Morgunblaðið - 06.01.1994, Qupperneq 1
80 SIÐURB/C
3. tbl. 82. árg.
FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Moskvu. Reuter.
ZVIAD Gamsakhurdia, fyrrverandi forseti Georgíu, svipti sig lífi
á gamlársdag og tók þann kost heldur en að falla í hendur óvinum
sínum. Hafði rússneska fréttastofan ínterfax þetta eftir eiginkonu
hans í gær en georgíska innanríkisráðuneytið segir það rangt.
Gamsakhurdia hafi ekki stytt sér aldur, heldur verið skotinn í
Grosníj í Suður-Rússlandi.
Manana, eiginkona Gamsak-
hurdia, sagði í gær í Grozníj, höf-
uðborg rússneska sjálfstjórnarhér-
aðsins Tsjetsjníja, að maður sinn
hefði svipt sig lífi í Vestur-Georgíu
þar sem hann stóð fyrir uppreisn
gegn stjórninni í Tbilisi og Edúard
Shevardnadze, leiðtoga Georgíu,
síðastliðið haust. Hefði hann frem-
ur kosið dauðann en vera handtek-
Fischer af-
þakkar 350
milljónir
BOBBY Fischer hefur hafnað til-
boði um fimm milljónir dala,
jafnvirði 350 milljóna króna, í
verðlaunafé fyrir skákeinvígi
sem fyrirhugað er á milli hans
og skákkonunnar Judit Polgar,
að sögn spænska skákblaðsins
Jaque.
Móðir skákkonunnar, Clara Polg-
ar, staðfesti þetta í samtali við blað-
ið. „Þetta er rétt. Breskt áfengisfyr-
irtæki bauð þessa fjárhæð. Við vor-
um hlynnt þessu, en Fischer er
ósveigjanlegur þegar auglýsingar
um áfengi og tóbak eru annars
vegar.“
Clara Polgar bætti við að verið
væri að semja um önnur tilboð en
ekkert hefði verið ákveðið enn.
mm
Gamsakhurdia
inn. Blaðafull-
trúi Gamsakhur-
dia í Grozníj
sagði, að hann
hefði gefið út
sérstaka yfirlýs-
ingu áður en
hann fyrirfór sér
þar sem hann
sagði, að með
dauða sínum vildi hann mótmæla
núverandi stjórn í Georgíu.
Þessi frétt hefur ekki verið stað-
fest en talsmaður innanríkisráðu-
neytisins í Tbilisi sagði, að sam-
kvæmt heimildum þess hefði verið
skotið á Gamsakhurdia þegar hann
kom til Grosníj frá Georgíu 30.
desember og hefði hann síðan lát-
ist af sárum sínum í gær. Sagði
talsmaðurinn, að yfirlýsingin um
sjálfsmorðið væri líklega áróðurs-
bragð, sem ætlað væri að stappa
stálinu í stuðningsmenn Gamsak-
hurdia í Georgíu. Enn aðrir draga
í efa að Gamsakhurdia sé látinn.
Indíánar í uppreisnarhug
Reuter
MEXÍKÓSKI flugherinn gerði loftárásir í gær á stöðv-
ar uppreisnarmanna í suðurausturhluta Mexíkó en jafn-
vei er talið, að nokkur hundruð manna hafi fallið í
átökum þeirra við stjórnarherinn frá því uppreisnin
hófst fyrir sex dögum. Uppreisnarmenn, bændur af
indíánaættum, lögðu undir sig nokkra bæi en eru nú
flestir flúnir til fjalla. Hér eru stjórnarhermenn að
leggja til atlögu við þá skammt frá borginni San
Cristobal de Las Casas.
Sjá „Bjóða uppreisnarmönnum ...“ á bls. 26.
Rússar bregðast hart við NATO-umsókn Litháa
Vara við hemaðar-
legnm óstöðugleika
Moskvu, Prag. Reuter.
RÚSSAR brugðust skjótt og hart við umsókn Litháa um
aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og sögðu að stækk-
un bandalagsins svo langt í austur gæti valdið pólitískum
og hernaðarlegum óstöðugleika í Mið- og Austur-Evrópu.
Lítii áhrif á varn-
ir á norðurslóðum
„OKKUR er ekki fullkunnugt um niðurstöður samninga íslendinga
og Bandaríkjamanna og getum því ekki sagt mikið um þær,“ sagði
Erik lanke, blaðafulltrúi Torolfs Reins aðmíráls, yfirmanns norska
heraflans, er hann var inntur viðbragða í Noregi við niðurstöðu
varnarviðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda.
„Út af fyrir sig kemur þetta
ekki á óvart, með tilliti til breyttra
umsvifa eftir lok Kalda stríðsins.
Við vissum að einhver samdráttur
yrði og eitthvað af þessu sem þú
nefnir hefur verið í umræðunni á
fyrri stigum málsins," sagði Ianke
þegar honum voru tjáð helstu
efnisatriði samkomulagsins; um
fækkun F-15 flugvéla og lokun
SOSU S-kafbátaeftirlitskerfisins
og fjarskipta- og miðunarstöðvar-
innar í Rockville.
„Það er of snemmt að segja
eitthvað ákveðið um áhrif samn-
inganna á norskar varnir eða
stöðu varnarmála á norðurslóðum.
Ég held þó að segja megi að áhrif-
in séu óveruleg. Við höfum vissar
áhyggjur af þróun mála í Rúss-
landi í ljósi niðurstöðu þingkosn-
inganna í fyrra mánuði en-ef að-
stæður breyttust yrði mögulegt
að auka varnarviðbúnað á norður-
slóðum mjög hratt, einkum á ís-
landi. Þangað má senda flugvélar
á nokkrum klukkutímum," sagði
Erik Ianke.
Vjatsjeslav Kostikov, talsmaður
rússnesku stjórnarinnar, sagði það
mikið áhyggjuefni hversu ákaft Lit-
háen og önnur fyrrverandi komm-
únistaríki í Mið- og Austur-Evrópu
sæktust eftir aðild að NATO. Það
kvað hann kalla á „árvekni" af hálfu
Rússa.
Kostikov sagði að Borís Jeltsín,
forseti Rússlands, hefði áhyggjur af
hugsanlegri stækkun NATO í austur
og vænti þess að Ieiðtogar aðildar-
ríkjanna mörkuðu skýra stefnu í
þessu máli á fundi þeirra á mánudag
í næstu viku. „Forsetinn hefur
áhyggjur af því að stækkun banda-
lagsins, sem fái ný aðildarríki við
rússnesk landamæri, skapi neikvæð
viðbrögð almennings í Rússlandi,"
sagði talsmaðurinn. „Slíkt myndi ala
á óæskilegum viðhorfum á meðal
almennings og innan hersins, og það
gæti skapað hernaðarlegan og póli-
tískan óstöðugleika."
Eistlendingar og Lettar ætla
að bíða
Stjórnvöld í Lettlandi og Eistlandi
sögðust sátt við ákvörðun Litháa en
tóku fram að þau myndu ekki fara
að dæmi þeirra að svo stöddu. Rúss-
neskir hermenn eru enn í Lettlandi
og Eistlandi og þau hafa einnig átt
í deilum við stjórnina í Moskvu vegna
meintra brota á réttindum rússneska
minnihlutans í Eystrasaltsríkjunum.
Skjót og hörð viðbrögð Rússa við
umsókn Litháa beinir athyglinni að
vanda Atlantshafsbandalagsins, sem
áður hafði fengið aðildarumsóknir
frá Tékkum, Pólvetjum, Ungveijum
og Slóvökum. Á meðal þeirra gætir
vaxandi ótta við að NATO hafni
umsóknum þeirra.
Fyrir hálfu ári var almennt talið
að leiðtogar NATO-ríkjanna myndu
greiða fyrir inngöngu ríkjanna fjög-
urra á fundinum á mánudag. Þegar
Borís Jeltsín heimsótti Tékka og
Pólveija í ágúst kvaðst hann ekki
vera andvígur aðild þeirra að NATO.
Nokkrum vikum síðar, að því er virt-
ist vegna þrýstings frá rússneska
hernum, sagði Jeltsín hins vegar að
rússneska stjórnin gæti ekki sætt
sig við stækkun NATO í austur.
Mið-Evrópuþjóðirnar telja að með
því endurskoða afstöðu sína eftir
kúvendingu Jeltsíns sé NATO að
veita Rússum neitunarvald í málum
sem varða fyrrverandi leppríki
þeirra.
Finnar
vilia að-
Mað EB
Astæðan sögð ótti
við Zhírínovskíj
Helsinki. Frá Lars Lundsten, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
SIGUR þjóðernisöfgamanna
í Rússlandi er talinn hafa
valdið því, að nú er meiri-
hluti Finna hlynntur aðild að
Evrópubandalaginu, EB.
Samkvæmt nýrri Gallup-
könnun segjast 53% kjósenda
vera samþykk aðildinni en
47% eru henni andvíg.
Fylgi við
aðild Finn-
lands að Evr-
ópubandalag-
inu minnkaði
allt síðasta ár
en eftir kosn-
ingarnar í
Rússiandi 12.
desember
snerist sú
þróun við. í
könnuninni
nú var í
fyrsta skipti spurt eins og spurt
verður í þjóðaratkvæðagreiðsi-
unni um EB í nóvember, hvort
svarið væri já eða nei við aðild.
Þess vegna var ekki um að ræða
neina óákveðna. Menntað borg-
arfólk er yfirleitt hlynnt EB-
aðild en rúmlega 90% bænda
eru á móti henni. Þá er ungt
fólk mun hrifnara af henni en
það, sem komið er yfir miðjan
aldur.
Zhírínovskú'
Deilt um dauða
Gamsakhurdia