Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 15 Að áætlanir um varnir landsins verði gerð- ar til lengri tíma. Að tekið verði tillit til áhrifa á varnarhags- muni annarra varnarbandalagsþjóða. Óbrúað bil íslenska viðræðunefndin mun allan tímann í undirbúnings- og samningaviðræðum við Bandaríkjamenn hafa lagt höfuðáherslu á eftirfarandi meginatriði: 1. Að samningaviðræður færu fram á grundvelli gagnkvæmra skuldbindinga í varnarsamningnum frá 1951. 2. Að samkvæmt túlkun íslendinga felur samningurinn frá 1951 í sér lágmarksskuld- bindingar sem geti ekki verið breytingum undirorpnar í ljósi breyttra aðstæðna á grund- velli einhliða mats annars samningsaðilans og allra síst sem afleiðing af Ijárlagaákvörð- unum annars samningsaðilans. 3. Að einhliða ákvarðanir annars samn- ingsaðilans, svo sem fjáhagsákvarðanir sem taka ekki tillit til varanlegra varnarskuldbind- inga, kippi í reynd grundvellinum undan varn- arsamningnum. 4. Að samkomulag um aðlögun að breytt- um kringumstæðum hljóti því að byggjast á sameiginlegu mati á lágmarksskuldbinding- um samkvæmt sameiginlegri túlkun á varnarsamningnum. 5. Að skapað verði traust á stöðugleika og festu um framkvæmd varnarsamningsins þannig að varnarsamstarfið verði ekki endur- teknum og ófyrirsjáanlegum breytingum undirorpið, vegna pólitískra ákvarðana sem teknar eru á öðrum forsendum en sameigin- legu mati á viðvarandi skuldbindingum um lágmarksvarnir. Togstreitan Samkvæmt þessu virðist togstreitan í samningaviðræðunum hafa stjórnast annars vegar af breytilegu mati bandarískra hernað- aryfirvalda á hernaðarógninni á Norður-Atl- antshafi og hins vegar því grundvallarsjón- armiði íslenskra stjórnvalda, að á meðan varnarsamningurinn frá 1951 er í gildi, tryggi hann lágmarksvarnir og öryggi landsins án tillits til breytilegs mats á hernaðarógninni hveiju sinni. Hér var því um að ræða ólíka túlkun samn- ingsaðila á varnarsamningnum: Annars veg- ar það sjónarmið íslendinga að samningurinn feli í sér harðan kjarna á skilgreiningu á varanlegum varnarviðbúnaði, óháð sveiflu- kenndum ytri aðstæðum. Hins vegar það sjónarmið Bandaríkja- manna, að um sé að ræða opinn rammasamn- ing, þar sem gert sé ráð fyrir breytilegum viðbúnaði, eftir því hvernig samningsaðili meti varnarþörfina, út frá eigin hagsmunum hveiju sinni. Meginmarkmið íslenskra stjórnvalda í samningaviðræðunum við Bandaríkjamenn hefur verið að fá það út úr samningunum að aðilar staðfesti sameiginlega túlkun á skuldbindingum varnarsamningsins og því hvað felist í hugtakinu trúverðugar lág- marksvarnir, sem stöðugleiki ríki um, þótt á breytingaskeiði sé. Hins vegar hefur það markmið ráðið ferð- inni hjá íslensku viðræðunefndinni í umboði íslenskra stjórnvalda, að komið verði í veg fyrir áframhaldandi breytingar í áföngum, frá ári til árs, sem taki ekki tillit til skuldbind- inga varnarsamningsins og kollvarpi þar með forsendum hans. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef undir höndum, hefur aldrei, á öllu viðræðu- ferlinu, verið vikið svo mikið sem einu orði, að efnahagslegum áhrifum af starfsemi varn- arliðsins fyrir Island, né heldur að fyrirkomu- Gangur viðræðnanna HINN 31. mars 1992 flutti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra skýrslu sína á Alþingi, þar sem fyrsta yfirlit um áform um viðræður við bandarísk stjórnvöld um tilhögun og umfang varnarl- iðsins á Keflavíkurflugvelli i Ijósi breyttra aðstæðna var gefið. Hinn 23. júní 1992 var nefnd skipuð fulltrúum stjórnarflokkanna og emb- ættismönnum, með erindis- bréfum, til þess að vinna skýrslu um endurskoðun og stefnumörkun. Hlutverk nefndarinnar var að leggja mat á breyttar aðstæður í öryggismálum; að fjalla sérstaklega um tvíhliða varnarsamning Islands og Bandaríkjanna; að efna til viðræðna við fulltrúa utanríkis- og varnarmála- ráðuneytis Bandaríkjanna. Skýrsla nefndarinnar var lögð fram 10. mars 1993. Skýrslan var kynnt í utanríkismálanefnd Alþingis 15. mars sl. Umræður um efni skýrslunnar fóru fram á Alþingi 27. apríl 1993. í janúar 1993 tók Bill Clinton við völdum sem forseti Bandaríkjanna og skömmu síðar varð ljóst innan banda- ríska stjórnkerfisins, að Bandarikja- menn hygðu á verulegan niðurskurð umsvifa sinna á Keflavíkurflugvelli. I aprílmánuði 1993 voru hugmyndir inn- an bandaríska flughersins um umtals- verðan niðurskurð á Keflavíkurflug- velli orðnar nokkuð fastmótaðar, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, sem birti frétt í þessa veru á forsíðu blaðsins 6. maí 1993. Fyrsti undirbúningsfundur viðræðu- nefnda íslenskra og bandarískra stjórnvalda var haldinn í Washington í september 1992, að frumkvæði ís- lenskra stjórnvalda. Hinn 11. septem- ber 1992 gáfu aðilar út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem báðir aðilar ítrek- uðu: „... áframhaldandi mikilvægi þess samstarfs sem byggist á varnar- samningnum frá 1951.“ Næsti viðræðufundur nefndanna, sem einnig var skilgreindur sem undir- búningsfundur, var ekki haldinn fyrr en 8. júní 1993 og fór sá fundur fram í Reykjavík. Það var fyrsti fundur ís- lensku nefndarinnar ineð fulltrúum nýrrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna, Clinton-stjórnarinnar. Fyrsti formlegi fundurinn var hald- inn í Reykjavík 6. ágúst 1993, þar sem Bandaríkjamenn kynntu tillögur sínar um niðurskurð á Keflavíkurflugvelli. 15. ágúst 1993 voru gagntillögur íslendinga fullmótaðar, og voru þær lagðar fram á næsta fundi, sem var í Was- hington 23. ágúst. Hinn 18. október síðastlið- inn var óánægja íslenskra stjórnvalda með seinagang- inn orðin það mikil, að starf- andi sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi, Eugene Schmiel, var kallaður til fundar í utanríkisráðuneyti íslands, þar sem lýst var óánægju íslenskra stjórn- valda með þann drátt sem orðið hefði á því að leiða málið til lykta. Þriðji fundurinn var í kjölfar þess haldinn með hléum í Washington 2., 3. og 5. nóvember síðastliðinn, án þess að niðurstaða fengist í málinu. Síðan í nóvemberbyijun hafa aðilar skipst með óformlegum hætti á skoð- unum, skilaboðum og tillögum. í tengslum við utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel, sem haldinn var 3. desember sl., ræddi utanríkisráðherra íslands í tvígang við utanríkisráðherra Bandarikjanna, Warren Christopher, með óformlegum hætti. Hann átti jafnframt ýtarlegar efnislegar viðræður við aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna fyrir evrópsk málefni, Stephen Auxman. Auxman gerði Christopher grein fyrir þeim viðræðum og í lok fundarins tjáði Christopher Jóni Baldvin að hann hefði þegar fengið fundargerð í hend- ur af fundi hans með Auxman, og myndi í framhaldi þess taka upp við- ræður við viðeigandi hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum. Auk þessa ræddi utanríkisráðherra á ofangreindum fundi málið við fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbandalags- ins, Werner og formann hermála- nefndar NATO, Sir Richard Wincent. I framhaldi af þessum viðræðum bárust upplýsingar um að bandarísk stjórnvöld myndu ekki Iengur halda því til streitu að hverfa með alla flug- sveit sína héðan af landi 1. janúar sl. og því var í desemberlok ákveðið að William J. Perry, varavarnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kæmi hingað til lands í ársbyrjun 1994, þar sem stefnt yrði að því að ljúka samningavið- ræðunum sem staðið hafa í hálft annað ár. Niðurstaða þeirra viðræðna fékkst síðan á fundum varavarnarmálaráð- herrans með utanríkisráðherra og við- ræðunefnda beggja ríkja í fyrradag, eins og tíundað hefur verið. lagi framkvæmda á vegum varnarliðsins. Vissulega er kostnaðurinn af rekstri varn- arstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eitt þeirra atriða sem vaxið hafa Bandaríkja- mönnum í augum á síðustu árum og hafa Bandaríkjamenn samkvæmt mínum heimild- um reifað kostnaðarþátttöku íslendinga í - rekstri Keflavíkurflugstöðvarinnar, oftar en einu sinni á undanförnum árum, í satnbandi við ákvarðanir um fjárveitingar til íslands, að því er varðar Mannvirkjasjóð NATO. Af ofangreindu má ljóst vera að bandarísk hernaðaryfirvöld hafa ekki verið samstiga í afstöðu sinni til íslands og hvernig túlka beri lágmarksvarnir. Bandaríski flugherninn varð að láta í minni pokann Vitað er, áð það var ófrávíkjanleg krafa bandaríska flughersins, að flugsveitin, 12 F-15 vélar, væri kölluð heim til Bandaríkj- anna, frá Keflavík, en bandaríski sjóherinn hefur á hinn bóginn látið í veðri vaka, að með því að hafa hér flotastöð, án flugsveitar eða hluta úr flugsveit, sem annist loftvarnir, teljist varnirnar vart trúverðugar lágmarks- varnir. Svar bandaríska flughersins við þeirri kröfu, mun lengi vel hafa verið eitthvað á þá leið, að með nútímatækni og hljóðfráum þotum flughersins væri hægt að senda með svo litlum fyrirvara flugsveit, til þess að veija ísienska lofthelgi, að það teldist fullkomlega trúverðugt. Lengi vel var talið fullvíst að bandaríski flugherinn myndi hafa síðasta orðið að þessu leyti, og niðurstaðan yrði sú að fallist yrði á brottflutning flugsveitarinnar, en aðstöðu á Keflavíkurflugvelli yrði á móti viðhaldið á þann veg, að ávallt væri hægt að senda flug- sveit hingað til lands, með litlum sem engum fyrirvara. Jafnframt var talið líklegt að ákveðið yrði að flugsveit kæmi reglubundið til íslands til æfinga, jafnframt því sem sér- stakt ákvæði gerðúráð fyrir því, að ef ís- lensk stjórnvöld mætu varnarþörfina á þann veg að nauðsynlegt væri að hafa, a.m.k. tíma- bundið, flugsveit sem gerð yrði út héðan, þá féllust Bandaríkjamenn á slíka kröfu. Meginviðhorf íslensku viðræðunefndarinn- ar voru: Að samningaviðræður færu fram á grundvelli gagnkvæmra skuldbindinga í varnarsamningnum frá 1951; að breytingar á framkvæmd varnarsamningsins gætu ekki verið breytingum undirorpnar í ljósi breyttra aðstæðna; að einhliða ákvarðanir annars samningsaðilans, kipptu í reynd grundvellin- um undan varnarsamningnum; að samkomu- lag um aðlögun að breyttum kringumstæðum hlyti að byggjast á sameiginlegu mati á lág- marksskuldbindingum; og að skapað yrði traust á stöðugleika og festu um framkvæmd varnarsamningsins þannig að varnarsam- starfið væri ekki endurteknum og ófyrirsjá- anlegum breytingum undirorpið, vegna póli- tískra ákvarðana sem teknar væru á öði-um forsendum en sameiginlegu mati á viðvar- andi skuldbindingum um lágmarksvarnir. Þótt tekist hafí verið á og mönnum þyki sem samningaviðræðurnar hafi dregist á langinn, ber að hafa í huga að fyrstu form- legu tillögur Bandaríkjamanna voru ekki lagðar fram fyrr en 6. ágúst síðastliðinn, eða fyrir nákvæmlega fimm mánuðum. Nú liggur fyrir, eftir fimm mánaða samningalotu, að sjónarmið íslenskra stjórnvalda, með stuðn- ingi bandaríska sjóhersins og utanríkisráðu- neytisins, hafa orðið ofan á, og því verður varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli starfrækt að minnsta kosti næstu tvö árin, með svip- uðu fyrirkomulagi og hingað til, þótt umsvif dragist til muna samah, í ljósi minni hernað- arógnar nú en áður. IVIÁ BJÓÐA ÞÉR í í DAI\IS? • KENNSLUSTAÐIR • Reykjavík; Brautarholt 4, Ársel, Gerðuberg, Fjörgyn og Hólmasel. • Mosfellsbær • Hafnarfjörður • Innritun í síma 91-20345 fró kl. 13 til 19 í Brautnrholti 4. • Suðurnes: Keflavík • Innritun í sima 92-67680 fró kl. 21.30 til 22.30. KENNSLA HEFST MANUD AGINN 10. JAN. Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri Systkinaafsláttur -fyrsta barnfullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukaafsláttur efforeldrar eru einnig í dansnámi. Afhending skírteina í Brautarholti 4, sunnudag- inn 9. jan. frá kl. 16-19. SIÐASTI INNRITUNARDAGUR LAUGARDAGINN 8. JANÚAR. Samvkæmisdansar (suður-amerískir og standard) Gömlu dansarnir - Hip Hop - Disco - Tjútt og Rock'n roll. Erlendir gestakennarar. Allir aldurshópar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.