Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 15 >■ > > eftir Guðrúnu Pétursdóttur Eg ætlaði mér ekki að hafa af- skipti af fyrirhugaðri byggingu Hæstaréttarhúss, svo ekki yrði um mig sagt að ekki mætti sjást svo maður með haka og skóflu í miðbæn- um, að ég reyndi ekki að stöðva hann. En úr því sem komið er, lang- ar mig að leggja fáein orð í belg um atriði, sem hingað til hafa ekki farið hátt í umræðunni um þessa fyrirhug- uðu byggingu. Þau varða m.a. stærð hússins, - eða öllu heldur smæð þess. Lýsing á því hvað þarf að vera í húsinu, sem arkitektum var ætlað að fara eftir við gerð tillagna, ber fagurt vitni um hófsemd þeirra sem að henni stóðu. Sem dæmi má nefna, að þrátt fyrir það að þegar séu hæstaréttardómarar 8, þá er aðeins gert ráð fyrir aðstöðu fyrir 2 ritara og 4 aðstoðarmenn dómara. Skrif- stofur ritaranna eru ekki nema 11 fermetrar hvor, og augljóst að þetta er alltof lítið rými fyrir ritvinnslu á vinnustað sem byggir svo mjög á skriftum. Aðstoðarmenn dómara gegna mikilvægu hlutverki við að létta vinnuálagi af dómurum og auka afköst dómsins. Þeim mun án efa íjölga, og ekki er ólíklegt að hver dómari hafi sinn aðstoðarmann í framtíðinni. Það verður þó ekki hægt í þessu húsnæði. Annað dæmi um hógværð í kröfum er sú „lágmarksaðstaða til að laga kaffi og þess háttar" sem óskað er eftir á þriðju hæð þar sem flestar skrifstofurnar eru. Verður með sanni sagt að 11 fermetra skonsa með borði og fjórum stólum fellur að þeirri lýsingu. í samkeppnislýsingunni er ítrekað tekið fram, að huga verði vel að aðgengi fatlaðra. Það hefur verið gert með þeim hætti, að eina leið almennings, fatlaðra sem ófatlaðra, úr anddyri upp í dómsali á annarri hæð, er skábraut eftir endilöngu húsinu, án hvíldarpalla. Menn þurfa sem sagt að ganga upp skábraut sem er nánast jafnlöng Landsbókasafninu og snúa svo við úti í enda og leggja aftur af stað til baka. Á þeirri baka: leið eru inngangar dómsalanna. I svari arkitektanna við gagnrýni um þetta atriði segir: „Tekið skal fram að starfsmaður í móttöku við aðal- inngang er stöðugt reiðubúinn til aðstoðar ef ske kynni að einhver treysti sér ekki upp gönguhallann. Engin vandkvæði eru heldur á því að fylgja þeim upp í lyftu sem þess óska.“ Þau láta þess ekki getið, að til þess að komast í þessa einu lyftu hússins þyrfti sá fatlaði að fara í gegnum eldhúsið eða skjalageymslu Hæstaréttar. Að beina óviðkomandi umferð gegnum skjalasafnið getur ekki talist heppilegt, og að ætlast til að fatlaðir sætti sig við að vera fylgt í gegnum eldhúsið að lyftu fínnst mér niðuriægjandi. Þetta getur ekki talist fullnægjandi lausn í nýbygg- ingu. Nær væri að kalla hana gamal- dags og fáránlega. Mér er kunnugt um að á næstunni mun birtast grein um þetta mál frá forsvarsmönnum fatlaðra og hef því ekki fleiri orð þar um. Eg tel ekki nokkurn vafa á því, að starfshættir í Hæstarétti eiga eft- . ir að breytast svo á næstu árum, að ramminn sem húsið setur verður allt- of þröngur. Það væri sök sér, ef byggja mætti við, þannig að húsið gæti vaxið eðlilega með starfsem- inni. En því er ekki að heilsa þarna. Það verður hvorki hægt að stækka húsið út á við né upp á við. Lóðin er svo þröng, að ekki verður hægt að byggja nýja álmu eða viðbygg- ingu. Auk þess myndar sú bygging sem fyrirhugað er að reisa mjög ákveðna heild, sem ekki býður upp á neina vaxtarmöguleika, til dæmis verður ekki hægt að byggja ofan á húsið, því að í dómssölunum verður „Hús Hæstaréttar á að nýtast í marga ára- tugi.“ ofanbirta frá gluggum á þaki. Hús Hæstaréttar á að nýtast í marga áratugi. Það er sniðið að sérstökum þörfum, með sínum stóru dómsölum og mun því ekki nýtast öðrum auð- veldlega, ef það reynist ónothæft fyrir Hæstarétt þegar fram líða stundir. Hins vegar er óviðunandi að ekki verði hægt að endurbæta starfshætti, til dæmis með því að Qölga aðstoðarmönnum eða riturum, vegna þess að húsrými leyfí það ekki. Fyrir utan allt þetta minni ég á hversu þröngt verður um aðkomu að húsinu og að bílastæðavandi er fyrirsjáanlegur, því að þarna eru mannmargir vinnustaðir allt um kring, sem nú nýta þessa lóð sem bílastæði. Fyrirhuguð bílastæði undir húsinu verða svo fá, að föstum starfsmönnum verða ekki öllum tryggð bifreiðastæði þar. Er þá óleystur vandi þeirra sem erindi eiga í húsið eða stunda vinnu í nágrenn- inu og þeirra sem sækja leikhús á kvöldin. Við eigum að vera framsýn og velja Hæstarétti stað þar sem húsið sómir sér vel, aðkoma er falleg, bíla- stæði næg og möguleiki á að byggja við húsið eftir þörfum í framtíðinni. Enn er ekki of seint að tryggja að svo verði. Höfundur er dósent við Háskóla íslands. Guðrún Pétursdóttir Töfrandi Vín! Vínarborg er heimsborg með glæsta fortíð en ekki síður skemmtileg nútímaborg. í Vín eru heimsviðburðir í tónlistarlífinu daglegt brauð. Þarna eru tónleikahallirnar og óperurnar en einnig kaffihúsin, veitinga- staðirnir, söfnin, hallirnar og allt hitt. Það er sama hvort þú fellur fyrir FELLA- og Hólakirkja: Foreldra- morgunn miðvikudag kl. 10. HJALLAKIRKJA: Mömmumorgn- ar á miðvikudögum frá kl. 10-12. sönglist eða súkkulaðitertum - Vínarborg slær alltaf í gegn. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða eða ferðaskrifstofuna þína. VEGURINN, kristið samfélag, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Biblíu- lestur sr. Halldórs S. Gröndal í dag kl. 18. KEFLAVÍKURKIRKJA: For- eldramorgnar kl. 10-12 og umræða um safnaðareflingu kl. 18-19.30 í Kirkjulundi á miðvikudögum. Kyrrðar- og bænastundir eru í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17.30. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Oskudagsgleði á mömmu- morgni. Kyrrðarstund kl. 12.10. TTT-fundur kl. 17.30 og fundur fermingarbarna úr Hamraskólanum og foreldra þeirra kl. 20.30. Helgarferð til Vínar kostar frá 40.260 kr. Innifalið í verði: Flug, gisting fyrir einn í 2 nætur í 2ja manna herbergi með morgunverði og flugvallarskattar. Lágmarksdvöl er aðfaramótt sunnudags, hámarksdvöl 4 nætur. Verð gildir til 31. mars 1994. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. FUJGLEIÐIR ÞRENGT AÐ HÆSTARÉTTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.