Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Morgunblaðið/Árni Sæberg
í AÐALHL UTVERKUM
Nú þegar niðurstaða er fengin um það hver verða umsvif varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli næstu tvö árin, má segja að í sameiginlegri niðurstöðu íslenskra og banda-
rískra stjórnvalda Ieiki þessir tveir flugvélakostir aðalhlutverkin. 4 Sikorsky HH-60 G björgunarþyrlur bandaríska flughersins verða áfram staðsettar á Keflavíkurflugvelli
og 12 F-15C Eagle-orrustuþotum bandaríska flughersins verður í áföngum á næstu 12 mánuðum fækkað í fjórar, sem þykir nægja til þess að héðan verði áfram stundaðar
það sem aðilar nefna „trúverðugar loftvarnir".
SKEYTIÐ SEMFEKK
KERFIÐ TIL AÐ
NÖTRA OGSKJÁLFA
hafa verið áréttað af íslands hálfu, sam-
kvæmt mínum upplýsingum, að varnarsamn-
ingurinn frá 1951 væri grundvöllur allra við-
ræðna.
Næsti viðræðufundur nefndanna var ekki
haldinn fyrr en 8. júní, 1993 og fór sá fund-
ur fram í Reykjavík. Sá fundur var fyrsti
fundur íslensku nefndarinnar með fulltrúum
nýrrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna, Clinton-
stjórnarinnar.
í kjöifar þess fundar var gefin út sameigin-
leg yfirlýsing^ viðræðunefndanna, þar sem
sagði m.a.: „ítarleg og gagnieg skoðana-
skipti fóru fram um breytingar sem orðið
hafa í alþjóðlegum öryggismálum, hvernig
þær hafi leitt til aðlögunar í Bandaríkjunum
og í liðskipan og varnarstefnu Atlantshafs-
bandalagsins og hvaða áhrif þetta gæti fiaft
á varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli."
Ennfremur sagði þar: „Bandarísku fulltrú-
arnir áréttuðu eindregnar skuldbindingar
Bandaríkjanna hvað varðar öryggi og varnir
íslands og vilja bandarískra stjórnvalda til
að eiga náið samráð við íslensk stjórnvöld
um hugsanlega aðlögun í varnarliðinu á
Keflavíkurfiugvelli. Báðir aðila ítrekuðu þær
skuldbindingar sem felast í tvíhliða varnar-
samningnum frá 1951 og þýðingu áframhald-
andi náins öryggissamstarfs íslands og
Bandaríkjanna, sem er báðum ríkjum gagn-
legt.“ Samkvæmt þeim uppiýsingum sem ég
hef aflað mér, taldi íslenska viðræðunefndin
það mikilvægt að fá fulltrúa hinnar nýju ríkis-
stjórnar Bills Clintons Bandaríkjaforseta
einnig til þess að viðurkenna þýðingu og gildi
tvíhliða varnarsamningsins.
Líta má á þessa fyrstu fundi í september
1992 ogjúní 1993, sem undirbúningsviðræð-
ur fyrir formlega viðræðufundi nefndanna,
en þeir urðu þrír talsins, þar til lokalotan
hófst. Fundarefnið var ávallt hið sama: Að-
lögun í starfsemi varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli.
Fyrsti formiegi fundurinn var haldinn í
Reykjavík, þann 6. ágúst 1993, þar sem form-
legar tillögur Bandaríkjamanna voru kynnt-
ar, annar fundurinn var í Washington þann
m ' * *'
inga voru kynntar og þriðji fundurinn var
haldinn með hléum í Washington 2., 3. og
5. nóvember síðastliðinn.
Sameiginlegur ásetningur að ljúka
viðræðunum
í kjölfar fundarins í Washington í nóvem-
ber sl. áttu sér engir formlegir fundir stað,
en aðilar skiptust á skoðunum og með milli-
göngu sendiráða landa sinna. Síðan í nóvem-
berbyijun hafa aðilar skipst með óformlegum
hætti á skoðunum, skilaboðum og tillögum.
í tengslum við utanríkisráðherrafund Atl-
antshafsbandalagsins í Brussel, sem haldinn
var þapn 3. desember sl. ræddi utanríkisráð-
herra íslands í tvígang við utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Warren Christopher, með
óformlegum hætti. Hann átti jafnframt ýtar-
legar, efnislegar viðræður við aðstoðarutan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir evrópsk
málefni, Stephen Auxman. Auxman gerði
Christopher grein fyrir þeim viðræðum og í
lok fundarins tjáði Christopher Jóni Baldvin
að hann hefði þegar fengið fundargerð í
hendur, af fundi hans með Auxman, og
myndi í framhaldi þess, taka upp viðræður
við viðeigandi hernaðaryfirvöld í Bandaríkj-
unum.
Auk þessa ræddi utanríkisráðherra, á ofan-
greindum fundi, málið við framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins, Werner, og for-
mann hermálanefndar NATO, Sir Richard
Vincent.
í framhaldi af þessum viðræðum bárust
upplýsingar um, að bandarísk stjórnvöld
myndu ekki lengur halda því til streitu, að
hverfa með alla flugsveit sína héðan af landi
þann 1. janúar sl. og því var í desemberlok
ákveðið að William J. Perry, varavarnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, kæmi hingað til
lands í ársbyijun 1994, þar sem stefnt yrði
að því að ljúka samningaviðræðunum sem
staðið hafa í hálft annað ár.
Seinnihluta desembermánaðar varð svo
ijóst að báðir aðilar höfðu hug á að ljúka
þessum viðræðum, fyrir leiðtogafund NATO-
ríkjanna sem fram fer í Brussel þann 10.
januar næstkomandi.
Niðurstaða þessa, ásamt þeirri staðreynd
að Bandaríkjamenn höfðu horfið frá upphaf-
iegum niðurskurðaráformum sínum hér á
landi, varð því sú að ákveðið var nú laust
fyrir áramótin að dr. William J. Perry, vara-
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem er
starfandi varnarmálaráðherra um þessar
mundir, kæmi hingað til Iands þegar upp úr
áramótum, þar sem stefnt yrði að því að ljúka
þeim viðræðum sem staðið hafa með hléum
í háift annað ár. Perry kom ásamt fylgdar-
liði til landsins á mánudagskvöld og strax
að morgni 4. janúar áttu Perry og hans
fylgdarlið viðræður við Jón Baldvin Hanni-
balsson, utanríkisráðherra, og íslensku við-
ræðunefndina. Perry gekk í kjölfar þess fund-
ar á fund Davíðs Oddssonar, forsætisráð-
herra.
Auk þessara formlegu og óformlegu funda,
hafa tvíhliða viðræður á óformlegum grunni
farið fram á æðri stjórnstigum.
Þann 3. ágúst síðastliðinn áttu þeir Davíð
Oddsson, forsætisráðherra, og A1 Gore, vara-
forseti Bandaríkjanna, fund í Washington og
utanríkisráðherrar landanna, þeir Jón Bald-
vin Hannibalsson og Warren Christopher
ræddust við í New York þann 28. september
síðastliðinn. Þá ræddust þeir Jón Baldvin og
Warren Christopher við á nýjan leik þann
3. desember síðastliðinn, eins og áður greinir.
Bandaríkjamenn lögðu fram formlegar til-
lögur sínar um breytingar á starfsháttum
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, á fyrsta
formlega viðræðufundinum, hér í Reykjavík,
þann 6. ágúst sl. Níu dögum síðai\ eða þann
15. ágúst, 1993, voru gagntillögur íslendinga
fullmótaðar, og voru þær lagðar fram á
næsta fundi,' sem var í Washington, þann
23. ágúst.
Þegar eftir að Bandaríkjamenn höfðu lagt
fram tillögur sínar, á fundinum hér í Reykja-
vík, snemma í ágústmánuði, óskuðu þeir eft-
ir því að einstök efnisatriði viðræðnanna yrðu
af beggja hálfu meðhöndluð sem „algjört
trúnaðarmál" (A Matter of Total Confidence).
Grunduðu þeir þá ósk sína á því mati sínu,
að viðræðurnar yrðu vart til lykta leiddar í
ljósi opinberrar umíjöllunar af hálfu meintra
hagsmunaaðila og lýstu þeirri skoðun sinni
að slík umfjöllun kynni að spilla samnings-
stöðu og torvelda að aðilar gætu náð sameig-
inlegri niðurstöðu. Við þetta tækifæri létu
Bandaríkjamenn í ljós þá ósk, að reynt yrði
að ljúka viðræðunum innan 30 daga, eða
eigi síðar en fyrrihluta septembermánaðar.
Eftir að viðræðunefnd íslands hafði kynnt
gagntilboð sitt í Washington, þann 23. ájg-
úst, og kom við svo búið aftur heim til Is-
lands, án þess einu sinni að vísir að niður-
stöðu í viðræðunum hefði fengist, gerðist
hárla fátt, og ekkert heyrðist.frá Bandaríkja-
mönnum, sem þó höfðu óskað eftir því að
málinu yrði hraðað og niðurstaða fengist
fyrrihluta septembermánaðar.
íslensk stjórnvöld óánægð með drátt
viðræðna
Þann 18. október síðastliðinn var óánægja
íslenskra-stjórnvalda með seinaganginn orðin
það mikil, að starfandi sendiherra Bandaríkj-
anna á íslandi, Eugene Schmiel, var kallaður
til fundar í utanríkisráðuneyti íslands, þar
sem lýst var óánægju ísienskra stjórnvalda
með þann drátt sem orðið hefði á því að leiða
málið til lykta. í kjölfar þess, var svo ákveð-
ið að efna til nýs samningafundar í Washing-
ton, þann 2. nóvember, sem var fram haldið
þar vestra, þann 3. og 5. nóvember, án þess
að samkomulag tækist um fyrirliggjandi til-
lögur beggja aðila um aðlögun í varnarliðinu
á grundvelli varnarsamningsins.
Samráð við utanríkismálanefnd
Utanríkisráðherra gerði utanríkismála-
nefnd grein fyrir fundi nefndanna í Reykja-
vík frá 8. júní, þann 22. júní sl. Ráðherrann
gaf nefndinni skýrslu um fundinn snemma í
ágúst í Washington, þann 10. ágúst. Þann
18. október gerði ráðhérrann utanríkismála-
nefnd grein fyrir stöðu viðræðnanna. Loks
gerði ráðherrann þann 31. október sl. utan-
ríkismálanefnd grein fyrir stöðu viðræðna í
aðdraganda fundarins 2. nóvember.
Utanríkisráðherra mun aldrei á þessum
fundum með utanríkismálanefnd, hafa kynnt
nefndinni efnislega, í hverju tillögur Banda-
ríkjamanna fólust, né heldur í hveiju gagntil-
lögur íslendinga fólust. Mun hann einatt
hafa svarað gagnrýni nefndarmanna, svo og
þingmönnum í utandagskrárumræðu um
sama mál, að íslenska viðræðunefndin hefði
undirgengist það, að ósk Bandaríkjamanna,
að halda algjörum trúnaði um efnisatriði við-
ræðnanna, þar til niðurstaða fengist í viðræð-
um aðila.
Meginmarkmið íslensku
viðræðunefndarinnar
Allar götur frá því að viðræður íslensku
og bandarísku viðræðunefndanna hófust,
hefur eftirfarandi verið sá grundvöllur sem
Islendingarnir byggðu alla sína afstöðu á:
Að allar áætlanir um aðlögun í framkvæmd
tvíhliða varnarsamstarfs landanna, yrðu
grundvallaðar á sameiginlegri skilgreiningu
aðila á því hvað felist í „trúverðugum vörn-
um“ eða eins og það hefur verið nefnt í við-
ræðunum „Credible Defences".
Að Wyggja trúverðugar varnir á íslandi,
þar á meðal að hér verði ávallt loftvarnir, í
einu eða öðru formi, þar með talin þyrlubjörg-