Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 14
14 Verk eft- ir Askel Másson gera víð- reist TÓNLIST eftir Áskel Másson verður flutt víða um lieim á næstu vikum og mánuðum. Dag- ana 24. til 26. febrúar mun sin- fóníuhljómsveitin í Cincinnatti Ohio, halda þrenna tónleika þar sem leikinn verður Konsertþátt- ur fyrir litla trommu og hljóm- sveit eftir Áskel Másson. Enski slagverksleikarinn Eve- lyn Glennie mun leika einleik í konsertinum. Verkið var skrifað 1982 og er það tileinkað sænska slagverksleikaranum Roger Carl- son. Verkið Snjór verður meðal verka sem flutt verða í tónleika- ferð Ýmis í apríl. í þessari ferð fer kammerhópurinn m.a. til Hol- lands og Japan. Orgelverkið Hugleiðing eftir Áskel var flutt tvisvar í Portúgal í desember og í janúar á tónlistar- hátíð í London. Orgelverkin Elegie, Sonata og Hugleiðing eru væntanleg á geisladiski sem gefinn verður út af Merlin Records, Englandi. Á þessum diski leikur Ian Quinn þessi verk á Hallgrímskirkjuorgel- ið., Áskell Másson er fæddur 1953 og hóf fyrst nám í klarinettleik við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, en lærði síðan á slagverk í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Fram- haldsnám stundaði hann í London hjá Patrick Savill (tónsmíðar) og James Blades (slagverk). Verka- listi Áskels telur yfir 60 verk. Meðal þeirra helstu má nefna óper- una Klakahöllina, sinfóníuna Sin- fonia Trilogia og sex einleikskon- serta. Verk hans hafa verið flutt víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Ásíu. ^Tsurumi VATNSSUGA/GOLFDÆLA Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1994 Inntak málverksins Myndlist Bragi Asgeirsson Málverkið lifir erfiða tíma á íslandi jafnt á opinberum vett- vangi sem á almennum markaði og geldur hér skipulagsleysis, fámennis og hagsmunaárekstra. Markaðurinn er lítill, og hvorki skólakerfið né fjölmiðlar rækta hlutverk sitt sem skyldi varðandi hlutlæga miðlun sjónmennta. Hins vegar láta áhangendur málverksins andstreymið sig litlu varða og mála eins og andinn og hugarflugið býður þeim, sem ætti að vera lifandi vitnisburður þess að þeir vinna af innri þörf og láta ekki markaðssjónarmið ráða ferðinni. Og eins og ég hefi þrá- faldlega bent á í skrifum mínum lifir málverkið góðu lífi meðal stórþjóða, og er aftur á uppleið á heimsmarkaðinum, jafnframt því að mest sóttu myndlistarvið- burðirnir eru yfirleitt málverka- sýningar. Málarinn og grafíklistamaður- inn Einar Hákonarson, er einn þeirra sem hvað harðastir eru í sannfæringunni um gildi mál- verksins, enda er menntun hans af þeim gamla skóla er agi var enn við líði, og aðalatriðið var að halda nemendum við grunnþætti myndlistar. Þannig styðst hann fyrst og fremst við hin myndrænu frumatriði í uppbyggingu mynd- heilda sinna og er hér ágætlega íhaldssamur. Það er að segja, fastheldinn á form að því leyti, að sömu frumatriðin skjóta iðu- lega upp kollinum án þess þó að um beinar endurtekningar sé að ræða. Þetta ætti að teljast nokkur kostur og merki um staðfestu á upplausnartímum er menn haga seglum eftir því hvernig úthafs- vindar blása hvetju sinni í núlist- um. List Einars hefur þannig ekki breyst tiltakanlega mikið frá því að hann kom fyrst fram með sýn- ing í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1967, nema kannski að því leyti að hún er fágaðari og Einar hef- ur mun meira vald á litunum. Sumir munu gjarnan nefna þetta formalisma og stöðnun, en það er aðallega fólk sem hefur ekki hæfileika til að upplifa málverk sem slíkt, og fyrir þeim er lifun gærdagsins fortíð. Það var nú einmitt burðarás og inntak mód- ernismans er hann reis hæst, þannig um leið og þetta fóik af- greiðir málverkið, er það sem sagt að halda fram kenningum, sem þeir telja sig andsnúna og vilja kollvarpa. Aldrei hef ég séð minnst á formalisma í sambandi við Cobra- hópinn en áhangendur hans unnu eftir svipuðum grunnreglum og Einar, þannig að ákveðið mynd- þema gekk sem rauður þráður í gegnum feril þeirra allan. Lítum einungis að myndir Carls Henn- ing Pedersens og Asger Jorns, en Pedersen sem enn lifír málar á fullu sömu myndefnin og á fimmta áratugnum og er einn ástsælasti myndlistarmaður Dan- merkur. Ofanskráð þurfti allt að koma fram í sambandi við sýningu Ein- ars, því að þrátt fyrir formrænar endurtekningar er hún að mínu viti ferskasta og lífrænasta sýn- ing hans um langt skeið. Það er til að mynda dtjúgur munur á henni og þeirri á Kjarvalsstöðum 1991, bæði hvað myndgæði snert- ir og yfirvegaða upphengingu. Segja má að höfuðeinkenni sýningarinnar sé ferskleikinn, inntakið og sérstæð átök við sjálft yfirborð málverksins, en hann sagar út plast til að ná fram efnis- legri dýpt og eins konar formræn- um titringi og bylgjuhreyfingu (vibration), sem ertir sjóntaug- arnar. Ferlið hefur hann notast við áður, en styðst nú minna við sjálfa efniseiginleika plastsins, en þeim meira til að dýpka og stokka upp myndflötinn. Þá málar hann á plastið þannig að það er vart sýnilegt, en hins vegar finnur skoðandinn fyrir ójöfnum á myndfletinum. Alveg ósjálfrátt hefur þessi aðferð opnað Einari heim innri lífæða myndflatarins sem voru áður eins og í seilingarfjarlægð, og jafnframt hefur þetta haft áhrif á hin hreinu tvívíðu mál- verk, sem standa fullkomlega fyr- ir sínu og í engu að baki hinna, og eru hér myndirnar „Draumur- inn“ (29) og „Sitjandi“ (26) tákn- ræn dæmi. Einar Hákonarson. Það er mikið að gerast í mynd- um eins og „Hamfarir" (3) og „Hollywood koss“ (6), sérstæður strengur í „Vinátta", mikil birta í „Vetur“ (10) og samræmd lita- dýrð í „Konan og dýrið“ (15) og „Aðskilnaður“ (17). Þetta voru þær myndir sem ég staðnæmdist helst við en einnig voru nokkrar myndir í bláu flæði áleitnar svo.sem „í vanda“ (28) og „Dökkir tímar“ (30), en í þeirri mynd tekst listamaðurinn vafalít- ið á við ástandið í þjóðfélaginu. í stuttu máli er þetta sterk sýning hjá Einari Hákonarssyni sem staðfestir að hann vinnur á fullu í list sinni og er heill í sann- færingu sinni um mátt og megin málverksins sem sjónræns miðils. Þorvaldur Skúlason Listhúsið Borg opnaði fyrir helgi sýningu á málverkum Þor- valds Skúlasonar (1906-1984), og er sýningin sett upp í sérstöku tilefni jafnframt því að vera eins konar kynning á einu og öðru sem hann tók sér fyrir hendur á listferli sínum. Það hlaut að koma að því að erlendir listhöndlarar kæmu auga á íslenzka myndlistarmenn, og þá einnig aðra en þá sem stífast er haldið fram af hérlendum um þessar mundir. Þannig hafa út- lendir listhöndlarar og listáhuga- menn fest sér myndlistarverk sem þeir hafa rekist á er þeir hafa haft lengri eða skemmri viðdvöl hérlendis, og gert það þegjandi og hljóðlaust. Ahuginn er því mun meiri en fram kemur og margt bendir til að þessi viðskipti muni eiga eftir að aukast fremur en hitt á næstu árum, og menn eru farnir að gera sér ferð hingað til lands í tilefni einstakra sýninga og svo mun einmitt éiga sér stað um sýninguna á verkum Þorvaldar. Það telst til nokkurra tíðinda er útlendir gera sér ferð hingað ótilkvaddir, og mikill er munurinn að eiga viðskipti við þá en marg- an landann, því að þetta fólk er svo þakklátt yfir að eignast mynd og greiðir uppsett verð mögl- unarlaust, - er þá frekar að það reki upp stór augu yfir því hve ódýr myndlistarverkin eru. Hér mætti enn einu sinni vekja athygii á því hve markaðssetn- ingu íslenzkrar listar er hörmu- lega ábótavant bæði innanlands sem utan, og svo að afrakstur hugvits er næsta lítils metinn. Á sýningunni eru 25 verk eftir Þorvald frá árunum 1930-1982, en segja má að höfuðáherslan sé lögð á eldri myndir og þannig er tugur verka frá þvi fyrir stríð, en slíkar myndir eru fáséðar er svo er komið og þeim verðmæt- ari. Fram kemur hve ríkum hæfi- leikum Þorvaldur var gæddur og að hann gerði þreifingar til margra átta áður en hann sneri sér að ákveðnum og mörkuðum myndefnum, en gerðist svo einn af frumkvöðlum óhlutlæga mál- verksins hérlendis. Annars voru verk hans alla tíð myndgrindar- málverk eins og það nefnist, og hann var ágætlega skóiaður á því sviði og sú skólun var öðru fremur frönsk. Þótt hann stund- aði upphaflega nám í Reykjavík og Osló, var námsgi-unnurinn fyrst og fremst byggður á franskri hefð. Þorvaldur lagði ásamt Valtý Péturssyni homstein að íslenzku strangflatamálverki, sem var byggt upp á hugmyndum Par- ísarskólans, og það er einmitt þetta tímabil listar hans sem hinn útlendi gestur mun hafa áhuga á. Þessi tegund listar á sér harða áhangendur erlendis og einnig sá geiri hennar er veit að Norður- löndum, en þau áttu frammúr- skarandi fulltrúa á vettvanginum og suma heimsþekkta eins og t.d. Danann Richard Mortensen. Þorvaldur Skúlason. Áhugasamir um þróun íslenzkrar myndlistar og viðgang málverks- ins skal sérstraklega bent á þetta tækifæri til að beija augum þetta samsafn listar brautryðjandans Þorvaldar Skúlasonar. FÉLAGS- og þjónustumiðstöðin, Hvassaleiti 56-58. Skemmtun í umsjón Sigurðar Björnssonar kl. 14.15 í dag í tilefni af opnun Þjóð- leikhússins. Leikararnir Guðný Ragnarsdóttir og Hákon Waage lesa úr leikritum. FÉLAGSSTARF aldraðra, Lönguhlíð 3. Vefnaðarkennslan er hafin. Uppl. á skrifstofunni í 24161. KRISTNIBOÐSDEILD KFUM og KFUK í Hafnarfirði. Samvera í kvöld kl. 20.30 á Hverfisgötu 15. Fréttir af kristniboðsstarfi, hugleið- ing o.fl. BRIDSKLÚBBUR Félags eldri borgara, Kópavogi. Spilaður tví- menningur í kvöld kl. 19 í Fann- borg 8. Kl. 18 verður aðalfundur haldinn svo félagar eru beðnir um að mæta í fyrra lagi. HJÁLPRÆÐISHERINN. Flóa- m^rkaðsbúðin Garðastræti 2 er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 13-18. Mikið úrval. BÚSTAÐASÓKN. Fótsnyrting fimmtudag. Uppl. í s. 38189. DÓMKIRKJUSÓKN. Fótsnyrting í safnaðarheimili kl. 13.30. Úppl. í s. 13667. KIRKJUSTARF______________ ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Starf 11-12 ára krakka í dag. Húsið opnar kl. 16.30. DÓMKIRKJAN: Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a, kl. 10-12. GRENSÁSKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Við upphaf stundarinnar leikur Hallfríður Ólafsdóttir á þver- flautu í 10 mín. Altarisganga, fyrir- bænir, samvera. Opið hús kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal verður með biblíulestur. Síðdegiskaffi. HALLGRÍMSKIRKJA: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANGHOLTSKIRKJA: Vinafund- ur kl. 14-15.30 í safnaðarheimilinu. Leiðsögn í lestri ritninganna. Leið- beinandi sr. Flóki Kristinsson. Aft- ansöngur í dag kl. 18. NESKIRKJA: Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Kaffi og spjall. SELTJARNARNESKIRKJA: Foreldramorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.30. BREIÐHOLTSKIRKJA: Starf 10-12 ára barna (TTT) í dag kl. 16.30. Bænaguðsþjónusta með alt- arisgöngu kl. 18.30. Fyrirbænum má koma til sóknarprests í viðtals- tíma. KÁRSNESSÓKN: Samvera æsku- lýðsfélagsins í kvöld kl. 20-22 í safnaðarheimilinu Borgum. í I I I í í i í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.