Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Engin jól í Paldiski
Frá Sigursteini Mássyni í Eistlandi:
Paldiski. Nær allir 6.000 íbúar Paldiski eru án atvinnu. Þeir eru í
raun fangar sögunnar því í Rússlandi bíður fæstra þeirra nein vinna.
Nyrðri höfnin í Paldiski. Rússneskur íbúi Paldiski rennir fyrir fisk
þar sem áður var stærsta athafnasvæði sovéskra kjarnorkukafbáta
við Eystrasaltið og vopnaverksmiðjur sem í dag eru rústir einar.
„Pentagon í Paldiski." Einn stærsti og fullkomnasti sjóhersskóli
fyrrum Sovétríkjanna sem Rússar gæta enn. Hann er sagður tóm-
ur og lokaður en fjöldi liðsforingja í nágrenni byggingarinnar
vekur upp efasemdir.
Paldiski var fynr siðan
heimsstyijöld einn vinsælasti
sumardvalarstaður Eista. Þarna
í aðeins fjörutíu kílómetra fjar-
lægð frá Tallin, höfuðborg Eist-
Iands, flatmagaði fólk á gullnum
sandinum og buslaði í tærum
sjónum. í dag er paldiski ömur-
legur minnisvarði um tæplega
fimmtíu ára hersetu Sovét-
manna í landinu.
Allt þar til í haust var þess vand-
lega gætt að enginn, þar með talin
eistnesk yfírvöld, kæmist inn í
þennan ' bæ sem í áratugi hefur
verið þyrnir í augum Eista.
Þarna í aðeins hálftíma aksturs-
fjarlægð frá Tallin ákváðu Sovét-
menn að koma sér upp fullkominni
aðstöðu Ýyrir kjarnorkukafbáta
sína í Eystrasalti, eldflaugar og
tundurskeyti gengu á færiböndum
og fyrirmyndar liðsföringjar sælu-
ríkis kommúnista, fengu þjálfun
sína. Nær allt sem minnti á að
Paldiski hafi eitt sinn verið eist-
neskur bær var afmáð. Eistneskur
kirkjugarður sem ekkert hefur ver-
ið heyrt um í meir en hálfa öld,
er það eina sem Sovétmenn létu
óhreyft.
Sviðin jörð
Áður en bænum og hafnarað-
stöðinni var skilað á haustdögum,
var þess gætt að aðstaðan gæti
ekki komið Eistum að neinum not-
um. í svokallaðri syðri höfn sökktu
Rússar fjórum gömlum tundurbát-
um sem hindra alveg aðgengi skipa
og báta að hafnargarðinum. Tveir
vandræðalegir landamæraverðir
standa vörð yfir ósköpunum og
virðast helst uppteknir af því að
koma í veg fyrir myndatökur á
staðnum. Engin gæsla er hins veg-
ar við Norðurhöfnina þar sem eld-
flaugaverksmiðjurnar voru. Þar
hafa verksmiðjuhús og hermanna-
braggar verið sprengd í loft upp
eða brennd. Höfnin sjálf er afar
illa farin. Enga hreyfingu var þarna
að sjá utan einn einmana Rússi,
sem freistaði þess að veiða sér eitt-
hvað í soðið. Það er ótrúlegt að
aðeins fyrir tveimur árum hafi
reykur staðið úr hverjum strompi
og þúsundir manna verið á þönum
um svæðið. Viðskilnaðurinn ber öll
merki yfirgangs og skeytingarleys-
is rússneskra hermálayfirvalda.
Eistarnir segja þetta dæmigert fyr-
ir framferði Sovéthersins í landinu.
Þeir hafi skilið eftir sig sviðna jörð
hvert sem litið sé.
Bæjarstjóri án ríkisfangs
Paladiski er í dag enginn venju-
legur bær. Flestir bæjarbúanna eru
atvinnulausir eftir að hernað-
arstarfseminni var hætt. Af ört
fækkandi sex þúsund íbúum stað-
arins eru aðeins hundrað og níutíu
með eistneskan ríkisborgararétt.
Hinir halda gömlu sovésku vega-
bréfunum sínum sem ekki eru leng-
ur í gildi. Langflestir eru því í raun
ríkisfangslausir. í þeim hópi er
sjálfur, bæjarstjórinn, Vetcheslav
Koncin. Þann sautjánda október
síðastliðinn fóru fram bæja- og
sveitarstjórnarkosningar í Eist-
landi en vegna sérkennilegrar
stöðu Paladiskis var brugðið á það
ráð að fresta kosningum í bænum.
Vetcheslav Konchin heldur því
sjálfkrafa stöðlum sínum um sinn.
Hann segir samskipti sín við eist-
nesk yfirvöld vinsamleg þótt hann
sé fyrrum liðsforingi í her Sovét-
manna og ótalandi á eistneska
tungu. Konchin spáir því að íbúa-
talan í Paldiski fari á næstu mán-
uðum niður í þijú þúsund. Þá geti
uppbyggingarstarfið hafist fyrir
alvöru með því að rússnesku íbú-
arnir og Eistar taki höndum sam-
an. Eistneskum embættismönnum
finnst þessi sýn bæjarstjórans
býsna langsótt. Paldiski er nefni-
lega enn suðupottur í samskiptum
rússneskra og eistneskra yfirvalda.
Rússneskur bær
Að áliti flestra Eista er Paldiski
ekkert annað en rússneskur bær.
Að hluta til er það rétt, þótt Rúss-
ar hafi látið flest af hendi yfir til
eistneskra yfirvalda halda þeir enn
tveimur hernaðarlega mikilvægum
byggingum. Annars vegar er um
að ræða kjarnorkuver en ofnar
þess hafa verið kaldir í tvö ár. Það
breytir ekki því að Rússar hyggjast
jafna verið við jörðu áður en eist-
neskir embættismenn fá að valsa
þar um. Hin byggingin sem Rússar
gæta enn er öllu tilkomumeiri. íbú-
arnir kalla hana Pentagon og rétt
er það að hún er gríðarlega stór.
Að sögn bæjarstjórans er bygging-
in einstök sinnar tegundar í veröld-
inni og því allt annað en einfalt
mál að afhenda Eistum hana á
augabragði. Þarna var einn besti
sjóhersskóli fyrrum Sovétríkjanna
til húsa. Rússneski fáninn er dreg-
inn að húni á hveijum morgni þó
svo engin starfsemi fari lengur
fram í byggingunni. Því heldur
bæjarstjórinn í það minnsta fram
þótt íjöldi einkennisklæddra liðs-
foringja í nágrenni byggingarinnar
veki vissar grunsemdir. Samkvæmt
tölum eistneska utanríkisráðuneyt-
isins eru átta hundruð rússneskir
liðsforingjar enn í Paldiski af alls
tvö þúsund og átta hundruð eftir-
legukindum sovéska hernámsins í
Eistlandi. Bæjarstjórinn í Paldiski
segir þessa tölu lægri.
Óviss framtíð
„Ég lagði það á dögunum til við
forsætisráðherra Eistlands að sjó-
hersskólinn verði gerður að aðsetri
eistneska þingsins og Paldiski að
höfuðborg Eistlands," segir Kon-
chin bæjarstjóri og hlær við. „Ég
held að honum hafi ekki þótt hug-
myndin góð.“ En Konchin er ekki
að grínast þegar hann lýsir vilja
sínum til að endurreisa Paldiski
sem ferðamannabæ þannig að
hann þjóni sama hlutverki og fyrir
1940. „Húsnæðið er fyrir hendi og
saga sovésks hernáms getur aðeins
orðið frekara aðdráttarafl fyrir
staðinn,“ segir Konchin. Fyrir að-
komumann sem virðir fyrir sér
óreiðu og ljótleika staðarins hljóm-
ar þetta aðeins fáránlega. Húsnæði
allt meira og minna í niðurníðslu.
Hafnir og strönd eins og eftir
sprengjuárás. í Paldiski þarf að
byggja allt upp frá grunni. í fyrir-
sjáanlegri framtíð leyfir veikur
efnahagur Eistlands ekki slíkar
stórframkvæmdir. Á meðan er
Paldiski og verður deyjandi bær. í
Rússlandi bíður íbúanna ekkert,
hvorki vinna né húsnæði. Þeir eru
fangar útþenslustefnu fyrrum vald-
hafa í Kreml. Mörgum finnst sem
þeir hafa verið sviknir. Rússnesk
jafnt sem eistnesk yfirvöld kæri sig
kollótta um afdrif þeirra. Fólkið
upplifir sig einangrað og óvelkomið
á einum glataðasta stað sem fyrir-
finnst. Nei, það voru engin jól í
Paldiski í þetta sinn.
SLENSKA OPERAN
sími 11475
eftir Pjotr I. Tsjajkovskí.
Texti eftir Púshkín í þýðingu Þorsteins Gylfasonar.
Athugasemd frá Félagi ís-
lenskra hljómlistarmanna
„Sýning íslensku óperunnar er eftirminnilegur viðburður,
... tækifæri sem enginn áhugamaður um tónlist og ís-
lenska menningu getur látið fram hjá sérfara." - „Ingvelcí-
ur (Ýr) kemur sterk inn á svið íslensks óperuflutnings.11 -
S.B. Rúv
„Gulltenórinn Gunnar Guðbjörnsson sló í gegn...“ - „Berg-
þór Pálsson söng einnig frábærlega ...“ - F.T.S. DV
„Ólöf Kolbrún Harðardóttir ... vinnur mjög eftirminnilegan
sigur.“ - S.S. Tíminn
„Samleikur og söngur Bergþórs og Ólafar ... sannkallað
..drama"." J.A. Mbl._______________________________________
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist athugasemd við grein Pálma
Gunnarssonar hér í blaðinu (22.
desember sl.) frá stjórn Félags
hljómlistarmanna, sem fer hér
á eftir:
Pálmi Gunnarsson söngvari og
hljómlistarmaður ritaði þarfa
áminningu til okkar hljómlistar-
manna nú rétt fyrir jólahátíðina.
Hann fer víða, ræðir útgáfumál
hljómlistarmanna, þátttöku þeirra
í dagskrárh Ijósvakamiðla og lýsir
vel hvernig réttindi þeirra eru fót-
um troðin. Hins vegar gætir mikils
misskilnings varðandi tvö atriði þar
sem stjórn Félags íslenskra hljóm-
listarmanna er borin alvarlegum
ásökunum sem verður ekki hjá
komist að svara.
Pálmi gefur annars vegar í skyn
að stéttarfélag hans, Félag ís-
lenskra hljómlistarmanna", hafi í
gegnum árin tekið sér fé flytjenda
í heimildarleysi til að reka tón-
listarskóla og standa í fasteigna-
kaupum, í stað þess að vinna að
réttindum og hagsmunamálum
hljómlistarmanna. Því er til að
svara, að mikill tími fer ávallt í
samningaviðræður og samnings-
gerð og eru í gildi 10 mismunandi
samningar undirritaðir af hálfu
FÍH við hina ýmsu viðsemjendur
um öll störf hljómlistarmanna.
Samningar þessir eru ávallt end-
urnýjaðir, bornir upp til samþykkt-
ar og hafa fylgt öllum almennum
kauphækkunum sem samið hefur
verið um á almennum vinnumark-
aði frá því að félagið var stofnað
1932. Félagið hefur séð um réttar-
gæslu fyrir hljómlistarmenn ef á
þeim er brotið auk þess að vinna
að bættum réttindum þeirra á sviði
listflytjenda (höfundaréttar) og má
nefna að FÍH vann að stofnun SFH
(Samtaka flytjenda og hljómplötu-
framleiðenda) og IHM (Innheimtu-
stöð gjalda samkvæmt 11. grein
höfundalaga). Þá vísum við að-
dróttunum Pálma, um að ekki hafi
verið unnið að hagsmunagæslu hjá
FÍH, til föðurhúsanna. Baráttu
fyrir réttindum og bættum kjörum
er aldrei lokið og ekki væri verra
að hljómlistarmenn stæðu betur
vörð um áunnin réttindi sín og
afsöluðu sér þeim ekki eins og
raun ber vitni undanfarna mánuði.
Pálmi veit þetta og líka að allar
dyr hafa staðið honum opnar þegar
hann hefur bankað upp á hjá félag-
inu og leitað eftir aðstoð.
Hins.vegar nefnir Pálmi að FÍH
hafí tekið sér fé flytjenda til rekst-
urs tónlistarskóla án samþykkis
þeirra. Því er til að svara að aldrei
hefur ein króna af umræddum
flytjendagreiðslum farið í rekstur
tónlistarskóla FÍH. Reykjavíkur-
borg greiðir Iaun kennara og skóla-
gjöld standa undir öllum rekstrar-
kostnaði, þar með töldum leigu-
gjöldum vegna húsnæðisins til fé-
lagsins. Hvað varðar samþykki
flytjenda er rétt að fram komi, að
aðalfundur FÍH samþykkti á sínum
tíma að festa kaup á húsnæði und-
ir tónlistarskóla FÍH og skyldu
kaupin fjármögnuð með fé því sem
félagið fengi fyrir flutning á tón-
list af markaðshljóðritum (hljóm-
plötum) í útvarpi. Þennan fund
sóttu eingöngu flytjendur og þeir
samþykktu tillöguna með meiri-
hluta atkvæða. Peningar þessir eru
ætlaðir til félagslegrar notkunar
samkvæmt landslögum og reglu-
gerð en einstakir listflytjendur eiga
ekki einstaklingsbundinn rétt til
greiðslu. Stjórn félagsins hefur
fylgt þessu eftir og byggt upp á
nokkrum árum félagslega aðstöðu,
aðstöðu til æfinga, tónleika, funda,
fyrirlestra auk þess að hafa stuðlað
að betri menntun í tónlist og um
leið skapað 35 kennurum atvinnu.
Fjöldi hljómlistarmanna hefur not-