Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
Minning
Elín Guðbjörg
Sveinsdóttír
Fædd 7. júlí 1898
Dáin 29. desember 1993
Okkur langar að minnast með
nokkrum orðum Elínar ömmu, sem
nú er látin, 95 ára gömul.
Amma var einstök manneskja.
Þótt hún væri smávaxin var hún
samt svo mikil.
Hún var barn að aldri þegar hún
missti foreldra sína. Hún fékk
heimili á Norður-Reyni í Mýrdal,
þar sem hún bjó við ástríki og var
hún því fólki ævarandi þakklát.
Tvítug sigldi hún til Reykjavíkur.
Þar kynntist hún afa, Þórarni Auð-
unssyni. Þau gengu í hjónaband
12. október 1921 og fluttust austur
í Landbrot, fæðingarsveit hans.
Amma varð ekkja eftir 36 ára bú-
skap, en Þórarinn lést 1957. Hún
lifði önnur 36 ár með fulla starfs-
orku lengst af. Við nutum þeirrar
gæfu að hún fluttist inn á heimili
foreldra okkar.
Þrátt fyrir mótlæti í uppvexti
vottaði aldrei fyrir biturleika hjá
henni. Þvert á móti taldi hún hlut-
skipti sitt gott og var alltaf svo
þakklát. Það sem einkenndi ömmu
var ósérhlífni, ótrúlegur lífskraftur
og jákvætt viðhorf til lífsins. Hún
var sístarfandi en kunni líka að
bregða á leik, hvort heldur sem vr
að fara sjötug á hestbak eða í fyrsta
skipti til útlanda áttræð.
Amma var líka fulltrúi kynslóðar
sem upplifði meiri breytingar en
áður höfðu þekkst. Að alast upp í
torfbæ, við sjálfstæðisbaráttuna í
'algleymingi og rafmagnsljós að
kvikna er fjarri ■ okkur sem vart
náum að fylgjast með örum tækni-
breytingum dagsins í dag. Hún,
með sína stuttu skólagöngu eins
og þá tíðkaðist, var okkur fyrir-
mynd að fallegu máli, bundnu sem
óbundnu.
Áhugi hennar á þjóðmálum og
lífinu í kringum sig hélst fram á
seinasta dag. Amma var alltaf þátt-
takandi. Hún tók virkan þátt í
umræðunni og því gleymdist einatt
að stutt væri í að árin yrðu hundr-
að.
Faðmur hennar var stór. Þar
áttum við alltaf vísan vin. Söknuð-
urinn er í hug okkar og hjörtum
en minningarnar um stundirnar
með henni og sú viska og gæska
sem hún miðlaði okkur verður aldr-
ei frá okkur tekin.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við ömmu.
Systkinin Álfheimum 8,
Ágúst, Guðjón, Gígja
og Jóhanna.
Hún amma mín var lítil og grönn
kona. En það skarð sem hún skilur
eftir með andláti sínu verður stórt
og ég veit ekki hvort okkur afkom-
endum hennar tekst nokkru sinni
að fylla það að nýju. Hún var svo
lengi sem ég man eftir mér sólin
í okkar sístækkandi fjölskyldu og
um hana snerumst við hin, plánet-
ur, stjörnur og smástirni. Stundum
fjarlægðumst sum okkar hana,
héldum til annarra landa og jafnvel
í aðrar heimsálfur. En alltaf fund-
um við yl hennar í bakið. Hennar
fyrirbænir fylgdu okkur og í bréf-
um flutti hún okkur fréttir af vinum
og ættingjum. Hún hafði alltaf
mikinn áhuga á því sem var að
gerast i kringum hana, hvort held-
ur það var í hennar nánustu Ijöl-
skyldu eða í heimi stjórnmálanna
og jafnvel á dánarbeðinu hafði hún
meiri áhyggjur af líðan annarra en
sjálfrar sín.
Amma var fædd á Reyni í Mýr-
dal, dóttir hjónanna Sveins Sig-
urðssonar og Gróu Guðmundsdótt-
ur og var hún yngst sjö systkina.
Hún missti móður sína aðeins sjö
ára gömul og varð þá ráðskona
föður síns sem lést fimm árum
seinna. Þá var henni komið í fóstur
til Sigríðar Brynjólfsdóttur og Ein-
ars Benediktssonar og dvaldist hún
hjá þeim í fjögur ár. Ekkert beið
ungrar foreldralausrar stúlku ann-
að en vinnumennska hjá öðrum þar
til hún giftist árið 1922. Afi, Þórar-
inn Auðunsson, var frá Dalbæ í
Landbroti og hófu hann og amma
búskap í Landbrotinu á nýbýlinu
Fagurhlíð. Svo framsýn voru þau
að öll hús voru lýst með rafmagni
sem bæjarlækurinn framleiddi er
hann var leiddur undir íbúðarhúsið.
Árið 1940 fluttust afi og amma
suður og voru fyrst ráðsfólk hjá
Eiríki Ormssyni og hans fjölskyldu
á Skeggjastöðum í Mosfellssveit.
Árið 1945 lögðu þau hins vegar
aftur í nýbyggingu og byggðu
bæinn Láguhlíð í sömu sveit. Þegar
afi dó árið 1957 fluttist amma til
Reykjavíkur og bjó síðustu rúmlega
30 árin hjá Ólöfu móðursystur
minni.
Ég man ekki eftir afa mínum,
en þeir sem það gera tala allir um
hvað hann og amma hafi verið
glæsileg hjón og samhent, gestrisin
og hlý. Og eitt er víst að aldrei var
annar maður í lífi ömmu en afi og
þó að hún nyti lífsins til hins ýtr-
asta vissi ég að hún beið þess að
hitta hann aftur hinum megin graf-
ar.
Amma og afi áttu fjögur börn.
Valgerður móðir mín er þeirra elst,
þá Gyðlaug Guðný, Ólöf og Sveinn.
Hvert barna ömmu átti síðan fjögur
börn og telst mér til að afkomend-
ur hennar í fjóra ættliði séu nú 58
talsins, þar með talin tvö sveinbörn
sem létust ung. Öllum þessum stóra
hópi fylgdist amma vandlega með
og var óbrigðult að spyija hana
um nöfn og afmælisdaga þegar við
sem yngri vorum tókum að ruglast.
Sá eiginleiki ömmu sem ég held
að öllum sem hittu hana verði
minnisstæðastur var hversu jákvæð
hún var. Þó að líf hennar hljóti að
hafa verið meira en erfitt vildi hún
aldrei ræða um þá erfiðleika heldur
aðeins það góða sem fyrir hana
hafði komið. Henni þótti afskap-
lega vænt um alla menn og stund-
um var það alit að því óþægilegt
hversu góð og greiðvikin hún var.
Sérlega vegna þess að við hin feng-
um svo lítið fyrir hana að gera.
Við erum því öll í stórri skuld, en
henni veit ég að amma er löngu
búín að gleyma, ef hún hefur þá
nokkurn tímann vitað af henni.
Hún er ábyggilega farin að leggja
inn gott orð fyrir okkur hin hjá
æðri máttarvöldum og efast ég
ekki um að þau munu ljá máli henn-
ar eyra. Við söknum hennar meira
en orð fá lýst, en vitum að ef hún
fær nokkru áorkað munum við hitt-
ast að nýju.
Að lokum langar mig að þakka
starfsfólki Landspítalans fyrir góða
umönnun síðustu vikurnar í lífi
ömmu. Ekki var henni bara sinnt
vel og af góðri þekkingu, heldur
virtist starfsfólkið allt hafa tíma
og orku til að sýna henni hlýju og
blíðu. Slíkt var ómetanlegt fyrir
okkur sem ekki sáum okkur öll
færi á að vera hjá henni öllum
stundum.
Dóra Stefánsdóttir.
Nú er hún elsku amma okkar
búin að kveðja okkur og farin til
að hitta afa, sem hún er búin að
vera án í 36 ár. Það er langur sakn-
aðartími.
Okkur hinum fannst eins og hún
mundi alltaf vera hjá okkur, hún
var svo fastur punktur í tilveru
okkar, alltáf að gleðja og hjálpa
þeim sem hún hitti á lífsleiðinni
með sinni blíðu elskusemi. Henni
féll aldrei verk úr hendi, var alltaf
að hekla, pijóna eða sauma eitthvað
fallegt til þess að gefa og var alltaf
glöðust þegar hún gaf öðrum. Þótt
gjafirnar væru alltaf mjög vel þegn-
ar var samt ennþá meira virði það
sem hún gaf af sjálfri sér með hveij-
um kossi á vanga og blíðum faðmi.
Þótt amma væri orðin 95 ára
gömul var hún svo ung í hugsun
og fylgdist vel með öllu sem gerðist
í þjóðlífinu og ræddi þau mál af
skilningi og þrótti.
Eftir að afi lést átti amma ávallt
hlýtt og öruggt skjól hjá dóttur sinni
Ólöfu og bjó hjá henni og hennar
fjölskyldu til síðustu stundar, að
undanskildum þeim vikum sem hún
dvaldist á sjúkrahúsi. Þær voru
hvor annarri svo nánar, ef önnur
þeirra var nefnd var venjulega sagt
Ólöf og amma sem óijúfandi heild.
Síðustu sólarhringana sem amma
lifði mátti segja að Ólöf viki ekki
frá rúminu hennar á sjúkrahúsinu
nótt né dag þar til yfir lauk og
stöndum við hin öll í mikilli þakkar-
skuld við hana fyrir allt sem hún
gerði fyrir ömmu fyrr og síðar með
því að veita henni varanlegt og
traust athvarf.
Friður sé með elsku ömmu.
Elín I.
Hún langamma mín, Elín Sveins-
dóttir, hefur nú lagt að baki langa
ævi. Hún var orðin 95 ára gömul.
Það eru ekki margir sem ná svo
háum aldri og enn færri sem eru
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
jafn hraustir á sál og líkama og
hún var.
Orð eru lítilvæg til að lýsa hve
dýrmæta persónu Elín amma hafði
að geyma. Ég vil með þessum fáu
línum þakka henni alla hennar
hlýju og hugulsemi í gegnum tíð-
ina. Hún sagði oft: „Það er mikið
lán að hafa barnalán." Þessi gæfa
hlotnaðist henni því að afkomend-
urnir eru orðnir á sjötta tug. Þrátt
fyrir þennan fjölda var hún lagin
við að muna eftir afmælisdögum,
fylgdist með stórviðburðum hjá öll-
um afkomendunum og var ekki í
rónni fyrr en hún hafði náð að
senda viðkomandi einhvern glaðn-
ing. Smáfólkið fór heldur aldrei
tómhent úr heimsóknum því að
Elín amma var vön að læða að
þeim ýmsu góðgæti. Það var henni
ávallt efst í huga að gera vel við
alla.
Elín amma hefur fengið sinn frið.
Þegar stórmenni falla frá skilja þau
jafnan eftir stór skörð sem erfitt
er að fylla í. Kveðjustundir eru
erfiðar, en meðan minningin um
hana Elínu ömmu lifir í hugum
okkar mun hún ekki hverfa frá
okkur.
Hvíl í friði.
Þóranna Jónsdóttir.
Mig langar til að kveðja mikia
sæmdarkonu, Elínu Guðbjörgu
Sveinsdóttur, í fáeinum orðum. Ég
kynntist henni fyrir rúmum 18
árum, þegar maðurinn minn kynnti
mig fyrir ömmu sinni, henni Elínu
ömmu, eins og ég kallaði hana allt-
af síðan.
Elín amma á langa ævi að baki,
rúm 95 ár. Hún eignaðist fjögur
börn, varð ekkja á besta aldri og
bjó eftir það á heimili Ólafar dóttur
sinnar. Hún var svo lánsöm að halda
góðri heilsu, bæði andlega og líkam-
lega og var aðdáunarvert hve vel
hún fylgdist með þjóðmálum og
yfirleitt öllu því sem gerðist í kring-
um hana, allt til hinstu stundar.
Elín amma var falleg og fíngerð
kona, augun hennar voru einstak-
lega falleg. í þeim las ég svo margt;
lífsreynslu, gleði og sorgir langrar
ævi, hógværð, visku, æðruleysi og
síðast en ekki síst óborganlega
glettnina.
Elín amma var trúuð kona og
gekk glöð á fund Guðs. í bókinni
Spámanninum (Gíbran) standa m.a.
þessi fallegu orð: „Og hvað er að
hætta að draga andann annað en
að frelsa hann frá friðlausum öldum
lífsins, svo að hann geti risið upp
í mætti sínum og ófjötraður leitað
á fund guðs síns?“
Ég kveð Elínu ömmu með þakk-
læti, virðingu og söknuði. Það var
mér mikill heiður að fá að kynnast
henni.
Þórunn Marsilía Lárusdóttir.
Látin er í Reykjavík Elín Guð-
björg Sveinsdóttir sem fæddist fyr-
ir röskum 95 árum að Reyn í Mýr-
dal, dóttir hjónanna Sveins Sig-
urðssonar og Gróu Guðmundsdótt-
ur. Foreldra sína missti Elín ung
að árum, móður sína tæplega 7 ára
en föður sinn á tólfta aldursári.
Eftir lát þeirra var hún áfram á
Reyn hjá ábúendum hins bæjarins
sem á jörðinni var þar til hún gerð-
ist um tíma vinnukona í Vík í
Mýrdal. Seinna fór hún til Reykja-
víkur og vann þar milli þess sem
hún sinnti sumarstörfum í sveit þar
til hún giftist Þórarni Auðunssyni
hinn 12. október 1921. Hann var
frá Dalbæ í Landbroti. í þá sveit
fluttust ungu hjónin og byggðu þar
upp bæinn í Fagurhlíð. Árið 1940
fluttu þau búferlum í Mosfellssveit
og bjuggu þar lengst af í Hlíð til
ársins 1957, en þá dó Þórarinn.
Elín var eftir það í Reykjavík á
heimili Ólafar dóttur sinnar, lengst
af í Álfheimum 8, en meðan það
hús var í byggingu áttu þær mæðg-
ur og aðrir heimilismenn þeirra
skjól í Drápuhlkl 17, á heimili Guð-
laugar systur Ólafar. Auk ofan-
taldra dætra eignuðust þau Elín
og Þórarinn Valgerði sem býr í
Kópavogi og Svein sem býr í Kols-
holti í Villingaholtshreppi. Einnig
ólu þau upp dótturdóttur sína, El-
ínu Sigurðardóttur. Hún er nú odd-
viti í Lýtingsstaðahreppi í Skaga-
firði.
Fjölskyldan bjó enn í Drápuhlíð
17 þegar ég kynntist Ellu, dóttur-
dóttur Elínar Sveinsdóttur. Við Ella
vorum fyrst samtíða í Laugarnes-
skólanum en urðum sessunautar
og aldavinkonur þegar við settumst
í Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Fljótlega tók ég að venja komur
mínar heim til Ellu. Þangað var
gott að koma. Þar var öllum tekið
Minning
Kristín Sigurðar-
dóttirfrá Víðigerði
í Biskupstungum
Fædd 5. nóvember 1929
Dáin 24. desember 1993
Ef ég ætti að mála mynd sem
lýsti Stínu, málaði ég mynd af blóm-
um; af stórum, litríkum vendi blóma
í ólíkum stærðum og litum. í miðj-
unni: Blóm af körfublómaætt —
helst opin — til minningar um opið
og góðlegt andlit hennar. Líka til
minningar um bros hennar þegar
við komum í heimsókn. Svo hlýtt
og gott.
Hægra megin: Dökk Qólublá
stjúpublóm. Þessi hugsandi blóm
sem þrátt fyrir nafnið eru svo falleg
og góð, og með alvörusvip. Til minn-
ingar um það hvernig hún stundum
skildi vanda minn betur en ég gerði
sjálf og var fær um að segja þau
fáeinu orð sem vísuðu mér veg út
úr vandanum. Við hliðina á dökk-
bláu stjúpublómunum: Rósir. Ein-
faldar og opnar rósir — helst meyj-
arrós. Til minningar um hlýja og
góða vináttu, sem ævinlega var söm
þótt við tvær værum ólíkar og hugs-
uðum hvor á sinn hátt. Til minning-
ar um öll góðu orðin, bæði í sam-
tölum og bréfum. Allt bar það vott
um vináttu sem mér fannst vera
grundvölluð á bjargi.
Eitthvað blátt verður að vera í
myndinni — og vinstra megin vil
ég hafa Alaskalúpínur. Því þær
plöntur gera jarðveginn góðan fyrir
annan gróður. Og Stína var einmitt
þannig. Ævinlega vildi hún greiða
götu annarra — án þess að hafa
hátt um það sjálf. Og Sú aðstoð sem
hún veitti var bæði veraldleg og
andleg. Hún kunni nefnilega. það
sem fátt nútímafólk kann: Hún
kunni að hlusta. Hún hlustaði ef
einhver vildi tala um það sem er
erfitt og vont. Hún hlustaði jafnvel
ef einhver vildi tjá gleði. Þess vegna
verður að vera blóm af baunaætt í
myndinni. Því Stína gerði ævinlega
sitt besta fyrir náungann — hún
kunni að sýna náungakærleik.
En aftast í myndina vil ég mála
hvítt blóm. Ekki veit ég alveg enn
hvaða tegund. Það á bara að vera
hvítt og ríkt, því að þannig var það ‘
þegar við Stína fórum til kirkju.
Þegar sálmaskáld vilja lýsa
Himnaríki segja þau oft að þar
syngi englamir saman; mesta sæla
englanna sé að syngja Drottni lof
— og syngja með öðrum. Óbeint
segja skáldin okkur hvað það er sem
manneskjan þráir mest: Að vera
saman í gleði; syngja lofsönginn
saman. Þegar allt kemur til alls er
þessi samkenndarsæla okkar heit-
asta ósk.
Ég gleymdi aldrei þegar við Stína
fórum í Torfastaðakirkju á föstu-
daginn langa:
Víst ertu, Jesús, kóngur klár,
kóngur dýrðar um eilíf ár...
Falleg voru orðin og söngurinn
sem við upplifðum saman. Mér var
þetta sama samkenndarsælan og
ég fann til á bernskuheimili mínu
þegar við sungum sálma við jóla-
tréð. Eftir ferð okkar í Torfastaða-
kirkju verður mér ævinlega hugsað
til Stínu þegar ég heyri eða syng
þennan sálm. Ekki aðeins vegna
þess að við fórum þangað saman,
heldur líka vegna sálmsins og þess
sem hann boðar: „Frelsaður kem
ég þá fyrir þinn dóm.“ Við spytjum
kannski: Átti ekki maðurinn fyrst
að fá dóm og síðan Drottins fyrir-
gefningu og frelsun? Svar séra
Hallgríms er á þá lund að maðurinn
getur gengið fyrir dómara sinn í
fullvissu um náð Drottins. Það er
fyrst þegar við erum viss um að