Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 23 Flug Samstarf Alitalia og Continental Róm. Reuter. RÍKISFLUGFÉLAGIÐ Alitalia, sem rekið er með halla, og banda- ríska flugfélagið Continental hafa samþykkt að taka upp sanivinnu á nokkrum mikilvægum leiðum milli Bandaríkjanna og Italíu að sögn ítalska blaðsins La Repubblica í fyrradag. Blaðið hermir að félögin hafi undirritað viljayfirlýsingu um sam- vinnu á flugleiðum frá Róm og Mílanó til Newark and Houston. Newark í New Jersey og Houston í Texas eru mikilvægar miðstöðv- ar, þar sem tengdar eru flugferðir til annarra hluta Bandaríkjanna og Kanada og þar að auki Mexíkó og Mið-Ameríku. La Repubblica hefur eftir banda- rískum heimildum að upphaflega hafi átt að undirrita samkomulagið í fyrri hluta febrúar og undirritun- inni hafi verið frestað til 10. marz vegna mannaskipta í æðstu stjórn Alitalia, en þetta hefur ekki verið staðfest. Móðurfyrirtæki Alitalia, Istituto per la Ricostruzione Iudustriale (IRI), sem er í ríkiseign, hefur nýlega falið tveimur fyn-verandi framkvæmdastjórum úr tölvuiðn- aði að stjórna flugfélaginu til þess að stöðva mikið tap félagsins. Alit- alia skuldar 1,17 milljarða dollara og talið er að tap félagsins í fyrra hafi numið um 270 milljónum Bandaríkjadala. Að sögn La Repubblica ætti samkomulagið að gera farþegum Alitalia kleift að komast til 145 ákvörðunarstaða Continentals í Norður-Ameríku án gistingar. Hvort félag um sig mun selja ferð- ir með flugvélum hins milli Ítalíu og Bandaríkjanna og farþegum mun gefast kostur á ókeypis ferð- um. Fá flugfélög í Evrópu eiga við jafnmikla íjárhagsörðugleika að stríða og Alitalia, sem hefur lengi verið á höttunum eftir samstarfs- aðila til þess að draga úr kostn- aði, bjóða betri þjónustu og bæta samkeppnisaðstöðu félagsins. í fyrra átti félagið í árangurslausum viðræðum við Air France. Fyrsti liðurinn í ráðstöfunum til þess að bjarga Alitalia úr ógöngun- um var að skipa Renato Riverso, forstöðumann IBM í Evrópu, for- stjóra félagsins og Roberto Sehas- ino, forstöðumann dótturfyrirtækis Texas Instruments á Italíu, fram- kvæmdastjóra þess. Honda hótar að hætta samvinnu við Rover London. Reuter. JAPANSKA bifreiðafyrirtækið Honda hefur hótað að slíta samvinnu sinni við Rover-fyrirtækið brezka, ef staða þess í Bretlandi verður engin eftir kaup BMW á Rover. Forstjóri og aðalframkvæmda- stjóri Honda, Nobuhiko Kawamoto, sagði í sjónvarpsviðtali við BBC í gær að Honda mundi ekki hafa áhuga á samstarfi við Rover-fyrir- tækið ef það lyti yfírráðum BMW. Honda á 20% hlut í Rover, síð- asta brezka fyrirtækinu sem fjölda- framleiðir bíla, og BMW keypti 80% hlut í því fyrir 800 milljónir punda í síðustu viku. „Vandamálið er BMW, ekki samningur okkar við Rover,“ sagði Kawamoto. „Ef þau verða sameig- inlegt fyrirtæki og Rover verður þar með ekki lengur brezkt fyrir- tæki verður samvinna okkar við Rover ekki langlíf.“' Honda hefur reynt að tvöfalda 20% hlut sinn í Rover og brást ókvæða við samkomulaginu í fyrstu. Seinna kvaðst Honda reiðu- búið til viðræðna um samvinnu við Bayerische Motoren Werke AG, MUnchen. Forstjóri BMW, Bernd Pischets- rieder, gerði lítið úr hótuninni um samvinnuslit og kvað BMW hafa áhuga á því að samvinna Rovers og Honda héldi áfram „Ég tel að það yrði bæði Honda og Rover til hagsbóta og ég mundi augljóslega fullvissa fyrirtækin um að við mun- um virða hagsmuni þeirra," sagði Pischetsrieder við BBC. Hann kvaðst ekki eiga von á því að Honda mundi hætta samstarfinu við Rover jafnskjótt og BMW tæki við. „Við erum allir kaupsýslumenn og berum allir ábyrgð á íjármunum hluthafa okkar,“ sagði hann. Þegar Pischetsrieder var að því spurður hvaða áhrif það mundi hafa á Rover ef Honda sliti samvinnunni sagði hann: „Ég held að það mundi hafa gífurlegt tap í för með sér bæði fyrir Rover og Honda og ég tel að það yrði ábyrgðarleysi að sætta sig við slíkt.“ Starfsmannaskápar 300/400 (7 d 600/800 iH"- J 900/1200 1200 L. T y 550 Fagleg ráðgjöf. Hagstætt verð. Leitið tilboða. Isoldhf. Umboðs-& heilciverslun Faxafen 10, 108 Reykjavík Sími: 811091, Fax: 30170 ■ KLAKASTÖÐIN hf. á Húsa- vík, sem starfað hefur í um 10 ár, hefur átt í erfiðleikum undan- farið og var lýst gjaldþrota í hér- aðsdómi Norðurlands eystra í síð- ustu viku. Fyrirtækið framleiddi mestmegnis laxa- og silungaseiði til sölu og sá markaður var allgóð- ur þá stöðin tók til starfa en hefur farið minnkandi með ári hveiju. Félagið hefur einnig orðið fyrir áföllum vegna sölu til eldisstöðva sem orðið hafa gjaldþrota svo segja má að þetta sé nokkuð keðju- verkandi. Ekki hafa verið gefnar upp eignir eða skuldir búsins en eklci er talið að um stórt gjaldþrot sé að ræða. Bústjóri hefur verið skipaður Benedikt Olafsson hdl. Akureyri. - Fréttaritari. Flugleiöir og Enska feröamálaráðiö í samvinnu við Breska feröamálaráöiö og PorAamálaráA I iinrli’ina loinna' y , ’! I' íit/jU/CiíÍCrt BSschbsth ,:V/ íia S«lío m f|§, '®|í Tha ■f |: '. ^ . ( ^ ^ „j,. y i ■iili vTháw ■■: LISTAVIKUR í LONDON 1. febrúar - 31. mars Miðar á alla helstu listviðburði í London 1. feb. - 31. mars sem má panta og greiða hér heima.. Þú færð upplýsingar um alla listviðburði fyrirfram. Þú getur pantað miða hér heima. Þú hefur tök á að sjá hvað gerist að tjaldabaki. Þú færð afsláttarkort að tilteknum viðburðum og veitingahúsum. MIÐSALA Á LISTAVIKUR í LONDON 1. feb. - 31. (London Arts Season) er á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum Flugleiða um allt land og á ferðaskrifstofunum. Þar má einnig fá upplýsingar um Listavikur í London og nákvæma dagskrá. Allar sérstakar og nánari upplýsingar veita Flólmfríður Júlíusdóttir á söluskrifstofu Flugleiða á Hótel Esju og Helga Magnúsdóttir á farskrá í síma 690 300. Flugleiðir bjóða í tengslum við Listavikur í London 3ja, 4ja, 5 eða 8 daga ferðir til borgarinnar, flug og gistingu, á mjög hagstæðum kjörum. Verð frá 26.3oo kr. á mann í tvíbýli; flugvallarskattar ekki innifaldir. FLUGLEIDIR Traustur nlenskurferðafélagi ? *■**•-*-*•«*** x Hafðu samband við söluskrifstofur Ftugleiða, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifst^jrn^r eða í síma 690000 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18.) leikhús - óperur - söngleikir - tónleikar - myndlist - söfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.