Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 51 Kaupmannahafnarskrifstofuna til dauðadags. Meðan menningarmála- skrifstofan var við lýði hafði hann þar sem skrifstofustjóri - um skeið einnig aðstoðarforstjóri - einkum stjórnsýsluverkefni með höndum. Skipulagshæfileikar hans komu m.a. að notum við tölvuvæðingu skrifstof- unnar og mótun hagkvæms skjala- vörslukerfis. Eftir að báðar skrifstof- ur Ráðherranefndarinnar voru sam- einaðar í Kaupmannahöfn árið 1985 varð Ove Stenroth sviðsstjóri í hinni nýju skrifstofu. Seinna annaðist hann þar m.a. stjómsýsluumsjón norrænna styrkjakerfa, þar á meðal Norræna menningarsjóðsins. Skömmu áður en hann lést hafði ráðningarsamningur hans verið end- urnýjaður til langs tíma, og var hon- um það mikið fagnaðarefni. Ove Stenroth hafði mikinn áhuga á listum. Á æskuárum beindist sá áhugi framar öðru að kvikmyndum og myndlist - hann skrifaði hluta- prófsritgerð um franska impressjón- ismann - og hann var snjall teikn- ari. Seinna tengdist þessu vaxandi áhugi á sígildri tónlist, m.a. óperum. í störfum sínum einkenndist hann af áreiðanleika, hraðvirkni, kunnáttu og iðni. Hann gat þó ef þörf krafði sagt meiningu sína umbúðalaust og einnig reiðst ef hann varð var við subbuhátt eða - sér í lagi - yfir svik- semi, hræsni og yfirgangi. Þeir sem þekktu hann muna hann umfram allt sem hógværan, minnugan og tryggan vin, gæddan hljóðlátu skop- skyni. Dag Lindberg. ÞorgerðurB. Guðlaugsdóttir frá Ásholti, Skagaströnd Fædd 24. júní 1937 Dáin 21. desember 1993 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Og kallið kom, þegar kær vin- kona mín, Þorgerður B. Guðlaugs- dóttir, var kölluð burt 21. desember sl. Gerða, eins og hún var alltaf kölluð, var heilsteypt kona, og hún var dugleg kona. Hún var trygglynd og kát, og hafði smitandi og skemmtilegan hlátur, þannig að ekki var hægt annað en hlæja með henni. Hjá henni var alltaf nota- legt, og gott var að umgangast hana. Hún átti því láni að fagna að eignst góðan eiginmann, Óskar Axelsson, og eignuðust þau sjö börn. Hún bjó fjölskyldu sinni nota- legt heimili, þar sem var gott að koma. Þetta eru bara örfá orð frá mér, ég læt aðra, sem betur eru til þess fallnir, um rekja ættir Gerðu. Elsku Óskar, börn, barnabörn og aðrir ættingjar, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Kæra vinkona, ég þakka sam- fylgdina í .þessu lífi. Helga Hermaimsdóttiv. KRIPALUJÓGA ^ieéíie^t ósif Hefjið nýja árið á jóga. Kripalujóga er líkamleg og andleg iðkun. Byrjendanámskeið hefjast 10. janúar. Kenndar verða teygjur, öndunartækni og slökun. Framhaldsnámskeið hefst 6. janúar. Jógatímar fyrir eldri borgara hefjast mánudaginn 10. janúarkl. 10.30. Verið velkomin á kynningu laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. iogastöðin Hcimsljós skeifunm 19,2. hæð, s. 079181 («. 17-19). ríUDDSKÓLI RAFNS QEIRDALS NUDDNÁM 1V2 árs nám hefst 10. janúar nk. Hægt er að velja um dagnám eða kvöldnám. Upplýsingarog skráning í símum 676612/686612 alla virka daga. Smiðshöfða 10,112 Reykjavík. MA305 er fullkomin lausn fyrir rekstraraðila sem gera kröfur um ódýran og einfaldan búnað. Verð aöeins kr. 41.900,- stgr m/Vsk. MA305 er til afgreiðslu nú þegar! VERSLUNAREIGENDUR ATHUGIÐ! ER VASKUR í VANDA7 Ert þú tilbúinn fyrir tvö viröisaukaskattþrep? MA305 SJÓÐSVÉLIN FRÁ TEC ER LAUSNIN! Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 HafiA samband vió ráögjafa okkar nú þegai og kynntum okkur það nýjasta sem er að gerast í ætingasölum þar Þessar nýjungar œtlum við uð kynnu viðskiptavinum okkar strux ú nýju ári Komdu eða hringdu í síma: 91 -16670 og fáðu nánari upplýsingar Við óskum öllum landsmönnum gleði og farsældar á komandi ári og þökkum fýrir það liðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.