Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 29 íslendingar á ráðstefnu í Malaysíu um flugöryggi Slysum fækkað með um- ferðar- og árekstravörum „RAUNHÆFASTA leiðin til að fækka flugslysum miðað við þá tækni sem við búum yfir í dag er að taka upp sem víðast jarðvara og umferð- ar- og árekstrarvara og leggja aukna áherslu á þjálfun viðbragða við boðum frá þessum tækjum sem vara flugmenn við ef þeir nálgast jörð- ina of hratt án þess að ætla að lenda og vara við árekstrarhættu vegna umferðar nálægra flugvéla," segir Guðmundur Magnússon flugrekstr- arstjóri Flugleiða sem sótti nýverið ásamt Jóni R. Steindórssyni yfir- flugsljóra árlega ráðstefnu um flugöryggismál sem að þessu sinni var haldin í Kuala Lumpur í Malaysíu. „Mörg samtök sem koma við sögu flugreksturs, svo sem Alþjóðasam- tök flugfélaga, Alþjóða flugmála- samtökin og Alþjóðasamtök flug- manna hafa tekið höndum saman og standa fyrir herferð meðal flugfé- lagq sem ekki hafa tekið upp öguð vinnubrögð hvað varðar þessa nýju tækni,“ segir Guðmundur. „Á ráðstefnunni var lögð sérstök áhersla á mikilvægi þess að þjálfa rétt viðbrögð flugmanna við boðum þessara tækja því falskar aðvaranir bilaðra tækja í flugvélum hafa haft það í för með sér að flugmenn eru farnir að leiða þessar aðvaranir hjá sér. Takmarkið er að fækka slysum af þessu tagi um 50% um heim allan á næstu fimm árum. Aðferðin felst einkum í því að fá flugfélög til að viðurkenna nauðsyn jarðvara og ekki síður að þau sjái um rétt við- Prófkjör sjálfstæðismanna á Selfossi Sextán þátttakendur PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna á Selfossi verður haldið laugardaginn 19. febrúar í Sjálfstæðishúsinu. Sextán manns taka þátt í prófkjörinu sem er opiði öllum sjálfstæðismönnum og þeim er undirrita stuðnings- yfirlýsingu við flokkinn. Bryndís Brynjólfsdóttir oddviti flokksins gefur ekki kost á sér eftir átta ára setu í bæjarstjórn. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú fjóra af níu bæjarfulltrúm á Selfossi. Að sögn Páls Jónssonar formannas próf- kjörsnefndar, stefnir Sigurður Jóns- son kennari og bæjarfulltrúi á fyrsta sæti listans. Sextán í kjöri Þeir sem eru í kjör eru: Auðunn Hermannsson mjólkurfræðingur, Björgvin Helgason stýrimaður, Björn Ingi Gíslason hárskeri og bæjarfulltrúi, Einar Gunnar Sigurðs- son trésmiður, Guðmundur Stein- dórsson aðstoðarvarðstjóri, Halldór Páll Halldórsson framhaldsskóla- kennari, Ingunn Guðmundsdóttir, bankastarfsmaður og bæjarfulltrúi, Jón Örn Árnason tæknifræðingur, Kristín Pétursdóttir þjónustufulltrúi, Magnús Hlynur Hreiðarsson blaða- maður, Pálmi Egilsson vélstjóri, Ragnhildur Jónsdóttir meðferðar- fulltrúi, Sigurður Jónsson kennari og bæjarfulltrúi, Steinar Árnason framkvæmdastjóri, Sæunn Lúðvíks- dóttir húsmóðir og Þórarinn Jóhann Kristjánsson kennari. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Fékk trollið í skrúfuna STURLAUGUR H. Böðvarsson AK 10 frá Akranesi fékk trollið í skrúf- una 60 sjómílur suðvestur af Reykjanesi sl. laugardag. Vont veður var á þessum slóðum, 8 til 9 vindstig og 8 til 10 metra ölduhæð, og óskað var eftir aðstoð varðskipsins Oðins er dró togarann til Reykjavíkur. Vel gekk að taka Sturlaug í tog þrátt fyrir slæmt veður. Lagt var af stað kl. 15.30 á laugardag og voru skipin komin til Reykjavíkur um kl. 13 á sunnudeginum. Þegar dráttarbátar voru að koma Sturlaugi að bryggju í Reykjavík fékk annar þeirra vörpuna frá togaranum í skrúf- una og þurftu kafarar að byrja að skera úr skrúfum hans. hald þeirra og þjálfun á stöðluðum og réttum vinnubrögðum," segir Guðmundur ennfremur. Flugleiðir hófu markvissa þjálfun í þessum atriðum fyrir tveimur árum og nýlega hefur komið fram hér í blaðinu að árekstrarvarar eru í vél- um Flugleiða sem fljúga til Banda- ríkjanna samkvæmt bandarískum kröfum. Hver er þáttur annarra? Á ráðstefnunni var einnig íjallað talsvert um þátt mannsins þegar flugslys eru annars vegar og ekki aðeins flugmanna heldur allra ann- arra sem koma við sögu í flug- rekstri. Síðustu árin hefur athygli manna beinst æ meira að manninum sjálfum og jafnframt hafa komið upp efasemdir um að skýrslur um rann- sóknir á flugslysum sem nefna mi- stök flugmanns sem einu eða aðalor- sök einstakra slysa séu að öllu leyti réttar því mannlegi þátturinn komi víðar við sögu en hjá flugmanninum einum. Var á ráðstefnunni spurt um þátt flugvirkjans, flugumsjónar- mannsins, flugumferðarstjórans, stjórnenda flugvalla, hönnuða og löggjafans. Guðmundur segir að hér skipti máli að menn temji sér vandaðan hugsunarhátt og heiðarleika og þar sé nauðsynlegt að allir starfsmenn sem koma við sögu flugs taki það til sin og ekki megi á neinn hátt hylma yfir mistök sem gætu orðið dýrkeypt. „Þetta vekur upp spurninguna um fyrirkomulagið hér á landi sem í dag Á ÞESSARI teikningu sést hvernig árekstravarinn vinnur en aðeins er hægt að hafa gagn af honum ef báðar vélarnar sem í hlut eiga eru búnar slíku tæki. Þegar flugvél kemur inn í viðvörunarsvæði hafa flug- menn 35 til 45 sekúndur til að bregðast við áður en hugsanlegur árekstur verður. Þegar vélin er komin í viðbragðssvæði hafa flug- menn 20 til 30 sekúndur til að bregðast við fyrirskipunum árekstravar- ans sem birtist þeim bæði á sérstökum skermi og í töluðum orðum frá tölvunni. er á þann veg að þeim sem verða eitthvað á í framkvæmd reglubund- ins flugs, flugmönnum eða flugum- ferðarstjórum, er hugsanleg stefnt af ríkissaksóknara og þeir jafnvel dæmdir ef sekt sannast. Bretar hafa skipað þessum málum þannig að menn eru hvattir til að tilkynna mi- stök og yfirsjónir svo draga megi af þeim lærdóm en reyni ekki að bjarga eigin skinni með þögninni sem gæti stefnt mannlífum í hættu. Loftferðaeftirlit ríkisins hefur að beiðni Flugleiða ritað Samgöngu- ráðuneytinu og beðið um að könnuð verði staða þessara mála í íslensku réttarkerfi. Það er nauðsynlegt að löggjafinn bregðist fljótt við og ákveðið og að flugmönnum og flug- umferðarstjórum verði ekki refsað." Guðmundur segir að þessi spurn- ing sé einnig uppi á teningnum varð- andi árekstrarvarann sem Banda- ríkjamenn gera kröfur um en ennþá vantar um hann alþjóðlegar sam- þykktir og óvíst sé hvernig ríki Evr- ópu muni taka á þeim málum. „Hér er uppi vandi vegna íslenskr- ar löggjafar því ef tækið varar við árekstri og flugmenn þurfa að breyta út af flugleið gætu þeir verið að fara út fyrir þá flugheimild sem flug- umferðarstjórn hefur gefið. Þar með væru flugmennirnii' orðnir brotlegir við íslensk lög og gætu fengið refs- ingu fyrir að hafa óhlýðnast þeim þrátt fyrir að þeir hafi með því að hlýða viðvörun tækisins bjargað mannslífum. Bandaríkjamenn hafa þegar aðlagað löggjöf sína þessari nýju tækni.“ jt Sérstakt framlag ríkisins til atvinnuskapandi aðgerða 326 míiljónum króna var óráðstafað um áramót ALLS hafði verið ráðstafað tæpum 719 milljónum króna um seinustu áramót af þeim eina milljarði kr. sem ríkisstjórnin ákvað að að veita sérstaklega til atvinnuskapandi aðgerða í tengslum við gerð kjarasamn- inga síðast liðið vor. 326 millj. kr. höfðu ekki verið nýttar og færast yfir á árið 1994. Þetta kemur fram á minnisblaði fjármálaráðherra til ríkisstjórnarinnar um stöðu framlaga til atvinnuskapandi aðgerða sl. föstudag. Samkvæmt bráðbirgðauppgjöri ríkisbókhaldsins námu heildarútgjöld til viðhalds og stofnkostnaðar á sein- asta ári 15,6 milljöðrum króna og var hækkun frá fyrra ári um tveir milljarðar kr., eða 14%. á fjárlögum yfirstandandi árs er gert ráð fy.rir að framlög til viðhalds og stofnkostn- aðar nemi 15 milljörðum króna en skv. upplýsingum íjármálaráðuneytis má gera ráð fyrir að heildarútgjöldin verði a.m.k. jafnhá ef ekki hærri en árið 1993 þegar við bætast ónýttar heimildir fyrra árs. 25 millj. í Hæstaréttarhús Fram kemur á yfirliti ráðuneytis- ins að stærstu Ijárhæðirnar sem Ráðunautafimdur landbúnaðarins hefst í dag Imynd landbúnað- arins í brennidepli ÁRLEGUR ráðunautafundur Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins hefst á Hótel sögu í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, og stendur fundurinn til 11. febrúar. Á fundinum að þessu sinni verður m.a. fjallað um ímynd landbúnaðarins, breytta tíma í landbúnaði, sam- skipti ráðunauta og bænda, hrossarækt, og ferðaþjónustumál. ógeiddar voru um seinustu áramót voru vegna byggingar framhalds- skóla í Grafarvogi, 36,1 millj. en óvíst er hvenær þær framkvæmdir hefjast að fullu, bygging Hæstarétt- arhúss samt. 25 millj., fangels- isbyggingar 17,1 millj., og 35 millj. kr. vegna verkefnisins stjórnarráðs- húsnæði, flutningur ráðuneyta, e'n tekið er fram að óvíst sé hvenær íjár- veitingin verður nýtt. ♦ ♦ ♦ A ráðunautafundinum í dag verð- ur fjallað um ímynd landbúnaðarins og kynningarátak henni tengt. Þá verður flutt erindi um vistvænar og lífrænar afurðir, en nýlega var stadd- ur hér á landi sérfræðingur í mark- aðssetningu slíkra vara, og verður fjallað um möguleika lambakjöts á innlendum og erlendum mörkuðum. Einnig verður komið inn á breytt umhverfi íslensks landbúnaðar með tilliti til GATT og EES samninga. Annar dagur fundarins er síðan ætlaður umræðum um búnaðarhag- fræði oog samskipti ráðunauta og bænda, og á þriðja degi verður at- hyglinni beint að hrossarækt og nautgriparækt, en flutt verða valin erindi af alþjóðlegri ráðstefnu í hrossarækt sem haldin var hér á landi í ágúst síðastliðnum. Á loka- degi fundarins verða flutt erindi um ferðaþjónustumál og einnig verða umræður um jarðrækt og heyverkun. Ráðunautafundurinn er öllum opinn og er þátttökugjald 7.000 krónur. Ifangelsií Kólombíu ISLENDINGUR um þrítugt hefur verið í haldi lögreglunnar í Bogot í Kólombíu síðan 12. janúar. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var hann handtekinn á alþjóðaflugvelli borgarinnar á leið úr landi með tæplega hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Utanríkisráðuneytið hefur fyigst með máli mannsins í gegnum ræðis- mann íslands í Bogot og sendiráðið í Washiggton að sögn Þorbjörns Jónssonar í utanríksiráðuneytinu og hafði utanríkisráðuneytið milligöngu um að honum var útvegaður lögmað- ur í Kólombíu. Að sögn Þorbjörns hefur utanrík- isráðuneytið sent utan fyrirspurnir um meðferð máls mannsins en ekki höfðu borist staðfestar fregnir af því hvot búið væri að birta manninum ákæru, hvenær mál hans verði tekið fyrir né hvaða refsingu hann geti átt yfir höfði sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.