Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 56

Morgunblaðið - 06.01.1994, Page 56
ttrgpunÞlftfrtfr m HEWLETT PACKARD HP Á fSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, simi (91) 671000 Frá tnögulcika tii veruleika MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK StMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTllÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 86 FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Erlendur bankí tók íslenskar krónur BANK of America í London samþykkti nýlega að taka við 40 milljónum í íslenskum krónum vegna viðskipta Fjárfestingarfé- lagsins Skandia hf. Annaðist bankinn greiðslur í tengslum við kaup Skandia á verðbréfum frá alþjóðlega verðbréfafyrirtækinu Fidelity. Erlendir bankar hafa hingað til ekki átt viðskipti með íslensk- ar krónur í neinum mæli eftir því sem næst verður komist. Nokkrir erlendir bankar munu þó eiga reikninga í íslenskum bönkum. Ekki liggja fyrir upp- lýsingar um hvernig erlendi bankinn hugðist ráðstafa krón- unum eða hvort þær hafa skilað sér aftur til íslands. Sjábls. B1 Vestfirðingar hafa veitt 56% af þorskkvótanum Möguleikar kannaðir á netaveiðum í Smugunni ÚTGERÐARMENN eru að athuga möguleikana á að senda báta sína til netaveiða í Smugunni í Barentshafi í vor og salta aflann um borð. Einar Oddur Kristjánsson, stjórnarformaður Iljálms hf. á Flateyri, segir að margir útgerðarmenn séu að athuga hvað til bragðs eigi að taka í vor þegar kvótinn verði búinn og komi Smugan og Flærnski hatturinn þar til greina. Hjálmur hf. á tæplega 200 lesta bát sem til greina kemur að senda til þessara veiða og gæti svo farið að 100 íslensk skip yrðu í Smugunni í sumar. Skip skráð á Vestfjörðum hafa veitt vel af þorski í vetur og hefur gengið ört á þorskkvóta þeirra. Skip í kjördæminu eru nú búin að veiða liðlega 10 þúsund tonn af þorski á fyrstu fj'órum mánuðum fiskveiðiárs- ins og er það 56% af þeim þorsk- Sólargangur lengist Morgunblaðið/RAX BJART og fallegt veður hefur verið suðvestanlands það sem af er nýja árinu og sólargangurinn lengist dag frá degi. í dag, á þrettánda degi jóla, verður sólin 35 mínútum lengur á lofti en þegar dagur var stystur, á vetrarsólstöðum, sem voru 21. desember. Sólarupprás í Reykjavík í dag er klukkan 11.22 og sólarlag verður klukkan 15.55. kvóta sem þau hafa til ráðstöfunar á árinu. Rúm 7.800 tonn eru eftir fyrir þá átta mánuði sem eftir eru af kvótaárinu. Að meðaltali á landinu öllu er nú búið að veiða 37% þorsk- kvótans og hefur gengið mun hraðar á hann en í fyrra þegar 22% höfðu veiðst á þessum tíma. Kvótinn búinn á Flateyri Ástandið er verst á Flateyri. Bát- amir þar eru almennt búnir með þorskkvótann. Hins vegar eiga tvö stærstu skipin eftir af viðbótarkvóta sem tekinn var á leigu fyrir áramót- in. Einar Oddur segir að sá kvóti og væntanlegur kvóti Hagræðingar- sjóðs dugi til að fleyta skipunum fram í steinbítsvertíð í febrúar. Hins vegar viti menn ekki hvað til bragðs eigi að taka í maí þegar steinbítsver- tíðinni ljúki en þá verði fjórir mánuð- ir eftir af fiskveiðiárinu. Einar Oddur segir vitað að Norð- menn og jafnvel Færeyingar hafi veitt í net í Barentshafi en þeim hafí gengið illa með línuveiðar. Því sé verið að afla upplýsinga um þess- ar veiðar og athuga möguleikana á að senda stærri bátana á netaveiðar þangað og hugsanlega einnig á Flæmska hattinn. Gangi þetta eftir er hugsanlegt að 100 íslensk skip verði í Smugunni í sumar og segir Einar Oddur að þá megi búast við að eitthvað heyrist í Norðmönnum. Sjá frétt um kvótann á miðopnu. Flugleiðir semja við flugmenn um lengri flugtíma og áfangaeftirlit Hlutdeild flugmanna í spamaði þýðir um 6% hærri útborgun GENGIÐ hefur verið frá nýjum samningi milli Flugleiða og flug- manna félagsins sem felur m.a. i sér lengri flugtíma flugmanna og að þeir taki að sér áfangaeftirlit á vélum félagsins á flugvöllum erlendis. Flugmenn fá á móti hlutdeild í þeim sparnaði sem verður við þetta fyrirkomulag og getur þýtt rúmlega 6% hærri útborgun. Einar Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, sagði að samn- ingurinn fæli ekki í sér beina launa- hækkun heldur væri um að ræða hagræðingu sem kæmi bæði félag- inu og flugmönnum til góða. Merkilegur samningur „Það sem breytist er annars veg- ar það að hámarksflugtími á dag Formlegar tillögur Bandaríkjamanna um niðurskurð á Keflavíkurflugvelli Vildu kalla allar F-15 þot- ur og 900 hermenn heim TILLÖGUR þær sem Bandaríkjamenn lögðu fram á fundi með íslensku viðræðunefnd- inni hér í Reykjavík 6. ágúst sl. fólu m.a. það í sér að allar 12 F-15C Eagle orrustuþot- urnar sem hér hafa verið staðsettar yrðu hinn 1. janúar 1994 kallaðar heim til Banda- ríkjanna, ásamt 554 starfsmönnum banda- ríska flughersins. Jafnframt lögðu Banda- ríkjamenn til að þyrluflugbjörgunarsveitin yrði kölluð heim til Bandaríkjanna, ásamt 100 starfsmönnum hennar. Samtals gerðu tillögur Bandaríkjamanna ráð fyrir að Iið- lega 900 varnarliðsmenn væru kvaddir heim til Bandaríkjanna, eða um þriðjungur varnarliðsmanna. Fyrstu vísbendingu um áform bandarískra hernaðaryfirvalda fengu íslensk stjórnvöld hinn 16. apríl sl. þegar þeim barst skeyti úr banda- ríska utanríkisráðuneytinu, sem gaf stórfelldan niðurskurð hér á landi sterklega til kynna. Þessara upplýsinga aflaði Morgunblaðið úr bandaríska stjórnkerfinu í Washington, þegar í maíbyijun á liðnu ári. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var það ófrávíkjanleg afstaða Bandaríkjamanna að kalla allar F-15 þoturnar heim 1. janúar sl. allt þar til óformlegar viðræður um framkvæmd varnarsamningsins frá 1951, á æðri stjórnstig- um, á milli íslenskra og bandarískra ráðamanna höfðu farið fram. Með því er m.a. vísað til fund- ar þeirra Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, í Was- hington 3. ágúst sl. og þess að utanríkisráðherr- ar landanna, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Warren Christopher, ræddust við í New York 28. september síðastliðinn. Þá ræddust þeir Jón Baldvin og Warren Christopher í tvígang við á nýjan leik 3. desember síðastliðinn í Brussel á meðan á utanríkisráðherrafundi Atlantshafs- bandalagsins stóð. í framhaldi af þessum viðræðum bárust upp- lýsingar um að bandarísk stjórnvöld myndu ekki lengur halda því til streitu, að hverfa með alla flugsveit sína héðan af landi 1. janúar sl. og því var í desemberlok ákveðið að William J. Perry, starfandi varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, kæmi hingað til lands í ársbyijun 1994. Sjá „Skeytið sem fékk kerfið til að nötra og skjálfa" á bls. 12-15. lengist úr átta klukkustundum í níu og hins vegar að flugmenn taka að sér eftirlit með vélunum á ákvörðunarstöð- um erlendis. Um er að ræða eftirlit sem hingað til hefur verið keypt af erlendum tæknimönnum en flugmenn geta innt af hendi einnig. Þetta skapar ákveðna hagræðingu og henni deilir flugfélagið með ftugmönnunum. Þetta er að mati Flugleiða nokkuð merkilegur samningur og markar ákveðin tíma- mót í samskiptum stéttarfélagsins og flugfélagsins og erum við mjög ánægðir með hann. Það er ekki verið að tala um hærri laun fyrir sömu vinnu en hins vegar getur þetta þýtt rúmlega 6% hærri út- borgun því þarna er verið að fara inn á nýjar brautir í vinnunni." Nýir möguleikar með EES Ákvæðið um vinnutíma kemur á góðum tíma því með gildistöku EES skapast ýmsir nýir möguleikar í flugi innan Evrópu og þá getur skipt máli að hafa þennan auka klukkutíma upp á að hlaupa. Einnig koma þá sjaldnar upp þau tilfelli að þurfa að flytja áhafnir milli landa með tilheyrandi kostnaði," sagði Einar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.