Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Morgunblaðið/Rúnar Þór MIKIL söluaukning hefur verið hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn að undanförnu, en þangað fór Sighvatur ásamt fylgdarliði sínu og skoðaði hann verksmiðjuna undir leiðsögn Aðalsteins Jónssonar framkvæmdastjóra. Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra í heimsókn á Akureyri Engar töfralausnir veiddar upp úr liatti SIGHVATUR Björgvinsson iðnaðarráðherra sagði að ef íslendingar væru að veiða 300 þúsund tonn af þorski á árinu væri ekki kreppa í landinu. Kreppa hefði verið viðvarandi í þjóðfélaginu um 7 ára skeið og menn skyldu varast að halda að hægt væri að veiða töfralausnir upp úr hatti, fyrst og fremst yrðu menn að einbeita sér að því sem þeir kynnu. Þetta kom m.a. fram í máli hans á almennum fundi á Hótel KEA í gær. Sighvatur heimsótti fyrirtæki í heimsókn sinni til Akureyrar í gær og einnig kom hann við í Punktinum, tómstundamiðstöð sem komið hefur verið á fót fyrir atvinnulaust fólk. Þá fór hann í fjölmörg fyrirtæki, Guðni Franz- son held- ur tónleika GUÐNI Franzson klarinettuleik- ari heldur tónleika í Listasafninu á Akureyri í kvöld, þriðjudags- kvöldið 8. febrúar, og hefjast þeir kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Þó- rólf Eiríksson, Bent Sörensen, Gabri- el Iranyi, Luciano Berio, Grete von Ziertz, Arne Mellnas og William Sweeney. Sem dæmi má nefna tónverkið Mar eftir Þórólf sem byggir á upptök- um úr undirdjúpum hafsins og verk- ið „Nine Days Piobairreached,“ eftir Sweeney sem byggir á allsherjar- verkfalli sem stóð í níu daga frá 3.-12. maí árið 1926. (Úr fréttatilkynningu.) bæði þau sem átt hafa við erfiðleika að etja og eins nokkur sem gengið hafa vel. 4Þ- Sighvatur fór yfir stöðuna á fund- inum á Akureyri og sagði þegar ál- verð hefði fallið, sjávarafli brugðist á sama tíma og verðlag sjávarafurða hefði hrunið allt á sama tíma færi ekki hjá því að brysti í stoðunum hjá þjóð sem allt sitt ætti undir sjávar- fangi. Skerðinguna hefðu menn bætt sér upp með lántökum erlendis allt þar til fyrir tveimur árum og væri það skýringin á gífurlegri skulda- söfnun heimila og ríkissjóðs, en þessi lán hefðu verið tekin til að fjármagna neyslu. Með því að slá lán í útlöndum hefði atvinnulífinu verið búið falskt starfsumhverfi, millifærslusjóðir búnir til og þeir fært fyrirtækjunum fé, þegar svo peningarnir kláruðust dundu gjaldþrotin yfir. Eitt þeirra fyrirtækja sem Sig- hvatur heimsótti á ferð sinnrí gær var Slippstöðin-Oddi og kom fram í máli hans að helstu lánardrottnar stöðvarinnar myndu gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Hann nefndi að eftir að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til aðstoðar skipa- smíðaiðnaði hefðu verið kynntar hefðu útgerðarmenn haft samband við ráðuneytið og reiknaðist mönnum þar til að þeir hefðu verkefni fyrir iðnaðinn fyrir um 400 milljónir króna. Tilboð í sorppoka fyrir Akureyrarbæ Lægsta boði tekið lUorðlenskt athafhafólk! Iðntæknistofnun veitir ráðgjöf og tækniþjónustu í iðnaði og sjávarútvegi NORÐLENSKT/IÐNTÆKNIST. Starfsmaður Iðntæknistofnunar á Akureyri er Kristjón Björn Garðarsson. lóntæknistofnun íl IÐNTÆKNISTOFNUN fSLANDS Glerárgötu 36, 600 Akureyri Sími (96) 30957 Fax (96) 30998 ÁTTA tilboð bárust í sorppoka fyrir sorphreinsun Akureyrar- bæjar frá 6 aðilum. Bæjarráð samþykkti á fundi sín- um í gær að taka lægsta tilboðinu sem er frá Þórshamri hf. að upphæð rúmlega 2,9 milljónir króna. 1 bókun ráðsins kemur fram að með tiiliti til þess að tilboðsupphæð- in er um 1 milljón króna lægri en síðast gildandi verð og áætlað var í íjárhagsáætlun ákvað bæjarráð að þeirri upphæð verði ráðstafað 'tól ‘átvmriuskapandf véfkéfád. Malstofa um atvinnu og atvinnuleysi FÉLAG áhugamanna um heimspeki á Akureyri efnir til málstofu um atvinnu og atvinnuleysi í Deiglunni, sal Gilfélagsins I Grófarg- ili, miðvikudagskvöldið 9. febrúar kl. 20.30. Þar ætla Jón Björnsson og Þröstur Ásmundssoji að fjalla um atvinnu- leysi frá því sjónarhorni að vinna sé þáttur í mannskilningi og að önnur verðmæti en fé séu í húfi þegar fólk missir atvinnuna. Afturgöngunámskeið í sömu viku fer fram innritun á fjögurra daga námskeið sem Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur leiðbeinir á. Námskeiðið kallar hann „Aftur- göngunámskeið" og sækir heitið til Henriks Ibsens. Þar fjallar hann um siðfræðikenningar, einkum skyldu- kenningar og njdjastefnu, og tekur dæmi af nokkrum þekktustu verkum Ibsens. Námskeiðið hefst þriðjudag- inn 15. febrúar og því lýkur föstu- daginn 18. febrúar og stendur það frá kl. 17.30 til 19.00 þessa daga. Þátttaka er takmörkuð við 20 manns og fer námskeiðið fram í húsnæði Háskólans á Akureyri. Þátt- töku skal tilkynna til Jóns Hlöðvers Áskelssonar formanns félagsins frá kl. 18 til 20 í næstu viku. Óllum er heimil þátttaka bæði á fyrirlestrinum og námskeiðinu. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Rúnar Þór Samkomulag undirritað VALGARÐUR Baldvinsson bæjarritari, Sighvatur Björgvinsson iðn- aðarráðherra og Friðrik Sóphusson fjármálaráðherra undirrita sam- komulag um Hitaveitu Akuijeyrar. Samkomulag um Hitaveitu Akureyrar * Afangi í að jafna húshitunarkostnað „ÞETTA er áfangi í þá átt að jafna húshitunarkostnað á landinu og er grundvöllur þess að nú er hægt að lækka gjaldskrá Hitaveitu Akur- eyrar um 5%,“ sagði Valgarður Baldvinsson bæjarritari þegar skrifað var undir samkomulag milli ríkissjóðs og bæjarstjórnar Akureyrar vegna Hitaveitu Akureyrar í gær. Fyrir ári var skipuð nefnd sem að skuldir verði hærri en 2.700 millj- gerði úttekt á fjárhagsstöðu fjögg- ónir króna um aldamót mun ríkis- urra hitaveitna og á þeim grundvelli sjóður yfirtaka 75% þeirrar fjárhæð- að gera tillögur um leiðir til að lækka ar sern umfram stendur. húshitunarkostnað þar sem hann er I máli Sighvats Björgvinssonar hæstur á landinu. iðnaðarráðherra kom fram að 50 Skuldastaða Hitaveitu Akureyrar milljónum króna yrði varið til að var lægri í árslok 1993 en gert hafði jafna húshitunarkostnað á landinu. verið ráð fyrir og á næstu árum verð- t t t ur markvisst unnið að því að lækka skuldir veitunnar. Samin hefur verið ■ KYRRÐARSTUND verður í fjárhagsáætlun fyrir rekstur veitunn- Glerárkirkju í hádeginu á morgun, ar árin 1994-2010, en þar er gerð miðvikudaginn 9. febrúar, frá kl. grein fyrir tekjum, gjöldum og 12.i3. Orgelleikur, helgistund, alt- skuldastöðu veitunnar á tímabilinu. arissakramenti, fyrirbænir. Léttur 1 áætluninni er gengið út frá 0,75% málsverður að stundinni lokinni. All- tekjuauka á ári vegna söluaukningar jr velkomnir. Bænastund kvenna og sambærilegum tekjuauka vegna verður í kirkjunni frá kl. 20.30-21.30 tengigjalda. . annað kvöld, miðvikudagskvöld. Samkvæmt reiknilíkaninu er gert Starfandi er fyrirbænahópur við ráð fyrir að skuldir fyrirtækisins Glerárkirkju og einnig er beðið fyrir verði ekki hærri en 2.640 milljónir þe;m sem þess óska í messum, á króna í árslok árið 2000 miðað við kyrrðarstundum og bænastundum. byggingarvísitölu í upphafi árs, en Fólk er eindregið hvatt til að koma valdi óviðrádanlegar ;aðstæður því fýrirbæháefnum til’ sóknarprests. Eyjafjarðarsveit Hugmynd um að lýsa upp heimreiðar Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. HUGMYNDIR eru nú uppi í hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar um lýsingu á öllum heimreíðum í sveitarfélaginu. Þetta var rætt á fundi sveitarstjórnar í vikunni. Fram kom á fundinum að málið væri á frumstigi og ljóst að ekki yrði farið út í framkvæmdir á þessum vetri. Um 200 heimreiðar eru í Eyja- fjarðarsveit og er því ef til kæmi um heilmikla. framkvæmd að ræða. Glæsibæjarhreppur réðst í það fyr- ir nokkum árum að lýsa allar heim- reiðar og er það talið mikið öryggis- atriði m.a. fyrir skólabörn sem standa við vegarbrún og bíða eftir skólabílnum. Benjamín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.