Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994
45
ATVINNUAUGl YSINGAR
Rafvirkjar
Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar að
ráða rafvirkja með góða og víðtæka reynslu
að baki.
Upplýsingar, er tilgreini aldur menntun og
fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl.
fyrir 11. janúar 1994, merktar:
„Rafvirkja vantar - 1229.“
Lögregluþjónn
Lögregluþjón vantar til afleysinga við
embættið. Umsækjendur skulu hafa lokið
prófum frá Lögregluskóla ríkisins.
Upplýsingar veitir yfirlögregluþjónn.
Umsóknir skulu berast undirrituðum eigi síðar
en 11. janúar 1994.
ísafirði, 31. desember 1993.
Sýsiumaðurinn á ísafirði,
Ólafur Helgi Kjartansson.
Tónlistarkennari
Tónlistarkennari óskast til starfa við Tón-
skóla Tálknafjarðar.
Nánari upplýsingar í síma 94-2539.
Umsóknarfrestur er til 14. janúar.
Sveitarstjóri.
Liðsmenn óskast
Við leitum að fólki í tímavinnu, 15 til 30 klst.
á mánuði, til að taka að sér liðveislu fyrir
fatlaða, börn og fullorðna.
í liðveislu felst persónulegur stuðningur og
aðstoð, sem einkum miðar að því að rjúfa
félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta
menningar og félagslífs.
Nánari upplýsingar gefa Dísa Guðjónsdóttir
og Ellen Júlíusdóttir í síma 678500 milli
kl. 9-12 næstu daga.
Umsóknareyðublöð fást á Félagsmálastofn-
un Reykjavíkur í Síðumúla 39 og er umsókn-
arfrestur til 12. janúar nk.
„Au pair“ óskast
Ungt fólk óskar eftir reyklausri „au pair“,
eldri en tvítugri, frá og með 1. febrúar hér
heima og síðar í Bandaríkjunum.
Verður að hafa bílpróf.
Upplýsingar í síma 675881 eftir kl. 20.00.
Garðabær
Leikskólafulltrúi
Leikskólafulltrúi óskast í 50% starf frá
1. febrúar nk. Fóstrumenntun og reynsla af
stjórnun áskilin.
Umsóknum skal skilað til bæjarskrifstofu
Garðabæjar, merktum: „Leikskólafulltrúi“,
fyrir 20. janúar nk.
Upplýsingar veitir félagsmálastjóri
í síma 656622.
✓
Hættur rekstri
Ágætu viðskiptavinir!
Hef nú lokað hjólbarðaverkstæði mínu í Skip-
holti 5. Þakka fyrir áratuga viðskipti.
Otti Sæmundsson, Skipholti 5.
Garðabær
Hofsstaðaskóli í Garðabæ
Samkeppni um listaverk
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir eftir lista-
mönnum, sem hafa áhuga á að taka þátt í
lokaðri samkeppni um gerð tveggja lista-
verka í og við Hofsstaðaskóla í Garðaþæ.
Um er að ræða tvö verk:
A) Myndverk í anddyri Hofsstaðaskóla.
B) Útilistaverk á lóð skólans.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi umsókn sína
ásamt upplýsingum um listferil til trúnaðar-
manns dómnefndar fyrir 11. janúar nk.
Utanáskrift: Samkeppni um listaverk v/Hofs-
staðaskóla í Garðabæ, c/o Ólafur Jónsson,
trúnaðarmaður dómnefndar, pósthólf nr. 40,
210 Garðabæ. Einnig er heimilt að afhenda
trúnaðarmanni umsóknir á bæjarskrifstofu
Garðabæjar milli kl. 15.00 og 16.00 þann
10. janúar 1994. Heimilt er að láta Ijósmynd-
ir og skyggnur fylgja umsókn.
Dómnefnd, skipuð að þæjarstjórn Garðaþæj-
ar og SÍM, mun velja 5 listamenn úr hópi
umsækjenda til að gera tillögur að umrædd-
um verkefnum í lokaðri samkeppni.
Samkeppnin er lokuð hugmyndasamkeppni.
Samkeppni þar sem einvörðungu er gert ráð
fyrir að þátttakendur skili inn frumdrögum
ásamt stuttri lýsingu á hugmynd.
Samkeppnin verður haldin samkvæmt sam-
keppnisreglum Sambands íslenskra mynd-
listarmanna.
Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillög-
ur sem til þess eru fallnar að útfæra í fullri
stærð. Ákvörðun verðurtekin að lokinni sam-
keppni um hvaða verk verða valin til út-
færslu ef um framkvæmd verka semst.
Gert er ráð fyrir að val á þátttakendum og
samkeppnislýsing liggi fyrir 24. janúar 1994.
Stefnt er að því að verkið innanhúss verði
tilbúið í anddyri Hofsstaðaskóla haustið 1994
og útilistaverkið á lóð skólans að tveimur
og hálfu ári liðnu.
Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður í
síma 37452/681770 kl. 17-19.
AUGL YSINGAR
Vesturbær - húsnæði
Óska eftir einbýli eða sérhæð í vesturbæ.
Leigutími 12 til 24 mánuðir.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merkt: „G - 10994“, fyrir 10. janúar nk.
Tvær íbúðir með húsgögnum
íhjarta borgarinnar
Falleg og skemmtileg 2ja herb. íbúð og
„stúdíó“-íbúð. íbúðirnar eru lausarfrá 6. janúar.
Leigjast til lengri eða skemmri tíma.
Upplýsingar í síma 623585 milli kl. 13 og 18
eða skriflegar umsóknir berist í pósthólf
1100, 121 Reykjavík.
Stýrimannafélag íslands
heldur auka-aðalfund á Hótel Holiday Inn í
dag, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Félags- og atvinnumál.
2. Kjör heiðursfélaga.
3. Önnur mál.
FLUGVI RKJ AFÉLAG ÍSLANDS
Flugvirkjar
Munið fundinn í dag, 4. janúar, kl. 17.00.
Stjórnin.
Rekstur einangrunar-
stöðvar íHrísey
Hér með er óskað eftir tilboði í rekstur
Einangrunarstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey frá
og með 1. febrúar 1994.
Upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar veitir
sóttvarnadýralæknir stöðvarinnar.
Sími 96-61781.
Tilboðum skal skila til yfirdýralæknis, Rauðar-
árstíg 25,150 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk.
Landbúnaðarráðuneytið,
27. desember 1993.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Tillögur uppstillinga-
nefndar og trúnaðarráðs
um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins
fyrir árið 1994 liggja frammi á skrifstofu fé-
lagsins frá og með þriðjudeginum 4. janúar
1994.
Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu
Dagsbrúnar fyrir kl. 16.00 mánudaginn 10.
janúar 1994. Tillögunum ber að fylgja með-
mæli minnst 75 og mest 100 fullgildra félags-
manna.
Kjörstjórn Dagsbrúnar.
Sjúklingar með mikinn
læknis- og lyfjakostnað
Umsóknarfrestur vegna endur-
greiðslu er til 1. mars nk.
Sjúklingar, sem orðið hafa fyrir umtalsverð-
um útgjöldum seinni sex mánuði ársins 1993,
er bent á að snúa sér til Tryggingastofnunar
ríkisins eða umboða hennar og sækja um
endurgreiðslu á þar til gerðum eyðublöðum.
Umsókn þurfa að fylgja kvittanir vegna út-
gjalda fyrir læknishjálp og lyf. Kvittanir þurfa
að bera með sér nafn útgefanda, tegund
þjónustu, fjárhæð greiðslu sjúklings,
greiðsludag, nafn og kennitölu sjúklings.
Við mat á rétti um endurgreiðslu er tekið
tillit til heildarútgjalda vegna læknishjálpar
og lyfja auk tekna hlutaðeigandi, sbr. eftirfar-
andi:
Séu árstekjur undir ein milljón endurgreiðist
90% kostnaðar umfram 18 þúsund krónur,
séu árstekjur milli ein og tvær milljónir endur-
greiðist 75% kostnaðar umfram 30 þúsund
krónur og 60% kostnaðar umfram 42 þúsund
krónur ef árstekjur eru milli tvær og þrjár
milljónir. Ekki er um endurgreiðslu að ræða
ef árstekjur eru hærri en þrjár milljónir.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS