Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 56
Hálkuslys Morgunblaðið/Kristinn UNNUR Matthíasdóttir var ein þeirra sem duttu illa í hálkunni í gær, en annar sköflungurinn á henni reyndist vera tvíbrotinn. Á myndinni sem tekin var á slysadeild Borgarspítalans um kvöldmatarleytið í gær sést Brynjólfur Jónsson læknir gera að meiðslum Unnar, Mörg beinbrot af völdum hálkunnar MIKIÐ hefur verið um bein- brot hjá fólki af völdum hál- kunnar undanfarna daga, og að sögn Brynjólfs Jónssonar, læknis á slysadeild Borgar- spítalans, þurfti í gær að gera að sex ökklabrotum, auk eins sköflungsbrots og fjölda smááverka sem fólk hafði hlotið við að detta í hálkunni. Brynjólfur sagði að svipaður fjöldi hefði beinbrotnað á sunnudaginn, og einnig hefði verið mikið að gera á slysa- deildinni á föstudag og laug- ardag. „Þegar ís er yfir öllu og all- staðar hálka þá detta menn gjarnan kylliflatir og bijóta á sér axlir, hendur og úlnliði. Þegar hins vegar er farið að hlána eins og verið hefur undanfarna daga, og komnir eru auðir og íslausir blettir á milli, þá renna menn og snarstoppa á íslausa blettin- um og fá þannig nijög snöggt stopp. Við þessar aðstæður snúa menn gjarnan í sundur á sér ökklann,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði að beinbrot af þessu tagi hefðu verið geysilega áber- andi undanfarna daga, og það væri sjaldgæft að gera þyrfti við sex ökklabrot sama daginn eins og gerðist í gær. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 MORGVNBLADIÐ. KRINGLAN 1 103 IŒYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 Utanríkis- ráðherra Slóveníu í opinbera heimsókn ^LOJZE Peterle utanríkisráð- herra Slóveníu kemur í opin- bera heimsókn hingað til lands síðdegis í dag í boði Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra. Þeir munu eiga fund saman í fyrramálið í Borgartúni "6, og að loknum hádegisverði í Perlunni á morgun verður blaðamannafundur með utan- ríkisráðherrunum. Að honum loknum verður haldið til Þing- valla þar sem Hanna María Pét- ursdóttir þjóðgarðsvörður tek- ur á móti gestunum, en um kvöldið verður veisla til heiðurs utanríkisráðherra Slóveníu í Þingholti. Á miðvikudaginn mun Lojze '^Peterle eiga fund með Birni Bjarnasyni, formanni utanríkis- málanefndar Alþingis, og að hon- um loknum mun hann hitta Salome Þorkelsdóttur þingforseta. Því næst mun slóvenski utanríkis- ráðherrann hitta Davíð Oddsson forsætisráðherra og síðan frú Vijg- dísi Finnbogadóttur forseta Is- lands. Hádegisverður verður svo snæddur í Skíðaskálanum í Hveradölum og þaðan verður hald- ið í skoðunarferð til Nesjavalla, en að loknum kvöldverði á Hótel Sögu heimsækir slóvenski utanrík- isráðherrann Borgarleikhúsið þar sem hann verður gestur á sýningu atá Evu Lunu. Hann heldur síðan utan snemma á fimmtudagsmorg- uninn. VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. —........ .................. FRYSTITOGARINN Guðmunda Torfadóttir VE fer nú til Englands. Innbrot reynt í tölvu- kerfi Orkustofnunar REYNT var að brjótast inn í tölvu Orkustofnunar fyrir tveimur vik- um og þurrka út allt sem er þar af gögnum sem er rúmlega 10 gigabæti. Tilraunin, sem var gerð frá Bandaríkjunum, mistókst. Vit- Yinnslustöðin í Vestmaimae^jum grynnkar á skuldum Frystitogarinn Guðmunda Torfadóttir seldur utan VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum hefur undirritað sölusamning til Englands á frystitogaranum Guðmundu Torfadóttur VE sem fyrir- tækið keypti frá Frakklandi í fyrra. Að sögn Sighvatar Bjarnasonar framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar verður togarinn seldur til að grynnka á skuldum fyrirtækisins, en stefnt sé að því að lækka skuldirn- ar um milljarð króna fyrir sumarið. Sighvatur vildi í samtali við Morg- unhlaðið ekki gefa upp söluverð togarans, en sagði það mjög ásættan- legt og betra en hægt hefði verið að fá fyrir hann hér heima. Frystitogarinn Guðmunda Torfa- 'TfHóttir var smíðaður 1989 og er hann 500 lonn og 55 metrar að lengd. Skipið er með 2.600 þorskígilda kvóta sem Vinnslustöðin heldur eftir hjá sér, en fimm önnur skip eru í eigu fyrirtækisins. Kaupendur togar- ans eru væntanlegir hingað til lands í vikunni til að skoða skipið, en stefnt er að því að afhenda það nýjum eig- endum 15. apríl næstkomandi. „Við þurfum nauðsynlega að lækka skuldir og hagræða í fyrirtæk- inu og þetta er einn liður í því sem við erum að gera. Markmiðið er að lækka skuldirnar um einn milljarð fyrir sumarið og með þessu erum við búnir að lækka skuldirnar um 600 milljónir frá því í desember. Við erum því eins sáttir við þetta eins og hægt er að vera, en það er auðvitað langt frá því að vera gaman að þurfa að selja frá sér skip,“ sagði Sighvatur. að er uin hvaða aðila var að ræða og hefur hann verið útilokaður frá aðgangi. Richard Allen, kerfisstjóri hjá Orkustofnun, segir að stofnunin sé með HP-tölvur og stýrikerfi sem heiti Unix. Þetta kerfi sé þokkalega öruggt ef vel sé fylgst með því. Við- komandi hafi reynt að brjótast inn í kerfið eftir aðferðum sem séu þekkt- ar og búið hafi verið að girða fyrir að hægt væri að beita þeim aðferð- um. Tilgangurinn skemmdarverk Richard segir að tilgangurinn með þessu hafi eingöngu verið skemmdar- starfsemi. Hefði tilraunin tekist hefði það tekið marga daga að lesa upplýs- ingarnar inn af böndum á nýjan leik, auk þess sem margt af þessum upp- lýsingum hafi verið án afrits og því glatast. „Hér á stofnuninni erum við með gögn sem varða flest allar hlið- ar orkumála á íslandi, þannig að þetta hefði getað orðið talsvert tjón,“ sagði Richard. Hann sagði aðspurður að ekki hefði áður verið gerð svona alvarleg tilraun til að komast inn í kerfið. Ýmsir hefðu hins vegar reynt það áður, en þeir hefðu ekki gert tilraun til að eyða gögnum heldur sett inn á diska ýmislegt sem þyrfti að eyða út aftur og það hefði verið auðvelt að laga. Richard sagði að nýverið hefði farið fram ítarleg öryggiskönnun á tölvunetinu og samkvæmt henni ættu þeir að vera mjög öruggir fyrir svona tilraunum. Reykjavíkurskákmótið Tveir efstir ATALIK og Zvjaginsev eru efstir á Reykjavíkurskákmótinu með þrjá vinninga að loknum þremur umferðum. I 3ja til 11. sæti með 2,5 vinninga eru Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Shabalov, DeFirmian, Kengis, Budnikov, Ibragimov og Kotronias. Af öðrum íslenzkum keppendum má nefna, að Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson eru með 2 vinnininga, Margeir Pétursson 1,5 og Jóhann Hjartarson 1 vinning og betri stöðu í skák þriðju umferðar. Sjá bls. 36: Reykjavíkurskákmótið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.