Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 54

Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 ÍÞRÚmR FOLK ■ JÓHANN Ævarsson, marka- hæsti leikmaður BÍ 88 á síðasta ári, hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Bolungarvík. Jóhann var markahæsti leikmaður ísfirð- inga síðustu tvö ár. Hannes Már Sigurðsson hefur einnig gengið til liðs við Bolvíkinga frá BI. ■ EYSTEINN Hauksson, knatt- spymumaðurinn efnilegi frá Egils- stöðum, sem gekk til liðs við IBK síðasta leiktímabil, hefur ákveðið að leika með Hetti í 3. deild næsta sumar. Hann lék sex leiki með ÍBK í 1. deild. ■ ÞORSTEINN Þorsteinsson, fyrrum landsliðsbakvörður úr Fram og Víkingi, hefur gengið frá félag- skiptum úr Víkingi í Fjölni. ■ SIGRÍÐUR Sóphusdóttir, sem lék í markinu hjá bikarmeisturum IA sl. sumar, leikur með Breiða- bliki næsta tímabil. En þar lék hún einmitt áður en hún fór til IA. Steindóra Steinsdóttir, markvörð- ur UBK síðasta sumar, hefur ákveðið að leika með IA. ■ Elísabet Sveinsdóttir, leik- maður Stjörnunnar, hefur gengið frá félagskiptum yfir í Breiðablik. ■ STEINN Helgason, sem þjálf- aði kvennalið Breiðabliks síðasta sumar og áður kvennalandsliðið, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari íslands- og bikarmeistara IA. Hörður Helgason er aðalþjálfari liðsins. ■ MEÐLIMIR A-klúbbsins ætla að hittast fyrir landsleikina gegn Hvít-Rússum á veitingastaðnum Jensen í Ármúla. Allir handbolta- sunnendur eru velkomnir og hægt er að ganga í klúbbinn á staðnum. RUÐNINGUR 65,5 millj. fyrir 30 sek. Sjónvarpsauglýsingar með beinni lýsingu frá úrslita- leiknum í ameríska fótboltanum um næstu mánaðarmót eru ekki beint gefnar. NBC sjónvarpsstöð- in keypti sýningarréttinn frá leiknum á um 41 millj. dollara (liðlega 298 millj. kr.) og bauð út 56 30 sekúndna auglýsinga- tíma á 900.000 dollara (65,5 millj. kr.) stykkið. Um áramót átti eftir að selja sjö þeirra, en gert er ráð fyrir að þeir seljist og miðað við fyrrnefnt verð gefa auglýsingarnar samtals 50,4 millj. dollara (um 367 millj. kr.). í fyrra kostaði 30 sekúndna auglýsingatími á úrslitaleiknum 850.000 dollara, en þá fylgdust 133,4 milljónir manna með leikn- um í beinni útsendingu. 1985 kostaði 30 sek. auglýsing 500.000 dollara. Úrslitaleikurinn verður 30. janúar. SKIÐI Reuter Deborah Compagnoni sigraði í stórsvigi heimsbikarsins í þriðja sinn í röð í gær. Hér er hún á fullri ferð í brautinni. Compagnoni til alls lík- leg í Lillehammer DEBORAH Compagnoni frá Ítalíu sannaði það í gær að hún er best í stórsvigi. Hún sigraði í stórsvigi heimsbikarsins í þriðja sinn í röð og verður að teljast líkleg til afreka á Ólympíuleikunum i Lillehammer sem verða settir í næsta mánuði. Compagnoni, sem varð Ólympíu- meistari í risasvigi í Albertville fyrir tveimur árum, hafði besta tím- ann í báðum umferðum. Heimsbikar- hafinn Anita Wachter frá Austurríki varð önnur, 0,27 sek., á eftir og Heidi Völker frá Bandaríkjunum þriðja, tæplega tveimur sekúndum á eftir sigurvegaranum. „Eg er í mjög góðri æfingu bæði andlega og líkamlega. Hvers getur maður óskað sér frekar," sagði Compagnoni sem er 23 ára. Hún sigraði einnig í stórsvigi í Tignes í Frakkiandi og Veysonnaz í Sviss í desember. Anita Wachter styrkti stöðu sína á topnum í samanlagðri stigakeppni. Helsti keppinautur hennar, Pernilla Wiberg frá Svíþjóð, féll neðst í braut- inni í síðari umferð eftir að hafa verið með fjórða besta tímanum í fyrri umferð. Skíðadeild Hauka Hafnflrðingar athugió: Skíðadeildin selur vetrarkort í lyftur á Bláfjallasvæðinu. Upplýsingar I síma 652436 Sigurgeir við ÓL-lágmarkið Innritun Innritun í fimleikadeild Gerplu stendur nú yfir og lýkur 15. janúar. Tekið er við beiðn- um um innritun byrjenda, 12 ára og yngri, í síma 74925 alla daga kl. 15.00-21.00. Fimleikar - fögur íþrótt Sigurgeir Svavarsson var alveg við íslenska ólypmíulágmark- ið í 30 km göngu með hefðbund- inni aðferð á sænska meistaramót- inu í gær. Hann hafnaði í 47. sæti af 110 keppendum og var 13,5 mínútum á eftir sigurvegar- anum Jan Ottosyni. Daníel Jakobs- son varð í 35. sæti um einni og hálfri mínútu á undan Sigurgeiri og Rögnvaldur Ingþórsson hafnaði í 52. sæti og var 15 mín. á eftir sigurvegaranum. Gísli Einar Árna- son frá ísafirði keppti í unglinga- flokki og varð í 21. sæti af 60 keppendum. Daníel sagði að sér hafi gengið illa. „Ég var veikur í maga og byrjaði gönguna á því að æla og síðan datt ég. En þetta var góð ganga hjá Sigurgeiri sem var al- veg við ólympíulágmarkið. Við vit- um ekki alveg hver styrkleiki mótsins var en ég hef trú á því að þessi árangur sé alveg við lág- markið,“ sagði Daníel. Sigurgeir, Rögnvaldur og Ólaf- ur Björnsson keppa á heimsbikar- mótinu í Osló 15. janúar. URSLIT Skíði Heimsbikarinn Morzine, Frakklandi: Stórsvig kvenna: 1. Deborah Compagnoni (Ítalíu) ...2:14.47 (1:07.51/1:06.96) 2. Anita Wachter (Austumki)....2:14.74 (1:07.58/1:07.16) 3. Heidi Voelker (Bandar.).....2:16.27 (1:08.64/1:07.63) 4. Eva Twardokens (Bandar.)....2:16.40 (1:08.13/1:08.27) 5. LeilaPiccard (Frakkl.)......2:16.51 (1:07.85/1:08.66) 6. Marianne Kjoerstad (Noregi) ....2:16.54 (1:08.20/1:08.34) 7. Vreni Schneider (Sviss).....2:16.60 (1:08.10/1:08.50) 8. Martina Ertl (Þýskal.)......2:17.40 (1:09.23/1:08.17) 9. Kristina Andersson (Svíþjóð) ....2:17.73 (1:09.36/1:08.37) 10. Katja Seizinger (Þýskal.)....2:17.74 (1:09.10/1:08.64) Staðan í heimsbikarnum: 1. Anita Wachter (Austurríki)......624 2. Pemilla Wiberg (Svíþjóð)........530 3. Vreni Schneider (Sviss).........518 4. Deborah Compagnoni (ítal(u)....424 5. Ulrike Maier (Austumki).........421 6. Katja Seizinger (Þýskal.).......319 7. Martina Ertl (Þýskal.)..........309 8. Renate Goetschl (Austurríki)....295 9. Morena Gallizio (Italíu)...,....293 10. Bibiana Perez (Ítalíu)...........245 11. Marianne Kjoerstad (Noregi)......194 Skíðastökk Innsbruck, Austurríki: stig 1. Andreas Goldberger (Austurríki).233 (Fyrra stökk 114.5 og síðara stökk 104.0 metrar) 2. Jens Weissflog (Þýskal.).........229 (106.0/112.5) 3. Noriaki Kasai (Japan)..........222.2 (102.5/109.5) 4. Jaroslav Sakala (Tékkl.)........218.1 (102.0/108.0) 5. Espen Bredesen (Noregi)........217.7 (104.5/105.0) Staðan i heimsbikarnum 1. Weissflog........................550 2. Goldberger.......................505 3. Bredesen.........................500 4. Sakala...........................302 5. Nishikata........................267 ítolski boltinn -1. leikviko leiðrétting; Leikur nr. 5 á stöðubiaðinu á að vera: 5. fíoma - Genoa (ekki 5. Roma - Derby) / síðustu vlku vor e!nn íslencllngur með aHa 13 lelklna rétta og Fékk 3.188.610 kr. í vlnnlng íslenskor getrounir fith. oð ollir ensku leikirnir eru blkorleikir Þrettándaflugeldar Flugeldasalan í KR-heimilinu er opin til kl. 22.00 íkvöld 20-30% verólækkun Sértilboó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.