Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 49 UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 4. - 7. febrúar 1994. Verkefni helgarinnar eru bók- færð 565 talsins. Af þeim eru m.a. skráð 68 ölvunartilvik, 27 árekstrar, 2 umferðarslys, 19 afskipti vegna ökutækja sem var hættulega lagt, 12 vegna heimil- isófriðar, 15 vegna hávaða og ónæðis, 17 innbrot, 12 þjófnað- ir, 92 kærur vegna of hraðs aksturs, 8 grunaðir um ölvuna- rakstur, 14 stöðvunarskyldu- brot, 6 kærðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi, 29 vegna annarra umferðarlagabrota, 3 skemmd- arverk, 5 rúðubrot, 7 líkams- meiðingar, 1 nauðgun, 3 sinnum lausir eldar, 11 slys, 10 gistu í fangageymslu af fúsum og ftjálsum vilja, 19 var veitt áminning vegna umferðarlaga- brota og 26 ökutæki í hirðuleysi voru fjarlægð. í þessum málum þurfti að vista 25 einstaklinga í fangageymslunum, flesta vegna ölvunarháttsemi. Brotist var inn í sölutum við Norðurbrún og þaðan teknir peningar úr spilakassa. Farið var inn í kirkju og stolið smá- mynt úr söfnunarbauk, í vél- smiðju þar sem símsvara og sím- tæki var stolið og í bifreið við Blönduhlíð, en úr henni var stol- ið riffli og útigalla í felulitunum. Einnig var brotist inn í bifreiðir við Reyrengi, við Kringluna og við Háteigsveg. Farið var inn í fyrirtæki við Ananaust og þaðan stolið lyklum, í íbúð við Hverfis- götu þar sem stolið var fatnaði, í verslun við Amarbakka og í geymslu við Austurstræti. Það- an var stolið ýmsum verðmæt- um. Áfengi var stolið úr húsi við Brekkubæ. Þá var brotist inn í söluturn við Hagamel og stolið vindlum og vindlingum. Skemmdarverk vora unnin í gróðurhúsi eftir innbrot. í mynd- bandaleigu við Dunhaga voru tveir aðilar staðnir að verki eftir að hafa brotist þangað inn. Aðfaranótt laugardags var 17 ára piltur handtekinn í Hlíðunum þar sem hann hafði verið að stela bensíni af bifreiðum ásamt fé- laga sínum. Hann reyndi að komast undan á hlaupum, en náðist þar skammt ásamt fullum bensínbrúsa, sem hann hafði skilið við sig á hlaupunum. Á föstudag þurfti að flytja barn á slysadeild eftir að það hafði brennt sig á heitu kaffi. Auk þess þurfti að flytja nokkra einstaklinga á slysadeild vegna meiðsla eftir fall í hálku. Það er sérstök ástæða til að hvetja fólk til þess að fara varlega því víða leynist hálkan, jafnvel inn- andyra, eins og dæmi era um. Á föstudagskvöld lögðu lög- reglumenn hald á níu lítra af landa við sölutum í Skaftahlíð. Það eru eindregin tilmæli til allra þeirra, sem verða varir við braggun, dreifingu eða sölu landa, að láta lögregluna vita þegar í stað. Hægt er að hringja beint í síma 699105, í símsvara 699090 eða á næstu stöð. Ætl- unin er að fylgjast áfram mjög gaumgæfilega með þróun þess- ara mála, eir þau hafa legið í láginni síðan fangelsisdómar féllu nýlega. Almenningi er fram að þessu þakkaður ágætur stuðningur varðandi upplýsingar er leitt hafa til uppljóstranar mála. Á laugardagsmorgun þurfti lögreglan að hafa afskipti af unglingum, sem gerðu sér það að leik að sparka í bifreiðir í Safamýri. Vista þurfti einn þeirra í fangageymslunum. Á laugardag voru höfð af- skipti af ökumönnum vélsleða í efri byggðum Breiðholts, en eins og allflestum á að vera kunnugt er akstur slíkra tækja óheimill í þéttbýli nema með sérstöku leyfi. Aðfaranótt sunnudags hafði lögreglan afskipti af manni að reyna að komast inn í bifreiðir við Starhaga. Honum hafði ekki tekist að valda skaða. Um miðjan mánuðinn verður lögreglan á Suðvesturlandi með sameiginlegt umferðarátak. At- hyglinni verður sérstaklega beint að ökumönnunum sjálfum sem og búnaði tengivagna. Kannað verður með ökuréttindi og ástand ökumanna með tilliti til ölvunar og þess gætt að aftan í ökutækjum þeirra séu einungis tæki, sem uppfylla ákvæði reglu- gerðar um gerð og búnað öku- tækja. Eigendur slíkra tækja era beðnir um að kynna sér vel ástand þeirra áður en þeir hyggj- ast nota þau. Á það við um kerr- ur ýmiss konar, s.s. hestakerrur og vélsleðakerrar. -------EIMSKIP-------------- AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 10. mars 1994 og hefst kl. 14:00. ---------- DAGSKRÁ---------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 7. mars til hádegis 10. mars. Reykjavík, 8. febrúar 1994. STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLAIMDS Þá ættuö þiö aö kíkja til okkar og skoöa úrvaliö! Vantar þig ekki bíi núna! BM W 518i árg. 1991, ek. 34 þús., rafm. í rúðum, hiti ísæt- um. Verð kr. 1.780.000. BMW316Í árg. 1989, ek. 60 þús. Gott eintak. Verð kr. 950.000. RenaultClio RT/Aárg. 1991, ek. 26 þús., fjarst., samlæs, rafm. rúður. Verð kr. 800.000. Renault 19 RT/Aárg. 1993 ek. 6 þús, rafm. rúður, fjarst. samlæs. Verð kr. 1.350.000. Einnigárg. 1992,1991. HyundaiPony árg. 1983, ek. 12 þús. Verð kr. 820.000. Subaru Justy J-12 árg. 1990, ek. 68 þús. Sóllúga o.fl. Verð kr. 620.000. MMC LancerGL árg. 1990, ek. 78 þús. Verð kr. 720.000. Cadillac Eldorado árg. 1979, ek. 84 þús. Bíll m/öllu hugsan- legum aukabúnaði. Verð kr. 990.000. Mazda 3231500 LX árg. 1988, ek. 85 þús. Verð kr. 470.000. TILBOÐSLISTI ARGERÐ STGR- VERÐ TILBOÐS- VERÐ Peugeot 205 XL 1987 320.000 260.000 Renault 11A 1988 450.000 350.000 Daihatsu Charade 1991 720.000 590.000 Daihatsu Charade 1990 650.000 590.000 Lada Sport 1989 400.000 330.000 BMW 323i 1985 700.000 560.000 BMW 326i 1987 1.150.000 900.000 Subaru Justy J12 1990 720.000 590.000 MMC”L-300 4x4 Minibus 1988 1.150.000 980.000 VW Golf GTi 1989 1.150.000 950.000 Ford Ranger 4x4 1987 850.000 690.000 Mazda 626 GLX 1985 350.000 230.000 Citroen Axel 1986 90.000 45.000 Bílaumboðið hf. Bílasalan, Krókhálsi I Skuldabréf til allt aö 36 mánaða i Beinn sími i söludeild notaöra bila er 676833. Opió: virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.