Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Minning Jón Haukur BaJdvins- son, loftskeytamaður Fæddur 13. mars 1923 Dáinn 30. janúar 1994 Með söknuði og trega kveð ég elskulega tengdaföður minn, Jón Hauk Baldvinsson. Jón fæddist í Reykjavík 13. mars 1923. Foreldrar hans voru þau Baldvin Halldórsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði, og Helga Jónsdóttir, húsmóðir. Baldvin og Helga létust bæði árið 1950, hann í apríl og hún í maí. Systkini Jóns eru Halldór, sjó- maður í Hafnarfirði, Ásta, húsmóð- ir, nú búsett í Hafnarfirði, og Haf- steinn, sem lést langt um aldur fram árið 1988 aðeins 60 að aldri. Sam- skipti þeirra systkina voru ávallt með miklum ágætum og þó einkum Halldórs og Jóns sem ólust upp saman, mjög náið, á bernskuárum sínum. Bæði var að þeir fóru marg- ar sjóferðimar saman með föður sínum, svo og að báðir voru miklir sundmenn og unnu oft til verðlauna á sundmótum, á sínum yngri árum. Þá rak hann fasteignasölu með yngri bróður sínum Hafsteini til margra ára. Árið 1944 útskrifaðist Jón Hauk- ur frá Loftskeytaskólanum í Reykjavík og hóf fljótlega störf á Veðurstofu Islands, þar sem hann starfaði allt fram til ársins 1964. Eftir það vann Jón við margskonar störf, einkum á sviði verslunar og viðskipta. Eftirlifandi eiginkonu, Þóru Mar- gréti Jónsdóttur, kvæntist Jón Haukur hinn 6. október 1946. Þau - * eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi, en þau _eru Baldvin, giftur undirritaðri, Ólafur Öm, giftur Soffíu Sveinsdóttur, Konráð Ingi, giftur Önnu Sigurðardóttur, Helga Þóra, gift Sigurði Haraldssyni, og Þormóður, en sambýliskona hans er Sigríður Garðarsdóttir. Bama- böm þeirra Jóns og Dúddu eru nú orðin fimmtán og barnabarnabörnin fjögur. Jón veiktist alvarlega 18. janúar sl. og dvaldi á gjörgæsludeild Borg- arspítalans til dauðadags 30. jan- úar. Jóni var ekki hugað líf fyrstu dagana á spítalanum, en tókst þó af sinni alkunnu gjafmildi að veita sínum nánustu allt sem hann gat á banabeðinum. Harin komst nokkr- um sinnum til meðvitundar og styrkti enn fekar sterka fjölskyldu í glímunni við sorgina miklu sem ávallt fylgir fráfalli náins ástvinar. Jón var þó vel frískur allt fram til þess dags sem hann veiktist. Hann vann sinn hefðbundna vinnudag í Litrófi fram að hádegi daginn sem hann veiktist og fór í langan og ánægjulegan útreiðartúr með vin- um sínum, þremur dögum áður. Ég kynntist Jóni þegar ég var sautján ára gömul og reyndist hann mér alla tíð sem hinn besti vinur og tengdafaðir, hvað sem á gekk. Eftir því sem árin liðu og kynni okkar urðu nánari, urðu mér æ betur ljósir mannkostir hans og drengileg skaphöfn. Hann var ákaf- lega trúaður maður og stóð náið með mér er ég átti við veikindi að stríða og sýndi þá hverskonar manngæsku hann bar. Hann var sérlega vel gerður maður til líkama og sálar, karlmannlegur á velli og prúður í framkomu, glaður og skemmtilegur í viðmóti, en þó mik- ill alvörumaður að öðrum þræði, eins og' faðir hans. Jón fylgdist náið með og var víðlesinn og fróður um samtímann og enn áhugasam- ari var hann um framtíðina. Hann var mjög stjórnmálalega sinnaður og ræddi oft um stjórnmál við böm- in og tengdabörnin. Hann var mik- ill sjálfstæðismaður en tilbúinn til að gagnrýna það sem miður fór í framgangi hægri stefnunnar og þó sérstaklega þegar talið barst að sjávarútvegi, en sjómennskan og útgerðin átti hug hans allan í stjóm- málalegri umræðu. Jón var manna frábitnastur aliri íhlutun eða dómum um annarra hagi og hegðan og vildi láta hvern mann og málefni njóta sannmælis. En teldi hann sig eiga rétt mál að sækja eða verja, var hann allra manna fastastur fyrir, en beitti þó jafnan fulium drengskap og prúð- mennsku. Jón Haukur hafði einstakt lag á að umgangast fólk og skipti þá ald- ur ekki máli. Hann umgekkst alla sem jafningja og fýlgdist náið með störfum barna og tengdabarna U I S - 2 3 3 5 Tvískiptur kæhskápur m/frysti að neðan Kælir: 250 Itr. Frystir: 90 Itr. Hæð: 175cm Breidd: 60cm Dýpt: 57cm (*Q3öj Hraðfrysting Umhverfisvænir Sjálfvirk afhríming á kæli FAGOR UIS-233S 49.900- AFBORGUNARVERÍ) KR. 52.600 ilboð Æm RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 í * IJ I s f # « * *.* £»« * ¥ 't S 5 % % í ,*E 41 aáWsl ftirl FALLBG OG GOÐ framtíðarlaush FYRIR HEIM'LIO sinna og var ávallt stoltur af gerð- um þeirra og hvatti þau ákaft til dáða. Jón var maður sem naut þess að gefa, en átti erfitt með að þiggja. Þessi eiginleiki hans var mjög áber- andi á jólum og einkum í sjötugsaf- mæli hans sem haldið var í Hvassa- leitinu í fyrra. Aldrei hef ég séð nokkurn mann gleðjast jafn inni- lega og hann á þeirri stund. Þar lék Jón á als oddi enda í félagsskap fjölskyldu sinnar og vina en þar leið honum ávallt best. Það sem við upplifðum, ástvinir hans, síðustu dagana fyrir andlátið var hversu dásamlegar minningar við eigum öll um einstakan mann sem veitti okkur alltaf allt sem hann gat. Elsku Dúdda mín, ég samhrygg- ist þér innilega en um leið veit ég að Guð mun styrkja þig í sorg þinni og harmi, sem nú hefur kvatt að dyrum. Þú, sem hefur sannarlega verið Jóni hans sterkasta stoð allt ykkar líf, tekur nú við nýju hlut- verki, í sterkri samhentri fjölskyldu. Blessuð sé minning þessa góða drengs. Margrét S. Björnsdóttir. Alltaf kemur dauðinn manni jafn mikið á óvart, þó svo að maður viti að hann er það sem bíður okkar allra. Elskulegi tengdapabbi minn er látinn, sjötugur að aldri. Það er sannarlega margs að minnast, en mig langar í stuttu máli að rifja upp minningar sem ylja mér, þegar ég lít yfir farinn veg. Ég hitti tengdapabba fyrst fyrir 19 árum, þegar ég kynntist syni hans Konráði, núverandi eigin- manni mínum. Tengdapabbi var hár, myndar- legur, rólegur og yfirvegaður mað- ur. Hann vildi vega og meta allt vel og vandlega og vissi að öll mál hafa tvær hliðar. Þannig vildi hann öllum vel, þó honum yrði kannski ekki alltaf að ósk sinni. Ég held að honum væri best lýst sem góðum sáttasemjara. Hugur minn reikar 14 ár aftur í tímann, þegar við Konráð bjuggum hjá tengdaforeldrum mínum í Heið- argerði. Ég hafði nýlega lokið við að taka bílpróf og var óörugg að keyra. Þá bauð hann mér að fara á sínum bíl og hann skyldi kenna mér. Það þurfti ekki marga bíltúra til að ég næði tökum á ökutækinu og óöryggið hvarf. Þetta þakka ég hans einstöku þolinmæði. Betri kennara gat ég ekki fengið og er ég honum afar þakklát fyrir. Síðan þegar dætur okkar Konráðs komu í heiminn og urðu þess aðnjótandi að eiga hann að afa, upplifðu þær það allar á meðan þær voru litlar að afi kallaði þær dúkkudísirnar sínar, sem mér fannst alltaf svo fallegt. Ég minnist þess jafnframt að hann söng fyrir þær „Þú ert yndið mitt yngsta og besta“. Hann var söngmaður mikill og góður og söng með Karlakór Reykjavíkur í mörg ár. Sér til ánægju og heilsu- bótar stundaði hann sund og kynnt- ist þar góðum félögum. Þó hestamennskan hafi verið eitt af hans aðaláhugamálum nú í seinni tíð,. finnst mér rétt að geta um brennandi áhuga hans á stang- veiði. Tengdapabbi var sérlega út- sjónarsamur og laginn veiðimaður og þá um leið fiskinn. Þar nýttist líka þolinmæði hans honum vel. Konráð fór ekki varhluta af þeirri kunnáttu sem pabbi hans bjó yfir og var heldur ekki hár í loftinu þegar hann fór í sína fyrstu veiði- túra með pabba. Áhugann kveikti tengdapabbi hjá syninum og kenndi honum alla þá takta og brögð, sem kemur sér vel að búa yfir þegar stangveiði er stunduð. Konráð býr að því í dag að hafa átt góðan kenn- ara og vin, fyrir utan það að eiga óteljandi hlýjar og ánægjulegar minningar úr öllum þeim veiðiferð- um sem hann fékk að fylgja pabba sínum. Við Konráð áttum dásam- lega daga með honum síðastliðið sumar í þriggja daga veiðitúr í Straumijarðará. Hann gat verið hrókur alls fagn- aðar þegar við átti. Þegar hann sagði frá þurfti hann svo fá orð, sem sögðu manni þó svo margt. Honum tókst að gera einföldustu hluti og málefni svo spaugileg, að oft á tíðum gat maður velst um af hlátri, þá yfir því hvað hann var einfaldlega spaugsamur. Þó hann gæti gert að gamni sínu, var hann mjög orðvar maður og aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann. Síðast en ekki síst eru honum þökkuð síðastliðin tíu ár sem hann vann í fyrirtækinu hjá Konráði, þar sem hann skilaði sínu vel og eignað- ist marga góða vini, sem ég veit að allir sakna hans nú. Tengdapabbi átti sína trú og þess vegna er ég sannfærð um að nú líður honum vel. Ég, Konráð og dætur okkar söknum hans heil ósköp, en mildum söknuðinn með yndislegum og góð- um minningum. Guð gefi Dúddu minni og börnun- um öllum styrk í sorginni. Megi guð blessa elskulegan tengdapabba. Það er vetur í bæ, en eins og segir í sálminum: Fræ í frosti sefur, fónnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. (Sbj.E.) Anna. Hér er lítil kveðja til hans afa Jóns. Heima hjá afa Jóni og ömmu Dúddu áttum við okkar annað heim- ili. Þegar mamma og pabbi voru að vinna eða þurftu að fara eitt- hvað, var alltaf tekið á móti okkur öllum með opnum örmum og af mikilli hlýju. Við geymum með okk- ur allar góðar minningar og minn- umst hans í bænum okkar, um leið og við biðjum Guð að styrkja hana elsku ömmu Dúddu okkar. Hvert örsutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér, var sólskinstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn og orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. (Halldór K. Laxness) Þóra Margrét, Kolbrún og Berglind Osk. Hann afi Nón er dáinn. Sorgin er sár og söknuðurinn mikill þegar hann er kvaddur. Upp úr sorginni stendur þó þakklætið fyrir eftir- minnilegar stundir á liðnum árum. Afi Nón hafði einstaklega gott lundarfar. Margt hefur hann kennt okkur með sinni yfirveguðu fram- komu, góðri kímnigáfu og trúnni, sem hann miðlaði til okkar krakk- anna. Þau afi Nón og amma Dúdda voru sérlega skemmtileg heim að sækja. Hvenær sem var gátum við farið til þeirra og mætt hlýjum, opnum örmum. Okkur líða seint úr minni stundirnar í Heiðargerðinu, staðnum sem sameinar æskuminn- ingar okkar með ömmu og afa og svp síðar í Hvassaleitinu. Þangað var sjaldan hægt að koma án þess að amma væri nýbúin að baka. Og ekki þótti afa það nú verra, frekar en okkur krökkunum, hve amma var iðin við baksturinn. Þegar kök- urnar voru búnar sendi hann okkur gjaman eftir nammi út í sjoppu. Osjaldan var Blokksúkkulaði á inn- kaupalistanum. Hann var eins og einn af okkur krökkunum þegar gleðin, sælgætið og kökurnar voru annars vegar. Hjá ömmu og afa hefur alltaf verið fullt hús af fólki; börnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um. Þannig vildu þau hafa það. Það er og huggun harmi gegn að þann- ig verður það áfram, hjá þér elsku amma, en það skarð sem nú hefur myndast fyllum við með minning- unni um hlýjan og góðan afa. Afa sem miðlaði stöðugt góðum ráðum og velvild. Afa sem einlæglega vildi frekar gefa en þiggja. Við þökkum honum fýrir allt það sem hann veitti okkur og allar fögru minningar sem hann skilur eftir. Þær eru örugglega það dýrmætasta sem hann gaf okkur. Blessuð sé minningin um ástkær- an afa okkar. Þóra Margrét Baldvins- dóttir, Björn Helgi og Jón Haukur Baldvinssynir. Jón Haukur Baldvinsson var hluti af þeirri glaðværu og hlýju fjöl- skyldu sem ég eignaðist fulla hlut- deild í með fósturföður mínum Haf- steini, bróður Jóns. í dag kveðjum við Jón Hauk og fýlgjum síðasta spölinn. Jón Haukur var barn Hafnar- fjarðar með seltu í blóðinu, söng og hljóðfæraslátt. Hann fór ungur til sjós að hætti feðranna og gekk síðar á land til athafna við verslun og viðskipti. Dró sig í hlé og settist í helgan stein í Valhöll verslunar- manna í Reykjavík. Fjölskylda mín og ég biðjum al- föður að styrkja ástvini Jóns á erfið- um tímamótum. Glaðvær minningin lifir áfram um ljúfan föður og góð- an mann uns alfaðir signir aftur allan hópinn hinum megin. Ásgeir Hannes. Jón Baldvinsson er dáinn. Jón sem alltaf var svo hress og kátur og kenndi sér einskis meins frekar en gerist og gengur. Fór heim slappur úr vinnu einn góðan veðurdag, kemur ekki aftur. Dáinn nokkrum dögum síðar. Það er að- eins þrennt, nánast tvennt sem er öruggt í þessum heimi. Við fæð- umst, við lifum og við deyjum. Við getum sett það að lifa í vafaröð, því lífið er svo margbreytilegt og sumir kunna betur að lífa lífinu en aðrir. Svo fá menn misjafnlega langan dvalartíma í þessari jarð- vist. Já, við eigum öll okkar fyrir- fram ákveðinn dánartíma og þau örlög verða ekki flúin. Flest okkar eiga í bemsku foreldra, afa og ömmur og aðrg ættingja, fasta, óhagganlega punkta í tilverunni. Við nánast ætlumst til þess að þeir fylgi okkur um allan æviveg, en svo kemur áfallið, við eldumst og fylgd- armenn einnig og við horfumst í augu við sára kveðjustund. Þannig er nú komið fyrir ættingj- um hins mæta manns, Jóns Hauks Baldvinssonar. Þannig horfa aðrir samferðamenn Jóns einnig á þá staðreynd að komið er að kveðju- stund. Óréttlát og skyndileg ákvörðun almættisins að kalla frá lífsglaðan og kátan mann nánast fyrirvaralaust. Síst af öllu átti ég von á að Jón yrði kallaður frá svo skjótt sem raunin varð. Mér er ljúft að minnast Jóns Baldvinssonar og ég mun aldrei gleyma honum svo lengi sem ég lifi. Eg kynntist Jóni þegar ég hóf störf hjá Litrófi fyrir um þremur árum. Þessi hægi, góðlegi og virðu- legi maður vann strax vináttu mína og mér þótti fljótt sérstaklega vænt um þennan mann. Hann var hlýr, ljúfur og sannkallaður herramaður. Þó að aldursmunurinn væri á fimmta tug í árum talið, þá var sá aldurs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.