Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANUAR 1994 73 < < i i i i i i i i Eiga Islendingar að sætta sig við atvinnuleysið? Frá Sverrí Sveini Sigurðssyni: JA, HÉRNA. Þetta flaug mér í hug fyrr á ár- inu þegar ég rakst á ummæli tveggja háttskrifaðra spekinga um atvinnumál og atvinnuleysisvofuna. Annar þeirra lét hafa það eftir sér í aprílmánuði sl. að „það væri ekk- ert sem benti til þess að atvinnu- leysi ætti (leturbr. mín), að vera minna hér á landi en í nágranna- löndum okkar". Hinn gaf löndum sínum örlitía innsýn inn í sína há- timbruðu hugarins höll þegar hann sló fram snilldarhugmynd, sem var eitthvað á þá leið að nú væri nauð- synlegt að fara að halda námskeið þar sem Islendingiim yrði kennd sú list að vera atvinnulausir. Satt best að segja var ég hálf gáttaður á þeirri afstöðu til lífsbar- áttunnar sem birtist í ummælum spekinganna tveggja. Og þar sem ég er alveg jafn gáttaður í dag, mánuðum seinna, held ég að ég láti það bara eftir mér að koma hér fram með smá athugasemd, enda er þetta málefhi ekki síður aðkali- andi nú en það var í vor. Málið er að mér fínnst þessir ágætu menn hafa rangt hugarfar. Þeirra hugar- far held ég að byggist á því að þeir skoða meðaltalsástandið hér á landi og í löndunum í kring, setja þetta svo inn í einhverja hagfræði- formúlu (og teikna kannski áferðar- fallegt línurit), og telja sig síðan geta dregið af þessu þá óhreyfan- legu niðurstöðu að nú sé best fyrir Islendinga að setjast bara og bíða eftir því að betri tíð með blóm í huga falli þeim sjálfkrafa í skaut, svona eins og einhver kosmískur happdrættisvinningur. Lítum aðeins nánar á þetta hug- arfar. Skömmu eftir síðari heims- styrjöldina var efnahagur Þýska- lands ein rjúkandi rúst. En svo tóku Þjóðverjar heldur betur á sig rögg og við tók gífurlegur uppgangur. Þjóðin varð ein sú ríkasta í heimi og talað var um „þýska efnahags- undrið". Hugsum okkur hins vegar að einhverjir hagspekingar hefðu teiknað upp einhver línurit og af þeim hefðu þeir dregið þá ályktun „að það væri ekkert sem benti til þess að efnahags- og atvinnuástand ætti að vera eitthvað betra en það var á dögum Weimar-lýðveldisins", þegar upplausn, óðaverðbólga og fjöldaatvinnuleysi voru sá veruleiki sem þýska þjóðin mátti horfast í augu við. Hugsum okkur að hlustað hefði verið á þessa menn og mark hefði verið tekið á orðum þeirra. Er þá víst að eitthvað hefði orðið úr „þýska efnahagsundrinu"? Og hafi ástandið verið slæmt í Þýska- landi skömmu eftir stríð var það örugglega ekki betra í Jápan. Ef svipað viðhorf hefði verið ríkjandi þar, væru Japanir þá ríkasta þjóð heims í dag? Nú kann einhver að mótmæla orðum mínum og segja að það hafi verið Marshall-aðstoðin sem kom þessum þjóðum upp úr öldudalnum, en ég get ekki verið allskostar sam- mála því. Vissulega voru peningarn- ir mikilvægir, svona svipað og það er mikilvægt að fá bensín á bílinn. En höfuðatriðið var held ég að þess- ar þjóðir höfðu rétt hugarfar. Þær höfðu kjark, dug, raunsæi og bar- áttuvilja, sem er nákvæmlega það sem við íslendingar mættum til- einka okkur dálítið meira af á þess- um tíma, ásamt góðum skammti af heilbrigðu sjálfstrausti (með áherslu á orðið „heilbrigði"). Að sjálfsögðu mun hugarfarið eitt og sér ekki gera nein kraftaverk, en hitt held ég að sé alveg víst að ef ætlunin er að láta bölmóð og von- leysi vera leiðarljós inn í framtíð- ina, þá er meira en hugsanlegt að spilið sé fyrirfram tapað. „Hugsun- in ber þig hálfa leið" segir gamalt máltæki. Kannski er eitthvað til í því? Það er annað smáatriði sem mér fínnst að hljóti að skipta máli þegar spurt er hvort íslendingar geti rek- ið atvinnuleysisvofuna af höndum sér, en það er fjöldi atvinnulausra. Á íslandi eru u.þ.b. fimm þúsundir án vinnu, meðan sá fjöldi er eitt- hvað á biíinu 20-22 milljónir í Evr- ópubandalaginu öllu. Sagt er að með tilkomu hins evrópska efna- hagssvæðis verði múrar ýmiskonar brotnir niður og möguleikar til at- vinnuuppbyggingar verði jafnari milli landa en áður var, og mér finnst einfaldlega að þrátt fyrir að það sé nú ekkert áhlaupaverk að eyða hér atvinnuleysi, þá hljóti að vera með ýmsum hætti auðveldara að skapa nokkur þúsund störf á einum stað innan EES (í þessu til- felli á íslandi), heldur en að skapa einhverjar tugmilljónir starfa ein- hvers staðar annars staðar innan EES, svona svipað og það hljóti að vera auðveldara að skipuleggja 5 kílómetra almenningshlaup heldur en einhverra tugþúsunda kílómetra almenningshlaup. Að lokum: Er ekki kominn tími til að þjóðin fari að rifja upp þennan ba^ráttuvilja, sem hlýtur að leynast þarna ein- hvers staðar? SVERRIR SVEINN SIGURÐSSON, Hagaflöt 4, Garðabæ. Ráðstefnuferðir, hádegis- fundir og atvinnulausir Frá Ólöfu S. Eyjólfsdóttur Viðvíkjandi tíðar ráðstefnuferðir Seðlabankastjóranna og ýmissa ráðamanna þjóðarinnar, þá er mun hagkvæmari lausn fyrir íslensku þjóðina að senda ráðstefnumenn í færri en lengri ferðir og að ákveðn- ir menn skiptust á að dvelja erlend- is nokkra mánuði í senn. Menn verða sjúskaðir og strektir á að þeytast svona heimshorna á milli allt upp í 13 ferðir á ári til að sitja nokkra nefndarfundi eða málsverði. Til að spara enn frekar mætti segja upp þeim ræstingakonum, sem eru víst á forstjóralaunum, eins og einn fyrrverandi rektor Háskóla íslands upplýsti í sjónvarpi. Vitaskuld er ekkert vit í því að borga ræstinga- konum samkvæmt þessum tíma- mælda Framsóknartaxta kr. 393,37 á klst. Það er auðséð að hér má enn spara mikla fjármuni með því að láta Seðlabankastjórum og öðr- um fyrirmönnum eftir þessa há- launuðu ræstitæknivinnu. Þeir munu efalaust fagna því að geta staðið upp úr hvíldarstólunum til að sinna þessu góða trimmi, enda varasamt að hleypa liði ræstinga- kvenna inn í hin helgu vé og hafa þær fægjandi látún og listaverk, hér þarf sérfræðinga til. Þessar öskubuskur eru jafnvel skríðandi undir leðurklæddu hvíldarbekkina á einkaskrifstofunum svo varla er vogandi fyrir þessa mætu menn að „skreppa" riiður í tækjasalinn eða gufubaðið. Því að hamingjan má vita hvers þær öskubuskur yrðu vísari sjái þær hvað Ieynist þarna í koppunum. Þær gælu fengið glígju í augun og ranghugmyndir af allri dýrðinni. Síðan geta ræstingakon- urnar leyst þá víðförlu af og setið þessa hádegisverðarfundi, nagað blýantana og snyrt neglurnar á Dagsbrúnartaxta. Finnist ekki nógu margar ræstingakonur þá er fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá því að hér á landi hafa ríkt vissir fordómar, oft þurfa menn að bera flokkslit og innan margra stofnana hafa heilir ættarmeiðar skotið rótum. Þeir atvinnulausu myndu því taka fegins hendi að sitja þessa fundi H VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Týndur eyrnalokkur SILFUREYRNALOKKUR sem er plata, u.þ.b. 3 sm á lengd, tapaðist líklega í Kringlunni, á Laugaveginum eða í Kolaport- inu fyrir jól. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 75791 'á morgnana og kvöldin. GÆLUDYR Kettlingar EINN sex mánaða og þrír sex vikna gamlir kassavanir kettlingar óska eftir heimili. Upplýsingar í síma 42384. og fá frítt meðlæti og vökva til að skola góðgætinu niður í þessari bitl- ingavinnu. Þannig sparast dýrmæt- ur tími og flugferðir ráðstefnu- manna, þeir verða ekki eins og út- spýtt hundskinn en yndu glaðir við sitt (fá meiri dagpeninga erlendis), færri ganga atvinnulausir og því færri heimili sem fara á vonarvöl undan hamri lánastofnana. ÓLÖF S. EYJÓLFSDÓTTIR, húsmóðir, Reykjavík. Pennavinir GHANASTULKA 21 árs með áhuga á blaki, tónlist og bréfa- skriftum: Joyce Okpati, c/o Mr. Samuel Okpati, Tema Thread Company, P.O. Box 628, Tema, Ghana. SLÓVAKI, 21 árs árs háskólastúd- ent, með áhuga á íþróttum, ferða lögum og tungfumálum: Mirek Kotek, Raby 94, 53352 St. Hradiste, Slovakia. SAUTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á ferðalögum, íþróttum, tón- list og safnar frímerkjum og póst- kortum: Hanna Granqvist, Box 7-3, 68550 Öja, Finland. TÓLF ára japönsk stúlka með áhuga á. bréfaskriftum, kvikmynd- um o.fl.: Akiko Fujimoto, 6-6-1 Yoshimi, Moriyama Shiga, 524 Japan. EHED b r é f a b i n d i Þið hringið - við sendum Múialundur Vmnustofa SÍBS • Hátún 10c Sfman 688476 og 688459 ¦ Fax: 28819 Virmingstaur 30. des. 1993 laugardaginn VINNINGAR fjOlði vinningshafa UPPHÆDÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.226.551 2. **im 2 193.456 3. 4a!5 78 8.556 4. 3af5 2.920 533 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.837.191 kr. UPPLÝSINGARSIMSVAHIÍM -681511 LUKKULlNA 991002 ÆMSKAST ÍKOlAPORnNU Janúarer frábærmánuður í Kolapoiliuuþvínú tökum við sannkallað æðiskast og Iækkum verðið ermþá meira..!! Til að hjálpa selj end u m að halda verðunum arveg í Dotni veitumyið 25%AFSLÁTT áöllumbásum!! fyrir þá seljendur sem eru bæoi laugardaga og sunnudaga. ¦ Smábásar ¦§ Litlir sölubásar 1 (2,5 x 1,2 metrar) (2,5 x 2,5 metrar) kosta bá 1.875 kr. kosta bá 2.626 kr. (venjulega 2.500 kr) (venjutega 3.500 kr) ¦ Stórir sölubásar (2,5 x 5 metrar) kosta þá 3.375 kr (venjulega 4.500 kr) Wii Á ofangreind vero leggst viiolsaukaskattur fyrir þa aftila sem geta notaö harm til fradiattar á VSK-skýrslu. Sértilboð fýrir alla heimilislist!! Seljendur sem búa til hluti heima hjá sértil að selja í Kolaportinu geta fengiö minni og ódýrari pláss og kostar þá borðmetrinn ekki nema 1.245.- kr. Sértilboð fyrir börnogunglingal! Börn og unglingar yngri en 16 ára geta fengið minni og ódýrari sölupláss til að selja hvað sem er og kostar þá borðmetrinn ekki nema 1.245.- kr. Þetta tilboð er háð því skilyrði að foreldrar panti fyrir börn sín eða gefi þeim skriflegt leyfi til þátttöku. NAMSKEIÐAKYNNING í KOLAPORTINU Skólar, líkamsræktarstöövar og aörir sem standa aö námskeiðum og tómstundastarfi kynna starfsemi sína þessa helgi. Plássið er takmarkað - svo hr ingið strax qg pantíð pláss ísíma 625030. KOIAPORTIÐ MARKAÐSTORG -spennandi fyriralla!!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.