Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 39 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð'691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Heimilið, fjölskyld- an og samfélagið Um aldir voru fjölskyldulíf og heimili kjölfesta í sið- ferði og siðfræði allra þjóða. Þar kenndu fordæmin um- ferðarreglur allra mannlegra samskipta. Þannig komst for- seti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, að orði í nýársá- varpi til þjóðarinnar. Það er af þessari ástæðu að árið 1994, sem er nýgeng- ið í garð, er „Ár fjölskyldunn- ar“ hjá Sameinuðu þjóðunum. Það er meir en tímabært að vekja hin gömlu gildi til nýrra áhrifa í hugum og viðhorfum þjóða og einstaklinga. Ekki sízt það gildismat að fjöl- skyldan og heimilið séu horn- steinar samfélagsins. Fprsetinn sagði orðrétt: „Á heimilum okkar er lagð- ur grunnur að framtíð lands- ins barna. Börn heyra allt og skynja allt, tileinka sér allt. Þess vegna er gott uppeldi ekki umfram allt fólgið í boði og banni, eins þótt skynsam- leg séu, heldur öðru fremur í fyrirmyndum: Að við höfum fyrir börnum og unglingum það líf sem við viljum að þau lifi. Það stoðar lítið að búa tii óskamynd af hegðun og breytni og ætla börnum að falla inn í hana ef athafnir okkar, hinna fullorðnu, benda í allt aðra átt...“ Ólafur Skúlason biskup víkur að sama efni í nýárs- predikun: „Heimilið, sögðu þeir, sem lent höfðu í ógöngum, getur eitt orðið þeim til hjálpar, sem óviss framtíð kann að rugla svo, að villur bíði. Traust heimili, þar sem kærleikur mótar þel og stuðningur er jafn sjálfsagður og að bera fram brauð með mjólkinni. En ekki sízt það heimili, þar sem fullorðnir eru börnunum og unglingunum sú fyrir- mynd að ekki þarf um að tala eða hafa uppi langar ræður með leiðbeiningum og fortölum. Enda eru það forn og ný sannindi, að atferlið segir meir en þúsund orð.“ Sá boðskapur, sem í fram- angreindum tilvitnunum felst, á erindi við sérhverja fjölskyldu - og ekki sízt þjóð- arfjölskylduna, þar sem landsfeður hanna fordæmi hinna mannlegu samskipta. Þar má trúlega betur gera sem í öðrum fjölskyldum. Og á ári fjölskyldunnar mættu löggjafinn og sveitarstjórnir búa þann veg í haginn fyrir ungt fólk, sem efnir til hjóna- bands og ijölskyldu, að það standi að minnsta kosti ekki ver að vígi eftir hjónaband en áður - í samanburði við aðra þegna samfélagsins. Þjóðarfjölskyldan hefur haft við ærinn vanda að kljást, ekkert síður en horn- steinar hennar, heimilin í landinu. Davíð Oddsson for- sætisráðherra víkur að hon- um í áramótaávarpi til þjóð- arinnar. Að hans mati höfum við þó alla burði til að vinna okkur út úr vandanum, ef við róum öll til einnar áttar en steytum ekki á skeri sundur- lyndis. Orðrétt sagði hann: „Verðbólga, sem lengi var þjóðarmeinvaldur, hefur ekki verið minni í 30 ár og er nú minni en gerist í okkar við- skiptalöndum. í ár og á næsta ári munu raunskuldir okkar erlendis fara lækkandi. Við getum verið stolt yfir því. Það ríkir stöðugleiki og almennur vinnufriður í landinu. For- ystumenn atvinnulífs og launþegahreyfingar hafa sýnt ríkan samstarfsvilja og hafa tryggt að þjóðin fengi tóm til að sigrast á erfiðleik- unum... Þjóðin hefur sýnt mikla staðfestu og styrk. Þess vegna mun hún komast fyrr og betur en við mátti búast frá þeim mikla vanda sem yfir hefur dunið.“ Forsætisráðherra leggur áherzlu á samátak allra í skipshöfn þjóðarskútunnar, við að rétta hana af. Hann vitnar til þeirra orða sem for- sætisráðherra þjóðarinnar lét falla af tröppum Stjórnar- ráðsins fullveldisdaginn, 1. desember 1918: „Það eru ekki aðeins stjórnmálamenn- irnir, er miklu ráða um mál þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu. Nei, það eru all- ir... allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með alúð og samvizkusemi, auka vegsæld hins íslenzka ríkis.“ Það tvennt á að vera sam- eiginlegt kappsmál þjóðar- innar á nýju ári að vinna sig upp úr efnahagslægðinni og að styrkja hornsteina samfé- lagsins, heimilin og fjölskyld- urnar, þann veg, að þar gef- izt jafnan hin góðu fordæmin að umferðarreglum mann- legra samskipta í landi okkar. Nýársávarp forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur: Kjölfesta samfélagsins heimilið og fíölskyldan Góðir íslendingar. Góðan dag og gleðilegt nýtt ár. Á ánnu sem leið voru 75 ár liðin síðan ísland varð fullvalda ríki. Það gerðist hinn fyrsta desember árið 1918 og þann dag öðlaðist íslensk þjóð í raun á nýjan leik það sjálf- stæði sem hún hafði átt í árdaga. Með fullveldinu fékk hún allan rétt til að stýra eigin málum ein og óstudd, þótt hún gerði um leið nýj- an sáttmála við Dani um að hafa sama konung og þeir um sinn og að Danir skyldu fyrst í stað sinna utanríkismálum og landvarnarmál- um og æðsti dómstóll landsins yrði í Kaupmannahöfn. Hæstiréttur var stofnsettur í Reykjavík árið 1920 og utanríkismál sín tóku íslending- ar í raun í sínar hendur á stríðsár- unum síðari. Fullveldið, sem þarna var fengið, var svo að sínu leyti beint framhald þess sem gerst hafði hinn fyrsta febrúar árið 1904 þegar við fengum heimastjórn og við get- um nú að réttum mánuði liðnum minnst níutíu ára afmæli þess merka áfanga. Frelsi sitt eignuðust íslendingar með fullveldissamn- ingnum árið 1918, frelsi sem síðan endanlega var staðfest með sjálf- stæði íslands meðal- þjóða heims við stofnun íslenska lýðveldisins hinn 17. júní 1944. Fimmtíu ára afmælis þess fögnum við nú á því ári sem gengið er í garð. Saga Islendinga síðustu öldina einkennist miklu fremur af stórum stökkum en hægri þróun. Þjóð sem um aldir hafði búið við kröpp kjör lagði ofurkapp á að afla sér verald- legra gæða og tryggja velferð sína og barna sinna. Við höfum unnið hörðum höndum að því í öll þessi ár frá því í byrjun aldarinnar að byggja upp sjálfbjarga ríki og síðan velmegunarþjóðfélag. Dugnaður fólksins hefur ekki síst tengst þeim metnaði sem það hefur átt í hjarta sínu fyrir hönd barna sinna — þau áttu að eignast ekkert minna en sjálfa lífshamingjuna. En þessu fylgdi þversögn, sem einmitt er í því fólgin að þetta vildu menn gera með því að gefa nýrri kynslóð þeg- ar í stað allt það sem þeir sjálfir höfðu ekki notið. Viðfangsefni handa öllum verk- fúsum höndum hafa verið gæfa þessarar þjóðar mestan hluta sjálf- stæðistímans og lýðveldisáranna. Oft hefur meira að segja skoht vinnuafl í landinu. En nú kreppir að.' Atvinna er ekki nóg, og framtíð- argöturnar reynast ekki eins sjálf- gengnar til auðsældar og áður sýndist. Okkur sem enn njótum fullrar atvinnu hlýtur öllum að vera ljóst að atvinnuleysi og sár fátækt, sem við vitum af eru blettir á samfé- lagi okkar, blettir sem okkur ber siðferðileg skylda til beita öllum ráðum til að afmá. Enginn íslend- ingur getur unað því að horfa á meðbræður og -systur líða fyrir atvinnuleysi. Til þess erum við of fá, íjölskyldubönd okkar of sterk, ábyrgð okkar hvers á öðru of aug- ljós. Á góðum stundum höfum við hugsað til þess með gleði og nokkru stolti að á Islandi sé að finna bæði hreint land og gott mannlíf. Við höfum trúað á samræmi milli lands- ins hreina, loftsins tæra og mann- lífs í öryggi. Við höfum lifað við óttaleysi og traust til grannans, og mörgum sem stærri ból byggja hefur þótt við öfundsverð í þeim efnum. En skyndilega hrökkvum við nú upp sem af draumi við ótíðindi af ofbeldisverkum, tíðari og hörmu- legri en okkur áður uggði. Fjölmiðl- ar greina um hveija helgi frá fólskulegum misþyrmingum og segja okkur jafnframt fregnir af mönnum sem gera sér unglinga og börn að féþúfu og skirrast ekki við að pranga inn á þau hverskyns ólyfjan. Menn spyrja að vonum sjálfa sig og aðra: Hvað er hér að gerast? Ekkert svar er einhlítt. Sumir leita svara í vaxandi hörku lífsbar- áttunnar, í bágum atvinnuhorfum, sem hér sem annars staðar láti ungu fólki finnast sem enginn spyiji framar eftir hæfileikum þess, getu og kunnáttu. Aðrir leita skýringa í ofbeldisdýrkun sem gerst hefur fyr- irferðarmikil í afþreyingariðnaði síðustu ára. Sú ofbeldisdýrkun er nú'áhyggjuefni víða um lönd, svo ráðamenn stórþjóða lýsa hver af öðrum óhug sínum og hvetja til andófs. En við getum einnig spurt að því hvort ekki þurfi að skoða þann heimafenginn bagga sem hveiju barni og hveijum unglingi ætti að vera hollur. Um aldir voru fjöl- skyldulíf og heimili kjölfesta í sið- ferði og siðfræði allra þjóða. Þar kenndu fordæmin umferðarreglur allra mannlegra samskipta. Hrær- • ingar síðustu ára, tæknibylting nútímans og hömlulaust lífsgæða- kapp virðast hafa leitt til þess að þessi kjölfesta fjölskyldunnar hefur raskast. Hér er brýnt að hyggja í eigin barm og skoða þá ræktun tilfinn- inga og gilda sem hefur með ein- hveijum hætti mistekist. Okkur má öllum ljóst vera að heimilið er það tilfinningalega athvarf sem allir menn vilja og þurfa að eiga. En við getum líka spurt okkur hvort ekki væri æskilegt að skólar okkar væru betur í stakk búnir til að miðla því sem heimilin kenndu áður. Við hljótum að spyija hvort það geti verið börnum okkar og barna- börnum til velferðar ef við vanrækj- um að tryggja þeim hvort tveggja í senn, menntun og siðmenntun, ef við svíkjumst um að veita þeim þá siðferðilegu þjálfun sem felst í því að aga dómgreind sína. Engum getur dulist að við höfum í þjóðfé- lagsumrótinu þokað uppeldisskyld- um okkar yfir á skólana. Hversu sem að okkur kann að þrengja í efnalegu tilliti getum við aldrei var- ið fyrir samvisku okkar að skera framlög til þessara uppeldisstofn- ana svo við nögl að það komi niður á menntun og um leið framtíð næstu kynslóða. Þá höfum við keypt eigin stundarsælu of dýru verði. Árið 1994 er að frumkvæði Sam- einuðu þjóðanna kallað „Ár Igöl- skyldunnar“. Við hugsum fæst nógu oft og mikið um þá stað- reynd, að fólk vill í rauninni ekkert fremur. en gott fjölskyldulíf. Það setja menn, þegar um er spurt, öðrum lífsgæðum ofar. Á heimilum okkar er lagður grunnur að framtíðarheill landsins bama. Börn heyra allt og skynja allt, tileinka sér allt. Þess vegna er gott uppeldi ekki umfram allt fólgið í boði, og banni, eins þótt skynsamleg séu, heldur öðru frem- ur í fyrirmyndum: Að við höfum fyrir börnum og unglingum það líf sem við viljum að þau lifi. Það stoð- ar lítið að búa til óskamynd af hegð- un og breytni og ætla börnum okk- ar að falla inn í hana ef athafnir okkar, hinna fullorðnu, benda í allt aðra átt. Og það hljótum við að viðurkenna að umgengnisreglur okkar í mannlegu félagi hafa ruglast. Því þurfum við að spyija okkur af hreinskilni og hlífðarleysi: Hver axlar þá ábyrgð að breyta rangri þróun í rétta? Hver annast börnin okkar ef við bregðumst þeim? Höfum við gefið okkur tíma til að hlusta og tala við börnin? Höfum við sýnt skóla þeirra þann áhuga og þá virðingu sem börn okkar eiga skilið og veitt honum og sjálfum okkur um leið það að- hald sem að gagni má verða? Höfum við virt þann góða kost Frú Vigdís Finnbogadóttir að fjölskyldan getur skemmt sjálfri sér, ferðast saman um eigið land, notið svo margra hluta saman? Eða höfum við gert allt sem við höfum getað til að flétta þeirri ein- földu vitneskju inn í tilfinninga- og vitsmunalíf unglinganna, að sá er ekki sterkastur sem hefur barefli eða vanstillta hnefa á lofti, heldur hinn sem kemur fram við aðra menn með þeirri virðingu og tillits- semi sem honum sjálfum verður dýrmætust? Hvað viljum við? Stöðugan ótta við grannann, og varðhunda við hvert hús? „Án er ’ills gengis nema heiman hafi“ segir í Gísla sögu Súrssonar. Ekkert gerist af sjálfu sér. Það er ofurbjartsýni að ætla að börn drekki í sig með móðurmjólkinni arfleifð sína og tungu, og þann innri sið- ferðisstyrk sem hjálpar þjóðum jafnt sem einstaklingum að bera höfuðið hátt. Þótt mestu varði framlag okkar sjálfra sem einstaklinga og fjöl- skyldna þurfum við líka öfluga sam- stöðu í uppeldismálum. Og þar verður stærsti félagsskapur okkar, sjálft samfélagið, einnig að bæta fyrir sínar vanrækslusyndir meðal annars með því að standa betur við bakið á foreldrum í viðleitni þeirra og áhyggjum — til dæmis í því að koma á samfelldum skóladegi, vinna gegn því að börn séu á hrak- hólum, leggja þeim lið sem erfiðast eiga. Eg gat þess í upphafi að við værum nú stödd mitt á milli þjóð- minningardaga, fyrsta desember þegar minnst var 75 ára fullveldis og 17. júní þegar lýðveldið er hálfr- ar aldar. Þjóðminningardagar geta vel orðið leiðigjarnir, ef við gerum þá að vana einum saman. En við getum líka átt okkur þá virku for- vitni um fortíð okkar og minningar sem gera þá að kærkominni hátíð. Við lærðum það sem börn, að í ævintýrum er ekkert verra en að missa minnið, það eru verstu álög- in; sá sem fyrir verður er ekki leng- ur hann sjálfur og ef til vill gerir hann eitthvað sem aldrei skyldi. Viska ævintýrsins sagði okkur líka, að það var svo sigurinn mesti að endurheimta minnið — verða maður sjálfur aftur. Sagt er að ekki skuli menn og þjóðir einatt horfa um öxl. En við getum með góðri samvisku lagt rækt við hið þakkláta minni, sem segir okkur að leið þjóðarinnar var löng og gangan einatt ströng og lýsir virðingu við þá sem ruddu brautir, minni sem sækir styrk í það líf sem lifað var og veit að ekkert sem er nokkurs virði fæst án fyrirhafnar og baráttu. Það minni gerir okkur kleift að þakka einstaklingum og heilum stéttum það, sem vel hefur verið gert, elju- semi þeirra sem hefur gert okkur mögulegt að komast af í þessu landi. Þá mun okkur takast að sækja styrk í þann dugnað og út- Aramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra „Þjóðin hefur sýnt rnikla staðfestu og styrk Gott minni er eðliskostur, sem er mikils virði. Forðum tíð gengu sagnir af ótrúlegri nákvæmni milli kynslóða og urðu grundvöllur skrif- aðra heimilda fyrir sögu þjóðarinn- ar. Sjálfsagt hafa ýmis atriði skol- ast til og einatt verið laglega skáld- að í eyður. En þar sem vísindalegar rannsóknir síðari tíma hafa komið að hinum gömlu frásögnum, hafa þær fremur en hitt rennt stoðum undir hinn foma fróðleik, eins og Kristján Eldjárn, fyrrum forseti Is- lands og einn okkar fremstu vís- indamanna, benti á varðandi sögu fyrsta landnámsmannsins. En þótt við viljum öll geta státað af góðu minni, þá er gott að geta geymt sumt neðarlega í hugskoti sínu, jafnvel gleyma því með öllu. Reyndar er ótrúlegt, hve dægur- þrasið, meira að segja það, sem hæst hefur dunið, hverfur fljótt á vit gleymskunnar. Um áramót er spurt um atburði liðna ársins. Þeg- ar litið er yfir haldbæra fréttaann- ála furðar maður sig á því rými, sem sumar ómerkilegustu uppá- komurnar hafa fengið. Er engu lík- ara en þjóðfélagið hafi allt ætlað um koll að keyra. Nú eru þessi æsilegu fréttatilefni öllum gleymd og séð í ljósi nýliðinnar sögu, eru þau minna en einskis virði. Ég tel reyndar að þjóðin haldi oftast ró sinni, þótt fjölmiðlarnir fari mikinn og gauragangurinn í þeim sé ekki í neinu samræmi við hugarástand fólksins í landinu. Það láti ekki fréttaæsingamenn setja sig jafnauðveldlega úr jafnvægi og þeir sjálfir virðast halda. En auðvitað er ekki hér með sagt að þjóðfélagsumræðan sé allt- af ómerkileg eða lítils virði. Lifandi rökræða, byggð á góðri þekkingu á málavöxtum er ómissandi. Án slíkrar umræðu væru þing og hvers kyns kosningar aðeins ófullnægj- andi rammi um lýðræðið. Undanfarin ár hefur verið tekist á um samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði hér á landi. Vel má vera, að ekki hafi alltaf tekist að hafa þá umræðu í samræmi við staðreyndir samningsins. Það breytir ekki því, að umræðan var mikilvæg og alls ekki of mikil. Samningurinn var loks samþykktur með góðum meirihluta á Alþingi. Enn mun þó lengi verða um hann deilt. Það breytir ekki hinu, að allir íslendingar, bæði stuðningsmenn og andstæðingar samningsins, hljóta að leitast við að nýta kosti hans í þjóðarþágu. Það er hafið yfir vafa, að hann skapar fjölmörg ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. Eg verð þess oft var á fundum með forystumönnum annarra Norð- urlanda^ að þar gætir undrunar yfir því, að Island hafi ákveðið að skera sig úr hópi annarra EFTA-ríkja og sækjast ekki eftir inngöngu í Evr- ópubandalagið. Ég tel að atburða- rásin hafi sýnt, að við íslendingar þurfum ekki að minnkast okkar fyrir þá afstöðu. Með EES-samn- ingnum náðum við því fram sem við þurftum, án þess að taka þá áhættu sem aðild að Evrópubanda- laginu óneitanlega fylgir fyrir okk- ur, eins og málum er þar nú fyrir- komið. Sú öld, sem nú er senn liðin, er öld fullveldisbaráttunnar. Auðvitað var sú baráttuför hafin af Jóni Sig- urðssyni forseta og öðrum braut- ryðjendum á miðri 19. öldinni. En flestir sigrarnir fengu fullnustu á þessari öld. Hinn 1. febrúar nk. verða 90 ár liðin síðan fyrsti ís- lenski ráðherrann, Hannes Haf- stein, tók til starfa í íslensku stjórn- arráði. Fyrsta desember sl. voru 75 ár frá því að landið fékk full- veldi sitt. Næsta ár verður helgað hálfrar aldar afmæli íslenska lýð- veldisins. Ekki þarf að metast um mikilvægi þessara þriggja atburða í sjálfstæðisbaráttunni. Allir eru þeir stórbrotnir sigurdagar fyrir íslenska þjóð. Árið 1918 þegar þjóðin fékk full- veldi sitt, var að öðru leyti mikið hörmungarár í sögu þjóðarinnar. Ef til vill hefur það orðið til þess, að þeim atburði hefur verið minni gaumur gefinn, en efni standa til. En hinn fyrsta desember 1918 stóð settur forsætisráðherra á tröppum Stjórnarráðsins og sagði m.a.: „Það eru ekki aðeins stjórnmálamennirn- ir, er miklu ráða um mál þjóðarinn- ar, sem skapa hina nýju sögu. Nei, það eru allir. Bóndinn, sem stendur við orfið og ræktar jörð sína, hann á hlutdeild í þeirri sögu, daglauna- maðurinn, sem veltir steinum úr götunni, hann á hlutdeild í þessari sögu, sjómaðurinn, sem situr við árarkeipinn, hann á þar hlutdeild.“ Síðan þessi orð voru töluð hefur margt breyst. Orfið er ekki lengur mikilvægasta tæki bóndans, stór- virkar vélar velta steinum og stór- grýti úr vegi og sjómaðurinn situr ekki lengur undir árum, heldur í fremur glæsilegum vélarsal frysti- skipa. En hitt stendur óbreytt, að „allir, sem inna lífsstarf sitt af hendi með alúð og samviskusemi, auka vegsæld hins íslenska ríkis". Það var mikil gleði á Islandi þeg- ar það fékk loks íslenskan ráðherra og ekki þarf að efast um, að það mannsval tókst vel. Eftirfarandi er lýsing úr blaði, frá þessum tíma, um embættistöku Hannesar Haf- steins: „Þegar sól var gengin i há- degisstað, fékk Magnús Stephensen honum stjórnartaumana í hendur. Var síðan drukkin hestaskál í kampavíni. Er nú vonandi, að Hannes sitji eigi verr stjórnarfolann en Pegasus. En ríða verður hann folanum til landvarnarskeiðs, ef hann vill fá hrós fyrir taumhaldið." Ekki sat Hannes á friðarstóli fremur en þeir 23 menn, sem síðan hafa skipað sæti hans í Stjórnarráð- inu. En óhætt er nú að fullyrða, að þjóðskáldið góða var réttur mað- ur á réttum stað og tíma og gaf stjórnskörungurinn skáldinu hvergi eftir. Vorhugsun Hannesar Haf- stein og framkvæmdavilji hans, óbilandi trúin á landið færði þjóð fyrsta íslenska ráðherrans nýja von og vind í seglin. Hálfrar aldar afmæli Iýðveldisins er í senn til þess fallið að vekja okkur stolt og efla okkur bjartsýni. Það voru uppi efasemdir 1944 að svo fámenn þjóð gæti séð sjálfri sér borgið, ein og óstudd. Fimmtíu ára saga er ótvíræður vitnisburður um þrautseigju og innri styrk þessarar þjóðar. Við höfum að undanförnu gengið í gegnum erfiðleika, en erum að sigrast á þeim. Verðbólga, sem lengi var þjóðarmeinvaldur, hefur ekki verið minni í 30 ár — og er nú minni en gerist í okkar viðskipta- löndum. í ár og á næsta ári munu raunskuldir okkar erlendis fara lækkandi. Við getum verið stolt yfir því. Það ríkir stöðugleiki og almennur vinnufriður í landinu. Forystumenn atvinnulífs og laun- þegahreyfingar hafa sýnt ríkan samstarfsvilja og hafa tryggt að þjóðin fengi tóm til að sigrast á ytri erfiðleikum. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar beittu sér fyrir breytingum til að tryggja að þeir sem minnst bera úr býtum standi betur af sér áföllin en ella. Ómaklega hefur verið hnýtt í þá fyrir það. Þjóðin hefur sýnt mikla staðfestu og styrk. Þess vegna mun hún komast fyrr og betur en við mátti búast frá þeim mikla vanda, sem yfir hefur dunið. Það vakti heimsathygli þegar íslendingar gengu fram fyrir skjöldu og urðu fyrstir til að viður- kenna sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna. Atburðir, sem síðar urðu í Sovétríkjunum gömlu, vöktu vonir um að lýðræðisþróunin yrði undra- skjót og friðaröld væri hafin í okk- ar heimshluta. Reynslan hefur þeg- ar kennt, að ekki er allt sem sýn- ist, og brugðið getur til beggja vona Davíð Oddsson um þróunina í Rússlandi. Fyrir fáeinum mánuðum greip forseti Rússlands til örþrifaráða og sendi skriðdrekasveit að skjóta and- stæðinga sína út úr þinghúsinu í Moskvu. Ráðamenn á Vesturlönd- um töldu að réttlæta mætti þessa einstæðu aðgerð, ekki vegna fram- göngu þingsins gagnvart forsetan- um, heldur vegna þess, að þingið hafði aldrei fengið neitt lýðræðis- legt umboð frá þjóðinni. Nú hafa slíkar þingkosningar farið fram og alþjóðlegum eftirlits- mönnum ber saman um, að ekki þurfi að efast um, að þær endur- spegli þjóðarviljann. Og því er ekki að neita, að nokkurn óhug setur að okkur Vesturlandabúum um þá braut, sem íbúar þessa mikla kjarn- orkuveldis gætu hugsanlega valið sér. Rússar eru bersýnilega í sárum eftir 75 ára kúgun kommúnismans, en þeir hafa líka orðið fyrir von- brigðum með, hve bati hinnar nýju skipunar virðist koma seint og þeir eru undrandi á mörgum ömurlegum fylgikvillum þessara miklu þjóð- skipulagsbreytinga. Kosningar í vanþroska lýðræði geta við slíkar kringumstæður leitt til óhugnan- legrar niðurstöðu. Vissulega má þó ekki draga í fljótræði of víðtækar ályktanir af síðustu atburðum austur þar. Enn er ástæða til að binda vonir við að lýðræðisöfl haldi velli og að ný ógn taki ekki við af þeirri sem áður stafaði frá Kremlarmúrum. Hitt er ljóst, að óvissan verður áfram mikil og nauðsynlegt er að vestræn ríki haldi vöku sinni og styrk. Við íslendingar erum friðsöm og vopnlaus þjóð, en við höfum þó óhikað lagt okkar fram til sameigin- legra varna vestrænna lýðræðis- ríkja. Þar verður engin breyting á. Góðir íslendingar. Þrátt fyrir að við séum ekki kom- in alla leið út úr efnahagssamdrætt- inum höfum við fulla ástæðu til bjartsýni. Tekist hefur að tryggja stöðu okkar í öllum þáttum efna- hagslífsins og engin ástæða er til að ætla að það muni raskast. Við heilsum því glöð nýju ári. Á því ári kemur lýðveldið íslenska, sem „fimmtugur ferðalangur" svo notað sé orðalag skáldsins. Árin 50 hafa verið þjóðinni rnisgóð en þrátt fyrir stundar mótbyr ellegar mistök okkar sjálfra, er för þessa „fimmtuga ferðalangs“ óslitin sig- urganga. Þegar árangur íslendinga er borinn við sama tímaskeið hjá öðrum þjóðum, fer ekki á milli mála, að þeir mega vel við una. Ég óska löndum mínum nær og fjær alls hins besta á framtíðarvegi og geri orð skáldsins að mínum og segi: „Kveð ég svo lýð og bið að bíði hvert böl og tár; heilagur andi á legi og landi lækni sár! Eining í vanda, unaður hár í elskunnar bandi! Gleðilegt ár!“ sjónarsemi feðranna sem til þessa hefur leyft okkur að taka við nútím- anum á eigin forsendum. En síst af öllu megum við gleyma því að manngildið er öllu æðra. Á merku afmælisári hljótum við að þurfa að draga skynsamlega lærdóma af skyndileika breyting- anna á okkar tíð og því að tengsl okkar við umheiminn eru miklu meiri og virkari en nokkru sinni fyrr. Okkur er brýnt að minna okk- ur sjálf á þá ábyrgð sem á hveiju okkar hvílir: að skila til framtíðar- innar því lífi sem við kjósum að lifa í þessu landi; þá miklu ábyrgð að varðveita tungu okkar, myndríka og kröfuharða, sem er sjálfur kjarn- inn í sérleika okkar, og minningar okkar sem hvorki við né umheimur- inn viljum að gleymist eða verði settar á safn fyrir fáa forvitna. Góðir landar mínir. Á þessari stundu er mér ofarlega í huga að þakka alla þá velvild og gestrisni sem mér hefur verið sýnd hvar sem mig bar að garði á nýliðnu ári. Ég sendi öllum þeim innilegar samúð- arkveðjur sem harmur og raunir hafa sótt heim. Ég bið.þeim allrar blessunar sem eru að stíga sín fyrstu skref í tilverunni. Megum við öll njóta samhygðar, gagn- kvæms trausts og kjarks sem verði þjóðinni til velfarnaðar á nýbyijuðu ári, afmælisári íslenska lýðveldisins og á ókomnum tímum. Guð blessi ísland og íslendinga. 17 fengu fálkaorðu FORSETI íslands sæmdi á nýársdag, samkvæmt tillögu orðunefndar, eftirtalda Is- lendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu: Björn Björnsson prófessor, Reykjavík. Riddarakross fyrir félagsstörf. Bogi Melsted yfir- læknir, Svíþjóð. Riddarakross fyrir störf að heilbrigðismál- um. Sr. Bragi Friðriksson pró- fastur, Garðabæ. Riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og kirkjumálum. Halldór Hansen læknir, Reykjavík. Riddara- kross fyrir störf í þágu tónlist- ar á íslandi. Haraldur J. Ham- ar ritstjóri, Garðabæ. Riddara- kross fyrir landkynningarstörf. Jakobína Guðmundsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Hús- mæðraskóla Reykjavíkur, Reykjavík. Riddarakross fyrir húsmæðrafræðslu. Jón Böð- varsson ritstjóri, Reykjavík. Riddarakross fyrir ritstjóra- og fræðslustörf. Jón ísberg sýslu- maður, Blönduósi. Riddara- kross fyrir störf í opinbera þágu. Jón Sigurgeirsson bóndi, Árteigi, Köldukinn. Riddara- kross fyrir rafstöðvasmíði. Jónas Ingimundarson píanó- leikari, Reykjavík. Riddara- kross fyrir störf að tónlistar- málum. Magnús Gústafsson forstjóri, Bandaríkjunum. Riddarakross fyrir störf að útflutnings- og markaðsmál- urn. Pálmi Eyjólfsson sýslu- skrifari, Hvolsvelli. Riddara- kross fyrir störf í opinbera þágu. Pálmi Gíslason, fyrrver- andi formaður Ungmennafé- lags íslands, Reykjavík. Ridd- arakross fyrir störf í þágu ungmennafélaga. Ragnar Júlíusson forstöðumaður, Reykjavík. Riddarakross fyrir störf að æskulýðs- og skóla- málum. Sigríður Thoroddsen húsmóðir, Reykjavík. Riddara- kross fyrir störf að félags- og líknarmálum. Sólveig Eyjólfs- dóttir, Hafnarfirði. Riddara- kross fyrir störf að félagsmál- um. Sveinn Guðmundsson, fyn-verandi deildarstjóri, Sauð- árkróki. Riddarakross fyrir ræktun íslenska hestsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.