Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1994 Farsi „Treystu mér, strákur, svona reynslu færðu ekki í blaðamannaskóla.“ Með morgnnkaffinu Ég ætla að kíkja I tvær mínút- ur til hennar Siggu á númer 10. Ætlarðu að hræra í grautnum á tíu mínútna fresti vinur? HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Opið bréf til viðskipta- ráðherra Frá Albert Jensen: Þegar Albert Guðmundsson, ráð- herra í stuttan tíma, talar um litla manninn, skilur hann trúlega ekki niðrandi merkingu orðsins, en hon- um er þó greinilega ljóst, að enginn er svo smár að ekki sé betra að hafa hann með sér en móti. Það aftur á móti er nokkuð sem topp- krötum er ómögulegt að skilja nema stutt sé í kosningar. Ég skrifa þér Sighvatur, til að reyna að opna augun þín fyrir aug- ljósri spillingu í stjórn og embættis- kerfi landsins. Að þú sjáir ranglæt- ið sem meðal annars birtist í eftir- farandi. Að fá nokkrum mönnum fiskauð- lind okkar að gjöf, sem þeir svo nota til að auðga sig en kúga sjó- menn og eyðileggja sjávarpláss. Einkavæðing sem er að verða alls- heijar ógeð og birtist meðal annars í að félög og einstaklingar kaupa ríkisfyrirtæki fyrir lítið og bjóða í allskonar rekstur hjá ríki og borg, nú síðast geðþótta endurráðningar en allat.af launalækkun og aukið vinnuálag. Á opinberum stöðum á Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni'sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. sér stað aukið vinnuálag þeirra lægstlaunuðu, það er þeirra sem framkvæma verkin og felst það meðal annars í því að starfsmönnum er fækkað en ekki verkefnum. Ef einn veikist verða hinir að bæta verkum á sig. Aumleg lágkúra það, er Securitas gerir út á skúringar- konur og makar krókinn á svo auð- virðilegan hátt. Eyðilegging skipa- smíðaiðnaðarins hefur gengið svo langt, að ólöglegum undirboðum útlendinga hefur ekki aðeins verið tekið í smíðar, líka viðgerðir, og er nú svo komið að þessi ótrúlegu ís- lensku stjórnvöld minnka atvinnu- leysi erlendra þjóða á okkar kostn- að. Það er enginn skilningur á eyði- leggingunni. Þegar þetta er að ger- ast hækka laun hæstaréttardómara úr 250.000 á mánuði í 350.000 og svo hlunnindin. En hugsaðu Sig- hvatur, á sama tíma og eftirlauna- dómarar með sömu laun fá sömu hækkun, er ekki hægt að reka laug- arnar í Reykjalundi og Grensás að fullu. En til að slíkt sé hægt þarf hvor laug álíka ijármagn og einn aflagður dómari fær fyrirhafnar- laust ofan í lúxuslaun. Launamál bankastjóra og hlunnindi eru slík spillingarásýnd að engu tali tekur. Ef stjórnmálamönnum finnst ekkert athugavert við þetta þá er eitthvað athugavert við þá. Trúlega er þér ekki ljóst' hve víðs fjarri þú ert venjulegu launafólki. Að sparka í liggjandi eða veikan mann er ekki á stefnuskrá Alþýðuflokks, því hún er góð þó ekki sé eftir henni farið. Þú lést það verða eitt af fyrstu verkum sem heilbrigðisráðherra, að torvelda sjúku fólki og gömlu að komast af. Þar vannstu gegn því góða í þjóðarsálinni, það er, einn fyrir alla, allir fyrir einn. Sám- kenndin er af hinu góða, Sighvat- ur, henni má ekki spilla. Þið sem ráðið Alþýðuflokknum urðuð i mörgum tilfellum með aðgerðum, að aðgerðarleysi, til að auka vanda Iáglaunamanna. Ykkur tókst að auka óvinsældir Alþýðuflokksins. Aldrei, hefði ég trúað, að svo lengi gæti vont versnað. Á miðju kjör- tímabili var engu líkar en flokkurinn væri að fremja pólitískt sjálfsmorð. Þá var eins og hann rankaði til raunveruleikans, séð að verið var að eyðileggja það sem hann er langt síðan, allir búnir að gleyma því. Til í gömlum skjölum Með nýju ráðuneyti eru sjúkir og gamlir ekki Iengur fyrir stafni, nú eru það skjólstæðingar einkavina- væðingar og hátekju bankamenn og aðrir bruðlarar. Þarna er þér sannarlega óhætt að láta hendur standa fram úr ermum, laga móral- inn. Launamisrétti er spilling og kúgun. Svo eru það skipin. Það hlýt- ur að þurfa snarruglaða dómgreind til borga hundruðum góðra verka- manna laun fyrir að gera ekki neitt, þó nóg sé að gera. Að flytja skipa- smíðastöðvar úr landi er glæpur gagnvart þjóðinni. Þeir ráðherrar sem flytja málið þannig að ekki sé um annað að ræða, eiga strax að víkja og svara til saka. Ég vona að þú hafir þor lil að stöðva þessa vitleysu. Notaðu tækifærið, ég trúi að þetta sé það síðasta sem þú færð, láttu ekki góða fagmenn týna niður kunáttu sinni á meðan útlend- ir vinna störfin þeirra. Atvinnuleys- ið er heimska. Engum er þó alls varnað. Kvótamálið, á því hafa kratar þjóðhagslega skoðun. En bara skoðun. Þeim vantar dugnað- inn þar sem þeir þeir gætu gert gagn. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Víkveqi skrifar Sl. laugardag birtist hér í blaðinu grein eftir Þórdísi Guðjóns- dóttur, þar sem hún lýsir samskipt- um fyrirtækis, sem hún á aðild að við Ríkisútvarpið, nánar tiltekið Rás 2. í Morgunblaðinu í fyrradag, sunnudag, kom fram að útvarpsráð hafi vegna kæru gert samþykkt um málið og að þar komi fram, að út- varpsráði þyki leitt, hvernig til tókst. Eins og málið hefur birzt hér á síðum Morgunblaðsins er þetta ekki fullnægjandi afgreiðsla. I fyrsta lagi heldur Þórdís Guð- jónsdóttir því fram, að viðtal hafi verið tekið upp á segulband við erlendan meðeiganda að fyrirtæki hennar og það sent út án þess, að manninum hafi verið kunnugt um að talað væri við hann í því skyni. í öðru lagi kemur fram ásökun í grein Þórdísar Guðjónsdóttir um að persónuleg tengsl hafi ráðið því, að deilur fyrirtækis hennar og fyrrver- andi starfsmanns þess voru teknar til meðferðar í útvarpsþætti á Rás 2. Víkvetji hyggst ekki setjast í dómarasæti í þessu máli en bendir á, að óhjákvæmilegt er að Ríkisút- varpið svari þessum ásökunum efn- islega. Fjölmiðlar sæta nú vaxandi aðhaldi af háifu almennings og það er vel. Forráðamenn Ijölmiðla geta ekki vikizt undan því að gera efnis- lega grein fyrir afstöðu sinni til mála af þessu tagi. Það er svo ann- að mál, að nærtækara sýnist vera, að stjómendur Rásar 2 gefi þau svör en útvarpsráð. xxx Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, er orðinn býsna öflugur málsvari þess málaflokks, sem undir hann heyrir. Þetta kom skýrt fram í samtali hans og Ingva Hrafns Jónssonar á Stöð 2 í hádeg- inu á sunnudag, þar sem frétta- stjóri Stöðvar 2 gekk hart að land- búnaðarráðherra úr ýsmum áttum, en ráðherrann varðist fimlega og var raunar frekar í sókn en vörn. Þetta er þeim mun merkilegra, sem landbúnaðarmálin eru erfið við- fangs og frá almannasjónarmiði séð eru röksemdir talsmanna landbún- aðarins oft mjög veikar. En ráðherr- ann var þéttur fyrir, eins og frétta- stjórinn komst raunar að orði í lok þáttarins. xxx Grandadagurinn, sem Grandi hf. hefur efnt til nokkur síðustu ár er lofsvert framtak af hálfu fyrir- tækisins. Sl. föstudag komu 2300 nemendur og kennarar í heimsókn í Granda en alls hafa um 8000 manns heimsótt fyrirtækið á slíkum dögum. Börn, unglingar og ungt fólk, sem alast upp í Reykjavík og nær- liggjandi sveitarfélögum, hafa ekki sömu tilfinningu fyrir því og jafn- aldrar þeirra í sjávarplássum víðs vegar um landið, að þjóðin lifir á fiski. Raunar er hægt að alast upp í Reykjavík og komast á fullorðins- ár án þess að hafa fullnægjandi skilning á því, að sjávarútvegurinn skiptir okkur öllu máli. Fræðsla af því tagi, sem skóla- krakkar fá á Grandadeginum hefur því mikla þýðingu fyrir skilning þeirra á málefnum lands og þjóðar. Þetta framtak Granda ætti áð verða öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi hvatning til þess að taka upp svip- aða kynningu einu sinni á ári. xxx Deilurnar um staðsetningu ný- byggingar Hæstaréttar voru að magnast fyrir helgina, þegar Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hjó skyndilega á hnútinn með örfá- um orðurn á Alþingi. Viðbrögð af þessu tagi eru óvenjuleg hjá íslenzk- um stjórnmálamönnum. Þau eru hins vegar einn helzti styrkur nú- verandi forsætisráðherra. Hann kemur aftur og aftur öllum að óvör- um og kemur málum í nýjan farveg með stuttorðum athugasemdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.