Morgunblaðið - 06.01.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.01.1994, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú færð góðar fréttir varð- andi fjárhaginn og ný tæki- færi bjóðast í vinnunni. Hugmyndir þínar fá góðan hljómgrunn. DÝRAGLENS ©1968 Tribune Medie Service*. mc. HANN at OZÐ/MN rytJÖ'G UNOAK- \ LeGue. ' U/U VAGíNH FL EVGÐf' HAHN SE/? Fye//e AF FLCrrtVAl rÖt-S/CCJAA, Le&UIZSKO/M y GRETTIR Naut (20. april - 20. maí) Nú er rétti tíminn til að ganga frá samningum eða ná samkomulagi við aðra. Ástvinir undirbúa skemmti- ferð saman. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þú hefur forgöngu um að leysa verkefni í vinnunni í dag. Þú kemur vel fyrir og aðrir hlusta á það sem þú hefur að segja. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Barn færir þér góðar fréttir og þér berst ánægjulegt heimboð. Ástin er í fyrir- rúmi og þú skemmtir þér í kvöld. Ljón (23. júlf - 22. ágúst) Sumir gera meiriháttar inn- kaup fyrir heimilið í dag. Þú átt auðvelt með að sann- færa aðra og fá þá á þitt band. Meyja (23. ágúst - 22. september) Boð sem þér berst getur leitt til þess að þú verðir að heiman um helgina. Þér berast góðar fréttir í pósti eða símtali. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur heppnina með þér í peningamálum og þú gæt- ir gert góð kaup í dag. Heimilið og fjölskyldan ganga fyrir í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) HíjS Bjartsýni ríkir hjá þér og þú vinnur að því að koma ár þinni vel fyrir borð. Ferðalag virðist í undirbún- ingi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Sumir vinna að listrænu verkefni í dag, hjá öðrum eru íjármálin í fyrirrúmi. Ástvinir eiga saman góðar stundir í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér berst ánægjulegt boð frá vini. Þú vinnur að því að láta drauma þína rætast. Skemmtu þér vel í kvöld. SMÁFÓLK Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Gamalt viðfangsefni skýtur upp kollinum á ný og þú getur átt von á viðurkenn- ingu í vinnunni fyrir vel unnin störf. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) %£< Góðra frétta er að vænta í máli sem varðar menntun eða réttindi. Þér gæti staðið til boða að fara í ferðalag. Snilli! Stjiirnuspána á aö tesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni msinitalegra sta^reynj 8 * ' -------rP--------------------------- BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Sjötta jólaþrautin. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁK73 V 753 ♦ KG85 + Á3 Vestur ♦ G10542 VÁ1094 II ♦ 432 *4 Suður ♦ D86 VK86 ♦ ÁD9 ♦ 9765 Austur ♦ 9 V DG2 ♦ 1076 + KDG1082 Vestur Norður Austur Suður 3 lauf Pass Pass Dobl Pass ? Vandamálið hér er svarið við úttekt- ardobli makkers. í leik Bandaríkjanna og Argentínu á HM 1977 sagði Argentínumaðurinn í suð- ur 4 lauf og hækkaði síðan 4 spaða norð- urs í fimm (?!). Hann var ástfanginn af laufhundunum sínum; gaf sér að makker ætti einspil eða eyðu og fimmlit í spaða. AV dobluðu ekki og norður slapp þijá niður; mínus 300. Sú ákvörðun sem heppnast best er að segja 3 grönd! Þann samning má vinna með því að spila vestri inn á spaða í loka- stöðunni. Larry Choen notar þetta spil í bók sinni „To Bid or Not to Bid“, sem Qallar um regluna um heildarfjölda slaga. Sú regla segir að fjöldi slaga sem hægt er að taka í besta tromplit í báðar áttir sé jafn heild- arfjölda trompa. Dæmi: Ef NS eiga 9 spila tromplit, en AV 8 spila, er heildar- fjöldi slaga 17. Sem þýðir til dæmis að ef NS geta tekið 10 slagi í sfnum lit, fá AV 7 slagi í sínum. Samtals 17 slagir. Þótt reglan sé auðvitað ekki algild, er hún glettilega nákvæm og gott hjálpar- tæki í baráttusögnum. í þessu spili segir Cohen að reglan bjóði suðri að passa. HeildarQöIdi trompa sýn- ist vera á bilinu 14-17. Sem þýðir, að ef NS vinna hálitageim, fara 3 lauf a.m.k. 2 niður, og oftast meira. Þá er það samanburðurinn. Hinum megin passaði austur í upphafi og norður varð sagnhafi í 3 gröndum. Út kom lauf- kóngur, sem norður dúkkaði. Austur skipti þá yfir í þjartadrottningu: Einn niður, 100 í AV. Sveit þín vinnur 200 og 5 IMPa ef þú valdir passið (3 lauf fara einn niður), tapar 3 IMPum ef þú sagðir 4 lauf (4 spaðar, tvo niður), og vinnur 12 IMPa ef þú grísaðir á 3 Gr. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á PCA- úrtökumótinu fyrir áramótin. Jan Ehlvest (2.610), Eistlandi, hafði hvítt og átti leik gegn aldursfor- seta mótsins, Viktori Kortsnoj (2.615), 62ja ára. Svartur lék síð- ast 30. - Rd6-c4? borg: 31. Rxd5! - cxd5,32. Hxc4 - dxc4, 33. Bxb7 (Vinnur skipta- muninn til baka, því hann hótar bæði 34. Bxa8 og 34. Bc6) 33. - Hac8, 34. Bxc8 - Hxc8, 35. Kfl og Ehlvest vann örugglega á umframpeðinu. Á PCA-mótinu var teflt um áskorunarréttinn á Gary Kasparov, „PCA-heims- meistara", en um aðra helgi hefst í Hollandi fyrsta lotan í keppninni um áskorunarréttinn á Anatólí Karpov „FIDE-heimsmeistara“. Við bætist að þriðji „heimsmeíst- arinn“, Bobby Fischer, teflir senn einvígi við Júdit Polgar ef marka má virta spánska skákblaðið Jaque. Það skýrði nýlega frá því að breskur áfengisframleiðahdi muni fjármagna einvígi Fischers og Júditar Polgar á næstunni. Fischer gerir kröfu um fimm millj- óna dala verðlaun. Móðir Júditar hefur staðfest fréttina. Það er ekki að furða að skákunnendur séu að verða ruglaðir í ríminu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.