Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 39 munur enginn í veruleikanum. Jón var uppáhalds eldri borgar- inn minn og er þá á engan hallað. Hann var einnig sá allra fallegasti karlmaður sem ég hef kynnst og kannski gerði ég of mikið af því að segja honum hvað hann væri myndarlegur, hvað klippingin væri flott og hárið á honum þykkt og fallegt. Ég fékk aldrei nóg af því að segja honum hve fallega klædd- ur hann var og gerði hann sér því far um að koma stoltur og sýna mér nýju peysuna sem hann fékk í jólagjöf eða annað nýtt og fal- legt. „Ég hef alltaf verið svona fínn,“ var hann vanur að segja. „Rosalega ertu með falleg augu,“ sagði ég eitt sinn. „Þú verður að koma með mynd af þér ungum í vinnuna, Jón, og sýna mér.“ Ég veit að honum þótti vænt um þessa óskiptu aðdáun og athygli sem ég gat sjaldnast legið á. Næsta dag kom hann með mynd, stóra og fallega andlitsmynd. „Tekin' hjá ljósmyndara,“ sagði hann hróðugur og þurfti ekki sérfræðingsálit þar til að sjá að Jón hefur verið mikið kvennagull. Jón átti mörg áhugamál og sagði mér oft frá atvikum úr lífi sínu. Hann var lengi í Karlakór Reykja- víkur, fór í mörg söngferðalög með þeim félögum sínum og fræddi mig um New York og gaf ráð er ég fór utan sl. sumar. Hann var mikill stangveiðimaður þó að hann færi ekki eins oft að veiða og áður. Hann hafði unun af hestamennsku og fannst frábært og hressandi að bregða sér á hestbak. Það er skarð fyrir skildi hjá okk- ur vinnufélögunum í Litrófi þegar tveir starfsfélagar okkar hafa fallið í valinn á tæpum mánuði. Engan hefði grunað að eitthvert okkar myndi kveðja svo fljótt er við heils- uðum nýju ári fyrir fáum vikum, hvað þá að sorgin myndi beija tvisv- ar að dyrum á svo skömmum tíma. Ég á eftir að sakna Jóns Bald- vinssonar ákaflega, hann var bæði heiðarlegur vinur og félagi, liðlegur og þægilegur maður. Mér þótti gott að tala við hann og leita ráða. Það er skrýtið að koma til vinnu og eiga ekki von á að bjóða honum góðan daginn. Þegar kólnaði í veðri og veturinn tók völdin var Jón oft lopp- inn fýrst á morgnana. Þá gekk hann inn til mín, rétti fram kaldar hendurnar og ég núði í þær hita ef ég átti þá einhvem yl sjálf. Þessa á ég eftir að sakna og mér vöknar um augu við tilhugsunina eina. Góðlegi hláturinn og stundum stórt skapið; ég fínn sorgina læsast um mig þegar ég átta mig á að ég er að minnast Jóns og hitti hann aldr- ei aftur. Minningamar em margar og góðar, en verða ekki raktar frekar. Minning lifír að eilífu í mínu hjarta. Ég er ríkari manneskja fyrir þær sakir að hafa kynnst Jóni Baldvins- syni. Eftirlifandi konu Jóns, Konna vinnuveitanda mínum, öllum að- standendum og öðmm samferða- mönnum Jóns Hauks Baldvinssonar votta ég innilega samúð. Guð gefí ykkur styrk á sorgarstundum. Elsku Jón minn, takk fyrir yndis- Þóra Jónsdótt- ir - Minning Fædd 18. apríl 1913 Dáin 29. janúar 1994 Hún Þóra Jónsdóttir, elskuleg tengdamóðir mín, er látin. Hún lést á Borgarspítalanum 29. janúar síð- astliðinn eftir tiltölulega skamma sjúkralegu. Andlát hennar bar að á hljóðlátan og hóglegan hátt, en þannig var Þóra einmitt í lífi og starfi. Hógværðin var eitt af hennar helstu aðalsmerkjum. Umburðar- lyndi og gjafmildi gagnvart vinum og vandamönnum áttu sér engin takmörk. f þessu lífí var hlutverk Þóm hlutverk gefandans. Allt frá mínum fyrstu kynnum, frá því að ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna Ólafs Vigfússonar og Þóm í Skaftahlíð 27 í Reykjavík og fram til þess dags, er hún skildi við þetta líf, var ég ævinlega þiggjandinn í okkar samskiptum. Ég fæ ekki séð hvem- ig ég get endurgoldið alla þá um- hyggju, sem ég fékk að njóta af hennar hálfu. Hún var okkur hjón- unum og börnunum okkar sérstakur verndarengill. Þóra Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 18. apríl 1913. Foreldrar hennar voru Jón Vilhjálmsson skósmíða- meistari og seinni kona hans Jónína Jónsdóttir. Þau hjón áttu sjö börn; Guðjón var elstur, þá Guðrún Hanna, sem giftist Pétri Brandssyni loftskeytamanni, Sigríður, Guðni, sem kvæntur var Margréti Gests- dóttur, Þóra, giftist Ólafi Vigfús- syni járnsmíðameistara, Ásgeir og yngst er Ásta, sem ein er eftirlif- andi systkinanna, en hún er gift Árna Gestssyni forstjóra í Glóbus. Þau systkinin ólust upp á Vatnsstíg 4 á heimili, sem tengdi þau sterkum böndum. Ólafur og Þóra giftust í janúar 1942 og bjuggu fýrstu hjúskaparár- in á Dalvík, þar sem Ólafur rak járnsmíðaverkstæði frá 1942- 1946. Þau bjuggu síðan á Grenimel fram til 1955, er þau fluttust í Skaftahlíð 27, þar sem þau sköpuðu kærleiksríkt og gott heimili. Þau hjón eignuðust eina dóttur, Huldu, sem er gift undirrituðum. Barna- börn Þóru eru Ólafur Kristinsson lögfræðingur og Þórhildur Kristins- dóttir menntaskólanemi. Meðan Þóra var enn í blóma lífs- ins fékk hún að finna fyrir þrálátum og erfíðum sjúkdómum, en hún barðist eins og hetja og lét engan bilbug á sér fínna. Á árunum 1955- 1980 vann hún sem afgreiðslumað- ur í Hlíðabakaríi og gaf það starf henni ákveðna lífsfyllingu. Góði guð, ég bið þig að varðveita og vemda Þóru Jónsdóttur á því tilverustigi, sem hún er nú stödd á, og ég bið þig að styrkja Ólaf, Huldu, bamabörnin Ólaf og Þór- hildi, svo og aðra syrgjendur. Kristinn Ragnarsson. Hún elsku amma mín er dáin. Amma mín, sem hefur alltaf verið til staðar, alltar verið nálæg þegar ég hef þurft á henni að halda, allt- af haft tíma fyrir mig. Þóra Jónsdóttir, amma mín, átti erfíða ævi. Veikindi vom hennar förunautar lengst af og voru henni þung byrði. En alltaf skein þó í gegn sama æðruleysið og hógværð- in, og það sem kannski mest er um vert; umhyggja fýrir öðmm. Henn- ar veikindi voru sjaldan til umræðu, miklu frekar einhver smáatriði úr lífí hennar nánustu, smáatriði sem manni þykir þó svo undurvænt um að skiptu hana máli. Samband mitt við ömmu og afa hefur verið nánara en gengur og gerist, þar sem herbergið mitt er í íbúðinni hjá þeim í risinu í Skafta- hlíðinni, beint fýrir ofan mömmu og pabba. Nálægðin við hina eldri hefður því í raun alltaf verið sjálf- sögð og um leið virðingin fyrir þeim sem hafa lifað lengur og vita betur en ungur og ör hugur. Mörg óbrigðul ráð hefi ég í gegn um tíðina þegið frá ömmu minni og afa, ráð sem ég mun ráða börn- um mínum heilt með þegar fram líða stundir. Amma Þóra var var ein af þeim manneskjum sem gaf alltaf af sér en þáði minna í staðinn, nema þá helst ást og þakklæti sinna nánustu sem hún mat afar mikils. Hún og afi hafa átt langa og góða ævi saman, erfiða á köflum og erfíðleikamir hafa styrkt hjóna- band þeirra fremur en hitt. Afi hefur misst mikið í henni ömmu, þrátt fyrir að við vitum öll að henni lega samfylgd. Við hittumst síðar. Hvíl í friði. Þín vinkona, Þórdís Lilja. Kveðja frá starfsfólki Litrófs í annað skipti á mánuði sækir dauðinn okkur heim í okkar litla fýrirtæki. í fyrr.a skiptið ungur maður í blóma síns lífs, nú elsti starfsmaður fyrirtækisins, Jón Baldvinsson. Stór skörð era höggvin í okkar raðir. Að fá að verða samferða slík- um manni sem Jóni Baldvinssyni á lífsleiðinni eru mikil forréttindi. Jón var vandaður maður til orðs og æðis, ávallt kátur og hress og hvers manns hugljúfi. Jákvæðni var einn af hans bestu eiginleikum, eiginleiki sem er alltof fágætur hjá fólki í dag. Jón hafði mörg áhugamál, hann stundaði hestamennsku til margra ára, lax- og silungsveiði og einnig var hann virkur í kórsöng. I fjölmörg ár söng hann í Karlakór Reykjavíkur. Með kómum fór hann í mörg minnisverð ferðalög m.a. til vesturheims og í hina víðfrægu Baltika-ferð, og minntist hann oft á ferðir þessar. Nú er Jón lagður upp í sína hinstu för. Starfsfólk Litrófs þakkar Jóni Baldvinssyni gott samstarf og sam- fylgdina á liðnum áram og vottar aðstandendum öllum sína dýpstu samúð. Minningin um mætan mann lifir. *Veldu þér eina af þessum þremur metsölubókum á ótrúlegu verði, aðeins 495 kr., sem sérstakt inngöngutilboð í bóka- klúbbinn Nýjar metsölubækur ! Ókeypis Fríöindakort og glæsilegur blekpenni aö gjöf! D markaði er 2.480 kr. Rpi Eríðindakort Glæný innbundin metsölubók á gjafverði, aðeins 495 krónur! Mánaðarbækur bókaklúbbsins Nýjar metsölubækur munu kosta 995 kr. Verð hliðstæðra bóka á almennum líður svo miklu betur þar sem hún dvelur nú og vakir yfír okkur. Við höfum líka misst mikið og það eina sem kemur í stað ömmu Þóru er hlý og yndisleg minning um einstæða konu. Blessuð sé minning hennar og veiti afa styrk í sorginni. Sem kona lifði hún í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (E. Ben.) Þórhildur. Elskuleg amma mín, hún Þóra Jónsdóttir, er horfín úr þessum heimi. Með trega og söknuði minn- ist ég hennar hér. Upp í huga mér koma myndir af mörgum fögrum samverustundum allt frá því að ég sat á eldhúsborðinu hjá henni í bernsku minni. Alltaf beið ég með eftirvæntingu eftir því að hún amma mín kæmi og sækti mig af róluvellinum. Ég minnist hennar einnig þegar hún síðar heimsótti okkur til Þýskalands. Er við fluttumst aftur til íslands þjuggum við í sambýli við afa og ömmu. Öll námsárin mín frá grunn- skóla til loka háskólanáms stóðu afí og amma mér ávallt nærri og studdu mig í einu og öllu. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefíð og gert fyrir mig í gegnum árin. Megi guð varðveita þig þar sem þú ert. Ólafur. fjölskyldunnar ókeypis! A þriðja hundrað aðilar í verslun og þjónustu veita korthöfum afslátt. Glæsilegur blekpenni að gjöf ef þú tekur tilboðinu innan ÍO daga! Áætlað verðmæti pennans er 2.500 kr. 2 \ HHill Aít*eant htíðstæóra hdi £tbb'*rö k*-2«‘0kr. ■ffHxXWr* . »Skr ^ áaai^íkr. Síminn er (91) 688 300 VAKA-HELGAFELL Til móts viH óskir ftinur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.