Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 7 Hannes Hlífar í 1.-3. sæti á Reykjavíkurskákmótinu „Menn verða að standa sig ef þeir ætla að tóra“ REYKJARVÍKURSKÁKMÓTINU lauk á sunnudag með ánægjulegum úrslitum fyrir íslenska skákmenn en Hannes Hlífar Stefánsson deildi 1.-3. sæti með rússnesku stór- meisturunum Zvjaginsev og Evgení Pigusov. Skipta þeir verðlaunafénu jafnt á milli sínum og koma um 350 þúsund krónur í hlut hvers og eins. Hannes Hlífar vann fimm skákir, gerði fjögur jafntefli og tapaði engri, en á mótinu tefldu 30 stórmeistarar og er það talið eitt sterkasta opna skákmót sem haldið er í Evrópu í ár. Hannes segir það hafa komið sér ánægjulega á óvart að ná þessum árangri vegna þess hversu sterkir andstæðingar hans voru að þessu sinni, þó að ekki sé undrunarefni að Islendingar blandi sér í toppbaráttuna miðað við stöðu þeirra í skák- heiminum. Einbeiting við taflið Hannes Hlífar er tuttugu og eins árs gamall og varð formlega stórmeistari í fyrrasumar þegar hann náði 2.500 ELO-stigum, en hafði þegar árið 1992 náð nauðsynlegum áfanga að titlin- um. „Það var ágætt að losna við pressuna sem fylgdi keppni að þessum stórmeistaraáfanga og geta loks einbeitt sér að því að tefla án þess að þurfa að hugsa um titilinn,“ segir Hannes Hlíf- ar. Hann segir mikilvægustu skákir mótsins tvímælalaust hafa verið við Bandaríkjameist- arann Shabalov, sem nýfluttur er til Bandaríkjanna frá Rúss- landi, og næstsíðasta skákin við Bosníumanninn Ivan Sokolov, sem var stigahæsti skákmaður mótsins. 2.600 stiga markið Hannes kveðst nú setja sér að sækja mót erlendis og ná 2.600 ELO-stigum áður en stiga- taflan er reiknuð í júlí, sem sé ekki auðvelt. Mótið nú hafi hins vegar fært honum 20 stig þann- ig að leiðin sé ögn greiðari en áður. „Ef það markmið næst er maður meðal 50 efstu skák- manna í heiminum stigalega séð og fær í kjölfarið boð á sterkari mót. Ég er núna að skoða hvaða mót koma til greina á næstunni og hyggst reyna að ná þessum stigafjölda til að byija með,“ sagði Hannes Hlífar. Morgunblaðið/Sverrir Sigursælir skákmenn HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari ásamt félaga sínum í skáklistinni, Helga Áss Grétarssyni, sem þótti koma mjög á óvart í Reykjavíkurskákmótinu en hann varð í 4.-5. sæti móts- ins, aðeins sextán ára gamall. Helgi vann þrjár seinustu skákirn- ar sem hann tefldi og voru þær allar við stórmeistara. Harður heimur Hann starfar nú sem atvinnu- . skákmaður, en íslenska ríkið greiðir stórmeisturum laun og kenna þeir við Skákskóla Is- lands, og segir Hannes drjúgan tíma fara í að fylgjast með skákum og velta þeim fyrir sér, og að einkum sé undirbúnings- vinna af þeim toga mikil fyrir mót, „enda er þetta harður heim- ur og menn verða að standa sig ef þeir ætla að tóra,“ segir hann. 18 sækja um stöðu trygginga- yfirlæknis ALLS sóttu 18 læknar um stöðu tryggingayfirlæknis við Trygg- ingastofnun ríkisins en frestur til að skila inn umsóknum rann út 10. febrúar. Heilbrigðisráðu- neytið sendi umsóknirnar í gær til landlæknisembættisins og verða umsóknirnar metnar af sérstakri nefnd sem gefur álit um allar yfirlæknisstöður sem auglýstar eru lausar til umsókn- ar skv. upplýsingum Páls Sig- urðssonar ráðuneytissljóra í heil- brigðisráðuneytinu. Nefndin hef- ur 6 vikur til að fara yfir umsókn- irnar en að því loknu verða þær sendar til umfjöllunar Trygg- ingaráðs áður en heilbrigðis- ög trygingaráðherra skipar í stöð- una. Eftirtaldir 15 læknar sóttu um stöðu tryggingayfirlæknis en þrír óskuðu nafnleyndar: Brynleifúr Steingrímsson, Guðbrandur Þor- kelsson, Guðmundur I. Sverrisson, Gauti Arnþórsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Hrafn V. Friðriksson, Jón K. Jóhannsson, Júlíus Valsson, Magnús Guðmundsson, Ólafur H. Oddsson, Páll B. Helgason, Snorri Ingimarsson, Vigfús Magnússon, yilhjálmur Rafnsson og Þórarinn Ólafsson. Sjö umsækjendanna sóttu einnig um stöðu staðgengils tryggingayf- irlæknis en þeir eru Gauti Arnþórs- son, Guðbrandur Þorkelsson, Jón K. Jóhannsson, Júlíus Valsson, Magnús Guðmundsson og Vigfús Magnússon en einn umsækjandi óskaði nafnleyndar. VZterkur og k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! RENAULT 19 R N - með hörkuskemmtilegri og sparneytinni 1400 vél. HAGSTÆÐUSTU BÍLAKAUP ÁRSINS? Fallegur fjölskyldubíU á aðeins kr. 1.169.000,- STAÐALBÚNAÐURINNIFALINN IKYNNINGARVERÐI: • l400cc vél - bein innspýting. • 80 hö. din. • Eyðsla 8,1/100 km, innanbæjar . • Rafdrifnar rúðuvindur framan. • Vökvastýri. • Olíuhæðarmælir í mælaborði. • 460 lítra farangursrými. • Utvarp með kassettu. • Ryðvörn, skráning. Fjarstýrðar samlæsingar. Fjarstýrðir útispeglar. Oryggisbitar í hurðum. Vönduð innrétting. Snúningshraðamælir. Vetrardekk. 1 Málmlitur. 1 Veghæð 17 cm. RENAULT - fer á kostuml

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.