Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
17
Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs
Auknar framkvæmdir
einkenna fjárhagsáætlun
FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópavogs fyrir árið 1994 verður afgreidd á fundi
bæjarsljórnar í dag. í áætlun meirihlutans, Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, er gert ráð fyrir að útsvar verði 8,4% og að sameiginleg-
ar tekjur bæjarsjóðs verði 1.614 milljónir. Til framkvæmda er áætlað
að verja rúmlega 1.127 milljónum og fer mest til fræðslumála, æsku-
lýðs- og íþróttamála og til nýbygginga gatna. Áætlaður rekstrarkostn-
aður er rúmlega 1.155 miiyónir árið 1994 en hann var rúmlega 1.119
árið 1993. Áætlað er að heildarvelta bæjarsjóðs verði um 2,8 milljarð-
ar. „Það sem einkennir þessa fjárhagsáætlun eru auknar framkvæmd-
ir,“ sagði Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs og efsti maður á Iista
Sjálfstæðisflokksins.
„Það er aðeins borð fyrir báru og
til að auka ekki skattpíningu á bæj-
arbúa er farin sú leið að lækka fast-
eignaskatta um 20% miðað við árið
1993,“ sagði Gunnar. Fasteigna-
skattar voru 0,46% árið 1993 en
verða 0,375% árið 1994. Gjalddagar
eru tíu á fyrstu tíu mánuðum ársins
auk þess sem veittur er 5% stað-
greiðsluafsláttur sem hefur í för með
sér að fasteignaskattar verða lægstir
í Kópavogi miðað við önnur bæjar-
félög á höfuðborgarsvæðinu, að sögn
Gunnars.
Heildarvelta bæjarfélagsins er
rúmir 2,8 milljarðar, það eru sameig-
iniegar tekjur, tekjur frá rekstri og
gatnagerðargjöldum. Fjárhagsáætl-
unin miðastvið 17.400 íbúa eða fjölg-
un um 200 á árinu. Síðustu ár hefur
aldursdreifing íbúanna breyst og er
nú nokkuð jöfn en áður voru böm
og eldra fólk í meirihluta. Sagði
Gunnar að tvennt kæmi til. Ný íbúða-
byggð auk þess sem ungt fólk sækt-
ist í ríkara mæli eftir búsetu í eldri
bæjarhlutum, sérstaklega þar sem
lokið hefur verið við endurbyggingu
gatna.
Framkvæmdir
„Það sem stendur upp úr í þessari
fjárhagsáætlun eru áframhaldandi
framkvæmdir í bæjarfélaginu,“ sagði
Gunnar. Áætlaður kostnaður vegna
þeirra er um 1.127 milljónir á árinu
sem er heldur hærri upphæð en ver-
ið hefur undanfarin ár. Til fræðslu-
mála er áætlað að veija 236,5 millj.,
meðal annars 95 millj. til Matvæla-
iðjuskólans og 70 millj. til fyrsta
áfanga Smáraskóla sem er nýr
grunnskóli. Til æskulýðs- og íþrótta-
mála er áætlað að veija 212,2 millj.
og ber þar hæst nýtt íþróttahús í
Kópavogsdal, sem áætlað er að veija
til 175 miHj. Til nýbygginga gatna
er áætlað að veija 137,5 millj. og til
endurbyggingar á eldri götum er
gert ráð fyrir 116,7 millj. Til fram-
kvæmda við holræsi verður varið 102
millj., til menningarmála er áætlað
að veija 79 millj. og til félagsmála
63,2 millj. Þar af fara 53 millj. til
tveggja leikskóla.
Fjármögnun
Áætlunin gerir ráð fyrir að fram-
Ráðinn forstöðulækn-
ir á kvennadeild
UM ÁRAMÓTIN tók Reynir Tómas Geirsson við embætti grófessors
í fæðinga- og kvensjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands af
Gunnlaugi Snædal, sem lét þá af störfum. Reynir Tómas mun jafn-
framt taka við stöðu forstöðulæknis kvennadeildar Landspítalans,
segir í frétt frá Háskólanum.
fært sér þessa aðstöðu. Einnig má
nefna að félagið hefur undanfarin
ár styrkt fjölda einstaklinga og
hljómsveita til útgáfu og ferðalaga
erlendis. Þetta er starfsemi sem
hljómlistarmenn geta verið stoltir
af. Stjóm félagsins hefur því ávallt
unnið innan þeirra marka sem lög
segja til um. Þetta getur Pálmi að
sjálfsögðu ekki vitað þar sem hann
hefur ekki mætt á fundi hjá félag-
inu í áratug og er svo farið um
fleiri tónlistarmenn. Keðjan verður
aldrei sterkari en veikasti hlekkur-
inn.
Þrátt fyrir ýmsa veika hlekki
hefur Félag íslenskra hljómlistar-
manna barist myndarlega fyrir
bættum kjörum hljómlistarmanna
og hefur starfsemi þess vakið at-
hygli, hérlendis sem erlendis.
Lokaorðin verða því til þeirra
sem ekki vita betur. Kynnið ykkur
þá starfsemi sem fer fram hjá FÍH,
mætið á fundi og takið virkan þátt
í mótun stefnumála hjá FÍH og
myndum um leið samstöðp meðal
hljómlistarmanna um kjarasamn-
inga okkar. Gefið ekki vinnu ykkar
í kynningarskyni eða á þeim nótum
að um auglýsingar sé að ræða er
þið komið fram í ljósvakamiðlum.
Látum reynslu Pálma Gunnarsson-
ar verða okkur víti til varnaðar og
látum ekki troða á rétti okkar.
Berum nægjanlega virðingu fyrir
list okkar og stöðvum notkun
hennar endurgjaldslaust.
Snúum bökum saman og stönd-
um vörð um réttindi okkar.
Stjórn Félags íslenskra
■"'"HljómlistártWáihÁát.{’wmáí- óiol
-Jori Tutíífi FíTfuuínnJHilmöilfl iblöF'l
Reynir Tómas
varð stúdent frá
Menntaskólan-
um í Reykjavík
árið 1966 og
lauk prófi frá
læknadeild Há-
skóla íslands
árið 1973. Hann
gegndi stöðu
heilsugæslu- og
sjúkrahússlækn-
is á ísafirði
Reynir Tómas
Geirsson
kvæmdir verði fjármagnaðar með um
460 millj. rekstrarafgangi bæjarsjóðs
og rúmlega 51,5 millj. sem er hlutur
ríksins í þeim framkvæmdum sem
unnið verður að á árinu auk gatna-
gerðargjalda, A og B gjöld. „Framlag
ríkisins er í hærra lagi miðað við
fyrri ár,“ sagði Gunnar. „Við teljum
að þegar hart er í ári þá sé mjög
hagstætt fyrir bæjarfélag að ráðast
í framkvæmdir ef það hefur fjárhags-
legt bolmagn til þess. Verkin fást
þá á hagstæðu verði auk þess sem
auknar framkvæmdir skapa fleiri
atvinnutækifæri og draga úr at-
vinnuleysi en þar með aukast telqur
bæjarsjóðs. Ef menn aftur fara að
draga saman seglin og greiða skuld-
ir þá verða litlar sem engar fram-
kvæmdir, aukið atvinnuleysi og
minni tekjur til bæjarsjóðs." Sagði
hann það skoðun sjálfstæðismanna
að þegar ástandið í þjóðfélaginu
breyttist tii batnaðar og þennsla yrði
í einkageiranum þá ættu ríki- og bær
að draga úr framkvæmdum.
Söfnum ekki skuldum
„Við höfum haldið þeirri stefnu
að safna ekki skuldum og við greið-
um þær heldur ekki niður,“ sagði
Gunnar. „Við notum allt það fjár-
magn sem við höfum kost á til fram-
kvæmda. Bæði til gatnagerða, leik-
skóla, skóla, fræðslumála og menn-
ingarmála." Sagði hann að gert væri
ráð fyrir að mesta álag vegna fram-
kvæmda við endurbyggingu eldri
gatna yrði iokið árið 1995 og að þá
yrði um leið ráðist í að greiða niður
skuldir. „Við munum skuldbreyta
afborgunum lána, eins og undanfarin
ár, en við höfum verið að skuld-
breyta óhagstæðum iánum með
háum vöxtum í lán til langs tíma
með lágum vöxtum," sagði Gunnar.
„Hlutfall vaxta af lánum Kópa-
vogsbæjar er með því lægsta sem
þekkist í landinu. Þá er rekstrar-
kostnaður bæjarins einn sá lægsti á
landinu en honum hefur verið baldið
nær óbreyttum milli ára í krónum
Gunnar Birgisson
talið, sem þýðir lækkun í raun. Þann-
ig myndast rekstrarafgangur sem
við veijum til framkvæmda. Jafn-
framt eru skuldir óbreyttar í krónum
talið milli ára og fara heldur lækk-
andi en það hefur f för með sér að
skuldir lækka sem hlutfall af skatt-
tekjum bæjarins. Það ber ekki að
kvíða framtíðinni fyrir bæjarfélag
eða hvaða fyrirtæki sem er sem vel
er rekið. Ef mikill afgangur er af
rekstri þá er mönnum í lófa lagið
að draga úr framkvæmdum á réttum
tíma og greiða niður skuldir og það
hratt. Sá tímapunktur er ekki enn
runninn upp,“ sagði Gunnar Birgis-
son.
1974- 75 og var aðstoðarlæknir á
kvennadeild Landspítalans
1975- 77. Reynir Tómas var við
framhaldsnám í fæðinga- og kven-
sjúkdómafræði í Glasgow, London
og Dundee í Bretlandi á árunum
1977-84. Hann varð kennari í sínu
fagi við háskólann í Dundee í Skot-
landi á árunum 1982-84, auk þess
sem hann vann að rannsóknum á
rúmmáli legs og fylgju sem leiddi
til doktorsprófs frá Háskóla ís-
lands árið 1986.
Reynir Tómas réðst sem sér-
fræðingur við kvennadeild Land-
spítalans árið 1984 og varð dósent
í fæðinga- og kvensjúkdómafræði
við HÍ 1986.
Hann hefur gegnt margs konar
tninaðar- og nefndarstörfum á
Landspítalanum, í Háskóla íslands
og fyrir Samtök norrænna og ís-
lenskra fæðinga- og kvensjúkdó-
malækna. Hann hefur unnið, einn
og með öðrum, að margháttuðum
rannsóknum á sviði fæðinga- og
kvensjúkdómafræði og birt fjölda
greina um þau efni í fræðiritum.
Eiginkona Reynis Tómasar er
Steinunn J. Sveinsdóttir, meina-
kríify 'Þtjii'
Viltu auka þekkingu þínai
öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í
fjölmörgum greinum, fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri.
Innritun á vorönn fer fram dagana 4.-6. jan.
kl. 8.30-18.00 og 7. jan. kl. 8.30-16.00.
í boði verða eftirfarandi áfangar:
Bókfærsla
Bókmenntir
Danska
Enska
Farseðlaútgáfa
íslenska
Landafræði og saga íslands
Líffræði
Milliríkjaviðskipti
Ritun
Ritvinnsla
Saga
Skattabókhald
Stærðfræði
Stjórnun
Sölu- og markaðsfræði
Tölvubókhald
Tölvufræði
Tölvunotkun
Verslunarréttur
Vélritun
Þjóðhagfræði
Þýðingar
Þýska
IfiiíTlTill'ii
Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman
og Iáta mynda eftirtalin prófstig:
• Próf af bókhaldsbraut
• Próf af ferðamálabraut
• Próf af skrifstofúbraut
• Verslunarpróf
• Stúdentspróf
Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar
fást á skrifstofú skólans, Ofanleiti 1.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
—I--------------------— ---------.IdM .A.l “.“smsib..