Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 25 Varað við blóðbaði í Georgíu Tbilisi. Reuter. EDÚARD Shevardnadzhe leið- togi Georgíu sagði í útvarpsá- varpi til þjóðar sinnar í gær að miklar blóðshellingar myndu eiga sér stað í landinu ef ekkert yrði úr því að rússneskar eða alþjóðlegar friðargæslusveitir stíðu stríðandi fylkingar að. „Komi ekki friðargæslusveitir til skjalanna mun hræðilegur harm- leikur eiga sér stað. Mikið blóð mun renna. Þetta mun gerast af sjálfu sér og engum böndum verður á vandann komið,“ sagði She- vardnadze. Shevardnadze sagði í síðustu viku að Rússar væru tilbúnir að senda gæslusveitir til Georgíu myndu Sameinuðu þjóðirnar bera kostnaðinn en ráðamenn í Moskvu hafa þagað þunnu hljóð um þetta efni. Borgarastríð braust út í Georgíu í ágúst 1992 er ríkisstjórnin sendi herlið til þess að bijóta niður upp- reisn aðskilnaðarsinna sem kröfðust þess að fá að stofna sjálfstjórnar- svæði í Abkhazíu. í fyrrasumar tók- ust samningar sem fóru þó fljótt út um þúfur og varð stjómarherinn undan að hörfa í hörðum átökum í september. Reuter Mótmæli sjómanna breiðast út MÓTMÆLI franskra sjómanna, sem krefjast aukinna rikisstyrkja til að bæta þeim upp verðfall á sjávarafla, breiddust út til Miðjarðarhafsins um helgina. í gær lokuðu sjómenn farþegaskipahöfninni í Marseille, olíuhöfninni í Fos-sur-Mer og fiskihöfnunum í Port-Saint-Louis og Port-de-Bouc. í gær- morgun stöðvuðu sjómenn frá Bretaníu fiskflutningabifreiðar á leið til Parísar og veltu niður farmi fjögurra sem voru með innfluttan fisk. Á myndinni, sem tekin var í gær, freista sjómenn að loka hafnarsvæðinu í Boulogne-sur-Mer með því að setja akkeri á götur. Breskir íhaldsmenn vilja stefnubreytingu hjá stjórninni Major falli frá aft- urhvarfsstefnunni Lundúnum. Reuter. HART er nú lagt að John Major, forsætisráðherra Bretlands, að falla frá herferð sljórnarinnar fyrir afturhvarfi til hefðbund- inna giida til að draga úr umfjöllun fjölmiðla um ástamál þing- manna og ráðherra Ihaldsflokksins, að sögn breskra dagblaða í gær. Major varð fyrir enn einu áfallinu á sunnudag þegar þingmaðurinn Hartley Booth sagði af sér sem aðstoðarráð- herra vegna sambands hans við helmingi yngri konu. Rússneski öfgamaðurinn Zhírínovskíj Hótar „lokaorr- ustu“ gegn íslam Moskvu. Reuter. RÚSSNESKI þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj hótaði um helgina að senda sjálfboðaliða til Bosníu ef Atlants- hafsbandalagið, NATO, hæfi loftárásir á stöðvar Serba í land- inu. Leiddi hann fram 20 liðsmenn sína, sem verið hafa við þjálfun í æfingarbúðum í úthverfi Moskvuborgar, og sagði, að þeir og aðrir myndu heyja „lokaorrustuna" við íslam. Zhírínovskíj sagði, að „tugir þúsunda sjálfboðaliða hvaðanæva að úr Rússlandi" myndu fara til hjálpar Serbum, yrði á þá ráðist og lýsti yfir, að menn sínir væru tilbúnir til að „drepa múslima í Iokaorrustunni við íslam“. Á frétta- mannafundinum kynnti hann Sery- ozha, 18 ára gamlan, sem kvaðst hafa barist með Serbum í sex mánuði. „Frá upphafi hefur kyn Slava haft yfirburði,“ sagði Sery- ozha, „en nú er það að deyja vegna yfirdrottnunar Vesturveldanna." Heldur þykir ólíklegt, að fjöldi Rússa muni ganga til liðs við Serba en yfirlýsingar Zhírínovskíjs geta hins vegar valdið Moskvustjórninni verulegum vandræðum. Rússar og Serbar hafa lengi verið banda- menn, tilheyra hvorirtveggju rétt- trúnaðarkirkjunni, og Moskvu- stjórnin hefur verið mjög andvíg loftárásum. Rushdie skai dejja Nikósíu. Reuter. ÍRANSKA fréttastofan IRNA sagði í gær, að breski rithöf- undurinn Salman Rushdie yrði að deyja og útilokað væri að afnema dauðadóminn, sem írönsku klerkarnir kváðu upp yfir honum fyrir fimm árum. Rushdie var dæmdur til dauða fyrir bók sína „Söngva Satans" sem að dómi sumra múslima var guðlast og í yfirlýsingu, sem IRNA flutti í gær, sagði, að dómnum yrði að fullnægja jafnvel þótt „guðleysinginn" iðraðist gjörða sinna. Bresku blöðin segja að nokkrir af forystumönnum Ihaldsflokksins viðurkenni nú að herferðin hafi komið flokknum sjálfum í koll og gefið fjölmiðlum færi á að hæðast að honum vegna siðferðislegra yfir- sjóna einstakra þingmanna. Þeir telji að afturhvarfsstefnan, sem átti að sameina íhaldsmenn að nýju eft- ir langvinnar deilur, hafi verið dæmd til að mistakast strax í upp- hafi. Þótt Major segði nú að stefnan hefði ekkert með siðferði einstak- linga að gera hefði hún orðið til þess að hvetja dagblöð til að rann- saka einkalíf þingmanna til að finna siðferðislegar yfirsjónir. Þeir sem gagnrýna stefnu stjómarinnar mest segja að Major hafi sýnt dómgreind- arleysi með því að taka upp alltof óskýra stefnu. Daily Express sagði að mál Hart- leys Booths væri kornið sem fyllti mælinn. „Major ætti að falla frá afturhvarfsstefnunni og snúa sér aftur að stjórnmálum,“ sagði Today. Talsmaður Majors sagði í gær að forsætisráðherrann myndi ekki falla frá stefnunni. Hartley Booth sagði af sér eftir að æsifréttablöð skýrðu frá því að hann væri í tygjum við 22 ára gamla konu, sem hafði áður lifibrauð af því að sitja fyrir nakin hjá lista- mönnum. Booth er 47 ára gamall, kvæntur og þriggja barna faðir, lögfræðingur og óvígður prédikari hjá meþódista-kirkjunni. Booth kvaðst ekki hafa diýgt hór með konunni og sagði samstarfs- mönnum sínum að þau hefðu „að- eins kysst og kelað“. Booth til- kynnti afsögn sína til að „fyrir- byggja vandræði fyrir stjórnina". Suzuki Swift GL árg. 1990, sjsk., hvítur, ek. 18 þús. km, verð 650.000,-. Subaru Lecacy 2.2 GX 4WD, árg. 1991, 5 gíra, blár, ek. 78 þús. km. Skipti möguleg. Verð 1.650.000,-. MMC Lancer GLX, árg. 1990, 5 gíra, vinrauður, ek. 42 þús. km. Skipti mögul. Verð 820.000,-. Höfum kaupendur að: Suzuki Vitara eða Sidekick árg. '92-'93. j VW Transporter, lengri gerð árg. '91-'93. BMW 316i eða 318i árg. ’92-'93. Toyota touring árg. '92-'93. Veist þú að í Gagnasafni Morgunblaðsins er að finna 1308 greinar og fréttir um NÁTO Nýr yfirmaður herafla NATO Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur útnefnt George Alfred Joulwan sem yftrmann herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) íEvrópu. - Morgunblaðið 10. október 1993 Vamarmálaráðherrar NATO-ríkja á fundi í Bmssel Varað við niðurskurði á framlögum til varnarmála | Brussel. Reuter. Varnarmálaráðherrar Atlantshafs- bandalagsins, NATO, samþykktu í gær að skora á ríkisstjómir I aðildarríkjanna að hætta miklum niðurskurði á framlögum til vamarmála vegna nýrra krafna, sem gerðar væru til bandalagsins, til dæmis varðandi friðargæslu. - Morgunblaðið 27. maí 1993 Enn ekkert ákveðið um varaflugvöll - segir framkvæmdastjóri NATO ENGAR ákvarðanir hafa verið teknar varðandi lagningu vara- flugvallar á íslandi, að sögn Manfreds Wömers, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Wömer kom hingað til lands á miðvikudagskvöld og átti viðræður við íslenska ráðamenn. - Morgunblaðið 11. apríl 1988 Hvort sem er vegna starfa eða áhugamála getur áskrift að Gagnasafnl Morgunblaðsins komið að góðu gagni. Allir sem eiga einmenningstölvu geta orðið áskrifendur og nýtt sér þær upplýsingar sem eru í gagnasafninu. Hægt er að leita í safninu eftir oröum, nöfnum, dagsetningum, höfundum ofl. ofl. AUar upplýsingar veitir Strengur hf. í síma 624700 eöa 685130. STRENGUR hí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.