Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. F’EBRÚAR 1994 (- Framkvæmdir á vegnm skólanefndar \ Leikfimihús við Oddeyrarskóla reist fyrir haustíð LEIKFIMIHÚS sem reisa á við Oddeyrarskóla er á meðal helstu nýframkvæmda á vegum skólanefndar Akureyrar á árinu, en nefndin gekk á dögunum frá skiptingu fjármagns til nýfram- kvæmda og viðhalds við skóla bæjarins. Morgunblaðið/Rúnar Þór SJÖ stúlkur taka þátt í Fegurðarsamkeppni Norðurlands sem haldin verður í næstu viku, í efri röð frá vinstri eru Kristín Kristjánsdóttir, Lilja Björg Hauksdóttir, Brynhildur Sölvadóttir og Freyja Árnadóttir, en í neðri röð eru Anna Karen Kristjánsdóttir, Ásdís Rögnvaldsdóttir og Eva Ingimars- dóttir. Ungfrú Norðurland krýnd í Sjallanum annan föstudag Sjö stúlkur keppa um titilinn SJÖ stúlkur taka þátt í Fegurðarsamkeppni Norðurlands sem haldin verður í Sjallanum á Akureyri 25. febrúar næstkomandi. Sex þeirra eru frá Akureyri og ein frá Húsavík. Stúlkurnar hafa verið í þjálfun hjá Þorgerði Kristinsdóttur og Sig- urði Gestssyni í Vaxtarræktinni síðustu vikur og einnig hafa þær verið í ljósum hjá Stjörnusól, að sögn Kolbeins Gíslasonar fram- kvæmdastjóra Sjallans. í keppninni koma stúlkurnar fram í kvöldkjólum og sundfötum, kosin verður vinsælasta stúlka hópsins, besta ljósmyndafyrirsæt- an og hápunkturinn er kjör feg- urðardrottningar Norðurlands, en stúlkan sem hlýtur titilinn tekur þátt í Fegurðarsamkeppni íslands sem haldin verður í maímánuði. Fyrr um kvöldið verður vönduð dagskrá, m.a. vaxtárræktarsýning og þá syngur Rut Reginalds nokk- ur lög, en kynnir verður Hermann Gunnarsson. Stúlkurnar sem taka þátt í Feg- urðarsamkeppni Norðurlands_ eru Anna Karen Kristjánsdóttir, Ásdís Rögnvaldsdóttir, Brynhildur Sölvadóttir, Eva Ingimarsdóttir, Freyja Árnadóttir, Lilja Björg Hauksdóttir og Kristín Kristjáns- dóttir. Freyja er Húsvíkingur en hinar stúlkurnar eru allar frá Akureyri. Nýbyg’g'iiig- Hæstaréttar eftir Ólöfu Ríkharðsdóttur í ráði er að reisa nýbyggingu Hæstaréttar við Lindargötu í Reykjavík, á bak við Safnahúsið. Ferlinefnd félagsmálaráðuneyt- isins, sem hefur það starfssvið að fjalla um aðgengi fyrir fatlaða, fékk til umsagnar teikningar að um- ræddri nýbyggingu og gjörði við þær ýmsar athugasemdir. Rétt er að taka fram strax að komið hefur verið til móts við sum- ar þarfir fatlaðra eins og bygging- arreglugerð mælir fyrir um. Það voru þó nokkur veigamikil atriði sem fulltrúar ferlinefndarinn- ar gjörðu athugasemdir við, svo sem hallandi ganga, að lyftan er ekki ætluð almenningi og ógreiðan að- gang að henni, staðsetningu bif- reiðastæðis fyrir hreyfihamlaða og tröppur upp úr bifreiðastæði í kjall- ara. Eitt atriði var lagfært, þ.e. bifreiðastæði var fært nær inn- gangi. Hitt sendur óbreytt. Hallandi gangar eru nýmæli í íslenskri húsagerð og þótt víðar væri leitað. Upp í hugann koma reyndar tvær byggingar erlendar, sívali turninn í Kaupmannahöfn og Guggenheimerlistasafnið í New York. Samkvæmt byggingarreglugerð skal brúa lítinn hæðarmun svo sem nokkrar tröppur með skábraut og sé um lengri spöl að ræða skal „Það voru þó nokkur veigamikil atriði sem fulltrúar ferlinefndar- innar gjörðu athuga- semdir við, svo sem hallandi ganga, að lyft- an er ekki ætluð al- menningi og ógreiðan aðgang að henni, stað- setningu bifreiðastæðis fyrir hreyfihamlaða og tröppur upp úr bif- reiðastæði í kjallara.“ hafa lárétta hvíldarpalla með sex metra millibili. í reglugerðinni er því miður ekkert sem bannar hall- andi ganga innanhúss og skýringin er augljós eins og áður segir. Þetta er nýmæli í venjulegu húsnæði og engum hefur því dottið í hug að þama þurfí að slá varnagla. Það breytir hins vegar ekki þeirri stað- reynd að haílandi gangar geta verið beinn farartálmi fyrir suma hreyfí- hamlaða að maður ekki tali um þijátíu og fimm metra langa ganga án lóðréttra palla, eins og þarna er um að ræða. í bréfí frá hönnuðum hússins varðandi aðgengi fatlaðra að bygg- ingunni segir m.a.: „Auk þess var það talinn kostur Ólöf Ríkharðsdóttir að í þessari byggingu hafa allir, fatlaðir sem ófatlaðir, sama aðgengi upp lágan gönguhalla." Þetta er mikill misskilningur. Láréttir gang- ar og lyftur eru sú hönnun sem kemur til móts við þarfir allra. í umræddu bréfí stendur einnig orðrétt: „Tekið skal fram að starfs- maður í móttöku við aðalinngang er stöðugt reiðubúinn til aðstoðar ef ske kynni að einhver treysti sér ekki upp gönguhallann...." Þessi setning skýrir sig sjálf. Alls skipti nefndin 15,2 milljón- um króna milli grunnskólanna í bænum til áhalda og muna, al- menns viðhalds og stofnbúnaðar og fer bróðurparturinn, eða rúmar 10 milljónir, í viðhaldsverkefni af ýmsu tagi. Þá hefur skólanefnd falið bygg- ingadeild að undirbúa fram- kvæmdir við nokkra skóla, m.a. að ljúka við að koma upp lyftu við Lundarskóla og fullgera þijár kennslustofur í kjallara skólans. Umhverfisdeild var falið að und- irbúa framkvæmdir við nokkrar skólalóðir, m.a. endurbætur á lóð Bamaskóla Akureyrar, lagfæringu malarvalla og frágang við lóð Síðu- skóla og að ljúka frágangi á aust- urhluta lóðar við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Leikfimihús Hvað nýframkvæmdir varðar er fyrirhugað að reisa leikfimihús við Oddeyrarskóla og hefur bæjarráð samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga til samninga um hönnun þess, en tillöguteikningar af húsinu hafa verið lagðar fram. Miðað er að því að hraða hönnunarvinnu þannig að hægt verið að bjóða framkvæmdir út fyrir vorið og er að því stefnt að ljúka byggingunni næsta haust. Þijú þrep eru upp úr bifreiða- stæði í kjallara og eitt þrep upp í aðstöðu dómara. Það á að bæta úr þessu með lyftupalli, að sögn hönn- uða, EF fatlaður maður kemur til vinnu í húsinu. Hvers vegna á ekki að ganga frá því strax fyrst að „stefnt er að því að gjöra bygging- una sem þægilegasta fyrir fatlaða sem ófatlaða?" Hún getur orðið löng biðin eftir lyftum eins og mörg dæmi sanna. Heyrst hefur að gangarnir séu hafðir hallandi til þess að spara rými, sem auðvitað er mjög tak- markað á þessum litla skika sem ætlaður er undir húsið. Það ber allt að sama brunni. Hús Hæstaréttar má ekki rísa á þessum stað og eng- in önnur bygging heldur. Sem betur fer hafa þær fréttir nú borist að ráðamenn ætli jafnvel að hlusta á raddir fólksins í þetta skipti, sem hafnað hefur byggingu á bak við Safnahúsið eins og alþjóð veit. Við endurskipulagningu verður að taka tillit til þeirra þátta sem hér hafa verið raktir. Veljum nýbyggingu Hæstaréttar verðugan stað sem uppfyllir nauð- synleg skilyrði. Björgum Safnahúsinu, einni feg- urstu byggingu landsins frá skemmdum. Höfundur er formaður Öryrkjabandalags íslands og á sæti í ferlinefnd félagsmálaráðuneytisins. Skólanefnd hefur einnig ijallað um uppbyggingu grunnskóla og skólastarf í Giljahverfi og hvernig staðið skuli að byggingu skóla í hverfinu. Þá hefur skólastjóri Síðu- skóla gert nefndinni grein fyrir fyrirsjáanlegri húsnæðisnauð skól- ans næsta vetur og ítrekað að efst á óskalistanum er ein viðbótar- stofa, þ.e. eins laus kennslustofa. -------» ♦ ♦--------- Zontaklúbburinn Þórunn hyrna heldur sitt árlega ball í Dynheimum á morgun, öskudaginn, frá kl. 14 til 17. Veitt verða verðlaun fyrir búninga, grettukeppni verður hald- in sem og hæfileikakeppni. Gos selt á staðnum. (Fréttatilkynning.) —— i ■ ■ KYRRÐARSTUND verður í hádeginu á morgun, miðvikudag- I inn 16. febrúar, frá kl. 12 til 13 í Glerárkirkju. Orgelleikur, helgi- stund, altarissakramenti, fyrir- > bænir. Léttur málsverður að stund- inni lokinni. Allir velkomnir. Bæna- stund kvenna kl. 20.30 til 21.30, bæn og fyrirbæn. Starfandi er fyr- irbænahópur við kirkjuna og er einnig beðið fyrir þeim sem þess óska í messum, á kyrrðarstundum og bænastundum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti heima- leikurinn Fyrsti heimaleikur Skauta- félags Akureyrar í íshokkí var um helgina þegar félagar úr Skautafélagi Reykjavíkur sóttu þá heim. Akureyringar höfðu mun betur í leiknum, sigruðu 12:2. Atkvæðamestur var Heiðar Ingi Ágústsson, sem sækir að marki á mynd- inni, gerði 5 mörk, Ágúst Ás- grímsson gerði 2 og þeir Héð- inn Björnsson, Sigurður Sig- urðsson, Sveinn Björnsson, Auðunn Eiríksson og Aki Mykkanen 1 mark hvor. Þeir ’ Jouni Förmanen og Nikolaj Nefjodov gerðu sitt markið hvor fyrir Reykjavíkurliðið. Öskudagsball /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.