Morgunblaðið - 06.01.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
23
Ein full þvottavél
ódýrari en sparnaðarrofi tvisvar
ÞVOTTAVÉLAR nota jafn mikið rafmagn hvort sem þær eru fylltar
eða hálffylltar af þvotti. Með því að nota jafnan sem lægstar en þó
ekki of lágar stillingar og selja hæfilegt magn í vélina hveiju sinni
geta margir náð um 30% sparnaði í rafmagnsnotkun og ef þvotturinn
er ekki mjög óhreinn sparast 20% með því að sleppa.forþvottinum.
Sumar vélar hafa sérstakar sparn-
aðarstillingar, sem eru notaðar þegar
settur er lítill þvottur í vélina, en
hagkvæmara er að fylla vélina einu
sinni en að nota sparnaðarstillingu
tvisvar.
Sérstakar stillingar eru fyrir mjög
óhreinan þvott og er þá gert ráð
fyrir sterku þvottaefni auk þess sem
tími fyrir forskolun og eftirskolun
er lengri. Slíkur þvottur er mjög ár-
angursríkur, jafnvel þótt notað sé
lægra hitastig og þar með minna
rafmagn.
Þvottavélar, sem eru útbúnar til
að taka inn á sig bæði heitt og kalt
vatn og eru tengdar þannig, nota
nokkru minna rafmagn en þvottavél-
ar, sem eingöngu taka inn á sig
kalt vatn. Varast þarf að of heitt
vatn fari inn á vélina og ekki er
heldur ráðlegt að taka hitaveituvatn
beint inn ,á þvottavél vegna útfell-
inga, sem valda því að ýmsar gúmmí-
þéttingar bila fyrr en ella, jafnvel
þótt vatnið fari í gegnum forhitara.
Þurrkarinn
Þeytivindið þvottinn í þvottavél-
inni eins vel og hægt er. Taka skal
mið af leiðbeiningum framleiðanda
þurrkarans viðvíkjandi því hve mikill
þvottur er settur í hann í einu. Of
lítill þvottur orsakar það að heita
loftið fer of hratt fram hjá fatnaðin-
um og nær því ekki að þurrka hann
eins vel og ætlast er til. Of mikill
þvottur hindrar heita loftið í að kom-
ast leiðar sinnar og þurrkunin getur
orðið ójöfn og fatnaðurinn krumpað-
ur. í báðum tilvikum verður raf-
magnsnotkun meiri en ef sett er
hæfilegt magn.
Muna þarf eftir að hreinsa lósíuna
eftir hverja notkun því þurrktíminn
lengist ef það gleymist. Nota skal
sparnaðarstillingu ef hægt er og
mörgum þykir betra að þurrka bó-
mullarefni úti ef hægt er. Að sjálf-
sögðu er það ódýrasta aðferðin. ■
Nellikur
á helmingi
lægra verði
Nellikur eru nú seldar í blóma-
verslunum á helmingi lægra verði
nú en áður og barst fyrsta send-
ingin að utan í gær. Auk nellika
hafa fjórar aðrar tegundir afskor-
inna blóma lækkað mikið í verði
þar sem nú er genginn í gildi svo-
kallaður viðaukasamningur við
EES sem heimilar fijálsan inn-
flutning á ýmsum landbúnaðar-
vörum, m.a. fimm tegundum af-
skorinna blóma, frá 1. desember
til 1. maí ár hvert.
Bjarni Finnsson, eigandi Blóma-
vals, segir að hingað til hafi innflutn-
ingur búvara, og þar með blóma,
verið óheimill allan ársins hring og
það litla, sem flutt hafi verið inn,
háð undanþágum, kvótum og 30%
tolli. „Og þó samningurinn heimili
innflutning frá og með 1. des. eru
ódýru blómin fyrst að koma á mark-
að núna þar sem að breyta þurfti
búvörulögunum til að samningurinn
öðlaðist gildi hér. Búvörulögin grípa
svo aftur inn í eftir 1. maí og þá
nýtur innlend framleiðsla því sem
næst alls markaðarins. Þannig verð-
ur þetta áfram í reynd þangað til
Gatt-samningurinn tekur gildi, en
þá verður innflutningur búvara
væntanlega fijáls en háður mismun-
andi háum verndartollum, en eftir
sem áður verður innflutningur á af-
skomu blómateg-
undunum fimm
fijáls fimm mánuði
á ári og tollalaus.
Það skiptir auðvitað
mestu máli,“ segir
Bjarni.
íslenskir rósa-
framleiðendur eru
hinsvegar uggandi
um sinn hag, en þeir
eru fyrst og fremst
hræddir um að þessi mikla verðlækk-
un á nellikum geri þeim erfitt fyrir
að standast samkeppnina. Rósir eru
nú framleiddar hér á landi árið um
kring og hafa rósaframleiðendur
fjárfest mikið í lýsingu á undanförn-
um árum til að gera þá ræktun
mögulega. Algengt verð á íslenskum
rósum í úrvalsflokki er 190-200
krónur og dæmi eru um allt að 300
kr. En nú, eftir verðlækkun á nellik-
um, kostar ein nellika í úivalsflokki
í Blómavali 98 krónur. Svokallaðar
greinanellikur, sem eru heldur
styttri, kosta 89 kr. stk. og tíu sam-
an í búnti kosta 499 kr. ■
JI
i
?
I
i
t
f r t i m
öruggur arangur i baráttunni við aukakílóin
1. Meira aöhald vegna fjölda áskorana.
2. Matarlisti í allar átta vikurnar sem byggir á hinu
einfalda en árangursríka kerfi okkar úr A-Ö
námskeiðinu. Hollur og góöur matur og þú velur
sjálf(ur) af listanum eins og þér hentar.
3. Eitt útbýti sem inniheldur allar upplýsingar um
námskeiöiö og spjall um hollustu.
4. Þolfimitímar (eróbikk) þrisvar í viku undir stjórn
reynds íþróttakennara og tækjasalur og allir aðrir
tímar opnir fyir þá sem vilja meira en þetta.
5. Vigtun einu sinni í viku.
6. Samvemstund og spjall einu sinni í viku; hvernig
gengur, umræður og spurningar.
7. Fyrirlestur í upphafi um námskeiðið og leiðir til
varanlegs árangurs. Við leggjum ekki bara áherslu
' á skammtímaárangur, árangur til langs tíma er
markmiðið.
8. 8 kíló misst þýðir mánaðarkort án endurgjalds.
9. Fagfólk sem sér um þig.
Þetta misstu þcer
Þetta misstu þeir
Skráning er hafin.
Hringdu og fáðu upplýsingar,
eða komdu og sjáðu aðstöðuna.
Fyrsta námskeiðið hefst
mánudaginn 10 janúar 1994.
FROSTASKJÓLI 6 • SÍMI: 12815 OG 12355
í
f
/f
TTTROfi
VDOJNNAEfi
ÁGÆTI
FERSKTfflLVSALivT
AÐUR
W BöRÖÁÉN®ss
IPURRKRYDDAÐ liAMBALÆ
pr.Lg-
ÁÐXJR
1994,-
i f pOLCOOP SULTUIi
454 g
pr. glas
maling
SVEPPIR - SNLIDDIR
425 G
m ÁÐUR
63,-
HAGKAUP