Morgunblaðið - 06.01.1994, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Mexíkósk stjórnvöld segja herinn að ná yfirhöndinni í uppreisn smábænda
Bjóða uppreisnarmönniim við-
ræður en krefjast vopnahlés
San Cristobal de las Casas í Mexíkó. Reuter.
UPPREISN nokkur hundruð fá-
tækra smábænda í suðurhluta
Mexíkó hefur kostað 93 mannslíf
en talsmenn stjórnvalda fullyrtu
í gær að hún væri að fjara út.
Stjórnvöld i Mexíkóborg buðu
uppreisnarmönnum í gær viðræð-
ur um kröfur þeirra en settu skil-
yrði um að lýst yrði yfir vopna-
hléi, bændur afhentu vopn sín og
sprengiefni og létu fanga og gísla
lausa. Fréttamenn Reuters-
fréttastofunnar sögðu að herinn
virtist vera að ná yfirhöndinni í
flestum borgunum sem bænda-
herinn tók á nýársdag.
Pjöldi hermanna hefur verið send-
ur til svæðisins og flugherinn réðst
í gær á stöðvar uppreisnarmanna
með vélbyssum og eldflaugum í E1
Corralito, skammt frá borginni San
Cristobal de las Casas.
Umræddar borgir eru í Chiapas-
héraði og hreyfíng uppreisnar-
manna, Þjóðfrelsisher Zapata, kenn-
ir sig við fræga hetju úr átökum
fyrr á öldinni. Smábændurnir eru
flestir af þjóðerni Maya sem fyrr á
öldum voru mikið veldi á þessum
slóðum. Þeir eru bláfátækir og
draga fram lífið á búhokri sem þeir
óttast að verði í hættu vegna frí-
verslunarbandalags Norður-Amer-
íku, NAFTA. Mayamir saka stjórn-
völd í Mexíkóborg um þjóðarmorð,
krefjast þess að fá aftur jarðnæði
sem stjórnvöld hafí tekið af þeim
og hóta að berjast fram í rauðan
dauðann.
Opinber tala fallinna er 93 en
embættismaður í borginni Tuxtla
Gutierrez tjáði fréttamönnum að
allt að 150 hermenn kynnu að hafa
týnt lífí. Innanríkisráðuneytið sagði
uppranalega að uppreisnarmenn
hefðu tekið sex borgir en talan hef-
ur síðan verið nokkuð á reiki; i gær
sagðist stjómarherinn ráða lögum
og lofum í fjórum borganna. Sjálfir
segja leiðtogar bændahersins að
þeir hafí aðeins hörfað til að endur-
skipuleggja liðið, aftur verði hafin
sókn.
Rsutcr
A vígvellinum
ÍBÚI þorpsins Ocazingo í suðurhluta Mexíkó gengur framhjá líkum fjögurra uppreisnarmanna sem
biðu bana í skotbardaga við stjórnarhermenn. Uppreisnarmennirnir hafa enn hluta þorpsins á valdi sínu.
Gorbatsjov segir Zhírínovskíj frábæran leikara í stjórnmálum
KGB bakhjarl þjóðernissinna?
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, síðasti forseti Sovétríkjanna, sagði í blaðavið-
tali sem birt var á þriðjudag að þjóðernissinninn Vladímír Zhír-
ínovskíj væri „frábær leikari á stjórnmálasviðinu" og nauðsynlegt
væri að afhjúpa „leikstjórann" á bak við hann.
Gorbatsjov kvaðst eitt sinn hafa
fengið upplýsingar um að Zhír-
ínovskíj hefði hafið afskipti af
stjórnmálum með stuðningi örygg-
islögreglunnar KGB. „En ég veit
ekkert með vissu. Útiloka ég það?
Gæti KGB búið til heilan flokk?“
sagði Gorbatsjov og svaraði ekki
spurningunni. „Það er engum vafa
undirorpið að einhveijir uppgötvuðu
hæfileika hans og þeir ætla að nota
þá í framtíðinni.“
Flokkur Zhírínovskíjs, Fijálslyndi
lýðræðisflokkurinn, kom fyrst fram
á sjónarsviðið árið 1990 þegar for-
seti sovéska þingsins bauð honum
til viðræðna í Kreml með leiðtogum
annarra smáflokka. Margir af and-
stæðingum Gorbatsjovs á þessum
tíma voru með vangaveltur um að
KGB stæði á bak við flokkinn.
Zhírínovskíj vakti fyrst verulega
athygli ári síðar þegar hann bauð
sig fram gegn Borís Jeltsín í for-
setakosningum. Kosningabarátta
hans þótti vel skipulögð og Zhír-
ínovskíj virtist hafa meira fjármagn
en hinir frambjóðendurnir.
Zhírínovskíj hefur þegið boð
þýska hægriöfgaflokksins, Þýska
bandalagsins, um að sitja þing evr-
ópskra hægriöfgaflokka í Köln í
næsta mánuði.
—---------------------------------------------------s
Hjúkrunarfrœöingar
Stofnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga laugardaginn 15. janúar 1994.
Dagskrá:.
Kl. 10—12 Borgarleikhúsió: Undirbúningur fyrir stofnfund. Tilgangur fund-
arins er að skiptast á skoðunum um málefni Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Kl. 14—17 Borgarleikhúsió: Stofnfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Dagskrá samkvæmt drögum að lögum hins nýja félags. Að stofn-
fundi loknum verður móttaka á vegum Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga.
Kl. 19.30 Hótel ísland: Hátíðarfagnaður. Þríréttaður kvöldverður. Skemmti-
atriði á vegum hjúkrunarfræðinga.
Dans.
Verð kr. 3.500.
Miðasala á skrifstofum Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræð-
inga og Hjúkrunarfélags Islands.
Stjórnir Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og
Hjúkrunarfélags Islands.
Bosnía og Króatía
Lofa að und-
irbúa frið-
aráætlun
Vín. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bosníu og Kró-
atíu samþykktu í gær að „reyna
af fremsta megni“ að undirbúa
vopnahlésáætlun fyrir öll átaka-
svæðin í Mið-Bosníu fyrir fund
forseta ríkjanna í Bonn á laugar-
dag.
Þetta kom fram í sameiginlegri
yfírlýsingu Haris Silajdzics, forsæt-
isráðherra Bosníu, og Mates Granics,
utanríkisráðherra Króatíu, eftir
tveggja daga fund þeirra í Vín. Þar
sagði að báðir aðilarnir myndu
„hætta öllum hernaði og skapa skil-
yrði fyrir varanlegt vopnahlé, tryggja
öryggi borgaranna og gera ráðstafn-
ir til að skapa gagnkvæmt traust.“
Á fundinum var nokkuð komið til
móts við kröfur múslima um aðgang
að sjó með samkomulagi um fríhafn-
arsvæði í króatísku borginni Ploce
við Adríahaf. Samningamennirnir
voru einnig sammála um að deilur
um landamæri ætti að leysa í samn-
ingaviðræðum og „án valdbeitingar“.
Thorvald Stoltenberg, sáttasemj-
ari Sameinuðu þjóðanna, kvaðst vona
að væntanlegt vopnahléssamkomu-
Iag „endist lengur en þeir 69 vopna-
hléssamningar sem gerðir hafa verið
til þessa“.
Friðarvið-
ræðum
frestað
YITZHAK Rabin, forsætisráð-
herra ísraels, tilkynnti í gær
að friðarviðræðum ísraela og
Frelsissamtaka Palestínu-
manna (PLO) yrði ekki haldið
áfram í þessari viku, þar sem
gildi þess sem undirritað hefði
verið í Karíó væri enn óljóst.
Áður hafði háttsettur maður
innan PLO sagt mögulegt að
viðræðurnar héldu áfram í gær.
100 skógareld-
ar í S-Wales
LÖGREGLA, her, slökkvilið og
sjálfboðaliðar börðust í gær við
yfir 100 skógarelda, sem log-
uðu víðs vegar um Nýju Suður-
Wales í Ástralíu. Talið er að
brennuvargar hafi verið að
verki í flestum tilfellum en nú
þegar hafa þrír látið lífið og
Ú’öldi fólks misst heimili sín.
Holst í göngu-
og talþjálfun
JOHAN Jorgen Holst, utanrík-
isráðherra Noregs, sér fram á
langt sjúkraleyfi eftir slag, sem
hann fékk fyrir um hálfum
mánuði en álag hefur verið gíf-
urlegt á Holst á árinu. í kjölfar
slagsins hefur Holst átt í erfið-
leikum með gang og að tjá sig
og mun á næstu mánuðum
sækja tal- og gönguþjálfun.
Hann fylgist þó með störfum í
ráðuneytinu, en fulltrúar þess
ræða daglega við ráðherrann.
Kúbverjar
leita hælis
FLUGVÉL á leið frá Kúbu til
Jamaíka, lenti á Grand Cay-
man-eyju í Karíbahafi í gær og
báðust áhöfn og farþegar hæl-
is. Kúbveijar voru í fimm
manna áhöfn en farþegarnir,
ellefu talsins, voru af öðru þjóð-
erni. Engar frekari upplýsingar
voru gefnar um fólkið í gær.
Biðraðir
fyrir bí?
BRESKA biðraðamenningin
má muna sinn fífil fegurri, að
áliti breskra sálfræðinga.
Kvartar Peter Collett við há-
skólann í Oxford, yfir því að æ
algengara sé að fólk troði sér
fram fyrir í biðröðum, sem hafa
þótt aðalsmerki bresks samfé-
lags.
Stal 1.200
nærbuxum
JAPANSKA lögreglan hafði í
gær hendur í hári manns á
þrítugsaldri, sem hafði stolið
um 1.200 nærbuxum skóla-
stúlkna. Braust maðurinn inn
í búningsklefa í um 300 skólum
til að verða sér úti um buxur.
Skólastúlkur í bláum skólabún-
ingum og hvítum nærbuxum
eru vinsælt. viðfangsefni í jap-
anska klámiðnaðinum og hugð-
ist þjófurinn selja buxurnar.
Yfirborð sjáv-
ar hækkar af
mannavöldum
RANNSÓKN bandarískra vís-
indamanna hefur Jeitt í ljós að
yfirborð^ sjávar hefur hækkað
að þriðjungi til af mannavöld-
um, sérstaklega áveitu. Segja
vísindamenn við ríkisháskólann
í Ohio að yfirborð sjávar hafi
hækkað að meðaltali um 1,75
millimetra á þessari öld og þar
af um 0,54 mm af mannavöld-
um.