Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 28
I 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Verkfall sjómanna Hin mikla harka, sem hlaup- in er í deilu sjómanna á fiskiskipaflotanum og útgerð- armanna er mik'ið áhyggjuefni en helsta orsök hennar er mik- il reiði meðal sjómanna vegna þátttöku þeirra í kvótakaup- um. Verkfall sjómanna hófst á nýársdag, eftir að félagsdómur hafði úrskurðað verkfallsboð- unina löglega, og nær það til á sjötta þúsund sjómanna, að undanskildum sjómönnum á Vestfjörðum. Engin lausn virð- ist í sjónmáli næstu dagana. Nokkurra vikna verkfall gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar. Fiskveiðar eru helsta tekju- lind íslensku þjóðarinnar. Þeg- ar þær leggjast af stöðvast tekjuinnstreymið til þjóðfé- lagsins. Þó að nokkurra vikna veiðistopp hafi í sjálfu sér ekki nein úrslitaáhrif á heildarveiði ársins gæti það eftir sem áður haft alvarlegar afleiðingar. Síldveiðivertíðin er nú að líða undir iok og á eftir að veiða um tíu þúsund tonn af kvótanum. Enn vantar síld í um ijórtán þúsund tunnur til að hægt sé að standa við síld- arsölusamninga. Ef ekki næst að salta í þær tekst okkur ekki að standa við gerða samn- inga annað árið í röð. Þá gæti langvarandi veiði- stöðvun leitt til að ekki takist að veiða upp í loðnukvótann, en mikið er enn óveitt af loðnu. Þær veiðar sem mestum arði skila, þ.e. veiðar í heilfryst- ingu, frystingu og hrognatöku, heíjast ekki fyrr en í febrúar en janúarveiðarnar geta skipt miklu máli varðandi það heild- armagn sem næst. Á sjöunda þúsund manns starfa við fiskvinnslu. Flestu fiskvinnslufólki utan Vest- fjarða hefur verið sagt upp störfum og verður án vinnu þann tíma, sem verkfallið stendur. Það þýðir jafnt tekju- missi fyrir starfsfólk í fisk- vinnslu sem og aukin útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysis- bóta. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, segir í Morgun- blaðinu á þriðjudag að verk- fall sjómanna hafi áhrif á um fjögur hundruð fyrirtæki og ef það standi í þrjár vikur eða lengur geti það orðið til þess, að fiskvinnslufyrirtæki lendi í rekstrarerfiðleikum og geti ekki með góðu móti hafið starfsemi á ný nema aðstoð komi til frá lánastofnunum. Fyrirtæki þau sem undanfarið hefflu gengið í gegnum miklar ^fnlfégsbreytingar mættu alls ekki við því að gera hlé á rekstri. Það sama á eflaust við um mörg skuldug útgerðarfyr- irtæki. Langt rekstrarhlé gæti haft rekstrarstöðvun í för með sér. Alvarlegustu áhrifin af löngu verkfalli yrðu hins vegar líklega markaðsáhrifin. íslend- ingar eru í mjög harðri sam- keppni við aðrar fiskveiðiþjóð- ir, t.d. Norðmenn, á alþjóðleg- um mörkuðum og gæti reynst erfitt að vinna aftur þá mark- aðshlutdeild sem kann að tap- ast vegna verkfallsins. Nú er til dæmis aðalsölutími saltfisks að ganga í garð og ef Norð- mönnum tekst að uppfylla þörf markaðarins gæti sala orðið erfið síðar á árinu. Þá má nefna að ýmsir aðilar hafa verið að byggja upp sambönd erlendis vegna sölu á ferskum fiski með flugi til Bandaríkj- anna og nú einnig til Evrópu, eftir að samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið tók gildi um áramótin. Forsenda slíkra viðskipta er að söluaðili geti tryggt stöðugt framboð. Ef það tekst ekki er hætta á að hinir erlendu kaupendur leiti fyrir sér annars staðar. Það skiptir því miklu máli að lausn náist í deilunni sem fyrst, þannig að íslenski fisk- veiðiflotinn geti farið á sjó á ný. Það er engum í hag, allra síst sjómönnum, að deilan dragist á langinn. Helstu kröfur sjómanna í viðræðum þeirra við útgerðar- menn eru að skýr ákvæði verði í nýjum kjarasamningum varð- andi samskipti útvegsmanna og sjómanna um ráðstöfun afla og það fiskverð, sem greitt er til sjómanna. Erfitt er að sjá hvernig sjómenn og útgerð- armenn eigi að geta samið sín á milli um fískverð, þar sem í flestum tilvikum er það fisk- vinnslan, sem kaupir fiskinn. Varla vilja menn gera þá kröfu að horfið verði aftur til mið- stýrðra verðákvarðana á fiski? Aftur á móti er það réttlæt- ismál að gerðar verði einhveij- ar ráðstafanir sem koma í veg fyrir kvótaviðskipti með ófijálsri þátttöku sjómanna, sem viðgengist hafa þrátt fyrir skýr ákvæði í kjarasamningum um annað. Þessi viðskipti eru siðlaus og að öllum líkindum einnig ólögleg. Samtök sjó- manna hafa þegar vísað nokkrum málum til dómstóla og má spyija hvort ekki hefði verið rétt að láta þá skera úr um málið áður en efnt var til verkfalls. Trilhisjómenn sitja einir að fískmörkuðum TRILLUSJÓMENN í Sandgerði hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga, en þeir hafa róið stíft síðan á mánudag, veitt vel í nokkuð góðu veðri og fengið mjög gott verð fyrir aflann. Sumir hafa meira að segja farið í þrjá túra í einni lotu án þes að hvíla sig á milli. Hátt verð hefur fengist fyrir óslægðan þorsk og ýsu á mörkuðum í vikunni og fór óslægð ýsa hæst á 218 kr. kg á Fiskmarkaði Suður- nesja í gær, en hæst verð fæst fyrir hana af óslægðum fiski. Ástæðan fyrir háu fiskverði er tvíþætt, lítið framboð vegna sjómannaverkfalls og hagstæðar aðstæður á mörkuð- um í Bandaríkjunum, í kjölfar sjómannaverkfallsins sem hófst á nýársdag hefur verð á mörkuðum farið hækkandi og á Fiskmarkaði Suðurnesja fór ós- lægð ýsa hæst á 218 kr. kg en óslægður þorskur á 150 kr. kg í gærdag. Þar var eingöngu seldur afli triilusjómannanna, enda ekki annar fiskur í boði. Lítið er um íslenskan fisk á mörkuðum ytra en gær var boðinn upp gámafiskur í Englandi og var meðalverðið á slægðum og ísuðum þorski 198 kr. kflóið en sams kon- ar ýsa fór á 160 kr. kílóið að meðaltali að sögn Vilhjálms Vil- hjálmssonar hjá Aflamiðlun. Fisk- ur sem búið var að setja í gám á Hornafirði og átti að fara til Hull var boðinn upp á Hornafirði í fyrradag og fékkst þá 110 kr. hámarksverð fyrir þorskkílóið en 194 kr. fyrir kílóið af ýsu. Lausleg viðmiðun til að sjá hvort það svari kostnaði að selja fisk ytra er að kílóið þurfi að vera 50 kr. dýrara ytra en hér. Aðstæður hagstæðar í Bandaríkjunum Samfara litlu framboði á fiski á mörkuðum er lítið framboð á ferskum fiski í Bandaríkjunum og fæst mjög gott verð þar að sögn Loga Þormóðssonar, eiganda Tross sf. í Sandgerði og stjórnar- formanns Fiskmarkaðar Suður- nesja. Hann segir að minni kvóti sjómanna vestra og slæmt veður- á austurströnd Bandaríkjanna sé aðalástæðan. Logi greiddi í vik- unni 200 kr. fyrir kílóið af ýsu á uppboði hjá Fiskmarkaði Suður- nesja sem fyrirtæki hans vinnur og síðan flytur Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hana út til Banda- ríkjanna. Fyrir ýsu sem flutt er út með beinum og roði fást 730 kr. kg segir Logi. „Það er enginn fiskur á þessu svæði nema sá sem kemur héðan,“ segir hann. Logi teiur að verðið muni haldast svona hátt fram yfír helgi. „Annars er ég ekki hrifinn af þessari sveiflu,“ segir hann, „því það er oft stórt fall eftir svona uppsveiflu“. Trillusjómenn hagnast vel En það eru trillusjómenn sem hagnast mest á þessari uppsveiflu og þá einnig af sjómannaverkfall- inu. Skúli Sigurðsson sem rær ásamt Olafi Björnssyni á Heru, 7 tonna trillu, segir að trillusjómenn treysti allir á þennan tíma árs. „Það eru allir að reyna að bjarga sér,“ segir hann, „og þetta verk- fall bjargar, mörgum í þessari út- gerð.“ Annar bátur sem hefur róið r trillan ABBA sem er 10 tonn. Karl Grétar Karlsson, trillusjóm- aður, segir að hann og félagi hans á trillunni, Jónas Jakobsson, hafi veitt um 5,5 t í þremur róðrum. Þreytan hefur sótt á þá félaga enda hafa þeir nær ekkert hvílst á milli róðra, og segist Karl hafa verið nærri sofnaður við blóðgun- ina. „En meðan fiskeríið er svona gott heldur það manni vakandi," segir hann. Fisksalar innanlands óánægðir En þó að trillusjómennirnir séu ánægðir með verðið eru fisksalar innanlands óhressir með þróunina og sjá ekki fram á að_ verð lækki mikið á næstunni. Óskar Guð- mundsson hjá Fiskbúðinni Sæ- björgu segir menn hafa verið að vona að verðið færi lækkandi en menn væru nú ekki mjög bjartsýn- ir. Sem dæmi tók hann að Sæ- björg hefði keypt óslægða ýsu á Akranesi á þriðjudag á 172 kr. kg, síðan bættist við flökun og flutningskostnaður og hann segir að í gær hafi kílóið verið selt til Hagkaups á 385 kr. kg. „Ef ís- lendingar vilja halda áfram að borða þessa lúxusvöru þá þurfa þeir að fara að borga hátt verð fyrir hana,“ segir Óskar. Verkfallið hagstætt trilluútgerð ÓLAFUR Björnsson, t.v., og Skúli Sigurðsson eru á trillunni Heru. Uppboð á Suðurnesjum GOTT verð fékkst á Fiskmarkaði Suðurnesja fyrir óslægðan þorsk og ýsu í gær, en aðeins voru seld tæp 17 t af fiski þar. Morgunblaðið/Sverrir Hátt verð fyrir ýsu vestanhafs LOGI Þormóðsson, eigandi Tross sf. í Sandgerði, segir aðstæður í Bandaríkjunum hagstæðar til útflutnings. Við bryggju KARL Grétar Karlsson, t.v., og Jónas Jakobsson um borð í ÖBBU. Þrír sækjast eftir efsta sæti sjálfstæðismanna í Hafnarfírði ÞRÍR frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem fram fara í vor hafa lýst yfir því að þeir sækist eftir fyrsta sætinu. Það eru þeir Jóhann Bergþórsson, Þorgils Óttar Mathiesen og Magnús Gunnarsson. Opið prófkjör verður haldið 29. og 30. janúar næstkomandi. Jóhann Bergþórsson, verkfræð- ingur, var í efsta sæti listans í síð- ustu kosningum. Hann segist hafa áhuga á að halda sætinu áfram og kveðst bjartsýnn á prófkjörið. „Það er eðli sjálfstæðismanna að vera íhaldssamir og vilja halda í það sem fyrir er,“ segir hann. „En það eru fordæmi fyrir öðru, samanber for- mannsslaginn milli Davíðs og Þor- steins.“ Bjartsýnir á gengi Þorgílí Óttar Mathiesen, bæjar- stjórnarfulltrúi, var í þriðja sæti list- ans í síðustu kosningum. Hann seg- ist hafa öðlast mikilvæga reynslu í bæjarstjórn á undanförnum árum og nú treysta sér til forystu. Þorgils hefur gagnrýnt núverandi forystu sjálfstæðismanna í Hafnar- firði á kjörtímabilinu. „Ég tel rétt að skipta um forystu,“ segir hann, „og tel mig vera tilbúinn til að vera í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi bæjarstjórnarkosningum.“ Hann segist hafa verið hvattur til þess að sækjast eftir sætinu. „Það á enginn þetta sæti,“ segir Þorgils. „Ég er ekki að bjóða mig fram gegiT nemum. Magnús Gunnarsson er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfírði. Hann var í 5. sæti í síðustu kosningum og hefur verið varamaður í bæjarstjórn síðan. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf á breytingum að halda til að berjast gegn krötunum," segir hann, „Ég met líkur mínar þannig að ég eigi von um góðan og sætan sigur. Eg er borinn og barnfæddur Hafnfírð- ingur og ef ég get ekki náð árangri þá getur það enginn." MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 29 Vestfirðingar eru bún- ir að veiða 56% kvótans Hvað er eftir af þorskkvótanum? tonn, slægður fiskur 18055 inj|44% r IVA™ 1.077^^Poi t1.779 70% □ REYKJANES REYKJAVÍK Jf JM ii — Fáskrúðsfj. ÉZ3 W Um 63% eru eftir a( þorsk- kvótanum á landinu öllu BÚIÐ er að veiða 37% þorskkvót- ans á fyrstu fjórum mánuðum fiskveiðiársins, samkvæmt bráða- birgðatölum Fiskistofu um stöðu kvótans nú. Eiga skipin því 63% kvótans eftir til að veiða þá átta mánuði sem eftir eru af fiskveið- iárinu. Sömu mánuði á síðasta fiskveiðiári veiddu skipin 22% af kvótanum. Vestfirðingar hafa gengið mest á kvótann, skip skráð þar hafa veitt 56% kvóta síns. Athygli vekur að skip skráð á Flateyri hafa lokið við að veiða sinn kvóta og eru raunar komin 1% framyfir að meðaltali. Þau tóku reyndar viðbótarkvóta á leigu fyrir áramótin en eftir er að færa hann á skipin. Aftur á móti hafa Sunnlendingar nýtt kvótann minnst það sem af er eða 22% að meðaltali. Fiskiskipin mega veiða liðlega 116 þúsund tonn af þorski á fiskveiðiárinu þegar búið er að bæta við úthlutaðan kvóta því sem útgerðirnar fengu yfir- fært frá síðasta fiskveiðiári. Skipin eru búin að veiða rúmlega 43 þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum Stef- áns Friðrikssonar hjá Fiskistofu, eða 37% kvótans en eiga eftir rúm 73 þúsund tonn. Mun örar gengur nú á kvótann því á sama tíma í fyrra var búið að veiða 22% af kvóta síðasta fiskveiðiárs. Síðan hefur kvótinn minnkað og aflinn er einnig betri nú en í fyrra. Á síðasta kvótaári mátti veiða 167 þúsund tonn af þorski. Veidd voru 43 þúsund tonn fyrstu fjóra mánuði ársins eða 22% og því 78% eftir fyrir síðustu átta manuðina. Miðað er við slægðan fisk. í þessum aflatölum er búið að draga frá þann hluta undirmálsfisks og línuafla sem ekki kemur til kvóta og bæta við álagi vegna útflutnings ísfisks. Afli króka- leyfisbáta kemur heldur ekki inn í þessa útreikninga enda hafa þeir ekki kvóta. Þá ber þess að geta að eftir er að bæta kvóta Hagræðingarsjóðs við kvóta skipanna. Flateyri að klára Góður þorskafli á Vestfjarðamiðum í vetur kemur vel fram í þessum tölum. Skip sem skráð eru í höfnum í Vestfjarðakjördæmi hafa veitt stærri hlut kvóta síns en skip í öðrum kjördæmum, eða 56% að meðaltali. Hafa þau veitt liðlega lO þúsund tonn en eiga 7.800 eftir. ísfírðingar hafa veitt 60% kvóta sinna skipa og út- gerðarmenn á Hólmavík 15%. Flat- eyri sker sig úr yfir landið. Sam- kvæmt tölum Fiskistofu hafa skip sem þar eru skráð veitt í heildina allan þann afla sem þau hafa heimild til og 12 tonn að auki. Er þetta lið- lega 1% umfram kvótann. Fyrir milli- göngu sveitarfélagsins voru 500 tonn af þorskkvóta tekin á leigu fyrir ára- mótin en eftir er að færa þann kvóta inn í tölur Fiskistofu og því hafa Flat- eyrarbátarnir kvóta fram að steinbít- svertíð. Norðlensku skipin hafa veitt liðlega 40% þorskkvótans, á Norðurlandi eystra er hlutfallið 43% og 41% á Norðurlandi vestra. Akureyringar hafa veitt 57% síns kvóta og Skag- strendingar 66% en flestir aðrir mun minna. Grímeyingar hafa veitt 37% þorskkvótans og Þórshafnarbúar 7%. Skip skráð í Reykjaneskjördæmi hafa veitt 35% þorskkvótans, skip.í Reykjavík 30%, á Vesturlandi 29% og á Austurlandi 28%. Af einstökum stöðum á nefna að Grindvíkingar hafa veitt 29% síns kvóta, Akurnes- ingar 35%, íbúar Stykkishólms 7%, Norðfirðingar 34%, Hornfirðingar 18%, Vopnfirðingar 43% og Seyðfirð- ingar 13%. Sunnlendingar hafa veitt 22% af kvótanum og er því mest eftir að veiða í því kjördæmi. Af einstökum verstöðvum má nefna að skip skráð í Vestmannaeyjum hafa veitt 24% af kvóta sínum. Sjávarútvegsráðuneytið gerir grein fyrir sölu hlutabréfa í SR-mjöli hf. Búnaðarbanki ætlaði ekki að lána fé til kaupa á bréfunum BÚNAÐARBANKINN léði ekki máls á að lána fé til kaupa Haraldar Haraldssonar á hlutabréfum ríkisins í SR-mjöli nema þá að einhverju óverulegu marki. Búnaðarbankinn og þýskur banki veittu vilyrði fyrir lánveitingum til eudurfjármögnunar á langtímalánum SR-mjöIs ef af kaupum Haraldar yrði. Þau vilyrði byggðust meðal annars á upplýsing- um um að tvö hlutafélög ásamt Haraldi væru væntanlegir kaupendur að SR-mjöli, en hvorugt þessara hlutafélaga var í þeim hópi sem Har- aldur tilgreindi sem aðila að málinu með sér á síðustu stigum þess. Þetta kemur fram í greinargerð sjávarútvegsráðherra um sölu hluta- bréfa í SR-mjöli, sem send var fjölmiðlum í gær. í greinargerðinni kemur einnig fram, að Landsbréf hf. hafi átt lægsta tilboð í verðmat og umsjón með sölu hlutabréfanna, en þar sem Landsbréf eru dótturfyrirtæki Landsbankans, viðskiptabanka Síldarverksmiðja rík- isins og síðar SR-mjöls, taldi starfs- hópur sem annaðist söluna, að Lands- bréf væru vanhæf til þessa verks. Því var ákveðið að fela Verðbréfamarkaði Islandsbanka hf. (VIB) að annast söl- una en fyrirtækið átti næstlægsta til- boðið. Ýmis atriði opinberuð Sjávarútvegsráðherra segist gera grein fyrir ýmsum atriðum sem ann- ars hefðu ekki verið gerð opinber vegna þess að af hálfu Haraldar Har- aldssonar hafi því verið haldið fram opinberlega að undanförnu að annar- leg sjónarmið hafi legið að baki ákvörðun ráðhprr^ um sölu urpræddra hlutabréfa. Segist sjávarútvegsráð- herra telja að í einu og öllu hafi verið staðið að sölunni í samræmi við vilja Alþingis, eins og hann birtist í greinar- gerð með lagafrumvarpi um stofnun hlutafélagsins um Síldarverksmiðjur ríkisins. Tvö tilboð bárust í SR-mjöl þegar tilboðsfresti lauk 28. desember. Annað var sent fyrir hönd Haraldar Harlds- sonar og var þar boðin 801 milljónar króna staðgreiðsla auk endurfjár- mögnunar á langtímalánum fyrirtæk- isins. Hitt var frá hópi loðnuútgerða og fjárfesta og stutt af starfsmönnum verksmiðjanna fimm sem SR-mjöl rek- ur, sveitarfélögum sem verksmiðjurn- ar eru í og olíufélögunum þremur. I greinargerðinni kemur fram að síðarnefndi kaupendahópurinn hafi í tilboði sínu lýst sig reiðubúinn að setj- ast að samningaborði með seljendum á þeim grundvelli að kaupverð verði eigi laggra en uafnverð htutabréfanna, sem er 650 milljónir. Þá var það for- senda fyrir samningum að sanikomu- lag takist um fyrirkomulag langtíma- lána SR-mjöls. Þrír kaupsýslumenn Forsendur fyrir sölu hlutabréfanna voru meðal annars þær að kaupendur gætu gert grein fyrir fjárhagslegum styrk til kaupanna og tryggja rekstur fyrirtækisins áfram. I greinargerðinni segir, að fulltrúar tilboðsgjafa hefðu verið boðaðir á fund með starfshópi um sölu hlutabréfanna og fleirum. Þar hafi Haraldur Haraldsson verið ófús að gefa upp hverjir samstarfsaðilar sínir að málinu væru. Hann hefði þó nefnt nöfn þriggja kaupsýslumanna í Reykjavík sem stæðu ásamt fleirum að baki sér. Þá greindi hann frá fjár- hagsaðstoð Búnaðarbanka íslands og þýsks banka sem lögð hefðu verið drög að og samþykkti að fulltrúar rík- isins leituðu staðfestingar aðstoðar- bankastjóra Búnaðarbankans á því. Það var gert og í greinargerðinni seg- ir hann hafí ekki getað staðfest kaup- getu þeirra aðila sem Haraldur sagði standa að tilboðsgerðinni með sér. Til þess vantaði bankann frekari upplýs- ingar og raunar vissi bankinn ekki uni upphæð tilboðs Haraldat' fyrr en eftir að tilboðinu var skilað. í viðræðum við fulltrúa liins hópsins kom í ljós, samkvæmt greinargerð- inni, að þeir voru tilbúnir til að greiða hærrá verð fyrir hlutabréfin sem sém svaraði nafnvirði. Þá var það mat framkvæmdastjóra VÍB, sem hafði umsjón með útboði hlutabréfanna, að þessir aðilar uppfylltu öll skilyrði sem sett voru af hálfu seljenda til sölunnat'. í greinargerðinni segir síðan: „Þeg- ar hér var komið sögu átti starfshóp- urinn tvo kosti. Annar var sá að ganga til samninga við aðila sem sögðust geta greitt 801 milljón króna eftir tvær vikur en höfðu ekki nema að litlu leyti gert grein fyrir öðrum atriðum varðandi kaup sín á félaginu, sem þó voru skýrar forsendur sölu af hálfu seljanda. Hinn kasturinn var að ganga til samninga við aðila sem seljandi taldi uppfylla öll skilyrði seljenda fyr- ir viðskiptunum. Starfshópurinn gerði tillögu til ráðherra urn síðarnefnda kostinn og ráðherra féllst á þá tillögu." Alþýðubandalagið vill rannsókn Þingflokkur Alþýðubandalagsinp ákvað í gær að óska eftir því að sjávar- útvegsnefnd Alþingis láti fara fram athugun á því hvort eðlilega hafi ver- ið staðið að sölu SR-mjöls hf. Því nauðsynlegt sé að kanna til hlýtar hvort ásakanir um að hagsmuna ríkis- ins hafi ekki verið gætt sem skyldi og eðlilegar reglur um útboð hafi ver- ið brotnar, eigi við rök að styðjast, hvort hagsmunatengsl hafi verið milli VIB og kaupendanna og hvort pólitísk misbeiting hafi átt sér stað og ráðid framgangi málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.