Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 39

Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 39 unni? í Gísla sögu Súrssonar segir frá Ingjaldi í Hergilsey sem barg lífi skógarmanns og lagði þar sitt að veði. Skáldbóndinn íslenski, einyrk- inn og Klettafjallaskáldið Stephan G., bróðir Sveinbjarnar í anda og starfi, segir í kvæðinu „Hergilseyjar- bóndinn": Ég aldrei við svívirðu sæmd mína gef. Þú selur mér tórandi aldrei mitt líf. En Gísla þinn útlaga haldið ég hef, og hvenær sem get það ég verð ’onum hlíf. Og slitin og forn eru föt mín og ljót, að flíka þeim lengur ég skeyti ekki hót. Stephan G. nær anda sögunnar. Svar Hergilseyjarbóndans til Barkar digra er siðfræði Ingjaldar sem var ásatrúarmaður. Þeir Gísli voru syst- rasynir og hafði hann komið með honum út hingað. Hinn forni drengskapur og mann- g'ldi forfeðra okkar, heiðinna, í orði og verki, stendur vart langt að baki siðfræði kristinna og má vera að enn þann dag í dag búi íslenskir dreng- skaparmenn að hinni fornu siðfræði, þótt kristnir séu að nafni. Skáldsnillingurinn Magnús Stef- ánsson, Örn Arnarson, lætur drottin sjálfan standa á ströndu, er breyskur sonur en góður drengur lendir á ströndinni hinum megin. Við honum var vel tekið. Skyldi alfaðir sjálfur ganga til strandar þegar hempu- klæddur farísei leitar þar lands? En minnast skulum við orða meistarans frá Nasaret sem segir í Jóhannesar- guðspjalli, 14. kafla: „í húsi föður míns eru margar vistarverur." Sönn- um dreng og trúmanni sem Svein- birni heid ég verði greið gatan hinsta. Eg óska honum fararheilla. Sá einstæði atburður gerðist í ís- lenskri menningarsögu nú fyrir jólin að út kom bókin „Raddir dalsins", ljóð og stökur átta systkina, systkin- anna frá Grafardal í Hvalfjarðar- strandarhreppi, Beinteinsbarna. Eitt þeirra var skáldið og allsheijargoð- inn, Sveinbjörn. í bókinni á hann m.a. lítið ljóð, aðeins tvær stökur og heitir „Þökk“. Ég gef honum með þeim orðið: Heimsins vegur hulinn er huga manns og vilja, enginn þarf að ætla sér örlög sín að skilja. Trúin hrein og hugsun djörf hjálpa mest í raunum, þakkir fyrir fógur störf flyt ég þér að launum. Má vera að hér birtist trú og sið- fræði goðans. Breytnin slýptir mestu. Hann flytir þökk fyrir störf, en ann- að kann að vera órætt. Ég læt stöku hans í sömu bók, „Menningarfé", fylgja hér með. Hún skýrir sig sjálf. Rúman skerf að rembast við reynist erfitt klúður fyrir gervigáfna lið, gráar kerfisbrúður. Elsku amma mín. Það er svolítið skrýtin tilfinning að geta aldrei talað við þig aftur eða komið um helgar og boðið þér á rúnt- inn. Það sem mér fannst erfiðast eftir að þú fórst á spítalann var að geta ekki hringt í þig og athugað hvernig þér leið þann daginn. Maður gat þó alltaf komið á spítalann og talað við þig þar en núná ertu ekki lengur á meðal okkar. Ég er að reyna að vera sterk og dugleg fyrir þig og ég held að þú getir verið ánægð með mig. Ég sagði henni Steinunni (dóttur minni), morguninn eftir að kallið kom, að núna væri iangamma dáin. Það kom nú svolítið einkennilegur svipur á þetta litla andlit, en svo sagði hún: „En mamma, hún er samt ennþá amman okkar og núna verður hún alltaf hjá okkur og passar okkur dag og nótt.“ Ég gleymi aldrei rúntunum okkar niður í bæ, sérstaklega ekki einum: Það var mjög gott veður og við ákváðum að fara og fá okkur ís. Þú beiðst í bílnum er við Steinunn fórum að kaupa ísinn. Þá kom lítill hvolpur á móti okkur oe elefsaði í ísinn hiá Hin þyngri og óræðari ljóð goðans og skáldbóndans læt ég öðrum „að rembast við“. Sveinbjörn var bóndi og fæddur skáld, stóð föstum fótum í íslenskri bændamenningu þeirri sem nú er að vegið, svo að ginnungagap virðist eitt framundan í menningarmálum þjóðarinnar. Einn hinna mörgu vitmanna Borg- firðinga og ekki sá sísti sagði við mig fyrir nokkru að þeir ættu þó enn „síðasta geirfuglinn". Ekki má tæp- ara standa að brotið verði fjöregg þjóðarinnar og hvað tekur þá við? Ég sakna Sveinbjarnar Beinteins- sonar og finnst landið okkar fátæk- ara við fráfall hans. Hjörtur Jónasson. Þau óvæntu tíðindi bárust um jól- in að allsheijargoðinn Sveinbjörn Beinteinsson væri látinn. Sveinbjörn setti svip á samtíð sína og markaði spor sem fyrsti forstöðumaður heið- ins safnaðar eftir kristnitöku. Stofn- un Ásatrúarfélagsins og opinber við- urkenning þess vakti athygli víða um heim og allsheijargoðinn varð einn kunnasti íslendingur okkar tíma, ef ekki sá þekktasti. Fjöldi manns kom hingað til lands til þess fyrst og fremst að hitta goðann, eða lagði áherslu á að ná fundi hans rækist fólk hingað af öðrum erindum. Goð- inn ræddi við gesti sína á íslensku, hvort sem þeir kunnu það mál eða ekki og var merkilegt að verða vitni að slíkum samræðum. Tjáskipti virt- ust eðlileg þótt hver talaði sitt mál. Ég hef hitt menn af fjarlægu heims- horni sem töldu fund með goðanum merkasta viðburð heimsóknar sinnar hingað til lands og skildu þó ekki orð í íslensku. Meira en þrír áratugir eru liðnir frá því ég hitti Sveinbjörn fyrst. Hann var þá enn ungur maður, þótt kominn væri yfir þrítugt. Jlann bjó þá smábúi á Draghálsi, sem hann gerði lengst af, en dvaldi hér syðra að vetrinum, sinnti fræðastörfum og orti og tók þátt í félags- og skemmt- analífi. Sóttist eftir félagsskap skálda og listamanna og kom ekki að sök þótt hann færi aðrar leiðir en flestir hinna. Sveinbjörn ólst upp á borgfirsku menningarheimili, yngstur í hópi margra systkina sem flest urðu skáld, kannski öll. Þar voru skáld- skapur og fom fræði íslensk höfð í hávegum og þetta drakk Sveinbjörn með mjólkinni og sinnti hvorutveggja alla tíð. Sum systkinanna urðu þekkt skáld, fyrst Pétur sem dó ungur úr berklum og síðar Halldóra sem enn telst meðal helstu skáldkvenna ís- lenskra á þessari öld, en látin fyrir allnokkrum árum á besta aldri. Sveinbjörn var alla tíð maður hins forna menningararfs. Goðafræðin, sögurnar, eddukvæðin og rímurnar með heitum sínum og kenningum Steinunni, hún gargaði og gólaði og þú varðst bálreið yfir því að eigendur hundsins skyldu láta hann ganga lausan, en svo var hlegið að þessu seinna meir. Jæja, amma mín, nú ætla ég að kveðja þig í síðasta skipti. Það er bara svo ótrúlegt að það sé ekki hægt að faðma þig fremst. Elsku amma, þar sem ég þurfti alltaf að snúa mér við og kveðja þig tvisvar þegar ég fór heim þá ætla ég að gera það líka núna. Vertu sæl og blessuð, við hittumst aftur er þú tek- ur á móti mér eins og alltaf. Jón og Steinunn biðja að heilsa. Þín vinkona. Guðný. Elsku mamma, tengdamamma og amma, við kveðjum þig með söknuði og nú vitum við að þér líður vel og með þessum erindum eftir sálma- skáldið langar okkur að þakka þér fyrir öll árin, grínið og gamanið. Éinnig langar okkur að þakka bíltúr- ana og stundirnar sem við áttum saman. Það eru margar góðar og skemmtilegar minningar sem þú skil- ur eftir hér hiá okkur. voru hans menningarlegu heimalönd og þar lék honum flest á tungu sem væri hann lærður maður. Ég hygg að helstu skáld hans af síðari tímum hafi verið Bólu-Hjálmar og Sigurður Breiðfjörð. Ég gruna hann um að hafa aldrei fyrirgefíð Jónasi Hall- grímssyni árásina á Sigurð og rím- urnar. Víst glataðist margt með rímnamálinu og þótt fáir hafi víst harmað það sá Sveinbjörn þar heilan menningarheim sem hann vildi varð- veita. Viðhald -þessa menningarheims var hugsjón hans og í þá hugsjón lagði hann iðju sína og þijósku til hinstu stundar. Þó fór því fjarri að Sveinbjörn hafi vanmetið allan skáldskap sinnar tíðar. Hann las meira að segja atóm- skáldin svonefndu og t.d. heyrði ég hann fara góðum orðum um' ljóð Stefáns Harðar löngu áður en Stefán var hafinn til réttrar viðurkenningar. Þó hafði Sveinbjörn áhyggjur af því sem honum þótti dekur við lágkúru nú á síðustu tímum og þótti margt stefna í ranga átt. T.d. þóttu honum svonefndir bókmenntafræðingar orðnir ódýr grautur. í bók sem Berglind Gunnarsdóttir skrifaði eftir Sveinbirni og kom út haustið 1992, segir Sveinbjörn svo um þetta: „Ég lifí alveg jöfnum hönd- um í fortíðinni og nútíðinni, og verð ekki fastur í neinum tíma, síst af öllu samtímanum. Ég hvorki fyrirlít hann né dýrka, lít bara á hann eins og hann kemur fyrir, sem sérstakt fyrirbæri.“ Sveinbimi lét vel að umgangast ungt fólk, enda sótti það til hans og árið 1964 festi hann sér unga konu, Svanfríði Hagvaag. Bjuggu þau sam- an á Draghálsi nokkur ár og síðast hér syðra og eignuðust tvo syni. Sambúðinni lauk með skilnaði sem Sveinbjörn kenndi sér um, því ekki brá hann útaf háttum sínum þótt kominn væri með fjölskyldu. Hann stóð alla tíð utanvið framkvæm- dagösl síns tíma og naut ekki styrks til að sinna störfum sínum og áhuga- málum eins og þurfti. Yfírvöldum þótti ekki ástæða til að rétta honum svo mikið sem orðu fyrir störf hans og mikla kynningu á landi og þjóð og þjóðmenningu. Síðustu árin hafði hann til umráða hús á Hvalfjarðar- strönd. Vinir hans og velunnarar vonuðu að þar myndi honum auðnast að njóta góðra daga um langa tíð. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Sveinbirni góða og litríka viðkynningu um áratugaskeið og bið goð og góðar vættir að varðveita minningu hans og afkomendur hans. Islendingar eru fátækari þegar hann er horfínn. Jón frá Pálmholti. Fleiri minningargreinar um Sveinbjörn Beinteinsson bíða birtingar og munu birtast næstu daga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, -Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Fríða, Már og börn. Unnur D. K. Rafns- dóttir — Minning t Faðir minn, afi og iangafi, MAGNÚS V. FINNBOGASON mag. art., Drápuhlíð 32, andaðist 4. janúar. Hjördís Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, INGEBORG VAABEN SVEINSSON, Egilsgötu 32, andaðist 5. janúar á elliheimilinu Grund. Fyrir hönd aðstandenda, Steinar Jakobsson, Sveinn Jakobsson, Sigurlfna Helgadóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA HJÖRLEIFSDÓTTIR, sem lést á Sólvangi 29. desember, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu föstudaginn 7. janúar kl. 10.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. Föðurbróðir minn, FRIÐJÓN JÓNSSON frá Hofsósi, Heiðarvegi 20, Keflavfk, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 3. janúar. Fyrir hönd systur, mágkonu og annarra vandamanna, Hrönn Jóhannsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.30 Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Skarphéðinsson, Gréta Jónsdóttir, Gunnar Konráðsson, Sigurður L. Jónsson, Klara Sigurgeirsdóttir, börn og barnabörn. t GUÐBJÖRG SIGURLAUG GUNNLAUGSDÓTTIR fyrrverandi húsfreyja á Kollafossi, sem lést 27. desember, verður jarðsungin frá Melstað laugardag- inn 8. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Dvalarheimilissjóð Kvennabands V-Húnavatnssýslu. Aðstandendur. t STEFÁN ÍSLANDI óperusöngvari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 7. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minn- ast hins látna er bent á samtök um byggingu tónlistarhúss. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Einarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓSEBÍNA GRÍMSDÓTTIR, Kirkjuvegi 20, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin fró Landakirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Fannar Óskarsson, Helga Sigtryggsdóttir, Ester Óskarsdóttir, Brynjar Stefánsson, Hallgrímur Óskarsson, Sólrún Sigurbjörnsdóttir, Páll Róbert Óskarsson, Þuríður Georgsdóttir, Steinunn Ó. Óskarsdóttir, Hilmar H. Gunnarsson, Jósúa Steinar Óskarsson, Kristín Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.