnaður af þessu tagi myndi hækka verð bifreið- ar um 3.000 dollara, 210 þúsund krónur, og því litlar líkur á að hann verði settur nema í allra dýrustu bíltegundir. Hálf-virk fjöðrun getur komið svo til að sömu notum en kostar mikið minna. Þá er stuðst við venju- lega höggdeyfa en stífleiki þeirra er stillanlegur á sekúndu- broti með hjálp skynjara sem nema hreyfingu hjóla- og yfir- byggingar. Ókuferð í þannig búnum bíl yrði miklu mýkri og' bíllinn meðfærilegri en venju- lega búnir bílar. Fleiri tvígengisvélar Lengra verður vart komist í að draga úr mengunarútblæstri bifreiða nema þá helst með endurgerðu eldsneyti sem verð- ur dýrara í framleiðslu en fram- leiðir færri aukaefni við bruna. Hreinsuð díselolía er kostur og einn- ig er líklegt að fleiri bifreiðar verði búnar tvígengisvélum því bæði er smíði þeirra ódýrari og þær skila meira afli úr minna eldsneyti. Nýjung sem á eftir að ryðja sér til rúms er greiningarbúnaður sem getur varað við sliti í einstökum hlut- um og gefið bílstjóranum til kynna ef bifreiðin gengur illa eða þarfnast stillingar eða viðgerðar. Ratsjá tengd eldsneytiskerfí bifreiðarinnar mun láta vita hvenær of stutt er á milli bifreiða með tilliti til bremsu- lengdar með því að minnka eldsneyt- isgjöf og þannig hægja á bílnum. Má því segja að of lítið verði fyrir aldamótabílstjórann að gera undir stýri. Af þessum sökum má spyija hvort eitthvað verði til árið 2100 sem líkist nútímabifreið. Framtíðarbílar HUGMYNDASMIÐIR Ford og BMW hafa dregið upp þessar myndir af framtíðar- eða aldamótabílnum en líklega verða þær löngu úreltar þeg- ar þar að kemur. Arinu fagnað í fangaklefa Róm. Tlie Daily Telegraph ^ GAMLÁRSKVÖLD reyndist mafíuforingjanum Edouardo Contini ekki sú gleðistund sem hann hafði vonast til, því ítalska lögreglan lét til skarar skríða gegn honum þegar hann hugðist fagna nýju ári í hópi góðra vina. „Fagnaði" Contini nýju ári í fangaklefa, samkvæmisklædd- Edouardo Contini, sem taiinn er höfuð Camorra-mafíunnar í Napólí, hefur farið huldu höfði í tvö ár. Hann lét þó freistast til að heim- sækja vini sína í vetraraðsetur þeirra í Dolomíta-fjöllum. Á leiðinni þangað urðu honum á þau afdrifaríku mistök að hringja úr bílasíma sínum en það kom lögreglunni á sporið. Er Contini hugðist halda í rándýran kvöldverð á veitingastað í grenndinni, var hann handtekinn ásamt gestgjafa sínum Luigi Cristarelli, sem sakaður er um að hafa hylma yfir með Contini. Julie tngham skólastjóri Linda Polkowski kennari Linda Walker kennari Cheryl Hill barnakennari Marie Cairney kennari Samuel Lafeur kennari Victoria Cribb kennari & ALLIR KENNARAR SKÓLANS Velkominn í Enskuskólann Við metum kunnáttu þína og í framhaldi af því ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar þér og þínum óskum best. Hámark 10 nemendur í bekk. Boðið er upp á ókeypis æfingatíma. Komdu í heimsókn eða hringdu - því fylgja engar skuldbindingar. gj iAR MAL ■■INNRITUN STENDUR YFIR HRINGDUISÍMA 25330 06 FADU FREKARIUPPLÝSINGAR KENNSLA HEFST 12. JANÚAR Almenn enska með áherslu á talmál. 10 kunnáttustig. Kennslutími: Á morgnana, eftir há- degi, á kvöldin og á laugardögum. Önnur námskelð: Viðskiptaenska Rituð enska Umræðuhópar Kráarhópar Einkatímar TOEFL-G MAT-GRE undirbúningsnámskeið íslenska fyrir útlendinga Barnaskóli Leikskóli fyrir 4-5 ára Enskunám fyrir 6-12 ára börn Stuðningskennsla fyrir unglinga 13-15 ára VR og flest önnur stéttarfélög taka þátt í námskostnaði sinna félagsmanna. 25% afsláttur til atvinnulausra. ÞU FINNUR ORUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJA OKKUR - VELKOMIN Í HÓPINN... skólinn TÚNGÖTU 5 101 REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.