Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Togarinn Snorri Sturluson heldur til úthafsveiða
Sjómenn eru áhugasam-
ir að komast í skiprúm
GRANDI hf. áætlar að senda
togara sinn Snorra Sturluson á
veiðar utan 200 mílna fiskveiði-
lögsögunnar í febrúar. Skipið
er kvótalaust og verður úrelt
vegna kaupa fyrirtækisins á
Þerney. Gert er ráð fyrir
10-11 mánaða úthaldi. Margir
sjómenn vilja komast í skiprúm
á Snorra.
Grandi hf. hefur auglýst eftir
skipstjóra á Snorra Sturluson og
hafa margar umsóknir borist. Sig-
urbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri
Granda hf., býst við að ráðið verði
um helgina. Skipstjórinn mun síð-
an ráða annan mannskap en Sig-
urbjöm sagði að margir vildu ráða
sig í skiprúm enda mikið atvinnu-
leysi hjá sjómönnum í Reykjavík.
26-27 menn verða í áhöfn og með
föstum afleysingamönnum fá
33-34 sjómenn störf við það.
Þetta er hrein viðbót við starfsemi
Granda hf.
Eitt tekur við af öðru
Áhöfn Snorra Sturlusonar flutti
sig yfir á nýja skipið, Þemey RE,
og kvótinn var einnig fluttur á
nýja skipið. Ákveðið hefur verið
að gera Snorra út á ókvótabundn-
ar tegundir. Grandi hefur ákveðinn
frest til að afskrá skipið. Vonast
Sigurbjörn til að fá það skráð á
íslenska skipaskrá án veiðileyfís í
samræmi við nýjar reglur sem
boðaðar eru í væntanlegu frum-
varpi. Segir Sigurbjörn það mun
hagkvæmara fyrir þjóðina, annars
þurfi að skrá skipið erlendis og
veiðireynslan komi þá öðrum þjóð-
um til góða við úthlutun kvóta úr
stofnum sem það sæki í.
Snorri Sturluson verður á út-
hafskarfa í 6-8 mánuði, síðan tek-
ur eitt við af öðm, blálanga, grá-
lúða og rækja við Nýfundnaland.
Síðan verður skipið sent til veiða
í Smugunni í Barentshafi, að sögn
Sigurbjöms, ef þar verður físk að
fá.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hiti 43 ■r3 veður úrkoma léttskýjað
Bergen 1 léttskýjað
Helsinki 46 alskýjað
Kaupmannahöfn 4 rigning
Narssarssuaq 43 heiðskírt
Nuuk 47 skýjað
Ósló 42 snjókoma
Stokkhólmur 1 skýjað
Þórshöfn 3 skúr
Algarve 15 skýjað
Amsterdam 6 rigningog súid
Barcelona 14 skýjað
Beriín 6 alskýjað
Chicago vantar
Feneyjar 5 þokumóða
Frankfurt 7 rigning
Glasgow 3 rigning
Hamborg 5 skýjað
London 8 skúr
LosAngeles 13 þokumóða
Lúxemborg 5 rigning
Madríd 7 aiskýjað
Maiaga 15 léttskýjað
Mallorca 14 féttskýjað
Montreal 414 snjókoma
NewYork 44 léttskýjað
Orlando vantar
París 8 rigning
Madeira 16 skýjað
Róm 16 léttskýjað
Vín 10 léttskýjað
Washington vantar
Winnipeg 430 léttskýjað
Snjórinn kominn íBláfjöIl
SÍÐUSTU daga hafa skíðamenn fjölmennt í Bláfjöll að sögn Þor-
steins Hjaltasonar fólkvangsvarðar og hefur myndast biðröð við lyft-
urnar. „Með gætni hefur verið hægt að nota sér færið en við höfum
þurft að ýta til snjónum efst í brekkunum," sagði hann. „Ef menn
gá ekki að sér er alltaf hætt við að þeir lendi á steinum sem standa
uppúr. Best er við stólalyftuna, þar er góður snjór.“ Þijá daga í viku,
þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, eru lyftur í gangi frá kl.
10 að morgni til kl. 22. Aðra daga er opið frá kl. 10 til 18.
Alþjóðleg siglinga-
keppni verður í sumar
SIGLINGASAMBAND íslands, samgönguráðuneytið og Reykjavíkur-
borg hafa tekið höndum saman um að kanna möguleika á að halda
árlega alþjóðlega siglingakeppni við ísland. Undirbúningsvinna er
hafin, en stefnt er að því að keppnin verði haldin sem næst þjóðhá-
tíðardeginum, 17. júní. Að sögn Þórhalls Jósepssonar aðstoðarmanns
samgönguráðherra sem á sæti í nefndinni er hugmyndin sú, að Sigl-
ingasambandið sjái um framkvæmd keppninnar með samvinnu
Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins.
Byijað verður á viðráðanlegri
keppni en lögð áhersla á að þjálfa
menn í að stjóma slíkri keppni eft-
ir alþjóðlegum reglum með alþjóð-
legum dómurum. Einnig er mark-
miðið að útbúa kyningarefni fyrir
sjónvarp til dreifingar erlendis og
bjóða jafnvel blaðamönnum þekktra
siglingatímarita til landsins. Verður
þannig strax hafin markaðssetning
erlendis. „Við vonum síðan að þetta
hlaði utan á sig og umsvifin verði
heilmikil eftir nokkur ár,“ sagði
Þórhallur.
2-3 daga keppni
Gert er ráð fyrir a.m.k. 2-3 daga
keppni, þar sem siglt yrði frá
Reykjavíkurhöfn til Vestmannaeyja
og aftur til Reykjavíkur. Hugsan-
lega verður einnig boðið upp á
styttri siglingaleiðir fyrir minni
skútur. „Ef horft er til lengri fram-
tíðar er markmiðið að keppnin nái
hringinn í kringum landið. Þegar
hún hefur verið haldin nokkrum
sinnum er hugsanlegt að hún hafí
skapað sér nafn á erlendum vett-
vangi og hingað komi þá þekktir
siglingakappar," sagði Þórhallur og
bætti við að þeim fylgdi að jafnaði
bæði sjónvarpstökumenn og frétta-
menn frá hinum ýmsu löndum.
Sjá ennfremur „Framleiða 4-5
skútur ...“ bls. 2B viðskipta-
blaði.
Jólatrén hirt fólki
að kostnaðarlausu
NÆSTU daga munu starfsmenn Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar
og Kópavogs taka við jólatrjám frá íbúum og farga. í Garðabæ sér
hjálparsveitin um að safna þeim saman og á Seltjarnarnesi er það
íþróttafélagið Gerpla. Þessi þjónusta er fólki að kostnaðarlausu.
Á Seltjarnamesi verður tijánum
safnað saman föstudaginn 7. janúar
en í Reykjavík laugardaginn 8. jan-
úar og í Garðabæ á laugardag og
sunnudag. í Hafnarfirði og Kópa-
vogi fer söfnunin fram mánudaginn
10. janúar.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta
sér þessa þjónustu eru beðnir um
að setja jólatrén framan við lóðar-
mörk þar sem sést til þeirra.
Engin söfnun er í Mosfellsbæ en
samkvæmt upplýsingum frá
áhaldahúsi bæjarins hafa íbúar á
undanförnum árum lagt tré sín á
13. brennu sem bærinn stendur
fyrir eða sjálfir komið þeim til
Sorpu.
Verð á eggjum hækkar
VERÐ á eggjum hækkaði í gær, þrátt fyrir að um áramótin hafi
kjarnfóðurgjald lækkað í 12,5% úr 25%. Bjarni Stefán Konráðsson,
framkvæmdastjóri Félags eggjaframleiðenda, segir að þrennt komi
til, eggjabændur hafi frestað leyfilegri hækkun 1. september og
hún komi til framkvæmda nú, nýr verðlagsgrundvöllur hafi ekki
verið reiknaður út eftir niðurfellingu kjarnfóðurgjaldsins og um
áramótin hafi endurgreiðslum til eggjabænda verið hætt.
Heildsöluverð á einu kílói af
eggjum er nú 300 kr., en var áður
275 og nemur hækkunin 9,41%. í
Hagkaup fengust þær upplýsingar
að egg hefðu hækkað í versluninni
og kostar kílóið nú 359 kr. í stað
347 króna áður.
Bjarni Stefán segir að á milli
þess sem verðlagsgrundvöllur sé
reiknaður út sé ekki hægt að
breyta honum. Hins vegar sé hægt
að geyma að setja breytingarnar
sem á honum verða út í verðlagið
í einhvern tíma. Það hafi verið
gert 1. september. Hann segist
búast við því að þegar nýr grund-
völlur verði reiknaður út 1. mars
muni verðið lækka eitthvað aftur,
ef miðað er við að engar ytri að-
stæður breytist.