Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.01.1994, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994 t Ástkær eiginkona mín, 'fnóðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA GÍSLADÓTTIR, Sæviðarsundi 36, Reykjavík, andaðist í Landspitalanum að morgni 2. janúar 1994. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólafur A. Ólafsson, Gísli Örvar Ólafsson, Margrét Árnadóttir, Valgerður Björk Ólafsdóttir, Reynir Jóhannsson, Helga Hrönn Ólafsdóttir, Roger Gustafsson, Hulda Sjöfn Ólafsdóttir, Ólafur Sturla Kristjánsson, Ólafur Örn Ólafsson og barnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR frá Hemru, Bergþórugötu 57, Reykjavík, lést í Landspítalanum á gamlársdag. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Guðmundsson, Bjarni Einar Ólafsson, Guðmundur Ólafsson. t Ástkær eiginkona, móðir okkar, amma og langamma, MARTA ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR, Miðfelli, Þingvallahreppi, andaðist á dvalarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 31. desember 1993. Ingólfur Guðmundsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARI'A MAGNÚSDÓTTIR, Austurgötu 22, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Keflavíkur. Sigurður Sumarliðason, Emil B. Sigurbjörnsson, Magnús S. Sigurðsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Bergur Vernharðsson, Halldóra Sigurðardóttir, Ástvaldur Valtýsson, Sigmar Sigurðsson, Edda E. Hjálmarsdóttir, Emilía Magnúsdóttir, Dallas Blevins, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS GUÐLAUGSDÓTTIR, Búðargerði 1, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. janúar kl. 13.30. Helgi Kristófersson, Margrét Einarsdóttir, Kristófer Kristófersson, Sigrún Alda Kjærnested, Magnús Elvar Magnússon, Sigríður Pála Konráðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Svalbarði 11, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Þorleifur Gunnarsson, Lilja Sveinsdóttir, Haukur Jónsson, Guðrún Sveinsdóttir, Þórarinn Kristinsson, Anney Sveinsdóttir, Franz Arason, barnabörn og barnabarnabörn. Knud Alfred Han- sen - Minning Fæddur 24. júní 1903 Dáinn 23. desember 1993 Þegar tengdafaðir minn, hann afi eins og við kölluðum hann öll, lagði upp í ferðina miklu, var hann svo löngu tilbúinn. Það má með sanni segja að síðan í mars 1987 hafi hann beðið hennar. Þá fékk hann heilablæðingu, sem varð þess valdandi að tjáningin brenglaðist. Síðan fylgdu fleirj. blæðingar, sem juku enn á einangrun hans. En allt- af var hann jafn duglegur. hansen var fæddur á Fjóni í Danmörku á Jónsmessunni árið 1903. Foreldrar hans voru hjónin Christiane og Knud H. Hansen. Einn bróður, 14 árum yngri, eignað- ist Hansen, sem nú kveður „store bror.“ Þegar Hansen var 17 ára hóf hann nám í símritun hjá Stóra nor- ræna símafélaginu. Var hann fyrst eitt ár í Gautaborg en síðar tvö ár í London. Talaði hann oft um Lund- únaár sín og þótt hann hefði ekki úr miklu að moða minntist hann þessara ára með gleði. í framhaldi af námi sínu réð Hansen sig til Seyðisfjarðar og var þar í fjögur ár. Æ síðan var þessi hluti landsins okkar honum afar kær og eftir að hann veiktist gladdist hann ávallt ef myndir komu í sjónvarpinu frá Seyðisfirði eða Hallormsstað. Á þessum árum fór hann margar ferð- ir upp á Hérað og þar sá hann að á íslandi var hægt að rækta skóg. Eftir að hann fluttist til Reykjavík- ur var hann ötull við að gróðursetja í Heiðmörkinni í reit símamanna. Síðast í sumar fórum við með hann þangað og virtist hann þekkja hvert tré og klappaði þeim eins og börn- um. Árið 1931 kvæntist hann Láru Einarsdóttur frá Grímslæk 1 Ölfusi. Áttu þau saman 56 ár, en tengda- móðir mín lést 8. júní 1987. Hygg ég að veikindi Hansen hafí frekar stytt ævi hennar. Það var mjög sárt að sjá þennan greinda og sterka mann nánast ósjálfbjarga sem barn. Þau eignuðust tvö börn: 1) Esther, sem gift er Bent Lars- en og búa þau í Danmörku. Eiga þau tvær dætur, Eddu og Thelmu. Barnaböm Estherar eru tvö, Nadia og Alexander. 2) Óskar, sem kvæntur er undir- ritaðri. Synir okkar eru þrír, Óskar, Einar Trausti og Tryggvi Knud. Áður var Óskar kvæntur Kolbrúnu Lily Hálfdánardóttur og eiga þau tvær dætur, Rósu og Lindu. Barna- börn Óskars eru fjögur, ívar Örn, Tinna Rós, Leifur Alexander og Arnar Freyr. Árið 1929 eignaðist Hansen dótt- ur, Vigdísi, með Jódísi Jónsdóttur frá Þóroddsstöðum. Gaman var að sjá hvað allt þetta fólk lagði sig fram um að létta afa þessi síðustu ár og að sjá minnsta fólkið stökkva á fætur úr „afalang- afastól" þegar þau sáu hann koma gangandi inn stofugólfið. I yfir 40 ár var Hansen starfs- maður Landsíma íslands. Lifði hann Ragnhildur Páls dóttir — Kveðja Fædd 7. ágúst 1916 Dáinn 24. desember 1993 Svo lengi sem ég man tengjast minningar mínar Æddu frænku. Hún var ein af þessum ómissandi frænkum sem öll börn dreymir um að eiga: sú sem alltaf átti nægan tíma, sú sem veitti manni óskipta athygli og sem umvafði mann gæsku. Hún tók beinan eða óbeinan þátt í öllum helstu atburðum í lífi mínu, allt frá því að ég lærði að lesa og skrifa fram að fæðingu fyrsta barnsins míns. Alltaf með þessari öruggu nærveru sem var allt í senn umvefjandi og hógvær. Ædda var orkumikil og þétt um sig sem gerði hana bara enn vold- ugri í mínum augum. Hún var fróð- leiksfús og vel greind og hafði mjög ákveðninn og listrænan smekk. Hún bjó yfir óendanlega miklu örlæti — sem við sem hún tók að sér fengum óspart að njóta — en líka mikilli hlédrægni sem einkennir svo oft einverufólk. Því Ædda var svo sannarlega ein. Hún átti hvorki systur né bræður, eiginmann né böm. En samt fannst manni alltaf eins og hún hefði valið sér þetta hlutskipti af frjálsum vilja. Aldrei heyrði maður hana kvarta yfir því að hún væri einmana né heldur nokkrum öðrum sköpuðum hlut, ekki nema ef vera skyldi þessi tvö til þijú síðustu ár sem hún lét í ljós áhyggjur sínar af stöðugt vaxandi minnisleysi. Á sama hátt og Ædda gerði ein- veruna að nokkurs konar lögmáli sem hún kaus að lúta þá stóð hún vörð um ákveðnar lífsreglur; rétt- sýni, nákvæmni, harka — en líka dyggð og kærleiki — var það sem einkenndi hana. Þessi lífsverðmæti hjálpuðu henni að vísu ekki alltaf í samfélagi við mennina en hvað sem því líður þá stjórnaði hún lífi sínu samkvæmt eigin sannfæringu og það eitt út af fyrir sig ber vott um mikið hugrekki. Ég vil að lokum þakka Æddu frænu minni allan þann hlýhug og velvild sem hún sýndi í minn garð frá því ég var lítið barn. Og nú þegar hún er horfin sjónum okkar þá finnst mér eins og einhverjir strengir sem tengdu mig við landið hafí rofnað — eins og það verði tómlegra að koma næst heim til íslands. Útför Ragnhildar Pálsdóttur fór fram frá Fossogskapellu 30. desem- ber. Eftir situr minningin um góða konu. Ragnheiður Ásgeirsdóttir, París. 1 Vterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! i Ástkær eiginmaður minn, ■ ÁSBJÖRN SKARPHÉÐINSSON, lést 1. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Fjóla Guðbrandsdóttir. + Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB LÍNDAL JÓSEFSSON, lést í Sjúkrahúsi Sauðárkróks þann 27. desember. Útförin fer fram laugardaginn 8. janúar frá Sauðórkrókskirkju kl. 13.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDÍS EYRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 134, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 5. janúar nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Landspítalann. Lilja Hallgrímsdóttir, Árni Noröfjörð, Sigrún Hallgrímsdóttir, Gylfi Hallgri'msson, Valgerður Ása Magnúsdóttir, Áslaug Hallgrímsdóttir, Reynir Svansson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.